Morgunblaðið - 29.08.2008, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2008 25
börn og ástvinir brostu í gegnum
tárvot augun á þessari sorgar- og
kveðjustund. Guðný í Krossnesi var
kraftmikil og dugleg kona. Hún
vann í um árin bæði að búskap og
utan heimilis, ásamt því að koma
upp stórum barnahóp. Hún var fé-
lagslynd, gestrisin, hjálpsöm og ör-
lát. Ég minnist margra góðra
stunda með fjölskyldunni í Kross-
nesi og einnig kærkominna heim-
sókna Guðnýjar og Magnúsar til
okkar í Norðtungu. Guðný bar
mikla umhyggju fyrir fjölskyldu og
vinum. Hver einstaklingur í fjöl-
skyldunni var einstakur. Eftirvænt-
ing barnabarnanna var mikil þegar
hittast átti í Krossnesi. Veit ég að
þau munu sakna þess að njóta ekki
nærveru ömmu sinnar á komandi
hátíðisdögum. Guðný var mikið fyrir
tónlist og virkaði hvetjandi á syni
mína með áhuga sínum. Ég hugsa til
Guðnýjar með þakklæti fyrir virð-
ingu og hlýhug alla tíð. Hún var
jafningi og félagi. Það urðu örlög
Guðnýjar í Krossnesi, þessarar dug-
miklu konu að greinast með illvígan,
ólæknandi sjúkdóm. Hún tók á móti
erfiðleikunum með reisn. Hennar
einlæga ósk var að dveljast sem
lengst heima í Krossnesi. Magnús,
þú gerðir það sem þurfti til að
Guðný gæti verið heima sem lengst
með aðstoð og stuðningi fjölskyld-
unnar. Það kom berlega í ljós hvað
Guðný átti marga trausta og góða
vini sem aðstoðuðu og heimsóttu
hana á þessum erfiðum tímum.
Guðný, ég veit að þú munt umvefja
dóttur mína og nöfnu þína um-
hyggju og ást þegar þið hittist að
handan. Megi minning þín lifa. Þér
Magnús, öllum afkomendum og ást-
vinum votta ég innilegustu samúð.
Magnús Skúlason.
Fleiri minningargreinar um Guð-
nýju Grendal Magnúsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
rún bauð telpunni upp á berjasaft
en henni fannst saftin vond og
fúlsaði við. Amma kvað þetta örg-
ustu ókurteisi og skipaði telpunni
að drekka og hún hlýddi. Skildi
svo amma ekkert í því að hún
þurfti að styðja við dóttur sína á
leiðinni heim og svo steinsofnaði
hún við heimkomuna. Skömmu síð-
ar hringir frænkan, hafði þá
smakkað sjálf á saftinni og fundið
að hún var rammáfeng! Ögn var
amma mýkri á svip þegar telpan
vaknaði …
Við heimsóttum „ömmu í gili“
oft þegar ég var drengur. Í minn-
ingunni er daufur dynur frá vél-
unum á neðri hæðinni, létt tónlist-
in ómaði frá kassettutækinu í
stofunni og ilmur af nýbakaðri
eplaköku barst úr eldhúsinu.
Sundum fékk ég að gista og hlakk-
aði þá alltaf til þótt kirkjuklukk-
urnar í Akureyrarkirkju eða mót-
orhjól æðandi upp og niður gilið
héldu fyrir mér vöku eitthvað fram
á nótt. Á sumrin lék maður sér oft
á planinu milli hússins og kirkju-
brekkunnar, þar voru stærstu
randaflugur á Íslandi. Og
skemmtilegt var að fá far í
„ömmubíl“, forláta bjöllu sem
amma keyrði í mörg ár.
