Morgunblaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 7
Fréttir 7INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2008
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
„HANN kom hingað að eigin frum-
kvæði og óskaði eftir fundi. Við fór-
um yfir þessa stöðu sem upp er kom-
in milli landanna,“ segir Geir H.
Haarde forsætisráðherra um fund
sem hann átti í gær með Skotlands-
málaráðherra Bretlands, James
Murphy.
Geir segist á fundinum hafa farið
rækilega yfir viðhorf Íslendinga í
málinu. „Ég lýsti óánægju okkar
með framgöngu breskra ráðamanna
og beitingu hryðjuverkaákvæða
gegn íslenskum hagsmunum.“
Geir segir ráðherrann hafa hlýtt á
þetta og varið framgöngu Breta með
því að þeir hefðu ekki átt í önnur hús
að venda hvað varðaði löggjöf.
„Við erum mjög ósammála því. Ég
benti honum á að margir aðilar, bæði
einstaklingar og fyrirtæki, hefðu
orðið fyrir miklu tjóni út af þessu,
þótt þessir aðilar hefðu hvergi komið
nærri Landsbankamálinu. Við teld-
um þetta mjög óvinveitta aðgerð og
óviðunandi og að réttast væri að þeir
afnæmu þetta strax,“ segir Geir.
Þá hafi á fundinum verið farið yfir
aðra þætti málsins. „Hann gerði
grein fyrir sjónarmiðum [Breta] í
því. Ég sagði honum að það væri
mikilvægt af ýmsum ástæðum að
koma sambandi landanna í eðlilegt
horf. En miðað við hvernig viðræður
hefðu gengið að undanförnu liti það
ekki vel út,“ segir hann.
Hann hafi stungið upp á því að
leitað yrði til Norðmanna um að hafa
milligöngu milli Íslendinga og Breta
vegna deilna þjóðanna.
Ekki fleiri Bretar væntanlegir
„Það ræddi ég í gærmorgun við
norska utanríkisráðherrann og þar
áður við forsætisráðherra Noregs.“
Norðmenn hafi ekki tekið því fjarri
að hafa milligöngu án þess þó að þeir
verði formlegir sáttasemjarar.
Engin ákveðin niðurstaða hafi
komið út úr fundinum með Murphy,
sem sé í innsta hring Verkamanna-
flokksins. Geir er ekki kunnugt um
að fleiri svipaðar heimsóknir frá
Bretum séu á dagskrá á næstunni.
Lítið miðar í deilu
Íslendinga og Breta
Skotlandsmálaráðherra Breta fundaði með Geir H. Haarde
Geir H. Haarde James Murphy
fram að ganga,“ segir Friðrik Jó-
hannsson, stjórnarformaður Ice-
landic Group. „Styrking á efna-
hagsreikningi félagsins er
nauðsynleg forsenda fyrir öflugri
starfsemi sem byggist á þeim ár-
angri sem þegar hefur náðst í um-
skiptum í rekstrinum.
gretar@mbl.is
HLUTAFÉ Icelandic Group verður
lækkað til jöfnunar á uppsöfnuðu
tapi ef tillaga stjórnar félagsins þar
um verður samþykkt á hluthafa-
fundi, sem boðað hefur verið til 11.
nóvember næstkomandi. Verði til-
lagan samþykkt verður lögð fram
tillaga um að auka hlutaféð um 160
milljónir evra, jafnvirði um 26 millj-
arða króna.
Ef tillögurnar verða samþykktar
á hluthafafundi Icelandic mun eign-
arhaldsfélagið IG ehf., sem m.a. er í
eigu Brims hf. og Hraðfrystihússins
Gunnvarar hf., skrá sig fyrir hluta-
fjáraukningunni og um leið verða
stærsti hluthafi Icelandic Group.
Í tilkynningu segir að hlutafjár-
aukningin skapi grundvöll til veru-
legrar lækkunar vaxtaberandi
skulda og að eftir breytingarnar
verði eiginfjárhlutfall félagsins um
30%. Með endurskipulagningunni
sé traustum stoðum rennt undir
áframhaldandi rekstur. Stefnt sé að
því að skrá Icelandic Group í kaup-
höll á nýjan leik eins fljótt og að-
stæður á hlutabréfamarkaði leyfa.
„Stjórn Icelandic Group leggur
mikla áherslu á að tillögurnar nái
Hlutafé aukið um
160 milljónir evra
Morgunblaðið/Sverrir
Lækkun Hlutafjáraukningin skapar
grundvöll til að lækka skuldir.
G
ot
t
Fó
lk
ÆGISDAGURINN var haldinn hátíðlegur í Sund-
miðstöðinni í Laugardal í gær. Sundmenn sýndu þar
listir sínar og að því búna var boðið upp á hlaðborð með
hollum og góðum mat. Því næst voru afhentar ýmsar
viðurkenningar fyrir góðan árangur. Mikið fjölmenni
mætti og gerði sér glaðan dag á erfiðum tímum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sundmenn gerðu sér glaðan dag
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
HAFNARFJARÐARBÆR skrifaði
í gær undir viljayfirlýsingu við fyr-
irtækið Greenstone ehf. um bygg-
ingu 50.000 fermetra gagnavers á lóð
sveitarfélagsins. Hafnarfjörður er
þar með sjöunda sveitarfélagið sem
lýst hefur yfir áhuga á slíku verkefni.
Sveinn Óskar Sigurðsson, stjórn-
arformaður Greenstone, segir mik-
ilvægt að vera með marga kosti í
boði fyrir væntanlega leigjendur,
þ.e.a.s. erlend hátæknifyrirtæki, til
að vinna úr og því sé farið í samstarf
með hópi sveitarfélaga sem hafi
ólíka kosti í boði. Þau sem nú stefna
að uppsetningu gagnavers eru
Fljótsdalshérað, Fjallabyggð, Dal-
víkurbyggð, Skeiða- og Gnúpverja-
hreppur, Ölfus, Húnavatnshreppur
og loks Hafnarfjörður.
Sveinn er sjálfur á leið á ráðstefnu
í Kaliforníu um miðjan mánuðinn til
að kynna kostina á Íslandi fyrir um
600-700 þátttakendum frá stærstu
hátæknifyrirtækum heims, s.s. Go-
ogle, Microsoft
og Yahoo.
„Markmiðið er að
ná í viðskiptavini
til að brjóta ísinn
og við erum
bjartsýnir á að
þetta nái fram að
ganga. Um leið
og við fáum öfl-
ugan aðila til að
staðsetja sig á Ís-
landi þá munu fleiri fylgja í kjölfar-
ið,“ segir Sveinn.
Til lengri tíma litið er vonast til að
tvö eða fleiri gagnaver rísi á Íslandi
en vænta má að hvert þeirra skapi
um 40 bein og óbein störf í viðkom-
andi sveitarfélagi.
Nýr sæstrengur frumforsenda
Til þess að af því verði er þó
grundvallaratriði að sögn Sveins að
lagður verði sæstrengur frá Íslandi
til Bandaríkjanna. „Það er lykilatriði
því um leið og slíkur strengur hefur
verið lagður mun eftirspurn eftir
staðsetningu á Íslandi verða miklu
meiri en ella.“ Þegar er hafin lagn-
ing nýs strengs milli Íslands og Evr-
ópu en sambærileg tenging við N-
Ameríku er nauðsynleg. Slíkur
strengur myndi kosta um 12 millj-
arða að sögn Sveins. „Við viljum sjá
hið opinbera ríða á vaðið og ráðstafa
einhverju fé í slíkan iðnað því þetta
er braut sem hægt er að fara í áttina
að því að efla nýsköpun á Íslandi.“
Greenstone hefur um nokkurt
skeið unnið að því að fá sæstrenginn
lagðan og fengið jákvæðar viðtökur
stjórnvalda að sögn Sveins. „Ég veit
að það er góður vilji en það er ekki
nóg, það þarf að koma styrkari
stuðningur.“ Sveinn bendir á að
jafnari tekjur sé að hafa af gagna-
verunum þar sem orkuverð sé hærra
og ekki háð sömu sveiflum og álver.
Þá verði dreifing vinnuaflsins
meiri um landið og miklir stuðnings-
möguleikar til nýsköpunar. „Ef stórt
fyrirtæki eins og Microsoft eða
Google staðsetur sig t.d. í Dalvík-
urbyggð er Ísland í heild sinni komið
á alheimskort þessa öfluga iðnaðar,
hátækninnar.“
Miklir nýsköpunarmögu-
leikar fylgja gagnaverum
Sveinn Óskar
Sigurðsson