Morgunblaðið - 28.10.2008, Side 14
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2008
FRÉTTASKÝRING
Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur
gag@mbl.is
RÉTT tæplega 450 af nemendum 2.
bekkjar grunnskóla Reykjavík-
urborgar á vorönn 2008 mældust
þurfa á stuðningi í lestri að halda.
Þetta er niðurstaða skýrslu mennta-
sviðs borgarinnar. 35 skólar borg-
arinnar tóku þátt í könnuninni. Í sex
skólum skildi helmingurinn eða færri
bekkjarsystkina það sem þau lásu.
Árangur könnunarinnar hefur
samt sem áður ekki verið betri í
mörg ár, en 67 prósent barnanna
teljast skilja það sem þau lesa.
Hins vegar er munur milli skóla
borgarinnar mikill. Þriðjungur þarf
aðstoð við lesturinn og dreifist hóp-
urinn misjafnlega milli skóla, allt frá
11 prósentum og upp í 66 prósent
barnanna í sama bekk geta ekki lesið
sér til gangs. Í skólanum sem kemur
lakast út þurfa 58 prósent barnanna
á sérstökum stuðningi í lestri að
halda.
Ekki er gefið upp í skýrslunni
hvaða skólar skora hæst eða lægst.
En hins vegar má sjá að nemendur í
þjónustuhverfi Miðborgar og Hlíða
mældust að jafnaði bestir í lestri, en
börn í Breiðholti og Grafarvogi
mældust með lakastan árangur.
Þorgerður Diðriksdóttir, formað-
ur Kennarafélags Reykjavíkur og
kennari í Grandaskóla, segir ýmsar
og flóknar ástæður fyrir því að lest-
urinn sé svona misjafn milli skólanna
en vill ekki draga þær fram. Hins
vegar segir hún að markviss læs-
isverkefni, sérstaklega í þeim skól-
um sem þar sem læsi mætti vera
betra, hafi verið lögð fyrir börnin.
„Bæði verður gaman og fróðlegt að
fylgjast með því hvort þau átök sem
eru í gangi verði til þess að bæta lest-
urinn. Þá verður hægt að þróa nýjar
aðferðir eða ýta undir þær gömlu
sem virka vel við lestrarkennslu.“
Björk Einisdóttir, framkvæmda-
stjóri Heimilis og skóla, lands-
samtaka foreldra, segir foreldra vita
að aðstæður milli skólanna séu mis-
munandi. „Við foreldrar vildum
gjarna sjá ástandið kannað svo hægt
sé að komast að raun um hvað sé í
gangi og hvort hægt er að gera bet-
ur,“ segir hún. Hins vegar sé nið-
urstaðan ekki áhyggjunefni, því
hvert foreldri geti haft áhrif á lestr-
arárangur barns síns.
„Foreldrar þurfa að lesa með
börnum sínum og tala við þau um líf-
ið og tilveruna, umhverfið og náttúr-
una. Það skiptir máli varðandi les-
skilning. Við höfum nefnilega svo
mikið um námsárangur barnanna
okkar að segja,“ segir hún.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
STOFNAÐ hefur verið áhuga-
mannafélag um bættar samgöngur
um Mýrdal, jarðgöng gegnum Reyn-
isfjall og sjóvarnagarða við Vík. Fé-
lagið heitir Betri byggð og gerðust
65 félagar á stofnfundi. „Ég geri mér
grein fyrir því að göng verða ekki
boruð við núverandi aðstæður en það
verður að tryggja pláss fyrir veginn
þegar þau koma,“ segir Jóhannes
Kristjánsson, talsmaður félagsins.
Hugmyndin er fengin að láni hjá
áhugamannafélögum sem berjast
fyrir bættum samgöngum, eins og
Vinum Hellisheiðar. Jóhannes segir
þó að grein í héraðsfréttablaðinu
Glugganum um ágang sjávar í Vík
hafi ýtt þeim af stað. Þar hafi Sveinn
Pálsson sveitarstjóri vitnað til
skýrslu Siglingastofnunar um að
ekkert lægi á að laga landbrotið. Jó-
hannes telur að grípa þurfi strax til
ráðstafana í Víkurfjöru, að minnsta
kosti til bráðabirgða, annars verði
ekkert svæði eftir til að hefta sand-
fok og taka við sandinum sem fýkur
úr fjörunni. „Þetta fer upp úr fjör-
unni og þegar göngin koma í gegn
um Reynisfjall verður ekkert pláss
fyrir veg þarna, nema þræða hann í
gegn um íþróttavöllinn,“ segir Jó-
hannes og nefnir annan slæman val-
kost, það er að byggður verði mikill
sjóvarnargarður og vegurinn lagður
ofan á hann. Það hugnast íbúunum
ekki frekar, þeir vilja ekki að gert sé
neitt sem skemmir útsýnið yfir hafið
eða til Reynisdranga.
Hættulegur kafli
Við undirbúning nýs aðalskipu-
lags fyrir Mýrdalshrepp kom upp
ágreiningur um framtíðarlegu
hringvegarins um Reynishverfi og
Vík, hvort hann ætti að fara um jarð-
göng í gegnum Reynisfjall og sjáv-
armegin við Víkurþorp eða hvort
endurbæta ætti núverandi veg um
Reynisfjall. Meirihluti fulltrúa í
skipulags- og byggingarnefnd sam-
þykkti gangaleiðina og var sú nið-
urstaða samþykkt af sveitarstjórn.
