Fréttablaðið - 15.04.2009, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 15.04.2009, Blaðsíða 36
28 15. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is Fjölmiðlar hafa mikið velt því fyrir sér hvers konar húðflúr Lindsay Lohan hafi fengið sér eftir að upp úr slitnaði milli hennar og Samönthu Ronson. Nú hafa bandarískir fjölmiðlar upp- lýst, öllum til mikillar gleði, að Lindsay lét húðflúra á sig fræga setningu sem höfð var eftir Marilyn Monroe. Setning- in er á þessa leið: „Allir eru stjörnur og eiga rétt á því að skína.“ Lindsay hefur lengi verið aðdá- andi Monroe og var meðal annars mynd- uð í hlutverki hennar fyrir New York Mag- azine á síðasta ári. Nú er hins vegar að vona að örlög Linds- ay verði ekki jafn sorgleg. Lohan fékk sér Monroe HORFIR TIL MARI- LYN Lindsay Lohan lét húðflúra á sig fræga setningu sem höfð var eftir Marilyn Monroe. > SYNGUR UM SVIKIN Amy Winehouse hefur samið lag sem kallast The Ultimate Betrayal. Fjallar það um fregnir þess efnis að eiginmaður hennar eigi von á barni með annarri konu. „Amy hélt að þau myndu ná saman aftur en þessar fregn- ir fóru alveg með hana,“ sagði heimildarmaður The Sun. Dýraverndunarsamtök á borð við PETA eru ákaflega valdamikil í heimi hinna frægu og ríku. Svo valdamikil reyndar að stjörnurn- ar keppast við að lýsa því yfir að þær noti ekki dýraskinn í klæðn- aði sínum. Angelina Jolie sendi til að mynda frá sér yfirlýsingu nýverið þar sem hún tók skýrt fram að rússneska loðhúfan sem hún var með í kvikmyndinni Salt væri úr gerviefni. PETA-sam- tökin fögnuðu yfirlýsingunni og Jolie er nú í náðinni á þeim bænum. Engin skinn Pussycat Dolls-stjörnuna Nicole Scherzinger langar að syngja dúett með kærastanum sínum, ökuþórnum Lewis Hamilton. Nicole lýsti því nýverið yfir við fjölmiðla að Formúlu eitt-stjarn- an væri einn mesti aðdáandi sveitarinnar þótt víða væri leitað. Þau hafa verið par síðan 2007 og Nicole horfði meðal annars á unn- ustann vinna Formúluna í fyrra. Og til að bæta við rómantík- ina þá langar Nicole að taka upp lag með Hamilton þótt hún við- urkenni að hann þyrfti kannski aðeins að laga hjá sér sönginn. „Hann heldur að hann geti sung- ið og það er mín sök. Við endum örugglega saman í hljóðveri og það væri bara frábært,“ segir Nicole en skötuhjúin þurfa að vera fjarri hvort öðru svo dögum og mánuðum skiptir vegna vinn- unnar. „Honum finnst gaman að koma mér á óvart og kemur stundum óvænt á tónleika. Hann kann textann við Don‘t Cha og ef við myndum syngja saman yrði það alveg ótrúlega skemmtilegt.“ Langar að syngja dúett SAMHENT Pussycat Dolls-stjarnan og Formúlu eitt-ökuþórinn eru samhent og eiga kannski eftir að syngja saman. NORDICPHOTOS/GETTY Robyn Gibson, eiginkona Mel Gibson, hefur sótt um skilnað við hann eftir 28 ára hjónaband. Gibson-hjónin hafa ekki búið saman í þrjú ár eða frá því leik- arinn og leikstjórinn var handtekinn fyrir ölvunarakstur í Malibu. Í skjöl- um sem Robyn lagði fyrir dómara kemur fram að ástæðan sé óleysan- legur ágreiningur. Skilnaðurinn gæti hugsanlega orðið sá dýrasti í sögu Hollywood enda Gibs- on einn valdamesti maður kvikmyndaborgarinnar og