Morgunblaðið - 04.11.2008, Page 13
Fréttir 13INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2008
Þriðjudagur 4. nóvember kl. 20.00
Hugmyndahús Reykjaness - umræður um verktaka
Guðlaugur H. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri USK, og Guðmundur Pétursson, framkvæmda-
stjóri ÍAV-þjónustu, ræða um stöðu verktaka í Sjálfstæðishúsinu í Njarðvík.
Sjálfstæðisfélögin í Reykjanesbæ standa fyrir fundinum.
Fimmtudagur 6. nóvember kl. 20.00
Hugmyndahús Reykjaness - umræður um sjávarútveg
Sigurgestur Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Turnkey, og Kjartan Ólafsson, forstöðumaður
sjávarútvegssviðs Glitnis, ræða um sjávarútveg í Sjálfstæðishúsinu í Njarðvík.
Sjálfstæðisfélögin í Reykjanesbæ standa fyrir fundinum.
Nánari upplýsingar um fundina og flokksstarfið má finna
á heimasíðu flokksins, www.xd.is, eða í síma 515-1700.
Tölum saman
Fjölmargir opnir fundir eru á vegum Sjálfstæðisflokksins
í viku hverri. Á þessa fundi eru allir velkomnir.
Tóbakið
upp um 9%
ÁTVR hækkaði
verð á tóbaki um
mánaðamótin um
nærri 9% að með-
altali eða 8,87%.
Það er nokkru
meiri meðaltals-
hækkun en á
áfenginu, sem var
upp á rúm 5%.
Sem kunnugt er
selur ÁTVR tóbakið eingöngu í
heildsölu til smásala, sem vænt-
anlega munu hækka sína verðskrá
til neytenda núna í kjölfarið.
Að sögn Sigrúnar Óskar Sigurð-
ardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR,
eru allar tegundir að hækka en mis-
jafnlega mikið.
Mest er hækkunin á vindlum eða
allt að 28% á tegundinni Cafe
Creme. Bagatello-vindlar hækka um
26% og Fauna um 22% svo nokkur
dæmi séu tekin af eldri og nýrri
verðskrá ÁTVR.
Neftóbak hækkaði um nærri 14%
um mánaðamótin og píputóbak að
jafnaði um rúm 10%. Hækkun á síg-
arettum var minni eða á bilinu 7-8% í
flestum tilvikum. bjb@mbl.is
Hækkar Ekki bara
áfengið hækkar.
Allt að 28% hækkun
á vindlum í heildsölu
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
LÖGREGLAN á Selfossi rannsakar nú þrjú
innbrot sem framin voru í síðustu viku, tvö í
sumarbústað og eitt í gróðrarstöð. Miklum
verðmætum var stolið og þurfti sendibíl til að
flytja burt þýfið.
Innbrotin voru öll framin í síðustu viku. Á
þessu ári hefur verið brotist inn í 43 sum-
arbústaði í umdæmi lögreglunnar á Selfossi en
þeir voru 38 á sama tíma í fyrra.
Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn á Selfossi, segir algengara að brot-
ist sé inn í bústaði í miðri viku enda færra fólk
þá á ferli í sumarbústaðalöndum. „Vandinn við
þessi innbrot í sumarbústaði er tíminn sem líð-
ur frá því þau eru framin og þar til þau upp-
götvast,“ segir hann.
Höfðu heimilistækin á brott
Úr sumarhúsi í landi Efri-Reykja í Blá-
skógabyggð var stolið heimilistækjum sem
kosta á bilinu 700-800 þúsund krónur. Þjófarnir
fjarlægðu heila heimilistækjalínu af gerðinni
Electrolux, þ.e. örbylgjuofn, viftu, keramik
helluborð, bökunarofn, uppþvottavél og tveggja
metra háan ísskáp. Auk þess var 32 tommu
United-flatskjá stolið og tveimur Philips-
heimabíókerfum. Innbrotið var framið á tíma-
bilinu frá þriðjudegi til fimmtudags í síðustu
viku.
Um svipað leyti, eða á bilinu frá mánudegi til
fimmtudags, var brotist inn í sumarbústað í
landi Hests. Þaðan var m.a. stolið 50 tommu
Philips-sjónvarpstæki, Bose-heimabíói, Bang &
Olufsen-útvarpstæki, BSA-sjónauka á þrífæti
og málverkum.
Þriðja innbrotið var í gróðrarstöðina að Espi-
flöt í Laugarási aðfaranótt fimmtudagsins 30.
nóvember. Þaðan var stolið sex 600 vatta gróð-
urhúsalömpum af gerðinni Gavita.