Mér varð snemma ljóst hversu
sterkur persónuleiki amma mín
var. Hún gafst ekki upp þótt á
móti blési, var oft hörð í horn að
taka og kvartaði aldrei. Hún vildi
bjarga sér sjálf og hvorki þiggja
hjálp né samúð. En hún setti fjöl-
skylduna í fyrsta sæti, var alltaf
mætt til aðstoðar meðan heilsan
leyfði, fylgdist vel með afkomend-
um sínum og gaf þeim ráð þegar
leitað var til hennar. Hún hafði
ákveðnar skoðanir og sagði þær
umbúðalaust og þótt manni fyndist
harkan stundum vera mikil fann
maður alltaf væntumþykjuna sem
lá á bak við. Eitt af því sem hún
gaf mér í veganesti var, að hversu
gamall sem maður verður, verður
maður aldrei of gamall til að hugsa
vel um sína nánustu.
Ingimar Guðmundsson.
Fleiri minningargreinar um Helgu
Ingimarsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
✝ Pála ÞrúðurJakobsdóttir
fæddist á Hunku-
bökkum í V-
Skaftafellssýslu 25.
apríl 1948. Hún
lést á krabba-
meinsdeild Land-
spítalans mánudag-
inn 25. ágúst
síðastliðinn. For-
eldrar Pálu voru
Jakob Kristinn
Þorvarðarson, f.
16. des. 1913, d.
19. okt. 1995 og
Þórey Magnúsdóttir, f. 13. jan.
1918, d. 20. ágúst 1995. Systkini
Pálu eru Ester, f. 21. mars 1944,
Íris Mjöll, f. 28. júlí 1979, í sam-
búð með Magnúsi Baldurssyni,
börn hans eru Jón Marel og Ída
Bjarklind.
Pála og Jakob bjuggu á Sel-
fossi, en slitu samvistum 1974 og
flutti Pála þá til Reykjavíkur og
hóf nám við Sjúkraliðaskóla Ís-
lands. Hún útskrifaðist þaðan
1976. Seinna fór hún í sérnám í
geðsjúkdómum og starfaði m.a. í
mörg ár á geðdeild Borgarspít-
alans. Hennar ævistarf tengdist
heilbrigðiskerfinu, hún starfaði
á Sjúkrahúsi Suðurlands, Land-
spítalanum og Borgarspítala –
geðdeild. Síðustu 20 árin starf-
aði hún hjá Félagsþjónustunni í
Reykjavík og síðast sem deild-
arstjóri heimaþjónustu í Árskóg-
um. Hún sat í stjórn Sjúkraliða-
félagsins á fyrstu árum þess og
var þar ritari.
Útför Pálu fer fram frá Sel-
fosskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.
gift Karli M. Zop-
honíassyni og Magn-
ús Eiríkur, f. 5.
ágúst 1954, kvæntur
Kristínu Snorra-
dóttur.
Pála giftist Jak-
obi Skúlasyni, synir
þeirra eru: Skúli, f.
5. ágúst 1967 og
Kristinn, f. 11. júní
1969, kvæntur Hildi
Birgisdóttur, börn
þeirra eru Jakob og
Karen.
Seinni maður
Pálu var Valdimar Þórðarson
múrarameistari, f. 26. maí 1944,
d. 1. maí 2005. Dóttir þeirra er
Elsku mamma mín.
Nú er komið að kveðjustund, stund
sem kemur alltof fljótt. Við sem átt-
um eftir að gera svo margt og ræða
svo margt. En það er ekki spurt um
stað eða stund þegar kemur að hinstu
kveðju. Það er auðvelt að skrifa heila
bók um allt sem þú hefur upplifað en
þá bók ætla ég að eiga í mínu hjarta –
bókina um þig. Ég get ekki lýst því
hve heppinn ég var að eiga þig sem
móður, allt sem þú kenndir mér um
lífið og tilveruna er eitt það dýrmæt-
asta sem mér hefur hlotnast. Það
góða við þig var að þú hafðir
ákveðnar skoðanir og var mikið í mun
að hafa rétt við, vorum við ekki alltaf
sammála, en þó komumst við oftast
að samkomulagi sem báðum líkaði.
Þú varst kjarnakona, það er ekki
allra að berjast í námi með vinnu og
vera með tvo strákpjakka á arminum
eins og þú gerðir þegar við fluttum
suður til Reykjavíkur eftir að þið
pabbi skilduð, en það gerðir þú auð-
veldlega með öflugu skipulagi, þraut-
seigju og hjálpsömum ættingjum.
