Morgunblaðið - 29.08.2008, Side 21

Morgunblaðið - 29.08.2008, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2008 21 Silfrið heim TF-GNA, Super Puma-þyrla Gæslunnar, myndar eins konar ólympíuhringi með blaðendunum er áhöfnin flýgur í miðju skúraskýinu, allt til heiðurs silfurdrengjum við heimkomu. Árni Sæberg Blog.is Hannes Friðriksson | 28. ágúst Bara að allir spiluðu eins og landsliðið! Í gær var dagur gleð- innar, tugþúsundir söfn- uðust saman til að hylla handboltalandsliðið, og þau okkar sem viðkvæm- ari eru felldum tár. Fólk þjappaðist saman sem ein heild, með eitt markmið og það var að hylla liðið. Það tókst svo eftir verður munað. Hápunktur dagsins, að öðrum ólöst- uðum, fannst mér vera sú stund er for- setinn sæmdi landliðið hinni íslensku fálkaorðu, æðsta heiðri er þjóðin getur sýnt þeim er afrekað hafa. Þeir áttu það skilið. Eitt er það að njóta stunda sem þessara og hitt er að draga lærdóm af þeim. Hvernig þjóðin gæti nýtt sér þessa reynslu til að ná árangri á sem flestum sviðum. Verða „stórasta land í heimi,“ eins og forsetafrúin orðaði það svo snilldarlega. Meira: smali.blog.is Lára Hanna Einarsdóttir | 28. ágúst Viðskipti, útrás, póli- tík, svik og faðmlag Þetta mál er eiginlega ótrúlegt og við megum alls ekki gleyma því sem þarna fór fram. Þó að tæpt ár sé ekki langur tími er minnið gloppótt og ekki veitir af að hressa upp á það ann- að veifið og læra af reynslunni. Uppá- komur og farsar undanfarið ár eru með ólíkindum: Tíð meirihlutaskipti í borginni með lygum, baktjaldamakki, valdagræðgi og tilheyrandi; laxveiði stjórnmálamanna í boði þáverandi stjórnarformanns OR (en þó í boði Baugs, eins af eigendum FL Group); brottrekstur Guðmundar Þór- oddssonar og fleira og fleira. Meira: larahanna.blog.is Svanur Gísli Þorkelsson | 28. ágúst Fimmtugur á morgun – Til hamingu með daginn Michael Joseph Jackson Hann er frægasti einstak- lingur á jörðinni sam- kvæmt fjölda skoðana- kannanna sem gerðar hafa verið á síðastliðnum árum. Líklega finnst öllum nið- urstöðurnar svo ótrúlegar, hvernig er öðru- vísi hægt að skýra fjölda þessara kann- anna. Já, frægastur allra lifandi í heiminum og frægastur allra sem lifað hafa Meira: svanurg.blog.is Í TILEFNI nýrrar álitsgerðar um sprengjuárásina við hið svokallaða „Kjúk- lingastræti“ haustið 2004 kynnti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra breytingar á starfi friðargæslunnar. Skemmst er frá því að segja að svo langt sem tillögurnar ná þá eru þær í samræmi við ítrekaðar tilraunir undirritaðs og þingflokks Vinstri grænna til að gera umbæt- ur á starfi íslenska friðargæslu- liðsins. Hörmungarnar við Kjúklingastræti Þótt umbæturnar séu gleðiefni er upphaf málsins mjög sorglegt. Í sprengjuárásunum sem eru kveikjan að þessum umbótum lét- ust þrjár manneskjur, 11 ára afg- önsk stúlka, bandarísk kona og ódæðismaðurinn sjálfur. Það verð- ur að teljast mikið lán í óláni að skotmörk árásarinnar, hinir ís- lensku friðargæslumenn, komust allir lífs af, en rétt er að muna að nokkrir Afganar slösuðust og þrír Íslendinganna hlutu áverka. Eng- inn vafi leikur á því að árásinni hefði mátt afstýra eða öllu heldur til hennar hefði aldrei þurft að koma, ef rétt hefði verið staðið að málum. Hér er að sjálfsögðu ekki við óbreytta liðsmenn friðargæslunnar að sakast. Þeir unnu vinnu sína samkvæmt þeim reglum sem þá giltu að svo miklu leyti sem þær voru til og sinntu störfum sem þeim höfðu verið falin af sínum yf- irboðurum. Á hitt ber að líta að aðbúnaður þeirra, þjálfun og þær reglur sem um þá giltu voru með öllu óviðunandi. Málið ber öll merki þess hversu hroðvirknislega var að því staðið á sínum tíma. Ef eitthvað er styrkjast, í ljósi þessa máls, þær grunsemdir að þátttaka íslensku friðargæslunnar í Afgan- istan hafi verið gæluverkefni í ut- anríkisráðuneytinu á sínum tíma til að koma sér í mjúkinn hjá æðstu valdhöfum í NATO, fremur en markvisst framlag til mann- úðarstarfs í heiminum. Enda sér það hver maður að herlaus þjóð eins og Íslendingar, sem skortir þjálfun, að- búnað og stjórnkerfi til hernaðarstarfa á ekkert erindi á átakasvæði í Afgan- istan. Utanríkisráðherra snýst hugur Utanríkisráðherra tilkynnti í vikunni að íslenska friðargæslan mundi ekki lengur manna þær sjö stöður þar sem starfsmenn hafa borið vopn og hernaðartign. Þessu ber að fagna, enda er það í góðu samræmi við þingsályktunartillögu okkar Vinstri grænna frá síðastliðnu hausti, þar sem lagt var til, orð- rétt, að „kalla heim íslenska frið- argæsluliða í Afganistan, sem þar starfa sem hluti liðsafla NATO“. Utanríkisráðherra lýsti því líka yf- ir að skilgreina þyrfti betur hve- nær friðargæsluliðar, sem eru borgaralegir starfsmenn, geta starfað innan herkerfa yfirleitt. Þetta er líka fagnaðarefni því í sömu tillögu VG segir einmitt: „Jafnframt verði þátttaka Íslands í friðargæslu og verkefnaval end- urskipulagt í samræmi við mark- mið nýrra laga um íslensku frið- argæsluna.