Morgunblaðið - 28.10.2008, Qupperneq 19
Daglegt líf 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2008
Morgunblaðið/RAX
Í Afríku Það er í mörg horn að líta hjá Friðriki Pálssyni og Birni Erikssyni þegar verið er að leggja lokahönd á heimsálmuna. Þeir eru að taka upp útskorin
Afríkudýr til að setja nálægt „strákofanum“ í Afríkusvítunni. Eftir það verður hægt að ferðast til Afríku í Rangárvallasýslu.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
V
innu er að ljúka við enn
eina viðbygginguna á
Hótel Rangá. Nýr mat-
salur hefur verið opn-
aður, bar og fund-
araðstaða og ný gistiálma að verða
tilbúin. Þar eru heimsálfusvíturnar
sem teknar verða í notkun á næstu
dögum og vikum.
Björn Eriksson hótelstjóri átti
hugmyndina að heimsálfunum og
hefur unnið baki brotni að því að ná í
viðeigandi byggingarefni, innrétt-
ingar og hugmyndir að skreyt-
ingum. Svíturnar eru klæddar með
við eða steini frá álfunum og hús-
gögn og skreytingar eru þaðan.
Hann segir mikilvægt við upp-
byggingu lúxus sveitahótels að
tengja saman náttúruna og einstaka
aðstöðu. „Það gerum við með heims-
álfunum. Við vorum mest að hugsa
um Íslendinga sem ferðast mikið.
Hér yrði hægt að ferðast um heim-
inn án þess að fara úr landi, ef svo
má að orði komast,“ segir Björn.
Sjö heimsálfur
Í upphafi var ákveðið að innrétta
svítur tileinkaðar Asíu, Afríku, Ástr-
alíu og Norður- og Suður Ameríku.
Síðar var Suðurheimskautslandinu
bætt við. Björn segir að ekki hafi
verið ætlunin að hafa Evrópusvítu
þar sem erfitt hafi verið að velja
hvaða menningarsvæði ætti að taka
fyrir en að lokum verið ákveðið að
gera Ísland í síðustu svítunni, sem
fulltrúa fyrir Evrópu. „Það lokaði
verkefninu,“ segir Björn.
„Þetta hefur verið áhugavert. Ég
hef komst í samband við margt
skemmtilegt fólk sem sýnt hefur
áhuga á verkefninu,“ segir Björn og
er ánægður með útkomuna nú þegar
iðnaðarmennirnir eru hver af öðrum
að ljúka sínu verki. „Ég er sann-
færður um að þetta verður frá-
brugðið öllu öðru sem fólk getur
kynnst. Það er uppörvandi að heyra
ferðaheildsala segja að þessi aðstaða
geri það þess virði að heimsækja Ís-
land.“
Breytt ferðamynstur
Hótel Rangá er hluti af íslenskri
hótelkeðju sem rekin er undir
merkjum Allseason hotels. Friðrik
Pálsson framkvæmdastjóri segir að
Íslendingar komi mikið um helgar í
veislur og rómantískar ferðir. Mark-
aðssetning sem miði að því að fá út-
lendinga í miðri viku hafi einnig
gengið vel.
Björn hótelstjóri hefur trú á að
ferðaþjónustan á Íslandi muni áfram
færast í aukana, þrátt fyrir efna-
hagskreppuna. Hann bendir á að
reynslan sýni að fólk haldi áfram að
ferðast þótt kreppa gangi yfir, en til-
færsla geti orðið milli flokka. Áfram
muni verða til fólk sem vilji fá góða
þjónustu og eigi peninga til að
greiða fyrir hana. Þá megi búast við
aukinni ásókn í ódýra aðstöðu. Hót-
elkeðjan hefur lagt mesta áherslu á
uppbyggingu lúxushótela á Suður-
landi. Hótel Rangá er flaggskipið,
með góðu veitingahúsi. Einnig eru á
þess vegum þrjú minni hótel. Þá
rekur fyrirtækið ódýra gistingu í
Hálendismiðstöðinni Hrauneyjum.
Björn segir að áhugavert verði að
takast á við hugsanlegar breytingar
á feðamynstri fólks.
