Fréttablaðið - 15.04.2009, Page 22

Fréttablaðið - 15.04.2009, Page 22
 15. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR2 Atvinnuuppbygging Í Reykjanesbæ eru sjö stórverk-efni í atvinnusköpun langt komin. Þau eru ólík en eiga það öll sameiginlegt að geta skap- að þúsundir vel launaðra starfa. Störfin eru fjölbreytt, fyrir karla og konur, óreynda sem reynda og krefjast mismikillar menntunar. Ný ríkisstjórn þarf að svara því hvort hún hyggst leggja stein í götu þessara verkefna. Það er því miður hægt. Erlendir fjárfestar fylgjast með orðum og gjörðum íslenskra ráðamanna. Neikvæð- ar raddir sumra þeirra eru þegar farnar að skapa stórhættu gagn- vart nokkrum þessara verkefna. 1900 atvinnulausir Suðurnesja- menn krefjast svara. 1. Íslensk heilsuþjónusta seld til útlendinga Undanfarin tvö ár hefur staðið yfir undirbúningsvinna íslenskra og erlendra aðila á sköpun tæki- færa úr aðstöðu og þekkingu Íslendinga á sviði heilbrigðis- þjónustu. Tækifærið er fólgið í að hingað koma útlendingar til að sækja sérhæfðar læknisaðgerð- ir. Við nýtum tilbúna en vannýtta aðstöðu og þekkingu. Undirbún- ingur sýnir að þúsundir útlend- inga munu nýta sér þjónustuna ef hún býðst. Þetta getur skapað hundruð íslenskra heilbrigðis- og þjónustustarfa. Fjögur sveitar- félög leiða stofnun Heilsufélags Reykjaness. Markmið þess er að nýta sem best þau tækifæri sem þarna bjóðast, bæði á sviði læknisþjónustu, þjálfunar, rann- sókna og ferðaþjónustu. Enn bíð ég eftir að fá viðtal við heilbrigð- isráðherra til að ræða þessi stóru tækifæri. Hann hefur talað frem- ur neikvætt í fjölmiðla, séð sér fært að ræða við „bísnessmenn“ um málið en ekki enn séð af tíma til að ræða við okkur bæj- arstjórnarmenn. 2. Ferðaþjónusta – 8 milljarða fjárfesting á fimm árum Undanfarin fimm ár hefur verið fjárfest í ferðaþjónustu á Reykja- nesi fyrir á áttunda milljarð króna. Stærstu verkefnin eru stækkun Bláa lónsins, stækk- un Leifsstöðvar, bygging Vík- ingaheima, Orkuversins jarð- ar, Salfiskseturs, byggðasafna, menningarseturs í Duushúsum og gerð tónlistar-sögusýningar í Hljómahöll. Þessu fylgir mikil fjárfesting í gistirýmum. Verk- efnin eru hluti af metnaðarfullri áætlun til að skapa áhugavert og fjölbreytt umhverfi fyrir ferða- menn og skapa tugi betur laun- aðra starfa. 3. Atvinnusköpun í tónlist og hugverkum Tónlistarmenntun hefur verið einn af hornsteinum menntun- ar í Reykjanesbæ. Þar er rekinn stærsti einstaki tónlistarskóli landsins með um 800 nemend- ur. Með uppbyggingu á aðstöðu fyrir Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar í nýju húsnæði, tengdu hinum sögufræga Stapa, tónlist- arsölum, tæknirýmum og tónlist- arsögusýningu ætlum við okkur stærri hluti á þessu sviði. Við viljum sjá aukin atvinnutæki- færi í efldri tónlistarmenntun, nýtingu íslenskrar tónlistar og tengingu hennar við aðra þróun hugbúnaðar, hugmynda og hug- verka. 4. Álver í Helguvík – 12 milljarð- ar þegar komnir í verkið Vegna álvers og kísilvers munu á þriðja þúsund störf skapast á byggingartíma vegna virkjana, línulagna og álversbygginga, kísilversbygginga og hafnar- gerðar. Nú er komið á fimmta ár síðan undirbúningur álvers í Helgu- vík hófst. Álverið leiðir til 400 starfa í álveri og í heild til 1100 starfa. Laun í álveri munu hækka meðallaun á Suðurnesjum veru- lega. Þá er þegar farið að skoða frekari úrvinnslu álsins í Helgu- vík eða annars staðar í Suður- kjördæmi. Bygging álvers var komin af stað í fyrra en hefur hökt í marga mánuði í ríkisstjórn vegna seinfærrar afgreiðslu á fjárfestingarsamningi, sem enginn bjóst við að yrði vanda- mál. Í tíð lágs álverðs og banka- hruns er þetta afleit framkoma