Morgunblaðið - 29.08.2008, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
NÚ eru skólar að
hefjast og í fjölmiðlum
er lögð rík áhersla á ör-
yggi skólabarna í um-
ferðinni og er það vel.
En börnin eru líka á
annarri leið. Hún ligg-
ur um skólakerfið og út
í framhaldsnám og
störf. Ýmislegt bendir
til að við gætum gert miklu betur til
að tryggja öryggi ungs fólks á þeirri
leið svo það fælist ekki frá námi,
heldur sjái að það þjónar tilgangi
fyrir það sjálft að nýta bæði framboð
skólakerfisins og eigin hæfileika
þeim og okkur hinum til góðs. Helstu
vísbendingarnar sem við höfum um
hindranir á götum skólakerfisins eru
tölur um gríðarlega mikið brottfall
úr framhaldsskólum. Önnur vísbend-
ing er að eftir því sem næst verður
komist fær um helmingur grunn-
skólanema enga náms- og starfs-
fræðslu þrátt fyrir að rannsóknir
hafi sýnt að hún beri árangur, þ.e.
þeir nemendur sem hafa verið í
skipulegri náms- og starfsfræðslu í
grunn- eða framhaldsskóla eru betur
búnir undir námsval þegar kemur að
stórum gatnamótum skólakerfisins,
þ.e. við lok grunnskóla eða fram-
haldsskóla.
Brúarsmíði
Erlendis er náms- og starfsráð-
gjöfinni (náms- og starfsfræðsla er
einn þáttur hennar) oft líkt við brú-
arsmíði. Er þá annars vegar átt við
að brúa vel bilið á milli skólastiga, en
einnig að brúa bilið á milli hins ein-
staka nemanda (áhuga hans og
hæfni) og þeirra möguleika sem
bjóðast í námi og störfum. Þar er
gjarnan fyrsta skrefið að örva nem-
andann til dáða, þ.e. að sýna honum
margbreytileikann í heimi starfanna,
kynna hin ólíku hlutverk sem full-
orðið fólk hefur á hendi, vinna á for-
dómum, s.s. um karla- og kvenna-
störf og þar fram eftir götunum.
Náms- og starfsráðgjöf fylgir einnig
þjálfun í að skoða sig
sjálfan, þar á meðal
hvernig sá eða sú sem í
hlut á tekur ákvarð-
anir.
Hver er staðan?
Í sumar gekk í gildi
ný löggjöf um bæði
grunn- og framhalds-
skóla. Í lögum um
grunnskóla (nr. 91/
2008, 13. gr.) segir um
náms- og starfsráðgjöf:
Nemendur eiga rétt á
að njóta náms- og
starfsráðgjafar í grunnskóla af til
þess bærum sérfræðingum. Sama
ákvæði er að finna í lögum um fram-
haldsskóla (nr. 92/2008, 37. gr.) með
viðbót um að árangur skuli metinn: Í
skólanámskrá framhaldsskóla skal
markmiðum og stefnu skóla varð-
andi ráðgjöf lýst og þar skal einnig
koma fram hvernig skóli rækir
skyldur sínar og hlutverk á þessu
sviði. Þessi lagasetning hefur alla
burði til að vera tímamótaverk, en að
mínu mati skiptir máli hverjar fram-
kvæmdirnar verða við þá brúarsmíði
sem þarna er boðuð.
Brúarframkvæmdir
og vegvísagerð
Það er skemmst frá því að segja að
ef við ætlum að ná markmiðum ofan-
greindra lagaákvæða þarf að koma
upp bæði vegvísum og brúm um
námsleiðakerfi menntastofnananna.
Tökum fyrst dæmi um vegvísi. Okk-
ur vantar ítarlegt og hlutlaust upp-
lýsingakerfi um nám og störf. Þetta
kerfi ætti fyrst og fremst að vera á
netinu og greiða götu að upplýs-
ingum um nám og störf. Erlendis
þykja slík upplýsingakerfi sjálfsögð
og óhætt er að segja að hér væri um
einkar arðbæra fjárfestingu að ræða.
Dæmi um brúargerð er námsefni í
náms- og starfsfræðslu. Slíkt náms-
efni kom síðast út snemma á 10. ára-
tug síðustu aldar og svo í styttri gerð
á vef Námsgagnastofnunar fyrir
fáum árum. Öflug námsefnisgerð er
forsenda ef við ætlum að byggja brýr
í skólakerfinu. Námsefnisflóran hjá
okkur er ótrúlega rýr í samanburði
við nágrannalöndin, þar sem bækur
og annað stoðefni skiptir tugum ef
ekki hundruðum. Annað dæmi um
brúarsmíði er námskrá um náms- og
starfsráðgjöf og náms- og starfs-
fræðslu. Þar væri skilgreint hverjir
áfangarnir eru að markmiðum um að
allir nemendur hafi rétt á að njóta
náms- og starfsráðgjafar.
