Fréttablaðið - 15.04.2009, Page 13

Fréttablaðið - 15.04.2009, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 15. apríl 2009 BRETLAND, AP Lögreglan í Bret- landi reynir að bera kennsl á fórnarlamb morðs, sem líklega hefur verið framið um miðjan síðasta mánuð. Líkamspartar fórnarlambsins hafa verið að finnast síðustu vik- urnar í sveitunum fyrir norðan London. Lögreglan telur að morð- inginn hafi losað sig við líkams- partana sama daginn, skömmu eftir að morðið var framið. Vitað er að fórnarlambið var meðalhár karlmaður, annaðhvort hvítur eða frá Asíu. Erfðaefni hans hefur verið greint, en ekki hefur tekist að finna samsvörun í gagnagrunni lögreglunnar. - gb Líkamspartar í Bretlandi: Fórnarlambið enn óþekkt NOREGUR Norskur sjávarútvegur fær nú þriðjungi lægra verð fyrir fisk sinn en í fyrra, segir Jan Erik Ström, héraðsstjóri hjá Norges Råfisklag, í viðtali við norska rík- isútvarpið NRK. Áður fyrr hrópaði markaðurinn á norskan saltfisk en nú á sjávarútvegurinn í erfiðleik- um með að flytja út saltfiskinn. Fyrirtæki í fiskvinnslu taka ekki lengur á móti fiski í salt vegna markaðsaðstæðna. Ström segir að ástæðurnar séu margar, fjármála- kreppunni sé að stórum hluta um að kenna. Neytendur, til dæmis í Portúgal, hafi ekki lengur peninga til að kaupa saltfisk. Þá komi ódýr saltfiskur frá Rússlandi og Íslandi. - ghs Norskur sjávarútvegur: Saltfiskurinn gengur ekki út DANMÖRK, AP Lars Løkke Rasmuss- en, arftaki Anders Fogh Rasmuss- en á forsætisráðherrastóli Dan- merkur, sagði fátt um það hvort hann ætlaði að fylgja eftir hugmyndum forvera síns um að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu um það hvort Danmörk eigi að taka upp evru í stað krónu. „Tímasetn- ingin verður að vera rétt,“ var það eina sem hann sagði, þegar hann gerði danska þinginu grein fyrir stefnu sinni í gær. Forsætisráðherrann sagðist hins vegar ætla að vinna hörðum höndum að því að árangur náist á alþjóðlegu loftslagsráðstefnunni, sem haldin verður í Kaupmanna- höfn í desember, þótt erfitt geti orðið að fá ríki heims til þess að taka höndum saman í þeim efnum á krepputímum. - gb Lars Løkke Rasmussen: Óvíst um evru- kosningarnar LARS LØKKE RASMUSSEN 4 10 4 0 0 0 | l an ds ba nk in n. is 140 / HAFNARFJÖRÐUR Kynntu þér MBA nám við Háskóla Íslands Háskóli Íslands var fyrstur hér á landi til að bjóða upp á MBA nám. Ávallt hefur verið lögð áhersla á að efla einstaklinginn og auka færni hans. Kennslan tekur mið af íslensku atvinnulífi og vinna nemendur verkefni sem ávallt eru tengd raunverulegum viðfangsefnum í rekstri fyrirtækja og stofnana. Haldnir verða tveir kynningarfundir á MBA námi við Háskóla Íslands. > Miðvikudaginn 15. apríl kl. 16:00-17:00 > Fimmtudaginn 30. apríl kl. 12:00-13:00 Fundirnir fara fram á Háskólatorgi í stofu 101. Endilega kíktu við! Boðið verður upp á léttar veitingar. Vonumst til að sjá þig. www.mba.is VIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS H 2 h ö n n u n

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.