Morgunblaðið - 29.08.2008, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 29.08.2008, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2008 27 ✝ Ámundi ReynirGíslason fæddist í Reykjavík 6. júlí 1924. Hann lést á hjúkrunarheimilinu í Holtsbúð í Garða- bæ 20. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Gísli Sig- urðsson, rakari í Reykjavík og síðar Selfossi, f. að Holti í Ölfusi 25. desember 1896, d. 6. júní 1970, og Sigurbjörg Ámundadóttir hús- móðir, f. að Kaldárholti í Holta- hreppi í Rangárvallasýslu 6. nóv- ember 1901, d. 11. maí 1989, þau skildu. Systkini Ámunda eru: Reynir, f. 6.7. 1922, d. 5.7. 1923, Ingigerður Kristín, húsmóðir í Reykjavík, f. 11.1. 1928, og Hulda, húsmóðir í London, f. 2.11. 1929, d. 16.7. 1974. Samfeðra hálfsystk- ini Ámunda eru Regína Anna, húsmóðir Kópavogi, f. 17.11. 1932, Björn Ingi, rakari á Sel- fossi, f. 2.9. 1946 og Gylfi Þór Gíslason, kennari á Selfossi, f. 20.12. 1949. 24. desember 1949 kvæntist Ámundi Ingu Lovísu Guðmunds- dóttur, f. 29. september 1923. Foreldrar hennar voru Nikolína Henrietta Katrín Þorláksdóttir, f. 9.6.1884, d. 14.11. 1959 og Guð- mundur Guðmundsson bakari, f. 6.5.1880, d. 13.2. 1932. Ámundi og Inga bjuggu lengst af í Kópavogi. Börn þeirra eru: 1) Guðlaug Anna, f. 26.1. 1947, gift Snorra Böðvarssyni, f. 17.6. 1947. Börn þeirra eru Elín, f. 18.2. 1970, Inga, f. 29.12. 1972 og Þuríður, f. 15.6. 1977. 2) Sigur- björg, f. 22.3. 1950, d. 25.7. 2005, gift Gunnar Þorsteins- syni, f. 13.11. 1947. Börn þeirra eru Ingi Þór Hauksson, f. 26.8. 1970, sonur Hauks Sveinssonar, f. 20.1. 1949, Þor- steinn, f. 27.11. 1978, og Einar, f. 28.4. 1985. 3) Ásdís, f. 23.7. 1952, gift Kjartani H. Bjarna- syni. Börn þeirra eru Guðmundur Reynir Gunn- laugsson, f. 24.1. 1975, sonur Gunnlaugs Karlssonar, f. 26.9. 1946, d. 23.1. 2004, og Davíð Örn, f. 15.9. 1990. 4) Guðmundur, f. 9.9. 1954, kvæntur Elísabetu Siemsen, f. 26.2. 1955. Börn þeirra eru Ólafur, f. 25.10. 1979, Sigríður, f. 25.12. 1981, Guðni, f. 30.8. 1991, og Helga, f. 7.4. 1994. 5) Ámundi Ingi, f. 14.9. 1961, kvæntur Hönnu G. Daníelsdóttur, f. 4.12. 1963. Börn þeirra eru María Lovísa, f. 8.10. 1983 og Pétur, f. 3.11. 1988. 6) Reynir, f. 21.4. 1964, kvæntur Guðrúnu H. Sigurðardóttur, f. 14.11. 1965. Dætur þeirra eru Sig- urdís, f. 9.6. 1990 og Særós, f. 18.5. 1994. Barnabarnabörn Ámunda og Ingu eru tíu. Ámundi ólst upp í Reykjavík og gekk í Ingimarsskólann þar sem hann lauk gagnfræðaprófi og starfaði hann lengi sem bílstjóri hjá Olíufélaginu og síðar sem leigubílstjóri í Reykjavík hjá BSR. Útför Ámunda verður gerð frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Hann gekk hér um að góðra drengja sið, gladdi mædda, veitti þreyttum lið. Þeir fundu best sem voru á vegi hans vinarþel hins drenglundaða manns. Þó ævikjörin yrðu máski tvenn, hann átti sættir jafnt við Guð og menn. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Þín Inga Lovísa. Okkur systur langar til að minnast afa okkar með nokkrum orðum. Margar ljúfar og góðar minningar eigum við um ykkur ömmu úr Hlíð- arhvammi 8 í Kópavogi þar sem þið áttuð fallegt heimili í hálfa öld. Þar var alltaf tekið vel á móti okkur með faðmlögum, kossum, mat, gistingu og svo vorum við lóðsaðar inn og út úr innkeyrslunni að hætti afa Ámunda. Alltaf voru sundfötin tekin með til Reykjavíkur og farið í sund með ömmu og afa þar sem þau voru tíðir gestir í Sundlaug Kópavogs. Svo allar heimsóknirnar ykkar ömmu til okkar í Ólafsvík og alltaf var veiðistöngin og veiðigræjurnar með. Þau höfðu svo gaman af því að standa við árbakkann og reyna við bleikjurnar og jafnvel laxana. Á yngri árum var afi í fimleikadeild KR, hann hafði einnig gaman af skíðaferðum og fóru þau amma í nokkrar slíkar. Á seinni árum stund- aði afi golf og var í Golfklúbbi Keilis í Hafnarfirði og hafði gaman af. Afi var búinn að eiga við veikindi að stríða í eitt og hálft ár, nú hefur hann fengið hvíld. Við kveðjum afa með þakklæti og djúpum söknuði. Elsku amma, missir þinn er mikill, megi góður guð styðja þig og styrkja. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Þín barnabörn Elín, Inga og Þuríður Snorradætur. Látinn er Ámundi Reynir, hálf- bróðir minn. Þó að við hefðum ekki alist upp saman og nokkur aldurs- munur á okkur var hann afskaplega kær okkur bræðrunum. Við kölluð- um hann alltaf stóra bróður og vor- um stoltir af. Hann var okkur góður og hjálplegur maður bæði gagnvart okkur sem ungum drengjum á Sel- fossi og síðar á lífsleiðinni. Ámundi hélt alla tíð góðu sambandi við okkur á Selfossi. Hann kom í heimsóknir hér á árum áður með fjölskyldu sína sem við bræður kunnum vel að meta. Þegar hann starfaði sem olíubílstjóri var hann oft sendur á Suðurland, kom þá gjarnan við á Selfossi og til okkar á Kirkjuveginn. Ég man að við bræður vorum afar stoltir af því að geta sagt að við ættum stóran bróður sem keyrði olíubíl. Það var stór stund hjá okkur þegar Ámundi kom á rauða ESSÓ olíubílnum á Selfoss, þá kölluðum við á strákana í götunni til að sýna þeim bróður okkar og bíl- inn. Ég man að númerið á bílnum var R-505, því var það að ég fylgdist með öllum rauðum olíubílum sem komu á Selfoss. Í eitt skiptið var ég í Reykja- vík með pabba og sá rauðan olíubíl, ég taldi víst að Ámundi keyrði en ég sá ekki númerið. Ég hljóp af stað niður götu og fyrir horn og kom inn á bílaplan þar sem margir bílar voru á planinu og þar stóð R-505. Ámundi tók mér vel og kom mér til skila. Það var ekki oft farið til Reykjavíkur í þá daga, en minnisstæðar eru ferðir foreldra okkar í Hlíðarhvamminn í Kópavogi þar sem Ámundi bjó í fal- legu húsi með fjölskyldu sinni. Þá var glatt á hjalla og góðar tilfinn- ingar okkar bræðra fyrir sterkum fjölskylduböndum. Þegar Ámundi hætti sem olíubíl- stjóri sótti hann um að verða leigu- bílstjóri. Það var ekki sjálfgefið að komast að sem leigubílstjóri, það þurfti sérstakt starfsleyfi sem ekki var auðfengið. En hann pabbi okkar, Gísli rakari, þekkti vel Ingólf Jóns- son frá Hellu sem var samgönguráð- herra. Eftir þeirra samtal fékk Ámundi starfsleyfið. Ég minnist þess hvað pabbi var ánægður að geta orðið syni sínum að liði. Ámundi var spengilega vaxinn maður og beinn í baki enda mikill íþróttamaður og áhugasamur um all- ar íþróttir, stundaði fimleika, mikill skíðamaður, fór í sundlaugar og stundaði golf hin síðari ár. Við náð- um vel saman þegar íþróttir bar á góma, hann var alltaf hvetjandi til þátttöku í íþróttum og vildi að allir stunduðu íþróttir. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt góðar stundir fyrr og síðar með Ámunda, einnig erum við hjónin þakklát Ingu og Ámunda fyrir góðar heimsóknir á heimili okkar nú hin síðari ár. Ámundi fylgdist vel með drengjunum okkar og framgöngu þeirra í lífinu. Um leið og við þökkum Ámunda allar samverustundir og góðan hug til okkar í gegnum árin vottum við öllum aðstandendum, okkar dýpstu samúð. Það er enginn vafi í mínum huga að Ámundi var vel gerður maður sem er mikil eftirsjá að. Elsku Inga mín og stórfjölskyld- an öll, ykkar missir er mikill, við biðjum góðan Guð að varðveita þennan góða mann og minningin um hann mun lifa. Björn Ingi Gíslason. Afi minn Gísli Sigurðsson rakari og eftirherma frá Selfossi var á margan hátt nokkuð merkilegur maður á sinni tíð, fór tæpast troðnar slóðir á þeim tíma. Ég átti þess ekki kost að kynnast honum mjög vel, að- eins samneyti í nokkur ár áður en hann lést, sem þó gefur mér nokkra mynd af honum. Hann átti þrjár kon- ur og átta börn og var Ámundi Reyn- ir, sem ég nú minnist með hlýju og þökk, elstur barnanna. Faðir minn var hálfbróðir