Stjórnvöld ráða ferðinni
Ofangreind mannvirki eru þau
helstu sem brýnt er að reisa. Fyrsta
skrefið í þessum framkvæmdum ætti
að mínu mati að vera úttekt á því
hvað skólar landsins eru nú þegar að
gera til að búa unga fólkið undir
næstu skref á náms- og starfsferl-
inum. Nefnd á vegum menntamála-
ráðuneytisins hefur nýlega skilað
áliti til menntamálaráðherra vegna
ályktunar um eflingu náms- og
starfsráðgjafar á Alþingi. Þar er lögð
áhersla á að við tryggjum gæði
náms- og starfsráðgjafar í skólum
með því að skoða fyrst hvar við
stöndum nú og ákveða næstu fram-
kvæmdaþætti í kjölfarið. Ég tel að
æskilegt væri að koma á fót rann-
sóknastofnun við Háskóla Íslands
sem hefði umsjón með gerð matsút-
tekta á framkvæmd náms- og starfs-
ráðgjafar við nemendur. Þar færum
við að fordæmi Finna sem standa
óefað í fararbroddi á þessu sviði sem
öðrum í skólamálum. Allt er þetta vel
gerlegt, en því er eins farið um þessa
brúargerð og á vegum landsins að
það eru ráðamennirnir sem taka
ákvarðanir um hvar og hvenær skuli
byggðar brýr.
Sköpum örugga
umferð um skólakerfið
Guðbjörg Vil-
hjálmsdóttir skrifar
um skólakerfið
og framhaldsnám
ungs fólks
»Ég tel að æskilegt
væri að koma á fót
rannsóknastofnun við
Háskóla Íslands sem
hefði umsjón með gerð
matsúttekta á fram-
kvæmd náms- og starfs-
ráðgjafar við nem-
endur.
Guðbjörg
Vilhjálmsdóttir
Höfundur er dósent í náms- og
starfsráðgjöf við félags- og
mannvísindadeild Háskóla Íslands.
KOMDU sæll,
Matthías.
Dagbækur þínar
eru um þessar mundir
töluvert í umræðunni
og greinilega hafa
margir orðið til þess
að lesa þær. Til vitnis
um það er að mér hafa
borist fregnir úr fleiri
en einni átt um að þar
sé að finna um mig umfjöllun í
færslum ársins 1998. Ég fór því að
forvitnast og fann skrif um mig á
nokkrum stöðum. Mér er sama þó
að um mig og mín verk falli dómar
og hirði yfirleitt ekki um að svara
þeim. En á einum stað í þessum
færslum er spunnin upp um mig
slík lygaþvæla að ég get ekki annað
en beðið þig að taka hana af netinu
og helst strika yfir hana í dagbók-
inni. Ég vil síður að hún verði
heimfærð upp á mig einhvern tíma
seinna. Þú hefur söguna eftir
Jennu Jensdóttur rithöfundi sem
ég hef aldrei átt í neinum illdeilum
við og þekki raunar.
Sagan gengur út á að ég hafi
kennt stúlku að nafni
Jóhanna Eiríksdóttur
í Ármúlaskóla, hún
hafi skrifað ritgerð
upp á 9 um ljóð þín en
ég gefið henni 4 í ein-
kunn.
Síðan segir í dag-
bókarfærslunni:
„Jóhanna bar sig upp
undan þessu við
Jennu, fyrrverandi
kennara sinn, en hún
tók málið upp við
Kristján J. Gunnars-
son, fyrrum fræðslu-
málastjóra, sem síðar hefur fengist
við skáldskap og ort nokkrar ljóða-
bækur, auk skáldsögu; góður mað-
ur og gegn. Hann trúði vart því
sem hann heyrði, hafði samband
við Magnús skólastjóra Ármúla-
skóla og kallaði inn allar ritgerð-
irnar svo unnt yrði að fara yfir þær
og bera saman. Þá kom í ljós að rit-
gerð Jóhönnu var upp á 9. Það kom
engum á óvart sem til þekktu. En
upp úr þessu var Guðjóni Friðriks-
syni sagt upp og hrökklaðist hann
þá til Ísafjarðar. Þar gerði hann
sér lítið fyrir og hóf ofsóknir á
hendur Jennu og Hreiðari sem
barnabókahöfundum. Það voru
hefndirnar.“
Síðan fylgir hæfileg útlegging
þín á innræti mínu og pólitískum
skoðunum en slíkt læt ég mér í
léttu rúmi liggja.
