Morgunblaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2008
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
FYRSTU vísbendingar, byggðar á
mælingum á ungahlutfalli hér á
landi, benda til þess að blesgæsa-
stofninn hafi braggast nokkuð í
sumar. Þetta er fyrsta haustið frá
því um aldamót að greina má merki
um bata í stofninum. Blesgæsin á
leið um Ísland vor og haust en
varpstöðvar hennar eru á Græn-
landi. Hún var friðuð hér fyrir
þremur árum til að reyna að
sporna við fækkuninni. Dr. Arnór
Þ. Sigfússon fuglafræðingur hefur
fylgst með viðgangi gæsastofna á
Íslandi og taldi blesgæsir í haust.
„Aldurshlutfall unga hjá bles-
gæsum var um 15% nú en ekki
nema tæp 10% í hittiðfyrra og rúm
10% í fyrra. Þetta er því um 50%
hækkun á ungahlutfalli. Það er
góðs viti,“ sagði Arnór. Talið er að
ungahlutfallið þurfi að vera yfir
14% til þess að fjölgun verði í
stofninum. Ungahlutfall blesgæs-
anna verður aftur athugað á vetr-
arstöðvunum í Írlandi og Skotlandi
í desember nk.
Arnór sagði að afkoma íslenskra
heiðagæsa og grágæsa hefði einnig
verið góð í sumar. Hann hefur m.a.
safnað vængjum af veiddum gæs-
um til að aldursgreina veiðina.
„Það má búast við fjölgun hjá
heiðagæsinni. Stofninn gæti vel far-
ið yfir 300 þúsund einstaklinga.
Grágæsin er álíka og í fyrra og
með mjög gott ungahlutfall,“ sagði
Arnór. Hann sagði að ungahlutfall í
grágæsaveiðinni í haust hefði verið
yfir 47% og áætlar Arnór að unga-
hlutfallið í stofninum hafi verið um
30%.
Óvíst um framhaldið
Ekki er vitað hvort þessi góði ár-
angur blesgæsanna í sumar verður
viðvarandi. Getum hefur verið leitt
að því að samkeppni þeirra við
Kanadagæsir um varpstöðvar á
Grænlandi hafi truflað viðkomuna.
Arnór sagði að meðan það lagaðist
ekki mætti búast við basli hjá bles-
gæsinni. Ef hún nær að halda
ungahlutfallinu yfir 15% þá mun
það taka stofninn meira en áratug
að ná fyrri stærð.
Halda á fund um blesgæsina í
Skotlandi í byrjun febrúar 2009.
Þangað munu koma fulltrúar þeirra
landa sem blesgæsin fer um á
hverju ári. Þar á m.a. að fara yfir
verndaráætlun fyrir blesgæsastofn-
inn sem hefur viðkomu á Íslandi.
Ljósmynd/Arnór Þ. Sigfússon
Farfuglar Blesgæsir hafa gjarnan viðdvöl við Hvanneyri í Borgarfirði og víðar á Vestur- og Suðurlandi á ferðum sínum milli Írlands og Grænlands.
Blesgæsin er að braggast
Í haust sáust merki um að varp hefði tekist vel hjá blesgæsum á liðnu sumri
Stofninum hefur hnignað undanfarið og gæsunum fækkað frá aldamótum
RAGNHEIÐUR Ríkharðsdóttir, al-
þingismaður Sjálfstæðisflokksins,
vill að bankastjórar og bankaráð
Seðlabankans
víki sæti. Þetta
kemur fram í
grein, sem hún
ritar í Morgun-
blaðið í dag.
„Ég hef ætíð
haft þá skoðun
að fyrrverandi
stjórnmálamenn
ætti ekki að
skipa í stjórnir
ríkisfyrirtækja. Nú ríkir hvorki
traust né trúnaður gagnvart seðla-
bankastjórum og bankaráði Seðla-
bankans og þess vegna ættu allir
þeir er þar sitja að víkja sæti svo
hægt yrði að byggja upp traust og
trúnað á ný og samhliða á að breyta
lögum um Seðlabanka Íslands,
stjórnskipulag bankans, stöðu og
markmið,“ segir Ragnheiður meðal
annars í grein sinni. | 22
Bankastjór-
ar og banka-
ráð víki
Ragnheiður
Ríkharðsdóttir
ÓSKAÐ var eftir gjaldþrotaskipt-
um á verslunum BT í gær, en allar
verslanir keðjunnar voru lokaðar
um síðustu helgi
á meðan farið
var yfir rekstur
þeirra og hann
endurskoðaður.
