Morgunblaðið - 04.11.2008, Síða 14

Morgunblaðið - 04.11.2008, Síða 14
14 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2008 Þetta er handbókin í ár fyrir stjórnendur sem eiga eftir að ákveða hvað fyrirtækið ætlar að gefa samstarfsaðilum, viðskiptavinum og eigin starfsfólki í jólagjöf. Glæsilegur blaðauki um allt sem snýr að jólagjöfum frá fyrirtækjum til starfsfólks og viðskiptavina fylgir Viðskiptablaði Morgunblaðsins 13. nóvember. Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn Karlsdóttir í síma 569 1134 og 692 1010 eða sigridurh@mbl.is Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16 mánudaginn 10. nóvember. Jólagjafir frá fyrirtækjum FERMINGARBÖRN úr 65 sóknum í öllum landshlutum ganga í hús í dag milli kl. 17.30 og 21.00 til að safna peningum til verkefna Hjálp- arstarfs kirkjunnar í Mósambík, Malaví, Úganda og Eþíópíu. Þetta er í tíunda sinn sem söfnunin er haldin en í fyrra söfnuðu ferming- arbörnin um 8 milljónum króna. Ganga í hús SÍÐASTLIÐINN fimmtudag veitt hin árlega Húm- anistaviðurkenn- ing Siðmenntar. Siðmennt, sem er félag siðrænna húmanista, hefur veitt verðlaunin síðan árið 2005 og komu þau í hlut Rauða krossins. Þar að auki voru veitt verðlaun í nýjum verðlaunaflokki, sem fengið hefur heitið Fræðslu- og vísindavið- urkenning Siðmenntar. Komu þau í hlut Péturs Tyrfingssonar sálfræð- ings. Húmanistavið- urkenning Pétur Tyrfingsson UNGIR jafnaðarmenn hafna alfarið upptöku norskrar krónu og telja að með því myndi hluti fullveldis þjóð- arinnar glatast þar sem Ísland myndi ekki koma að stjórn seðla- banka þjóðarinnar. Ef Ísland hins vegar tæki upp evru myndi Ísland hafa atkvæði í Seðlabanka Evrópu. „Burtséð frá þessum rökum ætti Ísland mun frekar að taka upp evru heldur en norska krónu. Meirihluti viðskipta Íslands er við lönd sem nota evru,“ segir í tilkynningu. Enga norska aura Í DAG, þriðjudag kl. 16.30, stendur Náttúrulækningafélag Íslands í samstarfi við ÓB ráðgjöf fyrir mál- þingi undir yfirskriftinni „Við tvö og barnið okkar“ í Laugarsal í World Class Laugum. Breytingar á lífi og sambandi foreldra eftir að barn þeirra er komið í heiminn er aðalumfjöllunarefni málþingsins. Foreldrar og börn STUTT Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is LEIGA sveitarfélaga sem falið hafa Eignarhaldsfélaginu Fasteign ehf. rekstur húsnæðis hefur hækkað verulega með lækkandi gengi krón- unnar vegna þess að 55% leigugjalds- ins eru reiknuð út í evrum. Þannig er leiga Vestmannaeyjabæjar um þess- ar mundir um 60% hærri en var að meðaltali á síðasta ári. Getur munað tugum milljóna á ári, haldist krónan svona lág. Mörg sveitarfélög hafa selt fast- eignir til eignarhaldsfélaga. Samn- ingur Mosfellsbæjar og Nýsis um Íþróttamiðstöðina Lágafell var óvenjulegur að því leyti að sveitarfé- lagið og Nýsir áttu fasteignafélagið saman en fyrirtæki á vegum Nýsis rak miðstöðina. Mosfellsbær tók við rekstrinum fyrir helgi, eins og fram kom. Mosfellsbær og Nýsir áttu jafnan hlut í Fasteignafélaginu Lækjarhlíð ehf. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri segir að bærinn hafi að ósk Nýsis tekið við hlut fyrirtækisins og rekstr- inum. Fór þetta þannig fram að Eignarhaldsfélagið Lækjarhlíð keypti 250 þúsund kr. hlutafé Nýsis í félaginu. Kaupverðið mun hafa verið ein króna. Er félagið þá að öllu leyti í eigu Mosfellsbæjar. Fasteignafélagið hefur jafnframt gert samning við Nýja Landsbankann um skuldbreyt- ingu á áhvílandi láni vegna bygging- arinnar. Umfangsmikill rekstur Nýsir á í fjárhagsörðugleikum, eins og fram hefur komið. Staða þess er óbreytt gagnvart fasteignum sem það rekur fyrir Hafnarfjarðarbæ, Garðabæ og Grindavíkurbæ. Hafn- arfjarðarbær hefur talið samningana óhagstæða og óskaði á sínum tíma eftir því að taka til sín eignirnar en samningar hafa ekki náðst. Nýsir kemur víðar við. Það á Egilshöllina og var langt komið með viðbyggingu við hana þegar framkvæmdum var frestað vegna erfiðleika við fjár- mögnun. Það er aðili að byggingu tónlistarhúss