Fréttablaðið - 15.04.2009, Side 29

Fréttablaðið - 15.04.2009, Side 29
MIÐVIKUDAGUR 15. apríl 2009 21 timamot@frettabladid.is Fyrsta útideild leikskóla á Íslandi verður opnuð formlega í skógar- rjóðri í útjaðri Norðlingaholts í dag. Í Björns lundi leynist sannkallaður æv- intýraheimur með skemmtilegum leik- tækjum sem allir mega hafa afnot af. „Björnslundur var fyrst opnaður í nóvember árið 2006 og þá sem úti- kennslustofa Norðlingaskóla. Síðan eignuðumst við lundinn með þeim þá um vorið,“ segir Guðrún Sólveig, leik- skólastjóri Rauðhóls í Norðlingaholti, en nýverið var opnuð ný deild leikskól- ans í lundinum sem er fyrsta útideild- in á Íslandi. Leikskólinn Rauðhóll varð fljótt of lítill og þar sem ekki var á dagskrá að byggja nýjan leikskóla í hverfinu í nán- ustu framtíð varð að finna aðra lausn. „Við sáum að við urðum að bæta við einni deild,“ segir Guðrún. Á svipuðum tíma fór leikskólasvið borgarinnar í ferð til Danmerkur og skoðaði þar leikskóla. Þar vakti at- hygli þeirra útideildir sem eru vin- sælar á Norðurlöndunum. Þegar heim var komið vöktu þau máls á þessu við Guðrúnu leikskólastjóra sem mögulega lausn á vanda Rauðhóls. „Við fórum strax á flug og hófum leit að hentugu svæði. Um haustið 2007 var ég að ræða þetta við Sif skólastjóra Norðlinga- skóla sem kom með þá hugmynd að við myndum byggja útideild í Björnslundi og það varð úr,“ segir Guðrún og út- skýrir hvernig slík útideild virkar. „Börnin eru í viku í senn úti og næstu þrjár í leikskólanum. Meðan þau eru í útideildinni verja þau mest- um tíma í skóginum við listsköpun og annað skemmtilegt en fá að fara inn í heitt kakó og mat,“ útskýrir hún en í hinu nýja húsi í Björnslundi eru ekki jafn strangar reglur og í venjulegum leikskóla um að börnin verði að klæða sig úr. „Þar verður smá svæði þar sem þau geta komið inn í útifötunum auk þess sem við nýtum vel yfirbyggðan pall við húsið.“ Alls staðar í skóginum eru hand- gerð leiktæki úr reipi og spýtum sem öllum er frjálst að nota, ekki bara leikskólabörnunum. „Til að hjálpa okkur við uppbyggingu leiktækjanna hafa komið hingað nemar frá Bergen sem eru í mastersnámi í útikennslu,“ segir Guðrún en síðan hafa kennar- ar í Norðl ingaskóla og á Rauðhól lært að hnýta og búa til leiktæki auk þess sem eldri börnin í Norðlingaskóla hafa hjálpað til. „Svo ætlum við að fá for- eldrana í lið með okkur til að bæta að- stöðuna,“ segir Guðrún. Engin girðing umlykur útideildina en þar verða börn allt niður í þriggja ára aldur. „Skógurinn passar börnin,“ segir Guðrún glaðlega og bætir við að náttúran hafi jákvæð áhrif á hegðun- ina. „Börn sem eiga erfitt með sam- skipti og þurfa á mikilli sérkennslu að halda eru allt önnur í útideildinni. Lífið er mun auðveldara í skóginum,“ segir Guðrún og telur að slík útideild hafi ekki síður góð áhrif á starfsfólkið. „Starfsmennirnir í Danmörku sögðu að það væri eins og að fara í sumar- frí að fá að vera viku með börnunum í skóginum,“ segir Guðrún og bætir við að skógurinn sé perla sem allir í Norð- lingaholti nýti og því fleiri sem komi í skóginn því betra. solveig@frettabladid.is BJÖRNSLUNDUR: FYRSTA ÚTIDEILD LEIKSKÓLA Á ÍSLANDI SKÓGURINN PASSAR BÖRNIN HALARÓFA Börnin á Rauðhól eru full tilhlökk- unar þegar þau rölta yfir í Björnslund frá leikskólanum sínum. Í SKÓGINUM Við húsið í Björnslundi er góður yfirbyggður pallur þar sem hægt er að leita skjóls. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR ER 79 ÁRA Í DAG „Ég vil að þegar menn hugsi til þessa lands þá sjái þeir fyrir sér hreint land og óspillt, hreint loft, heilnæman mat, mann- líf sem stendur á göml- um merg og veit um leið öll þau tíðindi sem skipta máli á hverjum tíma.“ Vigdís Finnbogadóttir var kjörinn forseti Íslands árið 1980 og gegndi því embætti til ársins 1996. Hún var fyrsta konan í heiminum sem kosin var þjóðhöfðingi í lýðræðislegum kosningum. MERKISATBURÐIR: 1683 Kristján V. konungur Dan- merkur, skrifar undir Dönsku lögbókina. 1687 Norsku lög Kristjáns V. lögtekin. 1785 Skálholtsskóli lagður niður og biskupsstóll flutt- ur til Reykjavíkur. 