Fréttablaðið - 15.04.2009, Síða 34

Fréttablaðið - 15.04.2009, Síða 34
26 15. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR menning@frettabladid.is Breskir fjölmiðlar eru mikið fyrir að taka saman lista yfir allt og ekkert. Nú greinir The Guardian frá því að lag Pro- col Harum, A Whiter Shade of Pale, sé mest spilaða lagið á opinberum stöðum síðustu 75 árin þar í landi. Þetta er nið- urstaða lista sem BBC Radio 2 tók saman. Lagið sat í sex vikur samfleytt í efsta sæti breska vinsældalistans þegar það kom út árið 1967 og hefur síðan þá verið vinsælt til flutnings í bæði brúðkaupum og jarðarförum. Í öðru sæti á þessum for- vitnilega lista er Bohemi- an Rhapsody með Queen, lag sem margir hefðu kannski skotið á að tæki toppsæt- ið. Auk þess vekur talsverða athygli að ekkert Bítlalag kemst inn á topp tíu. Þess í stað eiga Wet Wet Wet og Bryan Adams lög á topp tíu. „Þetta er nú ekki það sem ég hefði getað gert mér í hug- arlund þegar ég samdi lagið og tók svo upp þessa frægu útgáfu með Procol Harum fyrir öllum þessum árum,“ sagði söngvarinn Gary Broo- ker í samtali við BBC. Procol Harum sívinsælir í Bretlandi ENN AÐ Procol Harum hefur notið mikilla vinsælda í fjóra áratugi. Hér sjást söngvarinn Gary Brooker og Geoff Whitehorn á tónleikum árið 2006. NORDICPHOTOS/GETTY 1. Procol Harum – A Whiter Shade of Pale 2. Queen – Bohemian Rhapsody 3. Everly Brothers – All I Have to Do Is Dream 4. Wet Wet Wet – Love is All Around 5. Bryan Adams – (Everything I Do) I Do It for You 6. Robbie Williams – Angels 7. Elvis Presley – All Shook Up 8. Abba – Dancing Queen 9. Perry Como – Magic Moments 10. Harry Lillis Crosby – White Christmas MEST SPILUÐU LÖGIN Á OPINBERUM VETT- VANGI Í BRETLANDI HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 15. apríl 2009 ➜ Fyrirlestrar 15.00 Njörður P. Njarðvík flytur fyr- irlestur um Dalai Lama á Háskólatorgi við Sæmundargötu 4, í stofu 102. Allir velkomnir. ➜ Myndlist Sex listamenn hafa opnað sýningar í START ART listamannahúsi við Laugaveg 12b; Lena Boel, Dagrún Matthíasdótt- ir, Sigurlín M. Grétarsdóttir, Joseph Henry Ritter, Ragnheiður Ragnars- dóttir og Margrét Jónsdóttir. Opið þri.-lau. kl. 13-17. Þrándur Þórarinsson hefur opnað sýningu við Laugaveg 51, þar sem hann sýnir olíu- málverk. Viðfangsefnin eru sótt í þjóðsögur og Íslend- ingasögur. Sýningin stendur í apríl og er opin daglega frá 13 til 17. ➜ Sýningar Sýningin „Ísland: Kvikmyndir“ stendur yfir í þjóðmenningar- húsinu við Hverfisgötu 15. Á sýningunni er dregin upp mynd af þróun kvikmyndagerðar á Íslandi á árabilinu 1904-2008. Einnig stendur þar yfir sýningin „Að spyrja náttúruna - saga Náttúrugripasafnsins“. ➜ Ljósmyndasýningar ➜ Tónleikar 20.00 Tónleikar verða í Gamla bóka- safninu, kaffi- og menningarhúss ungs fólks, við Mjósund 10 í Hafnarfirði. Fram kemur bandaríska hljómsveitin Animal Hospital ásamt My Summer as a Sal- vation Soldier og Pascal Pinon. Allir 16 ára og eldri velkomnir. 20.30 Léttsveitir Tónlistarskóla Seltjarnarness verða með tónleika á Kaffi Rosenberg við Klapparstíg. Á efnis- skránni verður dillandi djass-músík. Allir velkomnir. 21.00 Hljómsveitin Leaves leikur nýtt efni í bland við eldra á Sódómu Reykjavík við Tryggvagötu. Einnig mun koma fram hljómsveitin Króna. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Opnuð hefur verið sýning á ljósmynd- um Keiko Kurita í Skotinu á Ljósmynda- safni Reykjavíkur við Tryggvagötu 15. Opið virka daga kl. 12-19 og um helgar 13-17. Aðgangur ókeypis. í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu hefur verið opnuð sýning á ljósmyndum sem sýna börn við vinnu á sjó og á landi á árunum 1920-1950. Opið þri.- sun. kl. 11-17. Í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi við Gerðuberg 3-5, hefur verið opnuð sýning á ljósmyndum Cynziu D‘Am- brosi sem heitir „Myrkur sannleikur: Kolanámumenn í Kína“. Sýningin er opin virka daga kl. 11-17 og um helgar kl. 13-16. Bubbi Morthens leggur af stað í tónleikaferð um land- ið á morgun. Hann leikur á tíu stöðum á Norður- og Austurlandi á næstu vikum og í sumar fer hann á Vest- firðina. „Það er gríðarlega gaman að ferð- ast um landið og koma í þorpin, kirkjurnar og leikhúsin,“ segir Bubbi Morthens um tónleika- ferðalag sitt um landsbyggðina sem hefst í Dalvíkurkirkju annað kvöld, en hann heimsækir tíu staði á Norður- og Austurlandi fram til 3. maí. „Þegar líður á sumarið fer ég á Vestfirðina og á alla staðina í kringum Stór-Reykjavíkursvæð- ið svo sem Hellu, Hvolsvöll, Mýr- dalinn, Suðurnesin og fer þá mjög líklega aftur norður og austur,“ útskýrir Bubbi sem hefur í um þrjátíu ár heimsótt fólkið á lands- byggðinni með kassagítarinn að vopni. Spurður hvort einhver stað- ur sé í sérstöku uppáhaldi segist Bubbi halda mikið upp á Húsavík- urkirkju. „Það er gríðarlega spes að spila í Húsavíkurkirkju, en allir staðirnir eiga sinn sjarma og sína fegurð. Þetta er eitt það skemmti- legasta sem ég geri og þarna er ég að sinna landsbyggðinni, því þetta er landið mitt og fólkið sem hefur keypt tónlistina mína. Það er kannski ekki mikið upp úr þessu að hafa en þetta snýst ekki um það, heldur að vera í sambandi við fólk- ið sitt,“ bætir hann við. Aðspurður segir hann andrúms- loftið vera öðruvísi nú í breyttu þjóðfélagsástandi. „Ég held að landsbyggðin hafi átt við erfiðleika að stríða frá því löngu fyrir hrun, jafnvel meiri erfiðleika en margir gera sér grein fyrir, svo sem fólks- og fyrirtækjaflótta og kvóta. Hins vegar erum við núna að glíma við ástand í þjóðfélaginu sem mun líka hafa áhrif á landsbyggðina svo ég býst við að það verði einhvers konar stemning þarna hvernig svo sem hún verður, en ég býst við að hún verði jákvæð. Ég hef ekki hug- mynd um aðsókn og renni blint í sjóinn með að fara einn að spila með kassagítar, en ég ætla alla- vega að gera mitt besta og vonast auðvitað til þess að fólk komi og njóti góðra tónleika og kvöldstund- ar,“ segir Bubbi. Nánari dagskrá má sjá á bubbi.is en miðasala fer fram við innganginn á hverjum tónleikastað og á midi.is. alma@frettabladid.is BUBBI Á FERÐ UM LANDIÐ Á FERÐ OG FLUGI Bubbi heimsækir tíu staði á Norður- og Austurlandi fram í maí, en tónleikaferðalagi hans um landið lýkur í haust. MYND/UNNUR Kl. 21.00 Hljómsveitin Króna kemur fram á öðrum tónleikum sínum. Sveit- in leikur með Leaves á Sódómu Reykjavík. Króna er skipuð þeim Bigga úr Maus, Hjalta Jóni Sverr- issyni og Jón Vali Guðmundssyni. Hún spilaði í fyrsta sinn á Nokia on Ice-hátíðinni á dögunum og þótti gefa góð fyrirheit. Sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu Miðasala í síma 555 2222 og á midi.is 16.04 kl.21 Fimmtudagur 17.04 kl.21 Föstudagur 01.05 kl.21 Föstudagur 03.05 kl.21 Sunnudagur (takmarkaður sýningafjöldi) Fréttablaðið Miðasala í síma 555 2222 og á

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.