Morgunblaðið - 28.10.2008, Side 36
36 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2008
Fólk
Fjöldi íslenskra tónlistarmanna kemur fram í
sjónvarpsauglýsingum er Rás 2 er að framleiða
í tilefni af 25 ára afmæli sínu er stöðin fagnar
þann 1. desember næstkomandi. Á afmælisdag-
inn sjálfan mun stöðin svo hverfa frá hefðbund-
inni dagskrá sinni og leika upptökur frá 25 ára
sögu sinni er hafa nýverið fundist við helj-
arinnar tiltekt er farið hefur fram innan veggja
útvarpshússins.
„Með þessum auglýsingum viljum við undir-
strika það að Rásin er fyrst og fremst í ís-
lenskri tónlist,“ segir Óli Palli. „Þetta eru Stuð-
menn, Nýdönsk, Hjaltalín, Páll Óskar, Megas,
Sprengjuhöllin, LayLow og aðrir listamenn er
hafa haldið tónlistinni á Rás 2 á lofti síðustu 25
ár.“
Fyrir skemmstu réðst stöðin í mikla tiltekt
þar sem ekki hafði verið haldið nægilega vel
utan um þær upptökur er hafa verið gerðar á
dagskránni í gegnum árin.
„Við ætlum að bjóða upp á brot úr sögu Rás-
ar 2 síðustu 25 ár. Við erum búin að undirbúa
það allt árið að tína saman hluti sem eru til í
safni Rásarinnar. Við höfum haldið vel utan um
allt tónlistarefni í svona 10 ár þegar við byrj-
uðum markvisst að taka upp tónleika hér og
þar fórum við líka að fara yfir hvað væri til af
eldra efni sem hafði kannski lengi legið ein-
hvers staðar í kjallaranum óskráð. Það er mik-
ið til af efni en það hefur verið óskráð. Þarna
inn á milli leynast ódauðlegir gullmolar,“ segir
Óli. biggi@mbl.is
Rás 2 undirbýr 25 ára afmælisveislu sína
Hjaltalín Ein íslenskra sveita er koma fram
í afmælisauglýsingum Rásar 2.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Handboltahetjan og heimspek-
ingurinn Ólafur Stefánsson var
gestur Evu Maríu í viðtalsþætti
hennar í fyrrakvöld. Fullyrða má
að þátturinn hafi verið einn sá fróð-
legasti sem Eva María hefur stýrt
hingað til og Ólafur sýndi það og
sannaði að íþróttamenn þurfa ekki
endilega að vera einhverjir ratar á
andlega sviðinu. Nei, Ólafur tók þá
leiðinda erkitýpu, pakkaði henni
saman og henti út um glugga
Lærða skólans þar sem viðtalið fór
fram. Að vísu gerðist það oft í þætt-
inum að Ólafur hélt á slík dýpi að
það var varla fyrir eðlilegan mann
að fylgja honum alla leið. Eva
María spurði Ólaf til dæmis hvað
hann gæti hugsað sér gera ef hann
væri ekki handboltamaður. Þetta
var svar Ólafs:
„Ég vil … auðvitað ertu alltaf
háður því að vinna og yfirstéttin og
allt þetta kerfi sér til þess að þessi
stýring á orku okkar og fjármálum
– þetta valdabatterí – við þurfum
endalaust … við þurfum að fara í
búð, tala í síma og vera á Facebook
og alls konar hluti og við þurfum
aldrei að stoppa og pæla og athuga
hin gildin. Við þurfum að fara aftur
fyrir tungumálið, skilurðu? Eins og
Foucault, History of Madness, þá
tekur hann geðveiki versus „unrea-
son“ eða eitthvað og „unreason“ er
eitthvað „universal“, tímalaust,
skilurðu. Það er hið díónýsosíska
öskur. Þú þarft bara stundum að
vera geðveikur, skilurðu? Þú þarft
að öskra. Þegar þú horfist í augu
við þversögnina sem er dauðinn og
allt það og „nothingness“ Heidegg-
ers ... og geðveiki er tilbúið hugtak
og við höldum alltaf … geðveiki
verður til um og eftir renaissance
eða eitthvað … eða í upplýsingunni
þegar það er ákveðið að þeir sem
neita að vinna í verksmiðjunum,
neita að vinna fyrir aristókrasíuna
og einhverja uppbyggingu sem á að
hafa eitthvað gildi sem er mjög loð-
ið, þá eru þeir settir á stofnanir og
stimplaðir geðveikir. Bara af því að
þeir taka ekki þátt í þessu. Og svo
þegar þeir eru orðnir í lagi er þeim
aftur hent á færibandið. […] En á
renaissance eða ef við förum aftur í
Grikkina þá eru það mýþos og lógos
sem fá að mætast og þú ert alltaf í
díalóg við mýtuna í sálarlífinu.
Eva María: „Óli?“ (hlær) „Þetta
er alveg ótrúlega djúpt.“
Ólafur: „Já, eða grunnt.“
Eva María: „Af hverju fórum við
að tala um geðveiki?“
Ólafur. „Ég veit það ekki.“
„Af hverju fórum við
að tala um geðveiki?“
Eftir Birgi Örn Steinarsson
biggi@mbl.is
SILFURSAFNIÐ, safnplata Páls
Óskars, verður ekki komið til lands-
ins þegar hann heldur útgáfu-
tónleika sína á Nasa hinn 8. nóv-
ember næstkomandi. Hann vonast
þó til að hún nái til landsins skömmu
eftir þá.