“ Í umræðum um málið á Alþingi sagðist utanríkisráðherra hins vegar, fyrir minna en ári, vera „öldungis ósammála þeirri tillögu […] að kalla heim íslenska frið- argæsluliða í Afganistan“. Til að taka af allan vafa lýsti hún sig „eindregið þeirrar skoðunar að við eigum ekki að draga okkur út úr verkefnum í Afganistan“. Og bætti svo við: „Mér finnst ábyrgðarlaust að við gerum það.“ Þá talaði hún eins og forveri hennar í embætti, Halldór Ásgrímsson, sem var mjög í mun að koma á og auka þátt íslensku friðargæslunnar í vopnuðum störfum fyrir örygg- issveitir NATO í Afganistan. Borgaraleg friðargæsla með vopn? Að vísu gengur utanrík- isráðherra skemur en við lögðum til því hún tekur fram að hin borg- aralega íslenska friðargæsla skuli bera vopn „í sérstökum tilvikum“, ef um „sérhæfð störf“ er að ræða eða ef þau eru notuð til sjálfs- varnar. Hér skiljast leiðir okkar því hvernig getur sannkölluð borgaraleg friðargæsla falist í því að sinna „sérhæfðum störfum“ með vopnaburði? Ættu borg- aralegir friðargæsluliðar ekki frekar að koma sér fyrir á þeim stöðum í heiminum þar sem engin þörf er fyrir þessi „sérhæfðu störf“ með tilheyrandi vopna- burði? Nóg er af verkefnum fyrir borgaralega íslenska friðargæslu, svo fremi sem sjóndeildarhring- urinn er stækkaður nokkuð svo hann nái út fyrir þau lönd sem Bandaríkjaher og NATO hafa á umliðnum árum varpað sprengjum á. Við Íslendingar eigum að sjálf- sögðu að leggja okkar af mörkum til mannúðarstarfs í heiminum, raunar ættum við að gera miklu meira, en þá skulum við líka nýta kraftana þar sem þörfin er mest og á friðsamlegum forsendum í þágu eiginlegrar þróunarsam- vinnu, fyrirbyggjandi aðgerða, uppbyggingar og mannúðar- aðstoðar. Slíkur er hvort sem er andi bæði laganna um „borg- aralega“ íslenska friðargæslu, sbr. 1. gr. eins og henni var breytt í meðförum Alþingis, og laga um þróunarsamvinnu Íslendinga. Eftir Steingrím J. Sigfússon » Við Íslendingar eig- um að sjálfsögðu að leggja okkar af mörkum til mannúðarstarfs í heiminum, raunar ætt- um við að gera miklu meira, en þá skulum við líka nýta kraftana þar sem þörfin er mest og á friðsamlegum for- sendum í þágu eig- inlegrar þróunarsam- vinnu, fyrirbyggjandi aðgerða, uppbyggingar og mannúðaraðstoðar. Steingrímur J. Sigfússon Höfundur er formaður Vinstri grænna og situr í utanríkismálanefnd. Friðsamlegt mannúðar- starf í stað hernaðarleikja ÞAÐ var stórkostleg stund er þjóðin kom saman á Arnarhóli til að hylla landslið okkar í hand- bolta fyrir frækilegan árangur á Ólympíuleikunum í Peking. Gleði og stolt skein út úr hverju andliti. Leiðin að silfrinu var löng og ströng. Við gerum okkur líklega fæst grein fyrir þeirri gífurlegu vinnu og þeim miklu fórnum sem hafa verið færðar til að draum- urinn um ólympíuverðlaun yrði að veruleika. Ég vil þakka öllum þeim sem mættu í miðbæinn til að fagna með „strákunum okkar“ sem og þeim fjölmörgu hjá Reykjavík- urborg, lögreglunni, Icelandair, fjölmiðlum og íþróttahreyfing- unni er lögðu nótt við nýtan dag til að þessi hátíð gæti orðið að veruleika. Á rúmum tveimur sól- arhringum tókst með góðu sam- starfi að skipuleggja ógleyman- legan viðburð sem alla jafna krefst langtum lengri undirbún- ings. Síðast en ekki síst vil ég þakka okkar ástkæru landsliðsmönnum fyrir að hafa sýnt óbilandi þraut- seigju, viljastyrk og sigurvilja á leiðinni löngu á verðlaunapallinn. Þeir eru sannarlega verðugir fálkaorðuhafar. Við stöndum öll í þakkarskuld við þá. Þeir eru stór- kostlegar fyrirmyndir þeirra kyn- slóða sem nú eru að vaxa úr grasi. Árangur þeirra verður lengi í minnum hafður og mun hann efla íþróttalíf í landinu, okkur öllum til heilla. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Þakkir Höfundur er menntamála- ráðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.