Fréttablaðið - 15.04.2009, Síða 4

Fréttablaðið - 15.04.2009, Síða 4
4 15. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR íslenskur ríkisborgari www.okkarsjodir.is Lífeyrissjóðirnir eiga að starfa í þágu þeirra sem greiða í þá. Lífeyrisþegar geta ekki borgað sukk örfárra einstaklinga. Við viljum endurskoðun á lífeyrissjóðakerfinu strax. Yfir 20.000 manns hafa þegar skrifað undir, stefnum á 25.000. Lífeyrissjóðirnir eru okkar eign! Jóhanna! Valdið er í þínum höndum! VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 19° 22° 23° 24° 16° 24° 24° 23° 15° 14° 21° 19° 10° 26° 14° 20° 23° 9° FÖSTUDAGUR 3-5 m/s 6 68 4 6 6 5 6 Á MORGUN 3-5 m/s 4 6 -1 1 2 2 7 6 7 7 6 3 3 3 1 1 5 2 3 1 4 2 4 1 BLÍÐVIÐRI FRAMUNDAN Í dag og raunar næstu daga verður hæg- viðrasamt á landinu. Í dag verður bjartast suðaustan til en síðan má búast við því að víða verði bjart á morgun og föstudag með ágætum hlýind- um. Helgarhorfurnar eru ekki eins bjartar en engu síður hægð- viðrasamar og mildar. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur HEILBRIGÐISMÁL Samið hefur verið við sjálfstætt starfandi lækna um að fresta til 1. júní hækkun á ein- ingaverði þeirra úr 266 krónum í 290 krónur eða um rúm níu pró- sent. Ögmundur Jónasson heil- brigðisráðherra segist ekki hafa á hraðbergi hvað þessi hækkun kostar. Hann segist mjög andsnú- inn því að innheimta sjúklinga- gjöld. Engin áform eru uppi um hækkun á þeim síðar á árinu. Ögmundur segir að hækkun sérfræðilækna nú hefði verið í „hróplegu ósamræmi við það sem almennt er að gerast á vinnu- markaði þar sem kaupmáttur hefur rýrnað mjög á undangengn- u m má nuð - um vegna þess að kaupgjald hefur staðið í stað og fólk auk þess orðið fyrir kjararýrnun og tekjumissi af öðrum sökum og verðbólgan séð um afgang- inn.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfé- lags Akraness, bendir á að þjóðin standi frammi fyrir niðurskurði í heilbrigðisútgjöldum. Ekki sé búið að upplýsa fólk um hvar ríkið ætli að skera niður. Þessar upplýsingar þurfi að koma fram nú. „Fólk á skýlausa kröfu um hvar menn ætla að beita niður- skurðarhnífnum. Við þurfum að fá hreinar línur í það í kosninga- baráttunni,“ segir hann. Ögmundur segir að nú sé kjara- jöfnun viðfangsefnið sem allir standi frammi fyrir, bæði á opin- berum og almennum vinnumark- aði. Leita þurfi jafnvægis í kerf- inu. „Núna hugsa ég þessi mál ekki í prósentum talið. Ég hugsa þetta fyrst og fremst með það í huga að ná samkomulagi við stétt- irnar um jafnvægi í kerfinu.“ - ghs Hækkun gjaldskrár sérfræðilækna um rúm níu prósent frestast til 1. júní: Ráðherra vill ná kjarajöfnun SKOÐANAKÖNNUN Umræða síðustu viku um tugmilljóna króna styrki FL-Group og Landsbankans til Sjálfstæðisflokksins hefur ekki haft áhrif á fylgi hans, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðs- ins. 27,3 prósent segjast myndu kjósa flokkinn nú, samanborið við 24,8 prósent hinn 7. apríl. Munurinn er innan skekkjumarka en flokkur- inn bætir við sig fylgi meðal karla á höfuðborgarsvæðinu. Miðað við þetta fylgi fengi flokkurinn 19 þing- menn kjörna, í stað 25 sem flokkur- inn hefur nú. Borgarahreyfingin bætir líka við sig fylgi milli vikna og segjast nú 4,9 prósent myndu kjósa flokkinn. Fylgið er 0,1 prósentustigi frá því að reiknaðir væru jöfnunarmenn á flokkinn en ef stjórnmálaflokkur fær fimm prósent atkvæða á lands- vísu fær hann að minnsta