Fréttablaðið - 15.04.2009, Síða 14

Fréttablaðið - 15.04.2009, Síða 14
 15. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is Kaffisvelgur hafði samband og vill fá útskýringu á því af hverju kaffibaunir eru jafndýrar eða dýr- ari en malað kaffi af sömu teg- und. „Maður hefði haldið að minna unnin vara ætti að vera ódýrari en unnin vara, eða hvað?“ skrifar svelgurinn. Aðalheiður Héðinsdóttir, for- stjóri Kaffitárs, svarar þessu: „Við seljum malað kaffi og kaffibaun- ir á sama verði til allra okkar viðskiptavina. Verð í verslunum endurspeglar ekki alltaf verð framleiðanda. Kaffibaunirnar eru handpakkaðar og því eru þær dýr- ari í framleiðslu hjá okkur en malaða kaffið þó svo að eðlilegra sé að álykta að svo sé ekki. Einnig er minna selt af kaffibaunum en möluðu kaffi og því er það kaffi unnið í minni lotum sem kallar á fleiri hendur.“ Neytendur: Sama verð á baunum og möluðu? Minna selt af baunum KENÍA, AP Sómalískir sjóræningjar láta ekki árangursríkar björgun- araðgerðir bandaríska og franska hersins stöðva sig, heldur hafa þeir rænt fjórum skipum í viðbót á Adenflóa síðustu daga. Aðfaranótt þriðjudags réðst hópur ræningja um borð í gríska flutningaskipið M.V. Irene E.M. Rúmlega tuttugu manns eru í áhöfn skipsins, allir Filippseying- ar. Í gær réðst annar hópur ræn- ingja síðan um borð í flutninga- skipið Sea Horse, sem er í eigu Líbana. Á mánudag höfðu ræn- ingjar tekið tvo egypska fiskveiði- báta í Adenflóa. Á þessu ári hafa því sómalísk- ir sjóræningjar ráðist á samtals 77 skip og báta og náð á sitt vald 18 skipum og 16 bátum. Um borð í þeim voru samtals 285 manns, sem enn eru í gíslingu ræningjanna. Ekki virðast sjóræningjarnir láta það stöðva sig þótt fjölþjóð- legur herskipafloti hafi undan- farna mánuði fylgst með skipa- ferðum út af ströndum Sómalíu. Aðgerðir bandarískra og franskra hermanna undanfarna daga hafa heldur ekki haft sjáanleg áhrif á starfsemi þeirra. Um helgina björguðu banda- rískir hermenn bandarískum skipstjóra úr haldi ræningja, og drápu í leiðinni þrjá Sómala, en í síðustu viku höfðu franskir her- menn bjargað nokkrum gíslum af franskri skútu sem ræningjar höfðu náð á sitt vald, og féllu tveir sjóræningjar í það skiptið. Sjóræningjarnir hafa heitið hefndum fyrir félaga sína. Michael Mullen, formaður bandaríska her- ráðsins, segist taka þessar hótanir alvarlega, en segir bandaríska her- inn vera „vel búinn undir að takast á við eitthvað því um líkt“. Engin virk stjórn hefur verið við völd í Sómalíu síðan 1991. Sjó- ræningjarnir eru ungir menn sem notfæra sér eftirlitsleysið og lifa hátt á ránsgróða sínum í Sómal- íu. Þeir njóta nokkurra vinsælda heima fyrir, ekki síst vegna þess að með umsvifum sínum styrkja þeir annars afar bágborinn efna- hag á heimaslóðum sínum. Um tuttugu þúsund skip sigla um Adenflóa á hverju ári. Allt fram á síðustu mánuði hafa aðgerðir ríkja heims gegn sjóræningjunum verið lítt samhæfðar og skilað litlum árangri. Á mánudaginn sagðist Barack Obama Bandaríkjaforseti vera staðráðinn í að hindra frekari upp- gang sjóræningja á þessum fjöl- förnu siglingaleiðum. gudsteinn@frettabladid.is Sjóræningjar æ stórtækari Bandaríkjamenn segjast taka hótanir sómalískra sjóræningja alvarlega. Tveimur flutningaskipum rænt í gær á Adenflóa. Hundruð manna í gíslingu. LAUSIR ÚR PRÍSUND Tveir menn úr áhöfn norska olíuskipsins Bow Asir, sem var í haldi sjóræningja í hálfan mánuð, en var komið í höfn í Keníu á mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 16.apr KENNARI NÁMSKEIÐSINS, SIGURÐUR JÓNSSON, LÆRÐI LJÓSMYNDUN Í SCHOOL OF VISUAL ARTS Í NEW YORK OG ÖÐLAÐIST MEISTARARÉTTINDI Í LJÓSMYNDUN ÁRIÐ 1989. HANN HEFUR HALDIÐ NÁMSKEIÐ Í STAFRÆNNI MYNDVINNSLU FYRIR LJÓSMYNDARAFÉLAG ÍSLANDS, LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS, MARGMIÐLUNARSKÓLANN, IÐNSKÓLANN Í REYKJAVÍK OG NÚ Í 4 ÁR HJÁ NTV. FYRIR HVERJA? Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna við grafík og stafræna myndvinnslu og vilja ná dýpri þekkingu og skilningi á nær óendan- legum möguleikum þessa flotta verkfæris. Námið er undirbúningur fyrir alþjóðlegt próf sem gefur gráðuna: Adobe Certified Expert. INNTÖKUSKILYRÐI Þeir sem ætla í þetta nám þurfa að hafa einhverja reynslu í Photoshop og undir- stöðuþekkingu á Windows umhverfinu. Einnig þarf góða enskukunnáttu þar sem flest námsgögn eru á ensku.KENNSLUTILHÖGUN þriðjud. og fimmtud. 8:30-12:30. Byrjar 5. maí og lýkur 16. júní. NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI PHOTOSHOP EXPERT - ALVÖRU PHOTOSHOP NÁMSKEIÐ - PHOTOSHOP EXPERT Við hjá NTV leyfum okkur að fullyrða að þetta sé eina námskeiðið sem uppfylli kröfur þeirra sem einhverja reynslu hafa í Photoshop. Námskeiðið er yfir- gripsmikið þar sem mikið er lagt upp úr þeim þætti sem snýr að eftirvinnslu s.s. litgreiningu, prófílum, upptöku aðgerða, skipulag, meðferð RAW skráa, og öllum þeim aðgerðum sem áður fyrr voru fram- kvæmdar í myrkrakompu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.