Morgunblaðið - 29.08.2008, Page 32

Morgunblaðið - 29.08.2008, Page 32
32 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er föstudagur 29. ágúst, 242. dag- ur ársins 2008 Orð dagsins: Því getum við öruggir sagt: Drottinn er minn hjálpari, eigi mun ég óttast. Hvað geta mennirnir gjört mér? (Hebr. 13, 6.) Höfuðdagurinn er í dag. Þá létHeródes, konungur Ísraels- manna, það eftir konu sinni að láta höggva höfuðið af Jóhannesi skírara. Sú þjóðtrú er tengd höfuðdegi að veður næstu þriggja vikna taki mið af honum. Samkvæmt henni má vænta nokkurrar vætu um landið allt næstu vikurnar. x x x Jónas frá Hriflu sagði eitt sinn viðvin sinn að enginn Íslendingur gæti talist sannmenntaður nema hann kynni einhver skil á Biblíunni og Sturlungu. Þegar nánar er að gáð er þetta vissulega á rökum reist. Ýmis orðtæki eiga rætur að rekja til atburða sem greint er frá í Biblíunni og móta þau enn orðfæri margra. Hver kannast ekki við að hafa geng- ið „frá Heródesi til Pílatusar“ eða hafa orðið að sæta „Salómonsdómi“. Þeir Salómon og Heródes voru vissulega ólíkir, annar vitur eyðslu- seggur en hinn leppur erlends stjórnvalds. Pílatus tók af skarið í ákveðnu máli og hefur sætt ámæli kristinna manna æ síðan. x x x Til frásagna Sturlungu má einnigrekja ýmis orðtök eins og „Dýr væri Hafliði allur“, en frá atburð- unum sem leiddu af sér máltækið er greint í Þorgils sögu og Hafliða sem er ein af sögum Sturlungusafnsins. Á þetta máltæki afar vel við þar sem atburðir á Alþingi, þar sem Hafliði Másson missti fingur, urðu að sumra áliti upphaf íslenskrar nútímalög- fræði. x x x Ekki vill Víkverji með þessukasta rýrð á þessa stétt manna heldur er þetta einungis formáli að endinum. Haustið er framundan og fylgja því breytingar í lífi margra. Börn fara í skóla og umferð í borg- um og bæjum vex. Í götunum og gangstéttir eru víða yfirfullar af bíl- um. Sporleti margra bílstjóra er ótrúleg. Hún bitnar því miður helst á þeim er síst skyldi. Vonandi breytist það. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Hvammstanga Sigurrós Diljá fæddist 6. júní kl. 2.50. Hún vó 2.415 g og var 45 cm löng. Foreldrar hennar eru Guðlaug Ósk Sigurðardóttir og Ingimundur B. Óskarsson. Reykjavík Gabríel Mikko fæddist 16. maí kl. 3.27. Hann vó 4.215 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Sunna Björg Sigurjónsdóttir og Arnar Ævarsson. Gautaborg Eydís Alice Christina fæddist 11. júní. Hún vó 3.420 g og var 49 cm löng. Foreldrar eru Gústaf Arnar- son og Johanna Friberg. Bróð- ir hennar er Arnar Hans. Nýirborgarar Krossgáta Lárétt | 1 dregur á tálar, 8 árstíð, 9 kinnungur, 10 eldiviður, 11 hnýta skóþveng, 13 sár, 15 málms, 18 klöpp, 21 verkfæri, 22 glöddu, 23 ilmar, 24 þolgóð. Lóðrétt | 2 skipuleggi, 3 tilbiðja, 4 formóðir manna, 5 afkvæmum, 6 viðbragð, 7 þver, 12 tunga, 14 reyfi, 15 saklaus, 16 elsku, 17 andvarpi, 18 æki, 19 guðlegri veru, 20 gef að borða. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 mjólk, 4 sýsla, 7 glíma, 8 ólæti, 9 met, 11 atti, 13 garn, 14 negla, 15 görn, 17 töng, 20 las, 22 flúði, 23 tálmi, 24 glata, 25 lurka. 1 mygla, 2 ólíkt, 3 kram, 4 snót, 5 snæða, 6 asinn, 10 eigra, 12 inn, 13 gat, 15 göfug, 16 rjúfa, 18 örlar, 19 geiga, 20 lina, 21 stal. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is STAÐAN kom upp í stórmeistara- flokki Olomouc-skákhátíðarinnar sem lauk fyrir skömmu í Tékk- landi. Íslenski stórmeistarinn Henrik Danielsen (2526) hafði hvítt gegn Svíanum Axel Smith (2427). 44. Rc5! Kg6 45. Rd7 Kxf5 46. Rxf8 d2 47. Ke2 Kf6 48. Rd7+ Kxf7 49. Rxb8 hvítur hefur nú unnið tafl enda riddara yfir um stundarsakir. Framhaldið varð: 49…Ke6 50. Kxd2 Kd6 51. Ke3 Kc7 52. Kf4 Kxb8 53. Kg5 Kc7 54. Kh6 og svartur gafst upp enda rennur h- peð hvíts óhjákvæmilega upp í borð. Henrik er á meðal keppenda í Íslandsmótinu í skák sem fer fram þessa dagana. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Góðir og slæmir dagar. Norður ♠K54 ♥G63 ♦KD1054 ♣106 Vestur Austur ♠Á92 ♠DG ♥KD10 ♥987542 ♦G987 ♦32 ♣852 ♣974 Suður ♠108763 ♥Á ♦Á6 ♣ÁKDG3 Suður spilar 6♠. Trompið er í veikara lagi, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Það vantar ♠ÁDG92 inn í litinn, sem ætti að duga vörninni í tvo slagi, að minnsta kosti. Og þarf ekki góðan dag til, því það er engin uppröðun hugsanleg þar sem sagnhafi getur sloppið með einn taps- lag – hjálparlaust. Á óvenju slæmum degi gæti vestur hins vegar gengið í eftirfarandi gildru eftir hjartakónginn út: Sagnhafi drepur á hjartaás (góður) og leggur síðan niður tígulás. Spilar því næst spaða að blindum. Hug- myndin er að láta líta út fyrir að hann eigi tígulásinn blankan og sé að reyna að læðast inn í borð á spaðakóng til að henda niður tapspili í hjarta. Ef vestur er trúgjarn, þá rýkur hann upp með trompásinn og reynir að taka slag á hjartadrottningu. En verður fyrir sár- um vonbrigðum. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú ert stríðsmaður og mátt því búast við að fá í þig nokkrar örvar svona af og til. Enda slá vissar upplýsingar þig ekki út af laginu eins og aðra. (20. apríl - 20. maí)  Naut Flugeldarnir í einkalífinu gera þér erfitt fyrir að einbeita þér við vinnuna. Fáðu fólk til að tjá tilfinningar sínar svo þú getir losað um þínar. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Hvernig er varaáætlunin? Vertu viss um að hún sé pottþétt því líklega þarftu að skipta yfir. Þú þarft að hvíla að- aláætlunina um stundarsakir. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Vera má að fólk vanmeti eða hunsi afrek þín á næstunni. Síðan færðu heljar- innar hrós fyrir eitthvað sem þér finnst ekki mikið mál. Skrítið! (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Sjálfstæði verður í hávegum haft. Þú veist kannski ekki jafnmikið og sérfræð- ingarnir, en alveg nóg fyrir það starf sem þú átt að sinna. Og þú ert sjálfstæður. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Taktu til og þrífðu hátt og lágt. Eitthvað angrar þig í umhverfinu og þeg- ar þú setur fingur á það veistu hvað það er og getur losað þig við það. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Er mikil vinna sama sem leiðindi hjá þér? Þú gerir skurk í vanagangi lífsins, ögrar aðstæðum og sérð til þess að það sé nóg að hlæja að. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Ágæt aðferð til að eyða yf- irnógri orku er að búa til lista yfir allt sem þig langar til að afreka. Gott er að vinna aftur á bak og helst með hjálp meyju. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Slakaðu á. Þú þarft tíma með sjálfum þér til að hlusta á andardráttinn. Þótt það taki þig ekki nema 15 mínútur muntu muna hver þú ert. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú ert forvitinn um annað fólk. Þú munt eiga fínar samræður við fólk sem þú hélst að þú myndir aldrei yrða á. Og það leiðir þig á nýjar og ferskar slóðir. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú ættir að ráða sérfræðing til að hjálpa þér á þeim sviðum sem þú veist lítið um. Að hlusta á gáfuleg heilræði leið- ir þig á beinu brautina. En þá er líka að fylgja ráðunum! (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú ert að pæla í daglegri hegðun þinni og skilur að það eru litlu hlutinrnir sem hafa mestu áhrifin á þig. Að breyta bara einum sið krefst mikils aga og hon- um býrðu yfir nú. Stjörnuspá Holiday Mathis 29. ágúst 1948 Baldur Möller, 34 ára lögfræð- ingur, varð skákmeistari Norðurlanda, fyrstur Íslend- inga, á móti í Örebro í Svíþjóð „og hlaut að verðlaunum for- kunnarfagran silfurbikar,“ að sögn Morgunblaðsins. Baldur varði titilinn til 1953. Áður hafði hann verið skákmeistari Íslands fimm sinnum. 29. ágúst 2000 Fyrsta sólarhringsverslun 10- 11 var opnuð í Lágmúla í Reykjavík, en þetta var nýj- ung á íslenskum matvöru- markaði. Fyrsta verslun keðj- unnar hafði verið opnuð í Kópavogi 10.11. 1991. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist þá … Systkinin Viktoría Rós, Alexand- er Már, Gabríel Sær og Magdalena Ósk Bjarnþórsbörn komu í sjálf- boðamiðstöð Kópavogsdeildar með afrakstur af tombólu sem þau héldu á dögunum. Alls söfnuðu þau 8.605 kr. til styrktar Rauða krossinum. Hlutavelta Vinkonurnar Borghildur Salína Leifsdóttir, Telma Kristín Stefáns- dóttir, Anna Soffía Björnsdóttir og Vigdís Valgerður Einarsdóttir héldu tombólu á Eiðistorgi. Þær söfnuðu 12.429 kr. sem þær færðu Rauða krossinum. JÓHANN Sveinn Sigurleifsson fagnar í dag aldar- fjórðungsafmæli sínu. Hann nemur viðskiptalög- fræði við Háskólann á Bifröst og lýkur BS-prófi þaðan í lok árs. Bækurnar og námið hafa haldið Jóhanni inni við þetta sólríka sumar en hann hefur setið að skrifum BS-ritgerðar sinnar. Hann sam- sinnir því að margt sé verra en innivera að sumri en á honum er að heyra að honum þyki einnig margt skárra. „Lífsgæðakapphlaupið,“ segir Jóhann og hlær inntur eftir því hvað taki við að námi loknu. Hann segist ekki hafa nákvæma hugmynd um hvað hann muni starfa, framtíðin að því leyti sé óráðin. „Maður verður bara að skoða markaðinn.“ Á gjöfulli hlaupabraut lífsgæðanna mun Jóhanni vafalaust gefast færi á að sinna bíladellu sinni nokkuð en hann segir BMW-bíla heilla sig mjög, „sérstaklega M-bílarnir frá þeim“. „Ég ætla nú bara að taka það rólega og svo verður smávegis vinaaf- mæli um kvöldið,“ segir Jóhann um fyrirætlanir sínar á stóra degin- um. Honum finnst tímamótin vera keimlík hverju öðru afmæli þó hann sé að verða „hálffimmtugur“ eins og hann kallar það glettn- islega. Hann víkur sér fumlaust og fimlega undan spurningunni hvort að hann sé orðinn fullorðinn en staðhæfir af mikilli sannfæringu: „Maður er náttúrlega ekki deginum eldri en manni finnst maður vera“. skulias@mbl.is Jóhann Sveinn Sigurleifsson 25 ára Verður hálffimmtugur ;) Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum um fæðingarstað og stund, þyngd, lengd og nöfn foreldra, á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.