hefur aflað ófárra milljóna með myndum sínum. Gibson var myndaður með ónafngreindri konu á Kostaríka fyrir nokkru og fjölmiðlar í Banda- ríkjunum gera því skóna að beiðni eig- inkonunnar sé því engin tilviljun. Þau hjónin sendu frá sér yfirlýsingu vegna skilnaðarins þar sem fram kom að þau hefðu ætíð reynt að halda einkalífi sínu utan kastljóss fjölmiðlanna og að þau vonuðust til að þau gætu það áfram. Ekki er víst að Robyn og Mel verði að ósk sinni enda er um gríðarleg auðæfi að ræða. Mel á húseignir um allan heim og þénaði yfir 270 milljónir punda, 47 milljarða, á kvikmynd sinni, The Pass- ion of Christ, en hún kostaði einungis fjóra milljarða í framleiðslu. Robyn og Mel eiga fimm uppkomin börn og níu ára strák sem þau hyggjast sækja um sam- eiginlegt forræði yfir. - fgg Rándýr skilnaður hjá Mel Gibson SKILINN Mel Gibson sækir ef til Ísland aftur heim til að jafna sig á skilnaði við eiginkonu sína, Robyn Gibson. NORDICPHOTOS/GETTY Bandaríska goðsögnin Phil Spector var fundinn sekur um morð á leikkonunni og fyrirsætunni Lönu Clark- son. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Kviðdómendur komust að sam- dóma áliti á mánudagskvöldið en þetta er í annað sinn sem Spect- or fer fyrir rétt vegna málsins. Kviðdómur komst ekki að niður- stöðu í málinu árið 2007. Spector lýsti yfir sakleysi sínu en kvið- dómur var á einu máli; Spector hefði átt sök á andláti Clarkson. Phil verður látinn sitja í varð- haldi til 29. maí. Phil Spector var brautryðjandi í upptökustjórnun og þekktastur fyrir Wall of Sound-hljóðtækni sína. Hún kom honum þó ekki til bjargar að þessu sinni. Lögfræð- ingur Spector‘s, Doron Weinberg, útilokaði ekki að þeir myndu áfrýja dómnum til hæstaréttar. „Okkur finnst ekki að réttlæt- ið hafi sigrað í dag,“ sagði Wein- berg í samtali við fjölmiðla eftir að dómurinn hafði fallið. Hann hrósaði þó kviðdómi fyrir störf sín og sagði þá hafa sinnt sínu starfi af heiðarleika. „Þeir voru hins vegar mengaðir af óviður- kvæmilegum og fordómafull- um sönnunargögnum sem litaði þeirra niðurstöðu,“ bætti Wein- berg við. Lana og Phil hittust 3. febrú- ar árið 2003 á skemmtistaðnum Hollywood House of Blues þar sem Lana vann sem veislustjóri. Phil bauð Lönu upp á drykk heima hjá sér sem Lana þáði með þökk- um. Að morgni 4. febrúar var lögreglan kölluð til og þar fannst Lana látin, með skotsár á höfði. Spector hefur ætíð haldið því fram að Lana hafi verið að leika sér með byssuna, hún hafi verið að „kyssa“ skotvopnið þegar ban- vænt skot hljóp af fyrir slysni. freyrgigja@frettabladid.is PHIL SPECTOR SEKUR FUNDINN SEKUR UM MORÐ Wall of Sound-snillingurinn Phil Spector hefur verið fundinn sekur um morðið á Lönu Clarkson. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. NORDICPHOTOS/GETTY MUN LÍKLEGA ÁFRÝJA Phil Spector mun að líkindum áfrýja lífstíðarfangelsisdómi sínum. Veist þú hvað er í boði hér heima? Laugardaginn 18.apríl Allir viðburðir ókeypis eða á kostnaðarverði! www.ferdafagnadur.is Hugmynd atorg fyrir ferð aþjónustu na - fimmtu dag og fö studag k l. 15 - 18 á Höfuðb orgarstof u, Aðalstr æti 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.