Morgunblaðið - 28.10.2008, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2008
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Þetta eru al-varleg tíð-indi sem
berast frá Íslandi,
og þegar eitthvað
hendir bróður manns, þá
snertir það mann sjálfan,“
sagði Jonas Gahr Støre, utan-
ríkisráðherra Noregs, í við-
tali sem Pétur Blöndal tók við
hann í Ósló.
Þverpólitísk samstaða er
um það í norska stórþinginu
að hlaupa undir bagga með
Íslendingum. Erna Solberg,
formaður Hægriflokksins í
Noregi, sem er í stjórnarand-
stöðu, hefur beitt sér fyrir því
að Norðmenn veiti Íslend-
ingum aðstoð og segir Íslend-
inga standa Norðmönnum
nær en aðrar þjóðir. En auð-
vitað spila hagsmunir inn í,
eins og alltaf í alþjóðastjórn-
málum, og Solberg dregur
enga dul á það, er hún segir
það almenna skoðun í Noregi,
„að Íslendingar eigi að sækja
aðstoð til Noregs, frekar en
Rússlands.“
Hornsteinn í stefnu Støre í
utanríkismálum lýtur að
hagsmunum Norðmanna á
hafsvæðunum í „hánorðri“,
einkum vegna olíu, fiskimiða
og flutningaleiða. Þar veltur
mikið á traustum samskiptum
við nágrannaríkin. Eins og
fram kemur í viðtalinu við
Støre hafa Rússar skilgreint
„hagsmuni sína með skýrari
hætti en áður“. Það er því
mikilvægt fyrir
Norðmenn að vita
af vinveittri
„bræðraþjóð“ í
Norður-Atlants-
hafi, þar sem þjóðfélagið
grundvallast á svipuðum gild-
um og sterkri lýðræðishefð.
„Samvinna við Ísland er
mikilvæg Noregi, því þjóð-
irnar nálgast viðfangsefnin úr
sömu átt, þar sem grundvöll-
urinn er sjálfbær nýting auð-
linda og stjórnun þeirra, sem
er ekki átakamiðuð,“ sagði
Støre í viðtalinu. „Það er önn-
ur ástæða fyrir Norðmenn til
að greiða fyrir því að Ísland
komist aftur á réttan kjöl með
skjótum hætti.“
Spurður hvort aðstoð Norð-
manna sé háð aðstoð frá Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum og
mögulega samningum við
Breta vegna Icesave, þá segir
Støre að Norðmenn muni ekki
flækja málin fyrir Íslending-
um með skilyrðum, en hann
telji þó að víðtækur stuðning-
ur sé best til þess fallinn að
kalla fram stöðugleika. Norsk
stjórnvöld hafa óskað þess að
Íslendingar skilgreini hvar
aðstoðar er þörf. Og nú
bregðast þau vonandi vel við.
Skyldleiki, sameiginlegur
menningararfur og gagn-
kvæmir hagsmunir hafa
bundið þjóðirnar saman um
aldir. Þeir þræðir eru líka
ofnir úr drengskap og vin-
áttu.
Samvinna við Ísland
er mikilvæg Noregi}Drengskapur og vinátta
Á Íslandi erbannað að
auglýsa áfengi.
Engu að síður er
áfengi mikið aug-
lýst á Íslandi.
Lögin hafa í raun
verið til málamynda og það
hefur verið látið refsilaust að
auglýsa áfengi. Þar til fyrir
helgi að Karl Garðarsson,
fyrrverandi ritstjóri Blaðsins,
var dæmdur til að greiða eina
milljón króna í sekt fyrir að
birta áfengisauglýsingar.
Í sératkvæði Jóns Steinars
Gunnlaugssonar hæstaréttar-
dómara, sem vildi láta málið
niður falla, kom fram að í
samantekt á ætluðum
áfengisauglýsingum í íslensk-
um blöðum og tímaritum á
tímabilinu 1. maí 2005 til 2.
júní 2006 hefðu greinst 999
tilvik. Með öðrum orðum
hefðu lögin að því er virðist
ítrekað verið þverbrotin án
þess að lögregla eða ákæru-
vald lyftu litla fingri. Nema til
þess að bregðast við auglýs-
ingunum í Blaðinu.
Hér er eitthvað að. Áfeng-
isauglýsingar eru daglegt
brauð. Meira að
segja áfengis-
verslun ríkisins
kynnir þjónustu
sína reglulega.
Auglýsingar þar
sem varað er við
því að drekka eins og svín eru
sýndar í sjónvarpi og kvik-
myndahúsum. Það á sem sagt
að drekka í hófi. Og auglýs-
andinn getur útvegað veig-
arnar til hófdrykkjunnar.
Auglýsingarnar eru rækilega
merktar honum. Við réttar-
höldin var einnig vísað í Vín-
blaðið, kynningarblað ÁTVR,
þar sem finna mætti áfengis-
auglýsingar. En líklegast er
engin ástæða til að fara í mál
við ríkið. Ríkið predikar
hvernig umgangast eigi vín
og auglýsir sjálft sig í leið-
inni.
