Morgunblaðið - 04.11.2008, Side 8

Morgunblaðið - 04.11.2008, Side 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2008 Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is STAÐAN í efnahagsmálum þjóðarinnar endurspeglast í starfsemi fyrirtækjanna sem taka við sorpinu. Sem dæmi má nefna að í nýliðnum mánuði kom um 28% minna af sorpi í móttöku- og flokkunarstöð Sorpu í Reykjavík en í sama mánuði á síðasta ári. Mest minnkar grófur úrgangur frá fyr- irtækjum, ekki síst byggingariðnaði. Sorp hefur aukist á undanförnum árum og er það rakið til mikillar sveiflu í efna- hagslífinu. Aukning var fram á þetta ár. Jón Ólafur Vilhjálmsson, stöðvarstjóri mót- tökustöðvar Sorpu, segir að í ágúst hafi orðið 17% samdráttur frá sama mánuði í fyrra, mun minni samdráttur í september og síðan 28% minnkun í október. Sorpið hefur þó aðeins minnkað um 4% í heildina það sem af er ári. Mest áberandi er hvað lítið berst nú af timbri og öðrum afgöngum af bygging- arefni. Einnig koma einstaklingar með minna af dóti á endurvinnslustöðvarnar. Jón Ólafur telur að hefðbundið heimilissorp hafi ekki minnkað mikið. við sorpi af Suðurnesjum. Gísli segir að byggingarstarfsemi hafi dregist mjög sam- an og það komi skýrt fram. Þá sé greini- lega ekki mikið um breytingar á heimilum fólks. Hins vegar hefur heimilissorp aukist með fjölgun íbúa á Suðurnesjum. Sorpbrennslustöðin hafði ekki undan þegar hún var tekin í notkun en brugðist hefur verið við samdrætti í hráefni með því að draga úr afköstum. Ekki dregur úr flokkun Ekki hefur dregið úr sorpflokkun á heimilum, samkvæmt upplýsingum frá Sorpu og Íslensku gámaþjónustunni. Telur Ragna I. Halldórsdóttir, deildarstjóri markaðs- og fræðsludeildar Sorpu, ekki ástæðu til að ætla að slíkt gerist, sér- staklega þegar fólk geti sparað með því. Ekki er þó að heyra að margir fái sér græna tunnu þessa dagana. Agnes Gunn- arsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Íslenska gámafélaginu, segir að einhver doði sé hjá fólki með það. Hinsvegar sé meira flokkað hjá fyrirtækjunum enda geti þau fengið greitt fyrir flokkað sorp og sparað urðunar- gjöld. stöðvarstjóri móttöku- og sorpbrennslu- stöðvarinnar Kölku í Helguvík. Þar er tekið „Það er nánast algert hrun, alveg eins og í hlutabréfunum,“ segir Gísli R. Eiríksson, Kreppan kemur fram í sorpinu  Sorplosun landsmanna snarminnkar, í takt við breytingarnar í efnahagslífinu  Mest munar um samdrátt í byggingariðnaði en einnig kemur minna sorp frá heimilum á endurvinnslustöðvarnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Fleygt Færri heimilistæki koma á endurvinnslustöðvar. Mest munar þó um byggingarefnið. Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is AÐSÓKN að göngudeild Sam- hjálpar, þar sem veitt er ráðgjöf vegna áfengis- og fíkniefnavanda, hefur aukist frá því í september. Eftirspurnin eftir meðferð í Hlað- gerðarkoti hefur aukist eftir því sem liðið hefur á árið og gestum á Kaffi- stofu Samhjálpar, þar sem máltíðir eru ókeypis, hefur fjölgað, að sögn Vilhjálms Svans Jóhannssonar, um- sjónarmanns kaffistofunnar. Koma fyrr og sitja lengur „Gestum kaffistofunnar var reyndar farið að fjölga í sept- emberlok áður en ósköpin dundu yf- ir þjóðina. Suma daga hafa komið allt að 80 manns og jafnvel fleiri en þeir voru að jafnaði 70 á dag áður. Það sem hefur breyst er að gestirnir koma fyrr og sitja lengur, einkum síðari hluta mánaðarins,“ greinir Vilhjálmur frá. Hann kveðst ekki hafa séð nein teikn á lofti um að birgjar ætli að draga úr styrkveitingum til kaffi- stofunnar. „Þeir hafa verið rosalega örlátir. Það má segja að þeir hafi haldið lífinu í þessu fólki,“ leggur Vilhjálmur áherslu á. Örtröð á börum í kreppu Þeir sem misst hafa störf að und- anförnu hafa ekki sést meðal fasta- gesta kaffistofunnar, að sögn Vil- hjálms. „Það má hins vegar alveg búast við því að svo verði. Enn sem komið er hafa þeir skilað sér á aðra staði, eins og til dæmis á göngudeild Samhjálpar. Það er greinilega mikill vandi hjá fólki eftir þetta áfall. Það eru mikil tengsl á milli fjármálaerf- iðleika og áfengisvanda. Það er skoðun mín að áfengissjúklingum eigi eftir að fjölga. Ég er gamall og reyndur veitingamaður. Ég man þess vegna eftir því að það var aldrei meira að gera á börunum en þegar peningaleysið var sem mest.