Fréttablaðið - 15.04.2009, Side 42
34 15. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR
KÖRFUBOLTI KR-ingar urðu Íslands-
meistarar annan í páskum eftir
84-83 sigur á Grindavík í odda-
leik fyrir troðfullu húsi. Það hefur
gengið á ýmsu í vetur og það var
allt annað en auðvelt fyrir Bene-
dikt Guðmundsson að þjálfa liðið
sem flestir spáðu að myndi vinna
alla titla í boði og jafnvel alla leik-
ina. Honum tókst hins vegar að
vinna sinn annan Íslandsmeistara-
titil á tveimur árum og varð fyrsti
KR-þjálfarinn til þess að gera það
síðan KR vann undir stjórn Gor-
dons Godfrey 1967 og 1968.
„Það var svakaleg pressa á lið-
inu og mikið látið með liðið. Maður
barðist við það allan veturinn að
passa að þetta næði ekki inn til
hópsins en svo náði þetta inn í hóp-
inn á endanum,“ sagði Benedikt.
Orðnir skíthræddir við að tapa
KR lenti í því að tapa afar óvænt
fyrir Stjörnunni í bikarúrslita-
leiknum og sá leikur sat í mönnum.
„Maður sá þetta gerast í bikarúr-
slitaleiknum þegar menn töldu sig
eiga eitthvað í hendi. Þegar fór á
líða á leikinn þá voru menn orðn-
ir skíthræddir um að tapa. Maður
var farin að sjá það sama gerast í
úrslitaseríunni á móti Grindavík.
Þá sá maður það svart á hvítu að
þetta var orðið andlegt vandamál
sem þurfti að leysa,“ sagði Bene-
dikt.
Jón Arnór Stefánsson talaði um
það að Benedikt hefði sýnt á sér
nýjar hliðar þegar KR liðið var
komið 1-2 undir í úrslitaeinvíginu
og næsti leikur átti að fara fram
í eina húsinu sem liðið hafði ekki
unnið leik í í vetur. En hvað gerði
hann?
„Ég held að það sé algjör óþarfi
að opinbera það því það á heima
innan liðsins. Sem betur fer tókst
það mjög vel. Maður þurfti að fara
ótroðnar slóðir og maður var bara
meira eða minna í KR-heimilinu
eftir leik þrjú. Maður var að funda
með mönnum og fara yfir hluti. Ég
get ekki sagt að ég hafi eytt páska-
degi mikið með fjölskyldunni,“
segir Benedikt.
„Ég var aldrei hræddur um að
við gætum ekki snúið þessu við.
Við fórum bara að eyða minni
tíma inn í sal en þess í stað talaði
ég meira og ræddi meira málin
við leikmennina,“ sagði Benedikt
en hann fékk líka góða hjálp frá
góðum KR-ingi sem hann vill þó
ekki nefna á nafn. „Strax eftir leik
þrjú þá settumst við Ingi Þór niður
með góðum KR-ingi og ræddum
málin. Ég held að hann vilji vera
huldumaður áfram.“
Það mátti heyra á Benedikt eftir
að titillinn væri í höfn yrði hann
ekki áfram með liðið.
„Ég var búinn að tilkynna leik-
mönnum og nánustu aðilum þetta
fyrir úrslitakeppnina að ég fyndi
það að þeir þyrftu að fá eitthvað
nýtt og ferskt,“ segir Benedikt en
flestir KR-ingar eru ekki á sama
máli.
Beðinn um að halda áfram
„Það hafa margir beðið mann um
að endurskoða þetta. Ég er enn þá
á þeirri skoðun að bæði leikmenn
og klúbburinn þurfi eitthvað nýtt
og ferskt. Ég tel þetta vera best
fyrir KR,“ segir Benedikt. Hann
á samt enn eitt ár eftir af samn-
ingi sínum.
„Ég er ekki að biðja um að menn
séu að eltast við mig eða að ég finni
að menn vilji hafa mig. Ef þessi
sería hefði tapast þá væri öllum
sama í dag en fyrst hún vannst þá
vilja einhverji halda manni,“ segir
Benedikt.
Honum finnst enn mjög gaman
að þjálfa liðið. „Ég hef haft mikla
ánægju af því að þjálfa KR og vissi
alveg að hverju ég gekk þegar ég
kom aftur. Ég hef gaman af að vera
með lið sem allir hafa skoðanir á.
Eftir að KRTV byrjaði þá er fólk
í Papey og fleiri stöðum farið að
hafa skoðanir á KR,“ segir Bene-
dikt í léttum dúr.
Verður erfitt að toppa þetta
Benedikt gerir sér grein fyrir því
að þetta tímabil verði í minnum
haft um ókomin ár.
„Það verður erfitt að toppa
þetta. Menn voru að tala um að við
gætum hugsanlega farið taplausir
í gegnum þetta en mér fannst frá-
leitt að tala um það. Mér fannst
mikið breytast þegar Nick Brad-
ford kom til Grindavíkur. Þá fannst
mér vera komin tvö yfirburðalið
í staðinn fyrir eitt sem var sér-
flokki. Hann breytti gríðarlega
miklu fyrir Grindavík og kom með
svo flott hugarfar inn í Grindavík-
urliðið,“ segir Benedikt.