Það var blendin tilfinning okkar
bræðra þegar þú kynntir til sögunnar
hann Valdimar, en sú tilfinning
breyttist strax eftir fyrstu kynni,
Valdimar var einstakur og algjör
snillingur. Mikið rosalega varst þú
heppin kona að eiga Valdimar sem
lífsförunaut. Hann kom hratt inn í
okkar líf og var okkur sem kær faðir.
1979 var merkisár þegar hún Íris
Mjöll kom í heiminn, lítil prinsessa
var fædd, litla systir. Þið voruð alveg
ekta saman, móðir og dóttir, mjög
samrýndar, alltaf. Það var mikið áfall
fyrir okkur þegar Valdimar féll frá og
ekki síst hjá þér. En þú varst alveg
ótrúlega jákvæð og það var frábært
hjá þér þegar þú ákvaðst að flytja bú-
ferlum aftur til Selfoss. En það var
allt mjög skiljanlegt, þú vildir komast
úr öngþveiti stórborgarinnar og
flytja nær Írisi, þú gast varla flutt
nær henni, í næstu götu. Í nýja fal-
lega íbúð, sem þú varst svo stolt af að
hafa eignast. Það var þér ákaflega
dýrmætt að umgangast Írisi og þið
voruð miklar vinkonur. En tæplega
þremur árum eftir að Valdimar lést
greindist þú með krabbamein sem
var mjög mikið áfall fyrir alla í fjöl-
skyldunni. En þú varst nú ekkert að
fara að kveðja heldur tilbúin að berj-
ast eins og þú hafðir reyndar gert alla
þína ævi, varst alltaf klár í berjast
fyrir því góða. En því miður tapaðist
þessi orrusta.
Elsku mamma, minning þín mun
aldrei hverfa og allt það sem þú
kenndir okkur mun lifa um ókomna
tíð. Lokaorðin þín til mín lifa. „Njóttu
á meðan þú getur.“
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Þinn sonur,
Kristinn.
Elsku Palla.
Nú ert þú farin frá okkur, allt of
snemma.
Hetjulegri baráttu þinni við illvíg-
an sjúkdóm er lokið og ég veit að þér
líður betur núna. Ég þakka allar þær
góðu stundir sem við áttum saman.
Eins og þú sagðir alltaf við börnin
okkar, Guð geymi þig og englarnir
veri með þér.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þín tengdadóttir,
Hildur.
Þegar ég hugsa til þín fyllist hugur
minn af fallegum hlutum. Þú varst
mér alltaf innan handar þegar ég
þurfti. Þú varst ekki aðeins móðir
mín heldur varstu mín besta vinkona.
Ofarlega í huga mínum eru allar þær
yndislegu stundir sem við áttum yfir
kaffibollunum og ræddum lífið og allt
sem það inniheldur. Þú varst virki-
lega frábær kararkter. Þú hafðir
mjög ákveðnar skoðanir og stóðst
ávallt við þær. Þegar þú beist eitt-
hvað í þig var ekki nokkur leið að
hagga þér. Þú lagðir mér lífsreglurn-
ar og kenndir mér á lífið. Við fengum
að upplifa mikla gleðitíma saman og
þegar ég hugsa um gleði fer hugur
minn í sumarbústað ykkar pabba fyr-
ir austan fjall. Þar áttir þú þér para-
dísina þína og þér fannst fátt eins
gott og að komast þangað eftir er-
ilsama viku. Margar góðar og ynd-
islegar stundir áttum við þar öll sam-
an. Ég trúi því að pabbi hafi þurft að
fara á undan þér yfir móðuna miklu
til að undirbúa vel komu þína. Hann
vissi svo vel hversu vandvirk þú varst
og algjör smekkmanneskja. Ég
treysti því að þið séuð orðin sameinuð
aftur og farin að slá á létta strengi
eins og ykkur einum var lagið. Þrátt
fyrir það hversu ólík þið voruð þá vor-
uð þið ein falleg og undursamleg
heild. Þið gátuð aldrei hvort af öðru
séð. Nú held ég að þú sért í kringum
okkur fjölskylduna, vakir ásamt hin-
um englunum yfir okkur og haldir
áfram að leiða okkur á réttar brautir í
lífinu eins og þér fórst svo vel úr
hendi.