kosti þrjá þingmenn kjörna. Hefði flokkurinn fengið 0,1 prósentustigi meira hefði flokkurinn fengið þrjá þingmenn, einn frá hverjum flokki fyrir sig; Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Vinstri grænum. Nánast allt fylgi flokksins er á höfuðborgarsvæðinu. Í síðustu viku sögðust 1,7 prósent styðja Borgarahreyfinguna. Samfylking stendur nánast í stað, fer niður um 1,1 prósentustig og segjast nú 32,2 prósent styðja flokk- inn. Hann fengi því 22 þingmenn, en hefur 18 þingmenn á þingi nú. 25,7 prósent styðja Vinstri græn, 2,4 prósentustigum minna en í síð- ustu viku og fengi flokkurinn 18 þingmenn. Það yrði tvöföldun á þingmannafjölda, því flokkurinn hefur níu þingmenn nú. Samanlagt fylgi ríkisstjórnar- flokkanna er því 57,9 prósent og fengju flokkarnir tveir 40 þing- menn kjörna. Fylgi Framsóknarflokksins dalar frá því í síðustu viku. 6,8 prósent segjast nú myndu kjósa flokkinn og er munurinn milli vikna umfram skekkjumörk. Þingmenn Framsókn- arflokksins yrðu því fjórir, í stað sjö nú. Tvö prósent segjast myndu kjósa Lýðræðishreyfinguna, en eitt pró- sent svarenda studdi hana í síðustu viku. Þá er minnsti flokkurinn nú Frjálslyndi flokkurinn og segjast 0,7 prósent styðja flokkinn. Hringt var í 800 manns þriðju- daginn 14. apríl og skiptust svar- endur jafnt eftir kyni og hlutfalls- lega eftir búsetu. Spurt var; Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? 69,5 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Ef litið er til allra 800 sögð- ust 14,8 prósent ekki munu kjósa eða skila auðu. 12,5 prósent voru óákveðin og 7,8 prósent neituðu að svara. svanborg@frettabladid.is Borgarahreyfing við fimm prósenta markið Sjálfstæðisflokkurinn og Borgarahreyfingin bæta við sig fylgi á milli vikna, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og er Borgarahreyfingin mjög nálægt fimm prósent markinu sem gæfi flokknum þrjá þingmenn kjörna. 40 35 30 25 20 15 10 5 % Fylgi stjórnmálaflokkanna Samkvæmt könnunum Fréttablaðsins frá kosningum 2007 til 14. apríl 2009. 36,6 26,8 14,3 11,7 7,3 15 . m aí 20 07 29 . s ep t. 20 07 30 . j an . 2 00 8 23 . f eb . 2 00 8 19 . a pr íl 20 08 21 . j ún í 2 00 8 25 . o kt . 2 00 8 22 . n óv . 2 00 8 22 . j an . 2 00 9 27 . f eb . 2 00 9 11 . m ar s 2 00 9 25 . m ar s 2 00 9 7. ap ríl 2 00 9 14 . a pr íl 20 09 Ko sn in ga r 0,7 2,0 4,9 6,8 32,2 27,3 25,7 40,1 35,2 14,2 5,9 3,8 32,6 22,1 19,2 16,8 3,7 ÖGMUNDUR JÓNASSON Ástþór Magnússon, stofnandi Lýðræðishreyfingarinnar, taldi ekkert að marka könnun Frétta- blaðsins. Hann sagði framboð- in til þingkosninga ekki fá jafn mikla umfjöllun í fjölmiðlum og að kjósendur hefðu varla getað kynnt sér allt sem í boði væri. „Þetta er ekki jafn leikur. Nú er kosningaeftirlit ÖSE mætt og það verður gaman að sjá skýrsluna sem þeir koma með yfir banana- lýðveldið Ísland,“ sagði Ástþór. „Það er aukaatriði hvað við fáum mörg prósent í þessari könnun. Það er ekki hægt að gera kannanir nema kjósendur viti hvað þeir geta valið um.“ - kh Ástþór Magnússon: Tekur ekki mark á könnuninni Sigmundur Davíð: Erum áhyggjulaus „Niðurstaðan kemur mér á óvart. Við höldum okkur við það að hafa ekki áhyggjur af könnunum, held- ur að halda okkar striki,“ segir Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, for- maður Framsóknarflokksins. Sigmundur segir ljóst að það sé ekki alltaf vinsælt að tala á þeim nótum sem Framsóknarflokkurinn hefur gert að undanförnu. „Við höfum sagt að hér sé margt í ólagi og það þurfi róttækar aðgerð- ir. Við getum þó alltaf sagt að við höfum ekki reynt að blekkja fólk.“ „Þetta hafa á engan hátt verið góðir dagar fyrir okkur upp á síð- kastið, en ég hef skynjað að þau skilaboð sem við höfum fram að færa, og varða það verkefni sem bíður okkar eftir kosningar, eiga góðan hljómgrunn hjá kjósendum,“ segir Bjarni Benediktsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins. „Ég trúi því að við höldum áfram að sækja í okkur veðrið, en verkefnið er engu síður ærið.“ Bjarni viðurkennir að útkoma könn- unarinnar hafi komið sér á óvart. „Augu fólks eru að opnast fyrir því að ríkisstjórnin sem nú starfar er ekki líkleg til að ná árangri.“ Bjarni Benediktsson: Skilaboðin skýr „Ég er hrærður og þakklátur. Þetta mikla fylgi sem mælist með okkur í tveimur könnunum á sama degi hefur komið af sjálfu sér. Við erum rétt að byrja. Úr því að þetta fer svona af stað þá finnst mér líklegt að við eigum eftir að bæta við okkur,“ segir Þráinn Bertels- son, fyrsti maður í Reykjavíkur- kjördæmi norður. Þráinn segir það hafa verið rétt mat að þörf sé fyrir framboð eins og Borgara- hreyfinguna. „Mér þykir vænt um þetta traust og þau skilaboð að við erum alvöru framboð. Fólk er að senda þau skilaboð að það vill okkar rödd í umræðuna.“ - shá Þráinn Bertelsson: Erum alvöru afl Steingrímur J. Sigfússon: D-listi ofmetinn „Við erum bærilega sátt við þessa niðurstöðu. Það sem kemur á óvart í þessari könnun er að ég hefði haldið að Sjálfstæðisflokkurinn fengi minna en ekki meira en síð- ast,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. „Ég hefði haldið að þeir væru á niðurleið frekar en hitt. Þetta er svipað og við höfum verið að fá í öðrum könn- unum, eða í kringum 26 prósent, sem er alveg ágætt. Hins vegar hlýt- ur Sjálfstæðisflokkurinn að vera ofmetinn í þessari könnun.“ Dagur B. Eggertsson: Góð vísbending „Þetta er ánægjuleg vísbending og reynslan kennir manni að hafa verður fyrir hlutunum og heyja kosningabaráttu af krafti fram á síðasta dag,“ segir Dagur B. Egg- ertsson, varaformaður Samfylk- ingarinnar. „Ég held að niðurstað- an sé viðurkenning til Jóhönnu Sigurðardóttur og ríkisstjórnarinn- ar um að hún hefur látið hendur standa fram úr ermum á stuttum starfstíma.“ Dagur segir að áfram sé ákall um ábyrgð og festu við landsstjórnina en á lokametrunum sé mikilvægt að ná til fyrirtækjanna og heimil- anna með framtíðarsýn flokksins. Guðjón Arnar Kristjánsson: Ræðum við fólk „Við erum mjög óhress með þetta, eina og gefur að skilja,“ segir Guð- jón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. „Ég hef ekkert á reiðum höndum til að skýra þetta annað en að við náum ekki með okkar mál í gegn. Þessi niðurstaða er í engu samræmi við þau við- brögð sem okkar fólk hefur fengið úti um land. Við teljum okkur vera með góðan málatilbúnað.“ Guðjón segir aðeins eitt að gera. „Við verðum að boða út mannskap og ræða við fólk um málin sem skipta raunverulegu máli; maður á mann. Það er ekkert annað að gera í þessari stöðu.“ - shá GENGIÐ 14.04.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 207,4521 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,37 127,97 189,67 190,59 169,01 169,95 22,684 22,816 19,215 19,329 15,576 15,668 1,276 1,2834 190,32 191,46 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.