Tvískinnungurinn á bak við
framkvæmd laganna, sem
banna birtingu áfengis-
auglýsinga, er alger. Dómur-
inn yfir Karli Garðarssyni er
vitaskuld í samræmi við lög.
Lögin eru bara notuð það
sjaldan að þegar þeim er beitt
jaðrar það við réttarbrot.
Ríkið predikar
hvernig umgangast
eigi vín og auglýsir
sjálft sig í leiðinni}
Áfengi og auglýsingar
F
orvitnileg skopteikning er í
Economist, þar sem búðareigand-
inn státar af því að hafa fundið
syllu á markaðnum með vaxtar-
tækifærum. Hann er með húfu á
höfðinu með áletruninni „Kapítalisminn er dauð-
ur“. Og fulla búð af minjagripum, bolum, könn-
um, merkjum, allt með grafskrift kapítalismans.
Kannski sýnir teikningin best seigluna í kap-
ítalismanum – alltaf sér einkaframtakið sér leik
á borði.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem kapítalisminn
hefur verið afskrifaður. Ekki þarf að fara lengra
aftur en tvo áratugi til að finna slíka grafskrift,
eins og fram kemur í bók Stefáns Gunnars
Sveinssonar „Í boði hins opinbera“ um afdrif
Hafskips.
Þar er rifjað upp að Svavar Gestsson sagði í þingræðu
árið 1986 að draumur hefði breyst í martröð, Hafskip hefði
átt „að sýna styrk frjálshyggjunnar, samkeppnisvilja
hinna nýju vinnubragða í íslensku viðskiptalífi, [og það]
átti að sækja fram með íslenskt hugvit á alþjóðamörk-
uðum...“
En fregnir af dauða frjálshyggjunnar reyndust stórlega
ýktar. Enda hefur ekki enn komið fram betri hugmynd um
fyrirkomulag viðskipta en frjálst markaðshagkerfi. Víst er
markið oft sett hátt, samkeppnin hörð og áhættan lögmál.
Fyrirtæki eru byggð utan um trú manna á viðskipta-
hugmynd og vilja þeirra til að hætta fjármunum sínum til
að sú hugmynd verði að veruleika. Til þess þarf kjark.
Menn munu hlaupa á veggi, en oft tekst þeim
að klöngrast yfir þá.
Jón Baldvin Hannibalsson hefur gagnrýnt
stjórnvöld upp á síðkastið. Öfugt við Svavar
virtist Hafskipsmálið styrkja hann í trúnni á
frjálsan markað. Hann sagði í þingræðu að
„pólitíska ríkisbankakerfið“ hefði gengið sér til
húðar, gagnrýndi bankaeftirlitið, sem þá var
undir Seðlabankanum, og vildi að stefnt yrði
„að því að endurskipuleggja bankakerfið hér á
Íslandi á þann veg að við komum upp hluta-
félagabönkum og ríkið hætti beinum afskiptum
af rekstri ríkisbanka.“
Honum varð að ósk sinni.
Engar einfaldar skýringar eru til á því skip-
broti sem átt hefur sér stað á íslenskum fjár-
málamarkaði, en ljóst er að þrengingar á alþjóðlegum
mörkuðum réðu mestu þar um, enda bíða stórþjóðir í röð
eftir aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ekki sér fyrir end-
ann á þeirri þróun.
Víst var óvarlega farið og axarsköft gerð. Hjá því verður
ekki komist í samfélagi manna. Þannig verður lærdómur til.
Þess vegna eru kenningar á borð við frjálshyggju og sós-
íalisma ekki óskeikular – mannskepnan er ekki vél. Það
sem við gerum best er að búa til samfélag sem veitir okkur
frelsi til að reyna að komast yfir veggi, býr okkur undir þau
átök og veitir okkur stuðning ef það tekst ekki. Auðvitað
þarf líka aðhald. En þrátt fyrir allt verður það frumkvæðið
sem býr í einkaframtakinu, okkur sjálfum, sem varðar leið
þjóðarinnar út úr erfiðleikunum. pebl@mbl.is
Pétur Blöndal
Pistill
Er kapítalisminn dauður?
Þurfa að hitta vel á
við áburðarkaupin
FRÉTTASKÝRING
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
Á
burður mun lækka veru-
lega í verði ef fram held-
ur sem horfir. Efni sem
notuð eru í köfnunarefn-
isáburð hafa beinlínis
hrunið í verði að undanförnu. Þannig
hefur verð á ammóníaki lækkað um
40% síðan í síðustu viku, úr 830 doll-
urum á tonnið í 498 dollara. Fosfór-
sýra hefur lækkað um ríflega 14%
síðasta mánuðinn og annað efni, urea,
um 63% síðan í ágúst. Einna mest lýs-
andi er ef til vill lækkun á kalkblönd-
uðu ammóníumnítrati sem lækkað
hefur um tæp 12% síðasta mánuðinn.