„Planið er að verksmiðjan í Aust-
urríki sendi safnplötuna frá sér 7.
nóv. Þá ætti hún að vera komin til
landsins 11. nóv,“ segir Páll Óskar en
það er ekki eini hausverkurinn er
söngvarinn þarf að kljást við vegna
útgáfunnar því peningarnir er hann
var búinn að safna og ætlaði að nota
til þess að greiða fyrir framleiðsluna
eru fastir í bankanum. „Þeir senda
hana auðvitað ekki frá sér nema að
ég sé búinn að borga hverja einustu
krónu. Það versta sem gæti gerst er
að þeir haldi plötunni í gíslingu, og
að hún muni tefjast eitthvað af þeim
sökum. Nú eru þessir peningar bara
læstir inni þangað til annað kemur í
ljós. Svona finn ég fyrir kreppunni.
Ég á nóg af íslenskum krónum til
þess að borga þetta allt saman en ég
get ekki keypt evrur til þess að
borga fyrir framleiðsluna í Aust-
urríki.“
Ekki hissa á viðbrögðum ytra
Palli segist ekki hissa á við-
brögðum geisladiskaframleiðslunnar
enda sé fréttaflutningur ytra ekki í
samræmi við ástandið. „Ég er að fá
sms-skeyti frá fólki í Evrópu og Am-
eríku með spurningum um hvort ég
sé svangur og hvort búið sé að henda
mér út úr íbúðinni minni! Ég svara
til baka að ég sé búinn að fá mér að
borða og að hárið á mér er fullkomið.
Fréttaflutningurinn sem þau fá úti
er að Ísland sé orðið gjaldþrota og
næst á eftir kemur að við séum
hryðjuverkamenn. Einu viðmiðin við
svona fréttum er þeir hafa eru gjald-
þrot þróunarríkja eins og Malaví. Og
hryðjuverkamenn eru með byssur og
sprengingar á götum úti. Maður fer
að spá í að ef CNN og BBC mála
myndina svona, hvernig er þá frétta-
flutningur sem við fáum frá öðrum
löndum?“ spyr Palli að lokum.
Silfursafnið frestast
Morgunblaðið/Kristinn
Á flæðiskeri? Á krónur fyrir reikningnum en fær þeim ekki skipt í evrur.
Páll Óskar verður tómhentur á útgáfutónleikum sínum
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞEGAR við vorum að byrja héldum við að þetta
yrði dálítið mikið um borgarstjórnarmálin, en
svo hefur það vægi aðeins minnkað,“ segir Sig-
urjón Kjartansson, einn höfunda Áramótaskaups
Sjónvarpsins. Eins og gefur að skilja hefur
skaupið tekið nokkuð nýja stefnu síðustu vik-
urnar eftir hrun bankakerfisins.
„Þetta er samt allt í góðum farvegi, en við er-
um nú að reyna að forðast að láta þetta allt fjalla
um efnahagsmál. Við reynum að hafa þetta jafnt
og gott því nóg er efnið, og við reynum að gera
sem flestu hátt undir höfði,“ segir Sigurjón sem
skrifar handritið að skaupinu ásamt þeim Ilmi
Kristjánsdóttur, Hjálmari Hjálmarssyni, Hug-
leiki Dags-
syni og leik-
stjóranum,
Silju Hauks-
dóttur.
Að-
spurður seg-
ir Sigurjón
þau vissu-
lega hafa
þurft að
endurskrifa
talsvert síðan bankarnir voru þjóðnýttir, og hafa
þau meira að segja þurft að henda einhverju af
efni sem þau voru búin að skrifa.
„Það er nefnilega alltaf best að skrifa svona
skaup á seinustu stundu,“ segir Sigurjón. „En jú
jú, við vorum komin nokkuð langt og þurftum að
henda einhverju, en það er alltaf þannig. Eftir
því sem tíminn líður verða hlutir úreltir, og það
hefur gerst nokkuð oft hjá okkur. En núna er
þetta svolítið eins og að vinna á dagblaði, við er-
um bara að fylgjast með. Skets sem var skrif-
aður í gær, það þarf að henda honum í dag því
það er eitthvað nýtt komið upp.“
Að sögn Silju Hauksdóttur, leikstjóra, er
stefnt að því að taka skaupið í tveimur lotum, um
miðjan nóvember og um miðjan desember. „Ég
er ofsalega glöð að við ákváðum að vera svona
seint á ferðinni því það nýtist okkur vel núna
þegar við þurfum að endurskrifa slatta,“ segir
Silja sem vill ekkert gefa upp um hverjir muni
fara með aðalhlutverkin, en segir þó að þar verði
ný og fersk andlit í bland við eldri „hunda“.
Skaup í skugga kreppu
Sigurjón Kjartansson, Ilmur Kristjánsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson og Hugleikur
Dagsson skrifa Áramótaskaupið ásamt leikstjóranum, Silju Hauksdóttur
Morgunblaðið/Júlíus
Gleym mér ei Ýmislegt markvert hefur átt sér stað á árinu. Þessi blaðamannafundur á Kjarvalsstöðum verður t.d. án efa tekinn fyrir í skaupinu.
Sigurjón
Kjartansson
Silja
Hauksdóttir