“ Heiðar Guðnason, forstöðumaður Samhjálpar, segir að í septemberlok hafi verið búið að vísa frá 600 um- sóknum um meðferð í Hlaðgerð- arkoti frá því í ársbyrjun eða jafn- mörgum og allt árið í fyrra. „Síðustu tvær vikur höfum við dregið úr inn- lögnum til þess að mæta halla á rekstrinum. Plássum fækkar sam- tímis því sem eftirspurnin eykst.“ Morgunblaðið/Golli Matráðurinn Guðmunda Ingadóttir í eldhúsi Kaffistofu Samhjálpar. Brauð og bakkelsi er á borðum fyrri hluta dags og heit súpa síðdegis. Aukið álag hjá Samhjálp  Fleiri koma og fá ókeypis máltíð á Kaffistofu Samhjálpar  Eftirspurn eftir ráðgjöf vegna vímuefnanotkunar hefur aukist  Færri komast í meðferð ÓVISSA ríkir um framhald rúss- neskunáms við Háskóla Íslands en á bilinu 20-30 manns stunda nám- ið. Fjárfestingarfélagið Samson ákvað í fyrra að styrkja námið næstu þrjú árin en félagið er eins og kunnugt er í greiðslustöðvun. Óskar Einarsson, rekstrarstjóri hugvísindasviðs Háskóla Íslands, segir engin skýr svör hafa komið fram vegna málsins. „Við munum kenna rússnesku þetta skólaár. Við hendum ekki nemendunum út á miðju skólaári. En hvort því verður framhaldið næsta vetur er enn í óvissu,“ segir hann. Líka eigi eftir að koma í ljós hvers konar fjárveitingar háskól- inn fái á fjárlögum. Óskar segir hæpið að opinber framlög fáist til þess að halda náminu áfram úti. Áður en styrkur Samsonar kom til hafði nám í rússnesku legið niðri í nokkur ár vegna fjárskorts. Samson lagði til eina og hálfa kennarastöðu í rússnesku við deildina en námið er kennt sem aðalgrein við skólann. Í Morgunblaðinu í júní í fyrra, þegar tilkynnt var um styrkinn, var haft eftir Björgólfi Guðmunds- syni og rússneska sendiherranum á Íslandi að athafnamenn og bank- ar horfðu í síauknum mæli til Austur-Evrópu og ljóst að hún skipaði stóran sess í framtíðinni. Fram kom hjá Björgólfi að af þess- um sökum væri nauðsynlegt að efla kennslu í rússnesku. elva@m- bl.is Óvíst með framhald rússnesku ÁSKRIFENDUR Morgunblaðsins eiga nú kost á að lesa Morgunblaðið með enn einfaldari hætti en áður. Áskrifendur geta fengið blaðið í tölvupósti með ákveðinni vefslóð á hverjum degi sem opnað er í þeim vefskoðara sem fólki líkar best. Þessi nýi kostur er kallaður „Mogginn minn á netinu“. Til að nýta sér þetta þurfa áskrifendur að skrá sig á vefsíðunni mbl.is, en Mogginn minn kostar 1.700 kr. á mánuði. Nánari upplýsingar er að finna á mbl.is, en þar er m.a. hægt að spila kynningarmyndskeið sem er að finna á innskráningarsíðunni. Bjóða Mogg- ann á netinu Hvers konar samtök eru Samhjálp? Samtökin eru kristileg meðferðar-, forvarnar- og hjálparsamtök sem starfað hafa í 37 ár í Reykjavík. Markmið Samhjálpar er að aðstoða þá sem farið hafa halloka í lífinu vegna sjúkdóma, fátæktar eða ann- arra samfélagslegra vandamála og með því stuðla að velferð og sjálfs- björg þeirra. Í hverju er starfsemi Samhjálpar fólgin? Í samvinnu við yfirvöld rekur Sam- hjálp félagsmiðstöð, ráðgjafarþjón- ustu, áfangaheimili, hjálparstarf fyrir konur, meðferðarheimili, heimili fyrir heimilislausa, neyðarathvarf fyrir heimilislausa karlmenn og kaffistofu þar sem boðið er upp á ókeypis mál- tíðir. S&S

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.