Tölurnar eru fengnar af heimasíðu
Yara, áburðarinnflutnings Slátur-
félags Suðurlands.
Þarf enn að lækka duglega
Þetta er jákvætt fyrir íslenska
bændur, sem hafa þurft að þola gífur-
legar verðhækkanir á flestum að-
föngum síðustu misseri. Hins vegar
er enn óvíst hvaða áhrif þetta hefur á
verð til þeirra á endanum. Íslenskir
bændur kaupa sér áburð einu sinni á
ári, nú síðast í janúar, og bera hann á
akra og tún í apríl og maí. Þótt verð
sé byrjað að lækka frá því sem var í
sumar þarf enn að lækka duglega svo
verðið verði sambærilegt við það sem
var síðasta vetur. Hvað þá að það
verði lægra. Samt þótti verðið hátt
við síðustu innkaup.
Þessu til viðbótar kemur svo auð-
vitað gengisfall krónunnar. Verðið er
í raun í sífelldri rússíbanareið upp og
niður. Bændur og innflytjendur þurfa
bæði hæfni og heppni til að hitta vel á
verðið. Ekki myndi heldur skemma
fyrir ef gjaldeyrisviðskipti kæmust í
gott lag og krónan tæki kipp upp á
við í kjölfar alþjóðlegrar aðstoðar.
Verðlækkun – samt tvöfalt verð
Til dæmis má nefna fyrrnefnt kalk-
blandað ammóníumnítrat, sem hefur
verið að lækka í verði síðustu vikur. Í
desember síðastliðnum kostaði tonnið
326 dollara, á genginu 61,8 krónur.
Það voru ríflega 20.100 krónur tonn-
ið. Um þetta leyti voru íslensk fyrir-
tæki að byrja innkaupin. Hæst fór
verðið í 538 dollara á genginu 93
krónur, þ.e. rúmlega 50.000 krónur.
Nú kostar tonnið hins vegar 475 doll-
ara á genginu 120 krónur (skv.
heimasíðu Seðlabanka Íslands). Sem
sagt 57.000 krónur, meira en tvöfalt
verð í íslenskum krónum, þrátt fyrir
lækkandi verð á erlendum mörkuð-
um. Íslenskir bændur mega því sjá
verðið falla meira eða gengið styrkj-
ast, áður en kjörin verða bærileg.
Bíða með að ákvarða verðið
Hjalti H. Hjaltason, fjármálastjóri
hjá Sláturfélagi Suðurlands, segir lík-
legt að innflytjendur bíði í lengstu lög
með að tilkynna verð sitt fyrir næsta
sumar, sérstaklega vegna óvissu í
gengismálum. Svipuð svör fengust
hjá Áburðarverksmiðjunni. Undan-
farin ár hafa innflytjendur birt nýjar
verðskrár í október eða nóvember, en
síðast seinkaði því fram í janúar.
Hann reiknar með að svipað verði
uppi á teningnum í ár.
Hjalti segir ekki ólíklegt að verð
lækki áfram erlendis, þó það sé enn
umtalsvert hærra en það var við síð-
ustu innkaup íslenskra áburðarsala í
byrjun árs. Hann nefnir einnig að
verðið sé að þrýstast niður þar sem
bændur erlendis haldi að sér höndum
og bíði eftir þróun efnahagsástands-
ins og verðs á korni. Enn sé þó ekki
komið í ljós hvort notkun áburðar sé
að dragast mikið saman eða ekki, sem
hafi á endanum nokkur áhrif á verðið
líka.
Morgunblaðið/RAX
Áburður Bændur þurfa helst að fá áburð afhentan um mánaðamótin mars/
apríl. Ekki má bíða of lengi með að kaupa inn, ef varan á að nýtast vel.
BALDUR Helgi Benjamínsson, for-
maður Landssambands kúabænda,
segir það skipta öllu máli í þessu
samhengi að gjaldeyrisviðskipti
fari að komast í sæmilegt horf og
krónan fari að styrkjast. Það sé
stærsti þátturinn, en að sama skapi
fylgist kúabændur stíft með verð-
þróun í áburði og öðrum aðföngum
erlendis.
Jörð með 40 hektara tún þarf 4,8
tonn af hreinu köfnunarefni, 600 til
1.000 kíló af hreinum fosfór og 1,6-
2,4 tonn af kalíi á hverju ári. A.m.k.
um 8 tonn af áburði. Til eru dæmi
af bændum sem höfðu um 300.000
króna kostnað af áburðarkaupum
fyrir tveimur árum, um 700.000
króna kostnað síðasta vor og eru að
fá tilboð upp á 1,1 til 1,2 milljónir í
ár. Hér er því ekki um litlar upp-
hæðir að tefla fyrir meðalbændur.
Líkast til eru flestir tilbúnir að bíða
og sjá hvort verð lækkar enn frek-
ar.
DÝRT AÐ
BERA Á
››