Þú kenndir mér svo margt. Í gegn-
um okkar tíð standa orð þín upp úr
sem eiga eftir að fylgja mér um
ókomna tíð. Ef á móti blés sagðir þú
við mig: „Mjalla mín, við stöndum á
meðan stætt er.“ Einnig ef erfiðleikar
brustu á voru orð þín: „Það er aldrei
meira á mann lagt en maður þolir.“
Þessi orð hafa fylgt mér í gegnum líf-
ið og létt mikið undir, því ég trúi
þessu svo sannarlega.
Tilhugsunin um að geta ekki hitt
þig og átt með þér fleiri góðar stundir
er mjög erfið og mikill söknuður
vaknar í hjarta mínu. Það sem enginn
tekur frá mér eru minningarnar sem
ég á um þig. Þú varst manneskja með
mjög stórt hjarta og gafst meira af
þér en þú þáðir. Síðustu mánuðir hafa
verið ansi þungbærir. Veikindi þín
komu sem þruma úr heiðskíru lofti.
Mamma, konan sem hafði sína tíð
varla leitað til heimilislæknis, var
orðin veik og þrátt fyrir óbilandi hug
og vilja tókst þetta ekki. Ég er þó
þakklát fyrir að hafa fengið að eyða
með þér þessum mánuðum. Vikan
okkar sem við vorum heima hjá þér
nýverið er mér algjörlega ómetanleg.
Við fengum tækifæri til yndislegrar
samveru. Ég kem til með að fara eftir
orðum þínum og fylgja hjartatilfinn-
ingunni sem við ræddum um. Þú
varst baráttukona út í gegn og áttir
erfitt með að kveðja okkur börnin þín
en elsku mamma mín, við ætlum að
styðja og vera hvert öðru ávallt innan
handar. Við pössum upp á hvert ann-
að, enda kenndir þú okkur mikilvægi
þess að eiga hvert annað. Ég er sann-
færð um að við eigum eftir að hittast
aftur. Þú undirbýrð nú komu okkar
hinna
Hvíl í friði elsku mamma mín. Ég
mun ávallt elska þig og sakna þín
sárt.
Íris Mjöll Valdimarsdóttir.
Eitt vitum við að ekkert líf er án
dauða og enginn dauði án lífs.
Þessu sólríka sumri hefur þú mátt
eyða á sjúkrahúsi í erfiðum lyfjameð-
ferðum, þar sem reynt var að frelsa
þig úr viðjum krabbameinsins sem
greindist fyrir 5 mánuðum.
Þrátt fyrir hetjulega baráttu, sem í
fyrstu gaf smá von, birtist óvættur-
inn aftur af enn meira afli, svo ekkert
varð við ráðið.
Ég var 4 ára þegar þú fæddist,
dekrað einbirni, sem kærði sig ekkert
um að þurfa að deila athygli foreldr-
anna með öðrum, og þegar ég fékk
fyrst að sjá þig og mamma spurði
hvort litla systir væri ekki falleg, var
svarið „nei“. Þótt 60 ár séu liðin er
myndin enn skýr í hugskotinu.
Í uppvextinum vorum við ekki
samrýndar, kannski vegna aldurs-
munarins eða vegna þess hvað við
vorum ólíkar. Þó fannst mér ég bera
ábyrgð á litlu systur og að ég ætti að
stjórna ferðinni, en þú varst á annarri
skoðun, þrjósk og lést engan ráðskast
með þig, enda fædd í nautsmerkinu.