Ámunda, enda sonur síðustu konu Gísla afa míns og því voru fjölskyldutengslin ekki eins sterk. En svona er lífið þótt svona fyrirkomulag á hjónaböndum og fjöl- skyldulífi þyki ekkert tiltökumál í dag. Afi kom á Selfoss 1948, fyrir 60 ár- um. Alla mína æsku minnist ég þess að Ámundi og fjölskylda vöndu kom- ur sínar nokkuð á Selfoss og tókust með okkur nokkuð sterk tengsl og kynntist ég börnum hans, sér í lagi þeim yngri. Þegar ég lít til baka minnist ég Ámunda hálfpartinn sem afa míns þar sem hann minnti mig alltaf á hann, mjúku kossarnir á kinnina, ljúfu melódíurnar og glað- lyndið sem einkenndi hann. Ámunda kynntist ég best af systkinum Gylfa og pabba, og Ingu konu Ámunda ekki síst sem ávallt stóð honum við hlið. Einnig var ég svo heppinn að geta átt samskipti við þau á heimili þeirra í Kópavogi þar sem bekkjar- bróðir minn flutti frá Selfossi í Kópa- voginn í næsta nágrenni. Seinni árin eftir að ég eignaðist fjölskyldu sýndi Ámundi hug sinn með skeytasend- ingum til barna minna, jólakveðjum og nú síðast þegar þau hjón komu færandi hendi til mín á rakarastof- una með fertugsafmælisgjöf. Ámundi einfaldlega minnti mig á afa og það gerði tilfinningu mína sterk- ari, en undan hallaði síðustu miss- erin unz yfir lauk 20. ágúst sl. Ég var svo heppinn að eiga stund með þér elsku frændi um miðjan júlí í Holts- búð þar sem við tókum lagið saman, „Kvöldið er fagurt“, og við ljómuðum báðir og mjúku kinnakossunum ætl- aði aldrei að linna. Innilegar samúð- arkveðjur til fjölskyldunnar. Kjartan Björnsson. Ámundi Reynir Gíslason ✝Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRDÍS LOFTSDÓTTIR, Odda, lést á Heilbrigðisstofnuninni Hólmavík laugardag- inn 23. ágúst. Útförin fer fram frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 30. ágúst kl. 14.00. Jarðsett verður í Kaldrananeskirkjugarði. Erna Arngrímsdóttir, Jón Arngrímsson, Þorsteinsína G. Gestsdóttir, Jóhann Björn Arngrímsson, Sólveig Hildur Halldórsdóttir, Ingimundur Arngrímsson, Þorbjörg Hulda Haraldsdóttir, Guðjón Hjörtur Arngrímsson, Signý Hermannsdóttir, Helga Lovísa Arngrímsdóttir, Haraldur Vignir Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og systur, HRAFNHILDAR HANNESDÓTTUR, Huldulandi 22, Reykjavík, en hún lést á Landspítala við Hringbraut sunnu- daginn 17. ágúst. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki krabba- meinsdeildar Landspítalans og starfsfólki heimahjúkrunar Karitas. Þórir Halldórsson, Rannveig Þórisdóttir, Eiður Jóhannsson, Hannes Þórisson, Áslaug S. Jónsdóttir, Hrafnhildur, Jóhann og Þórir, Ingibjörg Hannesdóttir. MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR ÞÓRIR SIGHVATSSON skipstjóri, Skúlagötu, Stykkishólmi, lést á St. Franciskusspítalanum Stykkishólmi þriðjudaginn 26. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Eggert Bjarni Bjarnason, Hafdís Sverrisdóttir, Sævar Berg Ólafsson, Hjálmfríður Guðjónsdóttir, Guðbjörg Halldóra Ólafsdóttir, Þorvarður Einarsson, Ægir Þór Ólafsson, Eydís Bergmann Eyþórsdóttir, María Bryndís Ólafsdóttir, Ásgeir Héðinn Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÍNA RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, Hátúni, Skagafirði, sem lést 21. ágúst, verður jarðsungin frá Glaumbæjarkirkju, Skagafirði, laugardaginn 30. ágúst kl. 14.00. Gunnlaugur Jónasson, Ragnar Gunnlaugsson, Jón Gunnlaugsson, Jónína Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGURBJÖRG SVANHVÍT STEINDÓRSDÓTTIR, Borgarheiði 17h, Hveragerði, sem lést laugardaginn 23. ágúst á Landspítalanum við Hringbraut, verður jarðsungin frá Hvera- gerðiskirkju laugardaginn 30. ágúst kl. 13.30. Sigurbjörg Gísladóttir, Hannes Kristmundsson, Magnea Ásdís Árnadóttir, Svanhvít Gísladóttir, Reynir Gíslason og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.