Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 34
Aurapúkinn í mér mun hanga allan liðlangan daginn fyrir utan Frúna í Hamborg … 39 » reykjavíkreykjavík Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is MEÐSÖNGSSÝNINGAR á vinsæl- ustu mynd ársins, Mamma Mia!, hafa nú verið haldnar þrisvar sinn- um en hingað til hafa aðeins einhver hundruð komist fyrir. Í kvöld verður hins vegar Stóri salurinn í Há- skólabíói opnaður fyrir söngglaða bíógesti og þær Selma Björnsdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Hansa, munu leiða bíógesti í söng. „Við mætum þarna ásamt Karli Olgeirssyni og flytjum nokkur Abba-lög, svona á meðan fólk er að koma sér fyrir í sætunum. Tökum smá upphitun og leyfum því að syngja með í einhverju Abba-lagi. Svo ætlum við að sjá hvernig stemn- ingin er og koma fólki í gang á með- an það er að losna við feimnina – hvetjum fólk til að taka þátt – en svo held ég að það þurfi ekkert mikið til, þeir sem borga sig inn á sing-a-long sýningu eru væntanlega að koma til að vera í stuði og syngja með,“ segir Selma. En hvað finnst þeim stöllum um sönginn í myndinni? „Það er greini- lega ekki verið að velja í hlutverk út af sönghæfileikum, þeir eru nátt- úrlega mismiklir hjá leikurunum. En mér finnst þau öll komast upp með þetta,“ segir Selma og bætir við: „En best finnst mér stelpan, Am- anda Seyfried, sem er með ofboðs- lega fallega rödd, og Meryl Streep,“ segir Selma og Jóhanna Vigdís er sammála um Seyfried og þótti Streep eiga eftirminnilegasta atriðið í myndinni. „Það er svo gaman að sjá leikara gefa þessum lögum líf, allt önnur nálgun.“ En hvert er svo uppáhalds Abba- lagið forsöngvaranna? „Eitt Abba- lag frá því áður en þau unnu Evr- óvisjón, Disillusion, og svo Hasta Mañana,“ segir Jóhanna Vigdís og Selma er ekki í vafa um besta lagið; „The Winner Takes it All.“ Selma og Hansa syngja með Mamma Mia! Morgunblaðið/hag Söngvasæla Það hefur verið sungið fullum hálsi á undanförnum meðsöngs- sýningum enda er Mamma Mia! orðin ein vinsælasta mynd Íslandssögunnar. Selma Björnsdóttir Jóhanna Vigdís  Upptökum á annarri plötu hljómsveitarinnar Jeff Who? lauk nú í vikunni, en plat- an kemur út um mánaðamótin september/október. Góðir gestir koma fram á plötunni, þar á meðal söng- og leikkonan góðkunna Esth- er Talia Casey, en hún syngur eitt lag með söngvara sveitarinnar, Bjarna Lárusi Hall. Margir muna eflaust eftir laginu „So Alone“ sem Esther söng ásamt Barða Jóhanns- syni, en sá dúett náði gríðarlegum vinsældum fyrir réttum tíu árum. Nú er því spurning hvort Esther og Baddi nái eins miklum vinsældum og Esther og Barði. Meðal annarra sem koma fram á plötunni má nefna saxófónleik- arann Hauk Gröndal sem tekur heilmikið sóló í einu lagi. Það má því búast við flugeldasýningu á nýrri plötu Jeff Who? Esther Thalia syngur með Jeff Who?  Allsérstæður dómur um tónleika Bjarkar Guðmundsdóttur birtist í 24 stundum í gær. Þar sagði meðal annars að um epíska tónleika hefði verið að ræða, en í rauninni voru þeir allt annað en epískir. Tónleik- arnir voru nefnilega einstaklega stuttir, eða innan við klukkustund- ar langir, þeir fóru fram í lítilli kirkju og voru að mestu órafmagn- aðir, tónleikagestir voru rétt rúm- lega 300 og stemningin var ein- staklega heimilisleg og afslöppuð. Þegar talað er um epík í sambandi við t.d. kvikmyndir eða tónleika er hins vegar oftast átt við að viðkom- andi atriði sé langt, stórt og viða- mikið. Ekkert af því átti við tón- leika Bjarkar á þriðjudaginn, heldur voru þeir þvert á móti sér- staklega minimalískir. Epískir tónleikar? Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is TRAVIS Sullivan er einn af mýmörgum Bjarkar- aðdáendum í heiminum. Hann er þó enginn venjulegur aðdáandi, stofnaði stórsveit fyrir fjórum árum sem flytur eingöngu Bjarkar-lög, í djössuðum stórsveitarbúningi. Sveitin heitir því skemmtilega og lýsandi nafni Bjorkestra. Sulliv- an er saxófónleikari að mennt en leikur einnig á píanó, semur og útsetur tónlist auk þess að vera tónlistarkennari. Nú er Sullivan loks kominn til fósturjarðar tónlistargyðjunnar miklu og ætlar að færa land- anum djassaða Bjarkar-slagara með Stórsveit Reykjavíkur í Háskólabíói á morgun kl. 16. Sul- livan komst að því við leit á netinu að halda ætti Jazzhátíð í Reykjavík og að til væri þessi líka fína stórsveit í borginni, Stórsveit Reykjavíkur. Hann hafði samband við sveitarmeðlim, saxófón- leikarann Sigurð Flosason, og bar undir hann þá hugmynd að flytja Bjarkar-lög á Jazzhátíð. Stór- sveitin sló til og afraksturinn fá menn að heyra á morgun. Tónlistarferill Bjarkar er orðinn býsna langur og lögin hljóta að vera miserfið að færa í stórsveitarbúning, eða hvað? Jú, Sullivan tekur undir þessar vangaveltur og segist hafa átt auð- veldara með að útsetja lög af plötunum Post, Homo-genic og Debut en Vespertine, Medúllu og Volta. Hann tekur fram að sumar útsetninganna séu mjög líkar frumútgáfunum. Vespertine meistaraverk Sullivan segir Debut og Post í sérstöku uppá- haldi hjá sér en Vespertine sé virkilega falleg plata, í raun undursamlegt meistaraverk sem vaxi við hverja hlustun. Sullivan hefur aldrei hitt Björk og veit ekki til þess að hún hafi mætt á tón- leika með Bjorkestra. Hann vonast þó til þess að Björk láti sjá sig einn góðan veðurdag, það yrðu án efa eftirminnilegustu tónleikar sveitarinnar. Sullivan hlær þegar blaðamaður spyr hann að því hvað hann myndi segja við Björk ef hann hitti hana í partíi, segist oft hafa velt því fyrir sér. Hann setur síðan upp afar einlægan svip og segir: „Takk fyrir frábæra tónlist og að hafa veitt mér innblástur sem tónlistarmanni.“ Takk fyrir tónlistina, Björk Stórsveit Reykjavíkur flytur valin lög Bjarkar með stofnanda Bjorkestra Morgunblaðið/Ómar Bjarkar-óður Sullivan með söngvurunum sem taka lagið með stórsveitinni á morgun, Maríu Magnúsdóttur, Sigurði Guðmundssyni og Sigríði Thorlacius. Vefsíða Bjorkestra: www.bjorkestra.com Á tónleikunum á morgun verða flutt mörg af þekktustu og vinsælustu lögum Bjarkar, að sögn Sullivans. Má af þeim nefna Overture to Dancer in the Dark, Hyperballad, Alarm Call, Human Behaviour, All is Full of Love, Cocoon, Army of Me, Who is it, Hunter, Big Time Sensuality og It’s Oh so Quiet. Úr efnisskránni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.