Um þetta er í stuttu máli það að
segja að ég hef aldrei kennt
Jóhönnu Eiríksdóttur, aldrei kennt
í Ármúlaskóla, aldrei svo ég muni í
kennaratíð minni fengið ritgerð í
hendur um ljóð Matthíasar
Johannessen, aldrei verið kærður
fyrir einkunnagjöf, aldrei verið
sagt upp störfum við neinn skóla,
þaðan af síður hrökklast til Ísa-
fjarðar og aldrei ofsótt Jennu og
Hreiðar. Ég var hins vegar kennari
í 3 ár við Menntaskólann á Ísafirði
af fúsum og frjálsum vilja en það er
önnur saga.
Þú gerir þetta fyrir mig.
Kær kveðja.
Orðsending til
Matthíasar Johannessen
Guðjón Friðriksson
segir rangt með
farið í dagbókum
Matthíasar
»En á einum stað í
þessum færslum er
spunnin upp um mig slík
lygaþvæla að ég get
ekki annað en beðið þig
að taka hana af netinu.
Guðjón
Friðriksson
Höfundur er sagnfræðingur.
V i n n i n g a s k r á
17. útdráttur 28. ágúst 2008
A ð a l v i n n i n g u r
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
7 1 3 5 4
V i n n i n g u r
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur
2 8 0 1 0 2 9 2 2 3 4 0 1 6 4 5 5 1 9 4
Vi n n i n g u r
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
6132 16739 33430 53002 64673 76381
10974 33374 48251 54092 67958 79008
V i n n i n g u r
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
7 7 1 1 4 2 8 4 2 4 2 6 1 3 4 4 4 4 4 3 6 0 4 5 2 6 8 5 6 6 0 1 4 7 2 2 3 4
1 6 4 7 1 4 6 6 9 2 6 2 1 9 3 4 8 8 6 4 6 3 0 4 5 5 3 4 9 6 6 0 9 6 7 3 7 9 3
2 7 9 9 1 6 0 3 0 2 7 5 3 2 3 5 5 8 0 4 6 7 5 4 5 6 1 0 5 6 6 2 0 1 7 3 9 6 9
3 4 6 2 1 6 4 8 4 2 8 6 9 9 3 6 8 2 8 4 6 9 4 1 5 6 5 1 2 6 6 3 8 8 7 4 4 9 3
5 0 9 2 1 8 3 7 2 2 9 9 1 9 3 7 2 8 0 4 7 4 0 3 5 7 5 9 2 6 6 6 7 0 7 5 4 4 2
8 0 2 6 1 8 7 1 8 3 0 5 4 9 3 7 2 9 8 4 8 3 7 6 5 9 8 1 1 6 6 8 0 4 7 6 3 0 0
8 6 7 7 2 0 7 1 7 3 0 8 0 3 3 7 3 4 0 4 8 7 5 9 6 0 8 1 5 6 7 3 5 0 7 6 5 8 3
8 9 0 5 2 2 8 1 4 3 1 0 7 6 3 7 9 9 8 4 8 7 8 0 6 1 4 5 6 6 8 0 2 9 7 8 9 9 8
9 8 5 7 2 2 9 4 8 3 1 2 4 4 3 8 1 0 2 5 0 7 2 4 6 1 5 1 0 6 8 4 5 7 7 9 3 3 0
1 0 0 7 5 2 3 0 6 2 3 2 5 8 5 3 8 6 8 2 5 1 2 7 1 6 2 4 1 4 6 8 9 6 5
1 1 4 8 7 2 3 2 9 1 3 3 4 1 0 3 9 1 2 6 5 1 2 7 5 6 3 7 3 6 6 9 5 1 9
1 1 7 9 8 2 3 7 5 3 3 3 4 1 3 3 9 2 4 1 5 1 8 8 0 6 3 8 3 9 6 9 7 7 9
1 3 5 0 1 2 3 8 2 2 3 4 3 3 2 4 1 5 5 9 5 1 8 9 2 6 4 4 5 2 7 0 0 1 7
V i n n i n g u r
Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur)
60 7897 18062 25882 35934 43946 53537 61215 65948 73991
105 7908 18100 25888 35987 44076 53719 61226 66034 74108
333 7958 18288 26050 36032 44255 53849 61302 66245 74354
457 8359 19253 26066 36269 44616 53968 61348 66301 74498
499 8594 19339 26142 36716 45120 54252 61458 66520 74604
527 8749 20078 26482 37033 45160 54479 61577 66825 74873
706 8945 20133 26733 37236 45549 54626 61699 66983 74884
1892 9184 20228 26747 37639 45588 54927 62106 67318 75085
1893 9253 20281 27127 37978 45589 55418 62169 67414 75255
2044 9464 20440 27221 38179 45607 55564 62219 67746 75257
2051 9539 20525 27287 38235 45672 55722 62706 68236 75591
2173 9663 20662 27509 38580 45920 55862 62777 68548 75626
2897 9698 20899 27929 38647 46243 55913 62916 69234 75675
2936 9963 21026 28208 39008 46614 55980 63169 69554 75846