Óþarfi að afsaka verðið
„Íslendingar hafa verið of feimnir
við að verðleggja sig rétt. Ísland er
ekki lengur dýrasta land í heimi.
Líta þarf til lengri tíma og þess hvað
við höfum mikið að bjóða, sérstöðu,
öryggi og upplifun,“ segir Björn
Eriksson hótelstjóri og segir að allt
þetta falli vel að uppbyggingu Hót-
els Rangár.
Friðrik tekur upp þennan þráð.
Hann stjórnaði lengi stærstu fisk-
útflutningsfyrirtækjum lands-
manna. „Við vorum um langt árabil
að afsaka hvað fiskurinn okkar væri
dýr - en áttuðum okkur svo á því að
fólk var tilbúið að kaupa hann vegna
gæðanna. Með sama hætti höfum við
alltaf verið að afsaka hvað Ísland
væri dýrt og jafnvel tekið sjálf undir
það. Við getum ekki tekið endalaust
við ferðafólki og eigum að sækjast
eftir því fólki sem vill fá góða þjón-
ustu og er tilbúið að greiða fyrir
hana. Við munum ekki víkja frá
þessari stefnu og þótt við göngum í
gegnum erfiða tíma mun fólk geta
treyst því að fá það sem það borgar
fyrir,“ segir Friðrik.
Hótel Rangá var fyrir ári boðið til
samstarfs við hótelkeðjuna Great
hotels of the World sem á aðild að
rekstri um 250 fjögurra og fimm
stjörnu hótel víðsvegar um heiminn.
Samstarf við þessa keðju hefur
reynst Hótel Rangá mikil lyftistöng,
að sögn Friðriks. Nýleg könnun sýn-
ir að hótelið var með ódýrustu stöð-
um keðjunnar.
Sjö heimsálfur við Rangá
Íslendingar geta nú „ferðast“ um allan heim, án þess
að fara út fyrir landsteinana. Þess sama geta erlendir
ferðamenn notið, sem til landsins koma. Í Hótel
Rangá verða opnaðar á næstu dögum og vikum sjö
svítur sem innréttaðar eru í stíl heimsálfanna sjö.
HUGMYNDIRNAR að Afríkusvítunni
eru aðallega sóttar til Kenýa. Þar
sést undir þakið á strákofa þjóð-
flokksins. Öll húsgögnin eru frá Afr-
íku og ýmsir skrauthlutir eins og
sverð, skildir, trommur og tré, að
ógleymdum útskornum dýrum úr
þjóðgörðum álfunnar.
Í Ástralíusvítunni vekur strand-
skúrinn fyrst athygli en hann hýsir
snyrtinguna. Kengúrur, háhyrningar
og brimbretti koma einnig við sögu.
Hof frá Inkaborginni Macchu
Picchu í Perú setur svip sinn á Suð-
ur-Ameríkuherbergið. Þar eru not-
aðir samskonar steinar og í Inka-
borginni frægu og viðartegundir frá
Perú og Bólivíu.
Saga innfæddra íbúa Norður-
Ameríku er í forgrunni í þeirra svítu.
„Þeir búa hér en leyfa þér að vera í
nótt,“ er skrifað á vegg með mynd-
letri innfæddra. Haus af vísundi
prýðir einn vegginn, bjarnarskinn
og kanó, að ógleymdu koparbað-
kari. Asíusvítan er í einföldum stíl, í
anda Japana. Lágar sessur og rúm,
fótlausir stólar og ferkantað tré-
baðkar. Þar er Búddahof og jap-
anskar skreytingar.
Suðurheimskautslandið er
syðsta heimsálfan og hún fær sína
eigin svítu með glæsilegu útsýni.
Allt er í svörtu og hvítu, eins og þeir
sem fara á Suðurheimskautið upp-
lifa staðinn, með einhverjum ís-
bláum tón. Auðvitað er reynt að
koma þar fyrir einhverju sem minnir
á íbúana, mörgæs, albaross og sel-
ur.