Nú er beðið eftir tillögum Vegagerð-
arinnar.
Það er eitt af baráttumálum Betri
byggðar að ljúka skipulagsvinnunni
svo hægt sé að koma veginum inn á
samgönguáætlun. „Ég held ég geti
fullyrt að þorri íbúa í hreppnum vill
þessar samgöngubætur. Vegurinn
úr Reynisfjalli og yfir Gatnabrún er
meðal hættulegustu kafla hringveg-
arins og beygjan við Gatnabrún er
talin sú sjötta hættulegasta,“ segir
Jóhannes. Hann segir að vegurinn
frá Litla-Hvammi að Vík beri ekki
núverandi umferð og slæmt sé að
láta hringveginn liggja í gegn um
kauptúnið, þar sem hámarkshraðinn
er takmarkaður við 30 kílómetra.
„Menn hafa verið að þvæla málinu
og reyna að drepa því á dreif, þeir
sem hafa áhuga á öðru vegstæði. Við
ætlum að ýta á eftir þessu með kjafti
og klóm,“ segir Jóhannes.
Verður að
tryggja pláss
fyrir veginn
Félag um bættar samgöngur í Mýrdal
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Stofnfundur Um sjötíu íbúar mættu á stofnfund félagsins Betri byggðar í
Vík. Félagið berst fyrir göngum um Reynisfjall og vegi sunnan kauptúnsins.
Í HNOTSKURN
»Betri byggð styður nýjaveglínu hringvegar sunn-
an Víkurþorps, um jarðgöng í
Reynisfjalli, yfir mýrarnar
norðan náttúruminjasvæðis í
Reynishverfi og gegnum
Geitafjall.
»Félagið skorar á sveitar-stjórn og yfirvöld sjó-
varnamála að hindra strax
frekara landbrot af völdum
sjávar í Vík með grjótvörn á
melvarnargarðinn í fjöruborð-
inu sunnan kauptúnsins.
„VIÐ erum hænufetinu betri í lestri en í fyrra. Á meðan okkur miðar áfram
erum við sátt,“ segir Ragnar Þorsteinsson fræðslustjóri Reykjavíkur-
borgar, en nokkur ár eru síðan eins góður lestrarárangur mældist í 2. bekk
í grunnskólum borgairnnar. „Við getum ekki sagt að einn skólinn sé alltaf
með toppárangur og annar í botnsæti. Einn skólinn getur hafa sýnt fínan
árangur fyrir tveimur árum en ekki eins góðan núna. Við vinnum því ár-
lega með hverjum skóla.“ Ragnar segir borgina í þriggja ára lestrarátaki.
Ár sé liðið og því sé betri árangur nú fagnaðarefni. „Við erum með viðbót-
arkennslustund í grunnskólum borgarinnar í öðrum til fjórða bekk og
kennum því einni klukkustund lengur hvern dag en grunnskólalög gera
ráð fyrir. Börnin klára því mest af heimanáminu áður en þau fara heim.
Hins vegar á það ekki við um lestur, því við viljum að börn lesi fyrir for-
eldrana. Lestur er eins mikilvægur og að labba. Það er ekkert flóknara.“
Árangur lestrarátaks
Morgunblaðið/Valdís Thor
Bekkirnir misgóðir
Mikill munur á lestrargetu milli grunnskóla borgarinnar
Bekkur þar sem 11 prósent barna skildu hvað þau lásu
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl
ÓVEÐRIÐ sem gekk yfir norðaust-
urhluta landsins um helgina er í
flokki verstu vestan- og norðvestan-
veðra sem ganga yfir á þessum slóð-
um, að sögn Trausta Jónssonar veð-
urfræðings. Slík veður gerir aðeins á
nokkurra ára fresti.
Sem dæmi má nefna, að 10 mín-
útna meðalvindur mældist 41 metri á
sekúndu á Rauðanúpi nyrst á Mel-
rakkasléttu á miðnætti á föstudags-
kvöld. Vindurinn fór yfir 30 metra á
sekúndu bæði í Flatey á Skjálfanda
og Mánárbakka á Tjörnesi.
Miðað við veðurhaminn má þakka
fyrir að ekki varð meira tjón á mann-
virkjum en raun ber vitni. Segir
Trausti að það megi þakka því, að
veðrið náði skammt inn á landið.
Talsvert tjón varð á hafnarmann-
virkjum á Húsavík af völdum brims,
eins og fram hefur komið í fréttum.
Þetta er einmitt sá árstími þegar
hætta er á miklu brimi vegna þess
hve hafís er langt frá landi. Brimið
bar mikið af grjóti og þara á land, til
dæmis á Melrakkasléttu.
Tvær lægðarmiðjur voru í sama
veðurkerfinu sem gekk yfir landið
um helgina. Seinni lægðarmiðjan var
um 938 millimetra djúp. Dýpsta
lægð sem mælst hefur yfir landinu
var um 920 millibör.
Með alverstu veðrum
Ljósmynd/Sigurjón Jósepsson
Grjótburður Þannig var umhorfs við Nýhöfn á Melrakkasléttu eftir óveðrið.
Heppni að ekki varð meira tjón í óveðrinu um helgina
Meðalvindhraði á Rauðanúpi mældist 41 metri á sekúndu