í Reykjavík og byggði 78 íbúðir fyrir aldraða við Suður- landsbraut. Félagið á allar eignir Há- skólans á Bifröst og heilsugæslustöð í Salahverfi í Kópavogi. Þá er ótalinn fasteignarekstur í Bretlandi og Dan- mörku, meðal annars bygging tíu skóla í Aberdeen. Leigureikningurinn hækkar Misjafnt er hvernig leigugreiðslum er háttað. Hjá Eignarhaldsfélaginu Fasteign er rúmlega helmingur leigugjaldsins tengdur gengi evru, í samræmi við fjármögnun félagsins. Það þýðir að leigugjald sveitarfélag- anna hefur hækkað mjög með lækk- andi gengi íslensku krónunnar. Sem dæmi um það má taka Vest- mannaeyjabæ. Bærinn var að greiða 8 til 10 milljónir á mánuði í leigu til Fasteignar á síðasta ári. Nú um þessi mánaðamót nemur leigureikning- urinn 14,6 milljónum kr., sem sam- svarar 175 milljónum á heilu ári. Leigan þessa dagana er því um 60% hærri en að meðaltali á síðasta ári. Þótt vonast sé til að gengi krón- unnar braggist aftur og leigan lækki virðast samningarnir vera sveit- arfélögunum óhagstæðir eins og staðan er nú. Sigurður Valur Ás- bjarnarson, bæjarstjóri í Sandgerði, segir að síðast þegar bærinn lét at- huga samninga við fasteignafélög hafi blandaðir samningar eins og Fasteign er með komið langbest út. Hann vill ekki fullyrða um stöðuna nú, segir að verið sé að fara yfir málin á vegum bæjarins. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að hækkun leigunnar þyngi reksturinn hjá bæj- arfélaginu og takmarki svigrúm til fjárstýringar. Vestmannaeyjabær hefur greitt upp erlend lán og segir Elliði að skuldastaða sveitarfélagsins sé vel viðráðanleg. „Við getum hins vegar lítið gert hvað varðar leigu- samningana annað en að hagræða og draga saman annars staðar í rekstr- inum til að mæta þessum aukakostn- aði,“ segir Elliði. Húsaleigan 60% hærri Leiga sveitarfélaga á skólum og íþróttamannvirkjum er að hluta tengd gengi evru Í HNOTSKURN »Í eignasafni Fasteignareru rúmlega 70 fasteignir og er flatarmál þeirra um 110 þúsund fermetrar. Félagið er í samstarfi við Reykjanesbæ, Vestmannaeyjar, Fjarða- byggð, Sandgerði, Garðabæ, Voga, Norðurþing, Álftanes, Ölfus, Fljótsdalshérað og Grímsnes- og Grafningshrepp. »Nýsir hefur verið í sam-vinnu við Reykjavík, Hafn- arfjörð, Mosfellsbæ, Garðabæ og Grindavík. Búmenn reka einnig hús fyrir sveitarfélög. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vígslan Stefán Þórarinsson, Klara Klængsdóttir og Karl Tómasson tóku Íþróttamiðstöðina Lágafell formlega í notkun við athöfn á síðasta ári. FASTEIGNAFÉLÖG eiga og reka fjölda fasteigna fyrir sveitarfélög. Umfangsmest er Eignarhalds- félagið Fasteign hf. sem á mikinn hluta skóla- og íþróttamannvirkja og menningarhúsa í Reykjanesbæ og fleiri sveitarfélögum á Suð- urnesjum, Vestmannaeyjum og víðar. Fasteign er í meirihlutaeigu sveit- arfélaganna en fjármálafyrirtæki eiga einnig hlut, mest Glitnir sem var meðal stofnenda félagsins. Þróunar- og fasteignafélagið Nýsir hf. á skólahúsnæði í Hafnarfirði og leikskóla í Garðabæ og Grindavík. Búmenn eiga skrifstofu- og þjón- ustubyggingar í Sandgerði, Vogum og víðar. Fasteignafélögin hafa yf- irtekið eignirnar af sveitarfélög- unum eða byggt í þeirra umboði en sveitarfélögin leigja eignirnar og nota fyrir starfsemi sína. Þótt nokkur sveitarfélög hafi farið með eignir inn í fasteignafélög er meirihluti eigna sveitarfélaga í hefðbundinni opinberri eigu. Til umræðu hefur komið á vett- vangi sveitarfélaganna að stofna fasteignafélag sem væri alfarið í eigu sveitarfélaganna í landinu. Hugmyndin er að ná sem hagstæð- astri fjármögnun fyrir sveit- arfélögin, sem öruggan leigutaka, að sögn Halldórs Halldórssonar, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þessi hugmynd hef- ur nú verið rifjuð upp og nefnt hvort hagkvæmt væri að útvíkka Eignarhaldsfélagið Fasteign sem er í eigu sveitarfélaga og fjármála- fyrirtækja og gera það að hreinu eignarhaldsfélagi sveitarfélag- anna. Fela eignarhaldsfélögum að reka húseignir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.