Morgunblaðið - 28.10.2008, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 28.10.2008, Qupperneq 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2008 Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is SÉRSTAKRI neyðaraðstoð hefur verið komið á laggirnar í Óðinsvéum fyrir Íslendinga sem eiga í örðug- leikum vegna fjármálakrepp- unnar á Íslandi. Aðstoðin er til húsa hjá Hjálp- ræðishernum í bænum en þar er m.a. hægt að fá gjafakort í mat- vöruverslanir og jafnvel aðstoð vegna húsaleigu og greiðslu annarra reikinga. Að sögn Aðalheiðar Úlfarsdóttur, sem er í stjórn Íslendingafélagsins í Óðinsvéum, voru það hin danska Bodil Nörgaard og bæjarstjórnar- fulltrúinn Karsten Kjærby sem áttu frumkvæðið að því að koma neyðar- aðstoðinni á. „Bodil heyrði af erfið- leikum Íslendinga í útvarpinu og vildi gjarnan koma þeim til hjálpar og hafði samband við okkur. Hún hefur unnið mikið við slíkt hjálpar- starf og veit því hvernig hægt er að sækja um styrki og fá aðstoð frá fyr- irtækjum og einstaklingum.“ Finna fyrir samúð Dana Aðalheiður segir fjölda Dana hafa haft samband í því skyni að leggja sitt af mörkum. „Fólk hringir og vill fá upplýsingar um hvar það getur lagt inn peninga til að aðstoða og einn maður bauð fram herbergi fyrir einstakling eða fjölskyldu sem gæti ekki borgað húsaleiguna. Hann tók m.a.s. fram að það væri pláss fyrir tólf manns í kringum matarborðið sitt svo það ætti að vera nægt rými. Við finnum virkilega fyrir því að Danir hafa mikla samúð með okkur við þessar aðstæður.“ Hún segir ákaflega misjafnt hversu illa erfiðleikar við milli- færslur hafi komið við Íslendinga í Óðinsvéum. „Vissulega eru margir orðnir peningalausir enda hafa ekki allir getað flutt námslánin sín hingað út. En ég hef líka á tilfinningunni að margir vilji bíða vegna þess hversu gengið sé óhagstætt. Ég hugsa að við förum ekki að finna virkilega fyrir þessu fyrr en um mánaðamótin, þeg- ar fólk þarf að standa skil á reikn- ingum og fleira.“ Þeim sem vilja nýta sér aðstoðina er bent á að hafa samband við Hjálp- ræðisherinn í Óðinsvéum en Aðal- heiður segir að aðstoðin sé þó ekki beinlínis á þeirra vegum, heldur hafi henni verið fundinn þar staður. Gjafakortum fyrir mat verður þar útdeilt á mánudögum, miðvikudög- um og föstudögum aðra hverja viku og er gert ráð fyrir að seinna meir bjóðist aðstoð við greiðslu húsaleigu og annarra reikninga. Þá hefur íshokkífélag Óðinsvéa, Odense Bulldogs, boðið Íslendingum ókeypis á heimaleik félagsins í kvöld, sem „plástur á sárið“, eins og það er orðað í fréttatilkynningu. Þurfa Ís- lendingar aðeins að vísa vegabréfi sínu eða öðrum skilríkjum við inn- ganginn til að sleppa við að borga að- gangseyrinn. Frumkvæði að hjálpinni kom frá Dönum sem vilja hjálpa Neyðaraðstoð fyrir Íslendinga í Óðinsvéum Aðstoð Sumir Íslendingar í Óðins- véum eru orðnir peningalausir. Aðalheiður Úlfarsdóttir EKKI hefur verið gengið frá yf- irtöku ríkisins og Reykjavík- urborgar á byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss við Austurhöfn- ina í Reykjavík. Verið er að leita leiða til að draga úr fram- kvæmdum á meðan málið er í óvissu. Eignarhaldsfélagið Portus tók upp viðræður við Austurhöfn-TR um það hvernig ríkið og borgin gætu tekið við framkvæmdum við tónlistarhúsið til þess að koma í veg fyrir að framkvæmdir stöðv- uðust. Eigendur Portuss, Lands- bankinn og Nýsir, eiga í fjárhags- erfiðleikum. Helgi S. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Portuss, segir að niðurstaða sé ekki fengin. Þegar þrengingarnar byrjuðu var samið við aðalverktaka bygg- ingarinnar, ÍAV, um að hætta að vinna á vöktum á nóttunni. Helgi segir að áfram sé leitað leiða til að draga úr framkvæmdum á meðan á þessari óvissu standi. helgi@mbl.is Dregið úr fram- kvæmdum Enn rætt um yfirtöku ríkisins Morgunblaðið/RAX Tónlist Bygging tónlistarhúss við höfnina er um það bil hálfnuð. www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Sparifatnaður frá Silbor str. 38-56 MYND Bæjarhraun 26, Hafnarfirði s. 565 4207 www.ljosmynd.is Mynd - ljósmyndastofa í 25 ár Tilboð á myndatökum í október Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mánud.-föstud. 10-18 Opið í Bæjarlind laugard. 10-16 Opið í Eddufelli laugard. 10-14 Nýtt Nýtt Svartar stuttkápur Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 20% afsláttur til 1. nóv. Af völdum stöndum HAUST- FATNAÐUR Laugavegi 63 • S: 551 4422 SKOÐIÐ SÝNISHORN Á LAXDAL.IS VEL hefur gengið að bora eftir heitu vatni á Krossnesi í Árnes- hreppi á Ströndum. Komin er 90 metra djúp borhola sem mun sjá 4-5 fjölskyldum auk fjölda húsa í eigu hreppsins fyrir heitu vatni. Vatnið er 64,8 gráða heitt og rennslið 14 sekúndulítrar. „Þetta breytir svo miklu fyrir fólk. Þetta er ekki bara ódýrara heldur eru mikil lífsþægindi af því að vera með heitt vatn frekar en rafmagn,“ segir Haukur Jóhann- esson, jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum. Markmið borunarinnar var að ná inn heitu vatni fyrir byggðina og leggja hitaveitu fyrir nálæga bæi og kaupfélagið en húsin voru að mestu leyti hituð upp með rafmagni áður. ylfa@mbl.is Borun gengur vel á Ströndum Ljósmynd/Jón G. Guðjónsson Bor Jarðborinn Klaki og starfsmenn hans að störfum á Krossnesi. STJÓRN Tannlæknafélags Ís- lands hyggst mælast til þess að félagsmenn veiti upplýsingar um greiðsluþátttöku almennings í tannlækningum. „Hver og einn mun þá veita að- gang að sínu tölvukerfi og upp- lýsingarnar verða dulkóðaðar,“ segir Ingibjörg Sara Benedikts- dóttir, formaður félags tann- lækna. Pétur Blöndal, formaður nefnd- ar um breytta greiðsluþátttöku almennings vegna heilbrigðis- þjónustu, hefur óskað eftir upp- lýsingunum vegna mögulegrar þátttöku tannlækna í nýju greiðslukerfi. Upplýsi um tannviðgerðir Anna er lektor Í kynningu á viðtali við Önnu Sigríði Ólafsdóttur er birtist sl. sunnudag var hún ranglega kynnt prófessor. Hið rétta er að dr. Anna Sigríður Ólafsdóttir er lektor í næringarfræði á menntavísindasviði Háskóla Ís- lands. Beðist er velvirðingar á þessu mishermi. LEIÐRÉTT VERÐHÆKKANIR á korni eru að ganga til baka og Danir sjá nú fram á lægra verð á matvælum, að því er segir á fréttavef Jyllands- Posten. Sérfræðingur við stofn- unina Fødevareøkonimisk Institut reiknaði út þróun matvælaverðs fyrir blaðið BT og gerir hann ráð fyrir 8 til 10 prósenta verðlækkun á matvælum í Danmörku á næst- unni. Eiríkur Blöndal, framkvæmda- stjóri Bændasamtakanna, segir svigrúm til að lækka verð á bú- vöru lækki verð á fóðurkorni og olíu talsvert frá því sem nú er. „Það er hins vegar spurning hvort gengisskráningin leyfi að þessi áhrif komi hingað,“ segir framkvæmdastjórinn. ingibjorg@mbl.is Svigrúm til að lækka verð á mat

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.