Var þá stefnt að
því að opnað yrði
aftur á hefð-
bundnum tíma
eftir helgina en
það gekk ekki
eftir.
Í tilkynningu frá félaginu segir
að á undanförnum dögum og vikum
hafi verið „róið að því öllum árum
að tryggja áframhaldandi rekstur
BT í óbreyttri mynd en án árang-
urs“.
Vonir standa til að hægt sé að
koma BT aftur í rekstur og við-
ræður þess efnis standa yfir. Ljóst
er þó að verslanir BT verða lokaðar
enn um sinn á meðan niðurstaða
fæst í fyrirliggjandi kauptilboð.
Félagið Árdegi rekur BT auk
fjölda annarra verslunarkeðja. Alls
eru sjö BT-verslanir starfandi um
land allt og vinna þar um 50 starfs-
menn í 30 stöðugildum. Fundur var
haldinn með starfsmönnum í gær-
kvöldi þar sem þeir voru upplýstir
um stöðuna og þeim jafnframt boð-
in aðstoð við að tryggja réttindi sín.
BT í gjald-
þrotaskipti
BT Gula músin. Heiðagæsastofninn er lang-
stærstur þeirra gæsastofna sem
verpa á Íslandi. Stofninn er talinn
vera um 300 þúsund fuglar. Heiða-
gæsin er einn af einkennisfuglum
hálendisins. Geldfuglarnir fara
mikið til Grænlands og fella þar
fjaðrir.
Grágæsin er stærsta gæsin sem
verpir hér á landi og er stofninn
um 100.000 fuglar. Hún verpir að-
allega á láglendi. Nokkur hundruð
grágæsir eru hér allt árið og að-
allega í Reykjavík.
Helsingi hefur viðkomu hér á
leið sinni til og frá varpstöðvum á
NA-Grænlandi. Nokkur pör hafa
orpið í Breiðafjarðareyjum og í
Skaftafellssýslum undanfarin ár.
Margæs er minnsta gæsin sem
hefur hér viðdvöl á leið sinni til og
frá varpstöðvum á Grænlandi og
heimskautahéruðum Kanada. Hún
heldur sig mikið við sjávarsíðuna.
Fimm tegundir gæsa koma hér við eða verpa
Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur
gag@mbl.is
REYKJAVÍKURBORG hefur verið
í viðræðum við þrjá evrópska banka
um sex til átta milljarða lán til fram-
kvæmda í borginni. Hún á nokkra
milljarða en vill lúra á þeim varasjóði
eins og hægt er. Þetta segir Hrólfur
Jónsson, framkvæmdastjóri fram-
kvæmda- og eignasviðs.
Borgin hefur einnig leitað til líf-
eyrissjóða í von um lán. „Það er talið
öruggara nú að eyða ekki þessu
lausafé, heldur taka lán. Við verðum
að reyna að ná erlendu láni, við verð-
um að ná gjaldeyri,“ segir hann. „En
það er mat manna
að það sé ekki
mikil von til þess
eins og staðan er
núna.“
Borgin fundaði
í gær með Sam-
tökum iðnaðarins
um aðgerðaáætl-
un vegna fram-
kvæmda á næsta
ári.
Hrólfur bendir á að borgin reyni
nú fleiri leiðir til að afla fjár í fram-
kvæmdir. Meðal annars sé stefnt að
því að selja eignir.
„Við höfum ekki lagt það algjör-
lega niður fyrir okkur,“ segir hann
en neitar ekki að sú hugmynd hafi
komið til tals að selja dvalarheimilið
Droplaugarstaði. „Það yrði þó aldrei
gert nema að þjónustustig væri
tryggt.“ Þá segir hann stefnt að því
að selja bílastæðahúsin. Borgin vilji
ekki vera í samkeppni við einkaaðila
sem bjóði stæði í borginni, en við
Tónlistarhúsið verði bílastæðakjall-
ari og þá væntanlega í einkaeigu.
Á fundinum voru breytingar á
framkvæmda- og eignasviðinu
kynntar. „Nú er hvert svið borgar-
innar rekið sem fyrirtæki,“ segir
Hrólfur. Það hafi mætt jákvæðu við-
horfi hjá bönkunum.
Reykjavíkurborg leitar
að 6-8 milljarða láni
Stefnir að því að selja eignir til kreppuframkvæmda
Hrólfur
Jónsson
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt-
ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is