3097 10181 21320 28227 39020 46777 55990 63224 69581 75918
3130 10248 21515 28510 39216 47016 56371 63275 69610 75948
3437 10720 21556 28760 39272 47301 56470 63279 70006 76295
3559 11000 21682 29090 39701 47855 56514 63318 70029 76517
3733 11612 21958 29170 39873 48198 56685 63534 70268 76574
3888 12186 22046 29883 39899 48767 56771 63591 70614 76624
4055 12581 22331 30610 40053 49732 56877 63594 70821 76667
4170 12609 22379 30830 40059 50104 57018 63670 71533 77115
4204 13144 22465 31280 40123 50323 57373 63675 71600 77365
4506 13220 22590 31670 40130 50377 57916 63701 71612 77458
4696 14634 22771 33289 40367 50385 58127 64115 71836 77554
4806 14637 22775 33599 40505 50501 58401 64211 71868 77645
5126 15194 22863 33635 40949 50520 58784 64226 72182 77749
5228 15414 22905 33802 41186 51083 58788 64437 72227 77847
5492 16032 23055 33867 41452 51242 58979 64684 72309 77910
5637 16035 23331 33951 41574 51278 59008 64702 72758 77959
5661 16042 23358 34163 41773 51689 60068 64829 72787 78077
5739 16109 23787 34258 42094 51823 60088 64989 72836 78141
6082 16640 23806 34342 42209 51984 60392 65329 72953 78412
6126 16708 23833 34493 42593 52155 60426 65369 73389 78559
6524 16782 24341 34575 42684 52298 60674 65506 73549 78592
6613 16828 24453 34587 42852 52324 60715 65652 73709 78620
7100 17281 24832 34627 42866 52510 60788 65659 73818 78948
7528 17300 25000 34824 43094 52537 60882 65811 73940 79266
7851 17471 25296 35338 43352 52781 61012 65838 73963 79394
7864 17947 25447 35381 43874 53159 61088 65936 73990 79639
Næstu útdrættir fara fram 4. sept, 11. sept, 18. sept, 25. sept & 2. okt 2008
Heimasíða á Interneti: www.das.is
MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út-
gáfudaga aðsendar umræðugreinar
frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt
til að hafna greinum, stytta texta í
samráði við höfunda og ákveða
hvort grein birtist í umræðunni, í
bréfum til blaðsins eða á vefnum
mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar,
sem eru skrifaðar fyrst og fremst til
að kynna starfsemi einstakra stofn-
ana, fyrirtækja eða samtaka eða til
að kynna viðburði, svo sem fundi og
ráðstefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem þurfa að senda Morgun-
blaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Formið er undir liðnum „Senda
inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is.
Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Ekki er lengur tekið við greinum
sem sendar eru í tölvupósti.
Í fyrsta skipti sem formið er not-
að þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið, en næst þegar kerfið er
notað er nóg að slá inn netfang og
lykilorð og er þá notandasvæðið
virkt.
Ekki er hægt að senda inn lengri
grein en sem nemur þeirri há-
markslengd sem gefin er upp fyrir
hvern efnisþátt en boðið er upp á
birtingu lengri greina á vefnum.
Nánari upplýsingar gefur starfs-
fólk greinadeildar.
Móttaka aðsendra greina
Vestfirsku
kjarakaupin
101 ný vestfirsk
þjóðsaga
Eftir Gísla Hjartarson
Öll 8 heftin sem út komu
á 7.500 kr. Frí heimsending.
Upp með Vestfirði!
Pantanir: 456 8181 • jons@snerpa.is