Eftir að þú fluttir í bæinn og hófst
nám í sjúkraliðaskólanum varð sam-
gangur okkar meiri. Ég var heima
með lítið barn og það var auðvitað
eðlilegt að drengirnir þínir, Skúli sem
þá var að hefja skólagöngu, og Krist-
inn sem var bara 3 ára væru hjá mér
á daginn meðan þú værir í skólanum.
Þú gerðir mér svo sama greiða með
mín börn og hlökkuðu þau alltaf til að
vera hjá þér. Á þessum árum styrkt-
ist vináttan og mörg atvik vekja hlýj-
ar minningar þegar til baka er horft.
Á gleðistundum var gripið í gítar-
inn og sungið, þú söngst auðvitað
milliröddina. Settum
Fats Domino eða Elvis Presley á
fónin, tjúttuðum og tvistuðum.
En í 40 ára afmæli mínu dró til tíð-
inda. Í veislunni var Valdimar Þórð-
arson, bridgefélagi okkar, ljúfur, kát-
ur og söngelskur piparsveinn, sem
söng Sveinka káta og Ramónu með
þvílíkum stæl að margir tenórar
gætu verið fullsæmdir af. Þarna hitt-
ust tveir söngfuglar sem fljótlega
byggðu sér hreiður og hófu búskap.
Eftir 3 ára sambúð fæddist þeim lítil
prinsessa, hún Íris Mjöll. En lífið fór
ekki alltaf mildum höndum um systur
mína, eftir að hafa siglt gegnum ýmsa
brimskafla, þar sem ekki alltaf sást til
lands, þurfti Valdimar að fara í
hjartauppskurð og var lengi frá
vinnu. Þetta voru erfiðir tímar. Þau
misstu húsið og fluttu í leiguíbúð, en
með þrautseigju tókst þeim að festa
kaup á íbúð á ný og höfðu búið í nokk-
ur ár þegar sorgin knúði dyra. 1. maí
fyrir 3 árum varð Valdimar bráð-
kvaddur í sumarbústaðnum þeirra
austur í Grímsnesi.
Eftir andlát Valdimars fluttir þú á
Selfoss, keyptir íbúð í nágrenni við
Írisi dóttur þína, sem öðrum fremur
hefur verið þér ómetanleg stoð í veik-
indunum.
Á dimmum febrúarmorgni á leið til
vinnu lentir þú í alvarlegu bílslysi. Í
stað þess að fara í endurhæfingu
dreifst þú þig eins fljótt og þú gast í
vinnu aftur. Og ári seinna þegar
fyrstu merki um að eitthvað slæmt
væri í gangi, tengdir þú það alltaf af-
leiðingum slyssins og leitaðir ekki til
læknis fyrr en of seint. Meinið hafði
fengið of rúman tíma.
Þú varst gestrisin, gjafmild og
veittir af rausn, og til að gleðja þig í
tilefni af 60 ára afmæli þínu sl. vor,
ætluðum við til Tenerife eftir rúman
mánuð. Þú verður með mér þar í and-
anum.
Elsku systir, það er komið að
kveðjustund. Megi andi þinn njóta
frelsisins og svífa glaður í faðm ást-
vina þinna sem við landamærin bíða.
Ástarþakkir fyrir allt.
Fjölskyldu og vinum votta ég inni-
lega samúð.
Þín systir
Esther.
Pála Þrúður
Jakobsdóttir
Elsku amma okkar, við sökn-
um þín mjög mikið. Við mun-
um eftir góðum stundum
með þér í sumarbústaðnum,
þegar við spjölluðum saman
og spiluðum spil. Það voru
góðar stundir sem lifa lengi í
minningu okkar. Elsku
amma, við trúum því að nú
líði þér betur, komin til
Valdimars afa.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mér að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Þín ömmubörn,
Jakob og Karen.
HINSTA KVEÐJA
Fleiri minningargreinar um Pálu
Þrúði Jakobsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
✝
Móðir okkar, systir, mágkona, frænka og vinkona,
MARGRÉT GEIRDAL SVERRISDÓTTIR,
Kleppsvegi 70,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 8. ágúst.
Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Aðstandendur.