Verðmætum stolið úr bústöðum
Stálu heimilistækjum að verðmæti 700-800 þúsund krónur úr sumarbústað
Þrjú innbrot á stuttum tíma á Suðurlandi Þurftu sendibíl til að flytja þýfið
Morgunblaðið/Arnaldur
Vitni? Þeir sem hafa upplýsingar
um málin eiga að láta lögreglu vita.
NEYTENDASAMTÖKIN ætla að
halda námskeið í öllum hverfum
Reykjavíkur um fjármál heimila og
einstaklinga. Ekkert þarf að greiða
fyrir námskeiðin, að því er Jóhannes
Gunnarsson, formaður Neytenda-
samtakanna, greinir frá.
„Við fengum í síðustu viku styrk
úr forvarna- og framfarasjóði
Reykjavíkurborgar til þess að halda
þessi námskeið. Við erum að und-
irbúa námskeiðshaldið núna og höf-
um þegar ráðið starfsmann til að sjá
um þetta,“ segir Jóhannes.
Hann segir starfsmanninn munu
fara á milli hverfa og verða nám-
skeiðin, sem hefjast í þessum mán-
uði, haldin á kvöldin því það sé sá
tími sem henti almenningi best.
Neytendasamtökin hvetja önnur
sveitarfélög til að fara að dæmi
Reykjavíkurborgar og veita styrki
til námskeiða um fjármál heimila og
einstaklinga. Nauðsynlegt sé að
bjóða upp á slík námskeið í sem
flestum sveitarfélögum vegna þess
ástands sem ríkir í efnahagsmálum.
Námskeiðin í Reykjavík verða
auglýst nánar síðar, að sögn Jóhann-
esar. ingibjorg@mbl.is
Ókeypis
námskeið
um fjármál
NOREGUR er orðinn hættulegasti
staðurinn fyrir Atlantshafslaxinn, þar
sem öllum tillögum að auðveldum og
árangursríkum lausnum að verndun
hans hefur verið hafnað. Þetta segir
Orri Vigfússon, formaður verndar-
sjóðs villtra laxastofna. Orri ritaði
bréf til Jonas Gahr Störe, utanríkis-
ráðherra Noregs, vegna greinar sem
hann skrifaði í Morgunblaðið í gær.
Hann segir orð ráðherrans vekja
furðu. Norðmenn séu verstu óvinir
Atlantshafslaxins.
„Þú talar um að Noregur leggi
áherslu á sjálfbærni og samvinnu um
að vernda fiskistofna og stuðla að
góðri stjórnun fiskveiða á norðurslóð-
um. Ég verð að segja þér að flestir ná-
grannar ykkar sjá stefnu Noregs í
öðru ljósi.“
Störe leggur áherslu á að samskipti
Íslendinga og Norðmanna hafi verið
sérlega náin undanfarið. Áhugi um-
heimsins á nyrstu svæðum heims hafi
aukist mjög. Þar þurfi að vera gott
samstarf við æ öflugri Rússa. „Íslend-
ingar og Norðmenn byggja á sameig-
inlegum grunni
[…]. Þess vegna
liggur í augum
uppi að þjóðirnar
eiga að standa
fyrir þessu sam-
starfi.“
Orri segir að
rússnesk stjórn-
völd hafi, ásamt
alþjóðlegri hreyf-
ingu, beitt sér fyrir því að vernda Atl-
antshafslaxinn og endurreisa stofn-
stærð hans. „Lax úr rússneskum ám
gengur um norsk hafsvæði. Þrátt fyr-
ir skriflegt loforð Erik Solheim ráð-
herra um úrbætur sem ríkisstjórn
Rússlands var sent 16. apríl sl. hafa
Norðmenn látið undir höfuð leggjast
að gera viðeigandi ráðstafanir í Finn-
mörku og annars staðar til að vernda
laxastofna sem heimkynni eiga í ám í
Rússlandi, Finnlandi, Svíþjóð og víð-
ar.“ Efndir verði að fylgja orðum.
Hann óttist því að tal utanríkisráð-
herrans um samstarf séu orðin tóm.
gag@mbl.is
Segir Norðmenn
verstu óvini
Atlantshafslaxins
Orri Vigfússon óttast að orð utanrík-
isráðherra Noregs séu ómarktæk
Orri Vigfússon
Eftir Jón Sigurðsson
Blönduósi | Hvassir vindar leika nú
um Húnaflóa, ættaðir að sunnan.
Þessir vindar bera með sér hlýindi
sem ganga á snjóinn sem var orðinn
þónokkur. Ekki er gott að segja
hvort þetta var til bóta fyrir
rjúpnaveiðimenn sem héldu til
veiða um helgina, en margir sjá lít-
ið eftir þeim snjó sem kominn var.
Þó að hvasst sé á Húnaflóasvæðinu
hafa menn enn sýn til Stranda og er
það mörgum huggun að vita að
land er handan við úfinn sæ.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Handan við úfinn sæ sér til Stranda