1803 Reykjavík verður sérstakt lögsagnarumdæmi. 1892 Fyrirtækið General Electric stofnað í Bandaríkjunum. 1955 Fyrsti McDonalds-veitinga- staðurinn opnar í Banda- ríkjunum. 1960 Heildverslunin Íslensk- Ameríska er stofnuð. 1967 Um 250 þúsund Banda- ríkjamenn mótmæla Víet- namstríðinu í New York. 1977 Jón L. Árnason verður Ís- landsmeistari í skák. Breska farþegaskipið Titanic var stærsta farþega- skip í heimi en í heildina átti skipið að geta tekið 3.547 farþega. Skipið var byggt samkvæmt nýj- ustu tækni á sínum tíma og var jafnvel talið að ekki væri hægt að sökkva því. Þægindin um borð voru öll hin glæsileg- ustu en meðal annars var sundlaug, æfingasalur og tyrkneskt bað í boði fyrir farþega fyrsta farrýmis og bókasafn og veggtenn- isvöllur voru einnig um borð. Svítur fyrsta farrým- is voru klæddar í hólf og gólf með útskornum viðarpanel og húsgögn og borðbúnaður af fín- ustu sort. Meðal farþega í þessari einu ferð voru margir af þekktum milljónamæringum þessa tíma eins og eigandi verslunarkeðjunnar Macy’s, Isidor Straus og kona hans Ida. Í jómfrúrferð Titanic frá Southampton í Bretlandi til New York, aðfaranótt 15. apríl fyrir 97 árum, rakst skipið á borgarísjaka og sökk. Stefnu skipsins hafði verið breytt örlít- ið til suðurs vegna viðvar- ana um hafís á siglinga- leiðinni undanfarna daga. Ekki komust þó allar við- varanirnar til skila þann 14. apríl. Rétt fyrir mið- nætti sást ísjaki beint fram undan og rakst skipið utan í hann og sökk á nokkrum klukkustundum. Alls fórust 1.517 manns þessa nótt en einungis voru til reiðu björgunarbátar fyrir 1.178 farþega. ÞETTA GERÐIST: 15. APRÍL ÁRIÐ 1912 Farþegaskipið Titanic sekkur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jóna Margrét Sigurðardóttir Brekkulandi 6, (Gili) Mosfellsbæ, lést á hjúkrunarheimilinu Eir, fimmtudaginn 9. apríl. Útförin auglýst síðar. Sigurdór Rafn Andrésson Sigurður Gunnar Andrésson Guðný Arnardóttir Andrés Guðni Andrésson Jenný Magnúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín og móðir, Björg Ólöf Bjarnadóttir Hafnargötu 28, Vogum, Vatnsleysuströnd, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, 8. apríl sl. Útförin verður auglýst síðar. Ragnar Óskarsson Þormar Elí Ragnarsson Hafsteinn Veigar Ragnarsson Ragna Sól Ragnarsdóttir Bjarni Birgir Fáfnisson Eiginmaður minn, faðir og afi, Friðrik Ferdinant Jakobsson Hinnerup, Danmörk, áður Brekkugötu 13, Akureyri, lést þriðjudaginn 7. apríl. Útför hans fór fram í Danmörku laugardaginn 11. apríl. Lilli Jakobsson Ingibjörg Friðriksdóttir Mikael Friðrik Húnfjörð Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, Ingibjörg Jónsdóttir, Dvalarheimilinu Grund, áður Álfheimum 3, lést að morgni 5. apríl. Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 17. apríl klukkan 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmann Sigurbjörnsson Kristín Aradóttir Rósa Jónsdóttir Sigursveinn Sigurðsson Hólmfríður Jónsdóttir Guðjón Rögnvaldsson Elskuleg sambýliskona mín, móðir, og systir, Anna Bryndís Árnadóttir Urðargili 9, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 12. apríl. Jón Árni Elísson Guðmundur Árni Þorvaldsson Gunnar Árnason Guðlaug Árnadóttir Jakob Árnason Edda Árnadóttir og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Jórunn Normann Frímannsdóttir Fossvegi 20, Siglufirði, lést þann 11. apríl sl. á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar. Útför hennar fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardag- inn 18. apríl kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kvenfélagið Von, Siglufirði. Guðni Leifur Gústafsson Jensína Ingibjörg Guðmundsdóttir Pálína Gústafsdóttir Sigtryggur Kristjánsson Frímann Jósef Gústafsson Halldóra Guðlaug Ragnarsdóttir Kjartan Gústafsson Ólöf Þorvaldsdóttir E. Ásgerður Gústafsdóttir Númi Jóhannsson Guðbrandur Sveinn Gústafsson Gunnjóna Jónsdóttir Marín Gústafsdóttir Leonardo C. Passaro Ívar Árnason barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. EINS OG TARSAN Í TRJÁNUM Börnin fá góða útrás fyrir hreyfiþörfina í skóginum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.