og hættuleg verkefninu. Sam- bærilegir samningar hafa verið gerðir fyrir önnur álver hér og jafnvel álver á Bakka hafði feng- ið slíkt vilyrði. Við höfum einnig beðið eftir viðræðum við nýjan samgönguráðherra í tíu mánuði vegna hafnarframkvæmda. En álverið Í Helguvík er látið bíða. 5. Kísilver í Helguvík – fylgst með samningum um álver Undanfarin tvö ár hefur staðið yfir undirbúningsvinna vegna kísilvers í Helguvík. Verkefn- ið þarf að vera nærri stórskipa- höfn og orku til að framleiða 50 þúsund tonn af kísilsandi úr innfluttum kvartsefnum. Kís- illinn er síðan undirstaða fyrir frekari vinnslu, sem gæti fært öðrum landshlutum ærin tæki- færi. Jákvætt umhverfismat í Helguvík og lóðarsamningar liggja fyrir. Loforð HS orku hf. um 30 MW af rafmagni til fyrsta áfanga liggur fyrir og verið er að semja um verð. Enn er þörf fyrir kísilefni, m.a. í sólarraf- hlöður. Forsvarsmenn Kísilverk- smiðjunnar eru enn reiðubúnir að hefjast handa við byggingu á þessu ári. En áður þarf fjárfest- ingarsamning. Um 90 manns munu starfa við frumfram- leiðsluna þegar hún hefst. Laun eru svipuð og í álveri. Við annan áfanga, gerð kísilefna fyrir sól- arrafhlöður, skapast um 300 störf í verksmiðju, sem ekki er þörf á að staðsetja nærri höfn en mikilvægara að hafa nærri orku- mannvirkjum. Gangur viðræðna um álver veldur erlendum aðil- um áhyggjum. 6. Uppbygging nýrra mennta- tækifæra Að Ásbrú, í Reykjanesbæ hefur verið sköpuð brú milli hugmynda og verka. Með uppbyggingu Keil- is, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs var byggð brú yfir til háskólamenntunar fyrir þá fjölmörgu á Suðurnesjum og víðar sem helst höfðu úr lestinni í framhaldsnámi. Hundruð ein- staklinga fá ný tækifæri til að mennta sig og láta drauma ræt- ast. Áhersla á frumkvöðlanám, tónlist, heilsutengt nám, flug- tengt starf og nám, orkutækni og kerfisfræði er að skapa mik- ilvæga sérstöðu fyrir það sem koma skal á Reykjanesi. 7. Rafrænt gagnaver í Ásbrú Fyrirtækið Verne Holding er að reisa rafrænt gagnaver að Ásbrú í Reykjanesbæ. Fyrirtæk- ið keypti stórar skemmur á svæði varnarliðsins og hefur fest sér stórt landsvæði þar til viðbótar. Samningar um frekari úrvinnslu eru á lokastigi. Breytingar á hús- næðinu eru hafnar og erlend- ir viðskiptavinir virðast áhuga- samir þrátt fyrir kreppu. Þar þarf líka fjárfestingarsamning við ríkið. Gagnaverið getur sjálft skapað tugi starfa. Líklega er þó stærsta tækifærið að baki því sú flóra hátæknifyrirtækja sem það er líklegt til að laða að sér. Fjölbreytt störf – eða stöðnun? Hér læt ég lokið upptalningu á þeim stórverkefnum sem unnið er að á Reykjanesi. Önnur enn stærri eru í undirbúningi, s.s. auðlindagarður (Eco-park) því við erum hvergi hætt. Þessi verk- efni einkennast af fjölbreytni en þau byggja samt á sérstöðu svæð- isins, ýmist í auðlindum náttúr- unnar, sem okkur þykir vænt um, aðstöðu eða menningu fólksins. Þau þurfa öll stuðning næstu rík- isstjórnar. Við eigum ekki skilið að stjórnmálamenn tali niður til okkar og þeirra verkefna sem við erum að berjast hér fyrir, hvort sem þau heita álver, heilsuþjón- usta eða fræðslustarfsemi. Við þurfum stuðning ykkar allra. Markmið þess er að nýta sem best þau tækifæri sem þarna bjóðast, bæði á sviði læknisþjón- ustu, þjálfunar, rannsókna og ferðaþjónustu. Sjö stórverkefni á Reykjanesi ÁRNI SIGFÚSSON bæjarstjóri í Reykjanesbæ HELGUVÍK Greinarhöfundur segir að vegna álvers og kísilvers í Helguvík munu á þriðja þúsund störf skapast á byggingartíma.FULLT VERÐ 12.995 TILBOÐ KR. 9.995 lofthreinsitæki Hreint loft með SELFOSSI - HÚSAVÍK - AKUREYRI - REYKJAVÍK Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.