Fréttablaðið - 15.04.2009, Page 10

Fréttablaðið - 15.04.2009, Page 10
 15. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR TAÍLAND, AP Lögreglan í Taílandi hefur gefið út handtökuskipun á hendur Thaksin Shinawatra, fyrr- verandi forsætisráðherra Taí- lands. Mótmælaólgan í landinu síðustu árin hefur að mestu snúist um hann, ýmist hafa andstæðing- ar hans eða stuðningsmenn staðið fyrir mótmælum. Auk Thaksins hefur lögregl- an einnig gefið út handtökuskip- anir á hendur þrettán leiðtogum mótmælanna síðustu daga. Fjórir þeirra höfðu í gær gefið sig fram og verða yfirheyrðir. Leiðtogar mótmælanna sögðu í gær að frekari aðgerðum hafi verið aflýst eftir að óeirðir brutust út á mánudag, sem kostuðu tvo menn lífið auk þess sem á annað hundr- að manns særðist. Aðgerðum mótmælenda lauk því friðsamlega í gær þegar um tvö þúsund mótmælendur biðu róleg- ir í röðum eftir fólksflutningabíl- um frá hinu opinbera, sem fluttu þá síðan heim. Það eru stuðningsmenn Thaks- ins sem hafa staðið fyrir þessari síðustu hrinu mótmæla. Þau hafa beinst gegn núverandi forsætisráð- herra, Abhisit Vejjajiva, sem tók við völdum í desember eftir að þrír stuðningsmenn Thaksins höfðu hrökklast hver á fætur öðrum úr forsætisráðherraembættinu síðan í haust, jafnan í kjölfar harðra og fjölmennra mótmæla andstæðinga Thaksins sem sökuðu forsætisráð- herrana þrjá um að ganga erinda Thaksins. Sjálfur hrökklaðist Thaksin úr embætti haustið 2006, þegar her- inn gerði stjórnarbyltingu eftir að andstæðingar Thaksins höfðu efnt til fjöldamótmæla mánuðum saman og sakað Thaksin um spill- ingu. Abhisit er hins vegar andstæð- ingur Thaksins, en eftir að hann tók við völdum brá svo við að stuðningsmenn Thaksins efndu til mótmæla og krefjast nú kosninga vegna þess að Abhisit er ekki kos- inn í almennum kosningum, þótt hann hafi stuðning kjörins þjóð- þings landsins til að sitja í emb- ættinu. Thaksin flúði land á síðasta ári áður en dómur var kveðinn upp í spillingarmáli á hendur honum. Hann hefur þó ávarpað stuðnings- menn sína á myndbandi nærri dag- lega undanfarið. Thaksin segir herinn í Taílandi ljúga því að hann hafi aðeins skot- ið púðurskotum á mótmælendur, heldur hafi hermenn notað alvöru skot og drepið mótmælendur. gudsteinn@frettabladid.is Leiðtogarnir handteknir Nýjustu mótmælahrinunni í Taílandi lauk friðsam- lega í gær eftir að óeirðir höfðu kostað tvo menn lífið á mánudag. Lögreglan vill handtaka Thaksin. VATNSGUSUR Í TILEFNI ÁRAMÓTA Taílendingar hafa flestir hverjir ekki látið ólætin í Bangkok hindra sig í að halda upp á áramótin með tilheyrandi vatnssulli. NORDICPHOTOS/AFP ÞJÓNUSTA „Nú hefur endanlega verið ákveðið að vínbúð verður opnuð á Flúðum í vor,“ segir á heimasíðu Hrunamannahrepps. „Vínbúðin verður rekin sem útibú frá vínbúðinni á Selfossi og gárung- arnir hafa þegar gefið henni nafn og kalla hana einhverra hluta vegna Vínkjallarann,“ segir á fludir.is þar sem haft er eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, oddvita Hrunamanna- hrepps, að vínbúðin styrki þjónustu á þessu mikla ferðamannasvæði og auka bjartsýni hjá þeim sem búa á svæðinu og trú á áframhaldandi uppbyggingu og vöxt. - gar Bjartsýni hjá Hrunamönnum: Vínbúðin verður opnuð á Flúðum GENGIÐ FRÁ SAMNINGI ÁTVR hefur leigt húsnæði af Hrunamannahreppi. TÖKUM NOTUÐ VEL MEÐ FARIN HJÓL UPPÍ NÝ SKIPTIMARKAÐUR MEÐ NOTUÐ REIÐHJÓL 19.995 44.995 64.995 BARNAHJÓL VERÐ FRÁ Bót í máli Átt þú rétt á slysabótum? Yfir 30 ára reynsla og sérþekking á slysamálum Öflugur og samhentur hópur lögmanna Greiður aðgangur að lögmanninum þínum Um öll önnur mál en dómsmál gildir að ef engar bætur fást er engin þóknun greidd Landslögum. Fyrsta flokks ráðgjöf um bótarétt vegna slysa – þér að kostnaðarlausu S L Y S A B Æ T U R Köllunarklettsvegi 2 104 Reykjavík Sími: 520 2900 Fax: 520 2901 landslog.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.