Þá er það Evrópuherbergið. Það
er síðast í röðinni og ekki farin að
komast mynd á það. Hugmyndin er
að gera það íslenskt og hafa heima-
landið sem fulltrúa Evrópu. Þar á að
vera hvati til að hugsa um framtíð-
ina. Það gefur ef til vill einhver fyr-
irheit um hvað koma skal að byrjað
er að prjóna risastóra lopapeysu
sem notuð verður sem rúmteppi.
„Þeir búa hér en leyfa þér að vera í nótt“
Í HNOTSKURN
»Hótel Rangá er á milliHellu og Hvolsvallar, í um
það bil klukkustundar akst-
urfjarlægð frá Reykjavík.
Fyrsti hluti þess var tekinn í
notkun árið 1999.
»Stöðugt hefur verið byggtvið. Þar eru nú 44 herbergi
og 8 svítur að auki, fundarsalir,
veitingastaður og bar.
»Sama fyrirtækið rekurHótel Skóga, Hótel Háland,
Rangársel og Hálendismiðstöð-
ina í Hrauneyjum undir merkj-
um Allseason hotels.
ENDINGARTÍMI endurskins-
merkja er almennt þrjú ár. Á fatn-
aði barna slitna merkin hins vegar
fyrr og til þess að þau hafi full
áhrif þarf að skipta um þau á
hverju ári, að því er fulltrúi sænska
tryggingafélagsins Trygg Hansa,
Maolu Sjörin, leggur áherslu á í
viðtölum við sænska fjölmiðla.
Fulltrúi tryggingafélagsins segir
endurskinsmerki sem saumuð eru í
yfirhafnir oft slitna við fyrsta
þvottinn. Þá þurfi að láta börnin
bera viðbótarendurskinsmerki. Hjá
fullorðnum slitna endurskins-
merkin fljótt séu þau geymd í sama
vasa og lyklar eru geymdir eða
mynt.
Til þess að komast að því hvort
endurskinsmerki sé orðið of slitið
er hægt að lýsa með vasaljósi á
nýtt og gamalt merki í dimmu her-
bergi, að því er forvarnarfulltrúinn
bendir á.
Almennt þykja hörð endurskins-
merki sem hanga í bandi og eru
næld í yfirhöfnina best. Mörg mjúk
endurskinsmerki standast ekki
kröfur um endurskin, að því er
könnun á vegum Sveriges Tekniska
Forskningsinstitut sýnir.
Forvarnahús Sjóvár hefur und-
anfarin ár gefið leikskólabörnum
og yngstu bekkjum grunnskólanna
endurskinsmerki og endurskins-
vesti. „Við gætum þess að merkin
sem við kaupum uppfylli allar kröf-
ur um gæði svo að þau veiti ekki
falskt öryggi. Það er gefinn upp
ákveðinn endingartími en auðvitað
minnkar endingin ef flíkur eru oft
þvegnar. Það er þess vegna
áríðandi að endurskinsmerki séu
líka á skóla- og íþróttatöskum,“
segir Fjóla Guðjónsdóttir, gæða-
stjóri hjá Forvarnahúsinu sem
dreift hefur 20 þúsundum merkja
síðastliðið ár. ingibjorg@mbl.is
Stuttur end-
ingartími
Morgunblaðið/Ásdís
Falskt öryggi Skipta þarf árlega
um endurskinsmerki.
MATVÆLASTOFNUN varar við
kræklingatínslu í Hvalfirði, en sam-
kvæmt vöktun Hafrannsóknastofn-
unar og Matvælastofnunar á eitruð-
um svifþörungum er magn lipophilic
toxins langt yfir viðmiðunarmörkum
eða um 500%.
Þetta eitur getur leynst í kræk-
lingi í fleiri mánuði og vill Matvæla-
stofnun því vekja athygli á hættunni
sem stafar af neyslu kræklinga úr
Hvalfirði. Ef magn eitraðra svifþör-
unga er yfir viðmiðunarmörkum er
veruleg hætta á að kræklingur og
annar skelfiskur sé eitraður og
óhæfur til neyslu.
Morgunblaðið/Sverrir
Matur Kræklingur er góður en
hann getur þó verið eitraður.
Neysla
kræklings
varasöm