Fréttablaðið - 15.04.2009, Síða 18

Fréttablaðið - 15.04.2009, Síða 18
18 15. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 40 Velta: 137 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 224 +2,47% 659 +2,69% MESTA HÆKKUN EIMSKIPAFÉLAGIÐ 25,00% MAREL FOOD SYST. 12,91% ÖSSUR 1,01% MESTA LÆKKUN BAKKAVÖR 0,83% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,30 +0,00% ... Atlantic Airways 171,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 251,00 +0,00% ... Bakkavör 1,20 -0,83% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,00 +25,00% ... Føroya Banki 127,00 +0,40% ... Icelandair Group 5,00 +0,00% ... Marel Food Systems 48,10 +12,91% ... Össur 90,40 +1,01% Opnaður hefur verið nýr vefur sendifulltrúa Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins (AGS) með aðsetur á Íslandi. Vefurinn er hluti af alþjóðlegu vefsetri AGS á slóð- inni www.imf.org/external/count- ry/isl/rr/index.htm. Fram kemur á vefnum að þar verði að finna upplýsingar um starf sjóðsins hér á landi, þar á meðal um þau störf sem unnin eru á skrifstofu sendifulltrúans. Full- trúi AGS var skipaður í febrúar og heitir Franek Rozwadowski. Skrif- stofa AGS hér var opnuð í mars en á henni starfa, auk Franeks, Edda Rós Karlsdóttir hagfræðingur og Ragnar Hjálmarsson skrifstofu- stjóri. - óká Ný vefsíða sendifulltrúans Marel Food Systems hefur selt eignir fyrir 37,5 milljónir evra, eða sem nemur rúmum 6,3 millj- örðum króna. Samkvæmt tilkynn- ingu félagsins til Kauphallar í gær er um að ræða eignir utan kjarna- starfsemi félagsins. Gengi bréfa félagsins hækkaði um 13 prósent í gær. Annars vegar er um að ræða fasteignir og lóðaréttindi í Amster- dam, sem áður tilheyrðu Food & Dairy hluta Stork Food Systems, og hins vegar Scanvaegt Nord- ic A/S sem starfar utan matvæla- geirans. Andvirði sölunnar notar Marel Food Systems til að auka sjóðsstöðu og greiða niður skamm- tímaskuldir, en af 37,5 milljóna söluandvirði eru 35 milljónir evra (5,9 milljarðar króna) stað- greiddar. „Söluandvirði eignanna er að fullu í samræmi við upphaf- leg markmið stjórnenda. Yfir 10 milljóna evru söluhagnaður bók- ast við söluna sem nánar verður gerð grein fyrir við birtingu upp- gjörs félagsins 6. maí,“ segir í til- kynningunni. Haft er eftir Theo Hoen, for- stjóra Marel Food Systems, að í kjölfar sameiningar Marel og Stork Food Systems í fyrra hafi verið t i lkynnt um aukna áherslu á að bæta arðsemi og innri vöxt í kjarnastarf- semi, en hún sé í þjónustu og sölu á hátækni- lausnum fyrir kjúklinga-, kjöt- og fiskiðnað. Þá kemur fram að kaupandi Scanvaegt Nordic rekstrarins sé Grundtvig fjölskyldan sem stofn- aði Scanvaegt árið 1932. Marel Food Systems keypti Scanvaegt í ágúst 2006 og greiddi stóran hluta kaupanna með hlutafé. „Megin- hluti af starfsemi Scanvaegt er þjónusta við matvælaiðnaðinn og hefur sá hluti rekstrarins verið sameinaður að fullu Marel Food Systems. Grundtvig-fjölskyldan er í hópi stærstu hluthafa Marel Food Systems og hefur stutt félag- ið til frekari vaxtar. Eignarhlutur Grundtvig Invest er 10,6 prósent í Marel Food Systems og situr Lars Grundtvig í stjórn félagsins“, segir í tilkynningunni. - óká THEO HOEN Seldu eignir fyrir 6,3 milljarða króna Bjartsýni ríkti á alþjóðlegum fjármálamörk- uðum strax í bítið í gær, þar á meðal hér, í kjölfar þess að bandaríski fjárfestingar- bankinn Goldman Sachs skilaði uppgjöri sínu fyrir fyrsta ársfjórðung eftir lokun markaða í Bandaríkjunum í fyrrakvöld. Bankinn hagnaðist um 1,81 milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 230 millj- arða króna á fjórðungnum. Það er talsvert umfram væntingar en spár greinenda hljóð- uðu allt frá 1,33 til 1,64 dala hagnaðar á hlut. Niðurstaðan var hins vegar 3,39 dalir á hlut sem er rúmum hundrað prósentum yfir bjart- sýnustu spám. Á sama tíma og uppgjör bankans skilaði sér í hús boðuðu stjórnendur bankans útgáfu á hlutafé fyrir fimm milljarða dala. Tilgang- ur þess er að greiða helming láns sem bank- inn fékk úr björgunarsjóði stjórnvalda, svo- kölluðum TARP-sjóði, fyrir nokkru. Bankinn tapaði 2,12 milljörðum dala á síð- asta fjórðungi í fyrra og var það fyrsta tap fjárfestingarbankans frá því hann var skráð- ur á markað 1999. Bloomberg-fréttaveitan hefur eftir sjóðs- stjóra hjá eignastýringarfyrirtækinu Schrod- er Investment Management í Lundúnum í Bretlandi, að uppgjörið bendi til að senn sjái til sólar á fjármálamörkuðum. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal segir eftirvæntingar hafa gætt í röðum fjár- festa vestan hafs eftir að bankinn Wells Fargo gaf út í síðustu viku að væntanlegt uppgjör bankans yrði betra en gert hafi verið ráð fyrir. Spár greinenda JP Morgan hafi síst dregið úr bjartsýninni en þeir þykjast sjá þau teikn á lofti að fjármuna- og veðlánatekjur umsvifamestu banka landsins verða betri en svartsýnisraddir hafi talið. Megi því búast við betri uppgjörum á línuna. - jab Gott uppgjör kætti markaðinn „Eiginfjárhlutfall Askar Capital er nú undir lögbundnu átta prósenta lágmarki og hefur félagið frest frá Fjármálaeftirlitinu [FME] til að koma eiginfjárhlutfallinu í lög- bundið horf,“ segir í tilkynningu Aska til Kauphallar í gær. Fram kemur að unnið sé að lausn málsins með nýjum eiganda bank- ans, skilanefnd Glitnis, og öðrum kröfuhöfum. Hinn 17. mars síð- astliðinn gekk skilanefnd Glitnis að veðum í öllu hlutafé í Moderna Finance AB, móðurfélagi Askar Capital. Með því færðust yfirráð yfir Askar Capital til skilanefndar Glitnis. - óká Fóru undir lög- bundið lágmark Forseti Bandaríkjanna og seðlabankastjóri landsins segja vísbendingar um að að draga sé úr samdrætti í bandarísku efnahagslífi. Aðstæður muni verða erfið- ar og bati taka tíma. Barack Obama sagði í ræðu sinni um efnahagshorfur í Georget- own-háskóla í Washingtonborg í gær atvinnuleysi vestan hafs eiga eftir að aukast frekar á næstunni og verði árið mörgum Bandaríkja- manninum erfitt. Þó væri hann bjartsýnn á að aðgerðir stjórn- valda muni snúa málum til betri vegar. Vísaði hann til leiðtoga- fundar G20-ríkjanna í Lundúnum í Bretlandi um síðustu mánaðamót. Línur sem þar hafi verið lagðar muni virka sem vítamínsprauta fyrir efnahagslíf þjóðanna. Seðlabankastjórinn Ben Bern- anke vísaði í ræðu sinni í gær, sem hann hélt í Atlanta í Georg- íu-ríki í Bandaríkjunum, til víð- tækra aðgerða seðlabankans gegn kreppunni, svo sem nærri núllstillingu stýrivaxta, kaupa á eignum fjármálafyrirtækja og viðamikillar innspýtingar á fjár- magni inn í hagkerfið. Bernanke sagðist vongóður á að aðgerðirn- ar hleypi smám saman nýju blóði í lánamarkaðinn en það muni örva efnahagslífið. Vísaði hann til þess að einkaneysla og fasteignamark- aður hafi tekið við sér það sem af væri árs. „Aðstæður í efnahagslífinu eru erfiðar í dag en stoðirnar eru sterkar,“ sagði Bernanke en lagði áherslu á að engin vandamál verði leyst nema með þrautseigju og þol- inmæði. Niðurstöður úr smásölugeir- anum vestra, sem birtar voru í gær, studdu hvorki við orð for- setans né bankastjórans. Smásala dróst saman um 1,1 prósent á milli mánaða í mars miðað við 0,3 pró- senta vöxt í mánuðinum á undan. Bloomberg bendir á að þótt nið- urstaðan í mars hafi verið undir væntingum hafi febrúar verið ein- staklega góður. Fréttastofan vitnar sömuleiðis til þess að ýmis jákvæð teikn séu á lofti. Sem dæmi hafi fasteignamarkaðurinn tekið við sér í febrúar eftir mikla verðlækk- un undanfarið og hafi það leitt til þess að fleiri nýir íbúðakaupendur hafi fest kaup á sinni fyrstu íbúð en áður. jonab@markadurinn.is Sjá hægfara batamerki í bandarísku efnahagslífi BARACK OBAMA Forseti Bandaríkjanna og Ben Bernanke seðlabankastjóri segjast báðir sjá batamerki í bandarísku efnahagslífi. Ekki megi búast við snörpum viðsnún- ingi til hins betra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Seðlabankinn birtir héðan í frá að nýju sundurliðun á eigendum ríkis- skuldabréfa í markaðsupplýsingum sínum, líkt og gert var frá septemb- er 2005 til desember 2006. „Upp- lýsingarnar voru aðallega byggðar á gögnum frá Verðbréfaskráningu Íslands. Birtingin lagðist af um tíma þar sem erfiðlega gekk að fá umbeðnar upplýsingar,“ segir í fréttabréfi Lánamála ríkisins. Fram kemur að í lok febrúar hafði ríkissjóður lánað út ríkisbréf til núverandi aðalmiðlara fyrir að nafnverði 33 milljarða króna gegn veði í öðrum ríkistryggðum verð- bréfum. Þá áttu erlendir aðilar rík- isbréf fyrir samtals 175 milljarða króna eða sem nemur um 62 pró- sentum af ríkisbréfum. - óká Sundurliðun birt að nýju LAGERSALA HÆÐASMÁRA 4 Sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan Smáralind. 50-80% afsláttur Undirföt Sundföt Allir BH. 1900 kr. Nærbuxur 900 kr. 2 x g-strengir 900 kr. Sundfatnaður frá 500 kr. stk. Opið 14-18 Virka daga Höfum bætt við nýjum vörum! – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is Gildir út apríl 2009 15% afsláttur VOLTAREN 11,6 mg/g Gel, 100 g. 15% afsláttur NICOTINELL tyggjó, Classic og Fruit. ÍS L E N S K A S IA .I S L Y F 4 58 28 0 4 /0 9

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.