Benedikt var að vinna með
stráka í liðinu, sem hann hafði,
suma hverja, þjálfað fyrir meira
en áratug. „Maður getur sagt
að maður hafi byrjað að leggja
í púkkið fyrir þessum titli fyrir
langa, langa löngu. Það er þvílíkt
ánægjulegt að taka stærsta titilinn
hér á landi með þessum guttum,“
segir Benedikt.
Fleiri spurningarmerki
„Það er alltaf verið að skjóta á
okkur að við höfum keypt Jón og
Jakob heim og sumir voga sér að
halda því fram að við höfum verið
að kaupa titil. Þetta á að opna
augun hjá mönnum fyrir unglinga-
starfinu hjá sínum félögum. Menn
njóta þess kannski ekki alveg
strax en örugglega eftir einhver
ár,“ segir Benedikt.
„Það eru fleiri spurningarmerki
en með mig. Það eina sem er pott-
þétt er að Jón verður hjá einhverju
stórliði í Evrópu eða kemur sér inn
í NBA aftur,“ segir Benedikt.
„Það besta við að vinna þetta
núna er að gera það með alla þessa
KR-inga. Það gerir þetta einstakt
fyrir okkur. Það skipti líka máli
að vera með Inga Þór með mér en
hann er búinn að leggja þvílíkt í
þennan klúbb bæði sem þjálfari og
í öllu öðru. Þetta verður því ekkert
sætara,“ sagði Benedikt að lokum.
ooj@frettabladid.is
Ég tel þetta vera best fyrir KR-liðið
Benedikt Guðmundsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun um að hætta með liðið en KR-ingar
vilja örugglega halda þjálfaranum sem varð í fyrrakvöld sá fyrsti í rúm fjörutíu ár til að gera KR-liðið tvisvar að Íslandsmeisturum.
ÞRJÚ TÍMABIL MEÐ KR Benedikt Guðmundsson hefur stjórnað KR í 91 leik á Íslands-
móti undanfarin þrjú tímabil og liðið hefur unnið 72 þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓTBOLTI Fjórðungsúrslitum Meist-
aradeildar Evrópu lýkur í kvöld
með tveimur leikjum. Manchester
United mætir í heimsókn til Porto
í Portúgal og þá tekur Arsenal á
móti Villarreal á heimavelli.
United á ærið verkefni fyrir
höndum eftir að fyrri leik liðanna
á Old Trafford lauk með jafntefli,
2-2. Það er þó bót í máli að Alex
Ferguson, stjóri United, getur
notað Rio Ferdinand í leiknum í
kvöld en hann missti af þeim fyrri
vegna meiðsla.
„Rio er klár og byrjar á morg-
un,“ sagði Ferguson á blaðamanna-
fundi í gær. „Það skiptir ávallt
miklu máli að hafa hann í byrjun-
arliðinu,“ bætti hann við.
Darren Fletcher verður hins
vegar ekki í hópnum hjá Unit-
ed vegna meiðsla sem hann varð
fyrir í fyrri leik liðanna í síðustu
viku.
Ferguson sagði að hann nyti sín
vel í stórum leikjum eins og þess-
um þar sem mikið er undir.
„Það er frábært að fá að taka
þátt í leikjum eins og þessum,“
sagði Ferguson. „Porto hefur yfir-
höndina í einvíginu en við getum
vel snúið þessu okkur í hag.“
Jesualdo Ferreira, þjálfari
Porto, verður í banni í leiknum í
kvöld vegna framkomu sinnar í
fyrri leik liðanna.
Arsenal er í ágætri stöðu eftir 1-
1 jafntefli í fyrri leik liðanna sem
fór fram á Spáni. Arsene Wenger,
stjóri liðsins, telur að leikmenn
séu tilbúnir til að sýna hvað í þeim
býr.
„Liðið hefur sýnt mikinn and-
legan styrk í gegnum allt tímabil-
ið og leikmenn fá nú tækifæri til
að sýna fram á þann styrk,“ sagði
Wenger.
„Ég tel að leikmenn búi yfir
þeirri ákveðni og hungri sem til
þarf og það dylst engum að hæfi-
leikarnir eru til staðar. Hver ein-
asti leikur er eins og prófraun
fyrir liðið.“
„Það sem hefur aukið mitt
sjálfstraust fyrir þennan leik er
að í hvert sinn sem líkurnar hafa
ekki verið okkur í hag hefur leik-
mönnum tekist að sýna góð og
sterk viðbrögð.“
Arsenal verður þó án þeirra
Johans Djourou og Gaels Clichy
í leiknum en þeir eiga báðir við
meiðsli að stríða.
- esá
Fjórðungsúrslit Meistaradeildarinnar klárast í kvöld:
Prófraun í Portúgal
Á ÆFINGU Federico Macheda og John O‘Shea á æfingu í Portúgal í gær.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES