Morgunblaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 19
Daglegt líf 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2008
Sígildar peysur 100% vélþæg ull 25% afslátturDizaEngri lík!
15% afsláttur af peysum,
bolum, gallabuxum og beltum
Laugavegi 44 • Sími 561 4000 www.diza.is Opið virka daga kl. 10:30-18:00 laugard. kl. 11:00-16:00
Diza býður til
einnar viku veislu í
tilefni af 4 ára
tilvist og veru í
miðbænum.
Góðar fréttir af Laugavegi!
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
S
amvinna foreldra og leikskólastarfs-
fólks er gífurlega mikilvæg fyrir
þroska barns. Í Bretlandi er almennt
viðurkennt að taki foreldrar ekki þátt
í menntun barna sinna þá hafi fræðsl-
an sem börnin hljóta á leikskólanum takmörkuð
áhrif,“ segir doktor Margy Whalley, sem stödd
var hér á landi nýlega á vegum Mennta-
vísindasviðs Háskóla Íslands. Hún bendir á að þó
að tíminn sem börnin dvelja á leikskólanum dag
hvern sé oft langur, þá sé hann samt sem áður, á
heildina litið, skemmri en sá tími sem börnin
verja með foreldrum sínum – jafnvel þó að hluti
þess tíma fari í svefn. „Heima fyrir mennta for-
eldrar börn sín á svo marga ólíka vegu. Þeir örva
þau með því að fylgja eftir áhugamálum þeirra,
með leik, útiveru og ýmsu öðru, segir Whalley,
sem starfar hjá
fjölskyldumiðstöðinni Pen Green Center for
Children and Families í Corby á Englandi.
Í Pen Green Center hefur verið lögð mikil
áhersla á að leikskólafræðslan sé samstarfsverk-
efni foreldra og leikskólakennara. „Rannsóknir
hafa sýnt að þegar að hægt er að gera foreldra
virkilega spennta fyrir þroska barna sinna og fá
þá til að deila með leikskólastarfsfólki hvernig
börnin læra og þroskast heima fyrir, að þá hefur
það verulega mikil áhrif á það hvernig börnin
læra í leikskólanum.“
Byggt á áhuga barnsins
Whalley nefnir sem dæmi að þau fái foreldra
til að taka myndir og myndbönd af börnum sín-
um heima til að deila með starfsfólki, sem og að
segja einfaldlega frá hvað veki áhuga þeirra þá
stundina. Hafi barn t.d. fylgst með föður sínum
byggja bílskúr eina helgina og mæti í leikskólann
upptendrað eftir smíðavinnuna með pabba þá sé
hægt að nota þá þekkingu í leik barnsins. Draga
e.t.v. fram kubbana og skoða byggingar eða
byggingasvæði í næsta nágrenni. „Maður byggir
á því sem vakið hefur áhuga barnsins, hvort sem
það er lirfa, köngull eða byggingavinna. Viti
maður hins vegar ekki hvað barn lærir heima þá
er ekki hægt að byggja á þeim áhuga.“
Whalley segir leikskólastarfsfólkið að sama
skapi fræða foreldrana um leik og þroska
barnanna í skólanum. „Þannig ræðum við saman
um hvað börnin séu að læra, hvernig þau læri og
hvað við getum gert til að styðja þau betur.“
Við þetta, kveður hún foreldrana verða ennþá
spenntari og metnaðargjarnari fyrir hönd barna
sinna. Tilgangurinn sé þó ekki að gera foreldr-
ana að skilvirkari uppalendum – slíkt sé banda-
rísk hugmyndafræði – heldur einfaldlega að
vinna út frá þeirri þekkingu og hæfni sem for-
eldrarnir búa yfir.
Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvort
þessi nálgun feli ekki í sér töluvert meiri vinnu
fyrir leikskólakennarana, en Whalley neitar því.
„Vissulega er þetta meiri vinna, en hún er ekki
miklu meiri,“ segir hún. „Sem leikskólakennarar
ber okkur að halda skrá yfir þroska barnanna
þannig að þessar upplýsingar eru til staðar, við-
bótin felst í því að miðla þeim.“
Mikilvægt að þekkja heimilið
Stærsta breytingin felst því að hennar sögn í
viðhorfsbreytingu – að leikskólakennarar við-
urkenni foreldrana sem fyrstu og nánustu upp-
fræðendur barna sinna. „Og slíkt er ekki alltaf
auðvelt fyrir fagfólkið sem stundum telur sig vita
best.“
Whalley leggur mikla áherslu á að þekking á
heimili og fjölskyldu barns sé eitt af grundvall-
aratriðum þess að geta verið með það á leikskóla.
Starfsfólk Pen Green Center heimsækir því fjöl-
skyldurnar, ýmist þegar að öll fjölskyldan er
heima, eða þá að farið er á bæði heimilin séu for-
eldrarnir skildir að skiptum. Heimsóknirnar
krefjast þjálfunar og segir hún þess vegna mik-
ilvægt að starfsfólkið sé fagfólk, sem hafi hlotið
þjálfun í samskiptum við foreldra. Annars geti
aðstæður auðveldlega orðið óþægilegar. „Maður
má alls ekki mæta á svæðið með lista til að mæla
getu barnsins, eða minna á neinn hátt á afskipta-
saman félagsráðgjafa eða heilbrigðisstarfsmann.
Þessar heimsóknir verða að vera á jafn-
ingjagrundvelli,“ segir Whalley.
„Vinátta og virðing eru enda mikilvæg hugtök í
þessu sambandi því að hugmyndin er einfaldlega
sú að kynnast því hvernig barnið leikur sér og
hvaða fullorðnu einstaklingar eru mikilvægur
hluti af lífi þess heimavið. Með því móti getum
við nefnilega gert okkur góða mynd af þróun
barnsins heima fyrir.“
Samvinnan besta leiðin
Leikskólafræðslan sam-
starfsverkefni foreldra
og leikskólakennara
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Í leik Þroska barna á að efla með því að vinna með áhugasvið þeirra hverju sinni, segir dr. Whalley.
Rannsókn Doktor Margy Whalley leggur
áherslu á meira samstarf foreldra og leikskólans.
MEÐAN á Íslandsdvölinni stóð heimsótti
Margy Whalley þrjá leikskóla á höfuðborg-
arsvæðinu. Voru það leikskólarnir Bakki,
Brákarborg og Sólborg og vöktu þeir allir
áhuga Whalley.
„Ég var mjög hrifin af því starfi sem fer
fram á þessum leikskólum. Raunar hef ég
hug á að fá að senda starfsfólk frá Pen
Green Center þangað í heimsókn til að kynn-
ast betur starfinu sem þar fer fram,“ segir
Whalley og bætti við að hún vildi líka gjarnan
fá íslenska leikskólakennara í heimsókn í
Pen Green Center.
Hrifin af íslensku
leikskólunum
Vísnahorninu barst vísa, þar semvísað er í samtal íslensks ráð-
herra við breska fjármálaráðherr-
ann:
„Alistair ákafur lagði
að mér. Ég svaraði’ að bragði.
Eitt er þó verst,
eins og víst sést,
að ég sagði’ekki það sem ég sagði.“
Hilmir Jóhannesson á Sauð-
árkróki yrkir:
Ég sæll var með æ og sí laun
þó sæi ég tví og þrí laun
en bankarnir blessaðir
brotnir og stressaðir
borga víst nú orðið ný laun.
Af bönkum
og Alistair
VÍSNABORN pebl@mbl.is
HELMINGUR danskra ungmenna á
aldrinum 12-17 ára hefur prufað að
leika fjárhættuspil á netinu og 8%
ungmenna eru í áhættuhópi þeirra
sem geta orðið háðir fjárhættuspili.
Þetta eru niðurstöður stórrar rann-
sóknar sem Berlingske Tidende
greindi nýlega frá og unnin var á
vegum dönsku velferðarrannsókn-
armiðstöðvarinnar.
Blaðið tekur dæmi af Frederik, 13
ára dreng, sem hefur gaman af að
leika póker á netinu – sérstaklega
þegar hann vinnur peninga en leik-
inn lærði hann af afa sínum.
„Ég hef oft spilað til fjögur á
morgnana,“ hefur Berlingske Tid-
ende eftir Frederik. „Og einu sinnu
vorum við afi með í pókermóti á Po-
ker Stars þar sem voru 3.000 aðrir
leikmenn. Við enduðum í fimmta
sæti og unnum hundrað dollara,“
segir Frederik stoltur.
Spila fyrir 12.000 kr. á viku
Ákafasti leikmannahópurinn er
samkvæmt rannsókninni drengir á
aldrinum 15-17 ára, en þeir leika
fjárhættuspil nokkrum sinnum í
viku og spila fyrir um 545 danskar
kr., eða tæpar 12.000 íslenskar kr.,
á mánuði. Eru póker og svo nefnt
odds-spil vinsælustu leikirnir og
segir Connie Nielsen, einn vísinda-
mannanna sem stóðu að rannsókn-
inni, það visst stöðutákn meðal fé-
laganna að vera góður í póker.
„Ungmennin spila fyrst og fremst af
því að þeim finnst það gaman. En
þau gera það líka til að vinna sig
upp í áliti hjá félögunum,“ segir
hún.
Þó að tilhugsunin um að geta unn-
ið pening sé ekki nema í þriðja sæti
yfir þær ástæður sem krakkarnir
gáfu fyrir fjárhættuspilinu er engu
að síður ýmislegt sem bendir til að
sum þeirra séu í hættu að þróa með
sér spilafíkn. En þeir sem falla í
áhættuhópinn, að sögn Nielsen,
hafa ýmist upplifað að spila fyrir
meiri og meiri pening, að hverfa inn
í lokaðan heim á meðan að þau spila,
eða hafa logið og haldið áfram að
spila þrátt fyrir að hafa tapað pen-
ingum.
Er kunnátta
í póker
stöðutákn?
Morgunblaðið/Jim Smart
Fjárhættuspil Ákafasti hópur
danskra ungmenna, sem stunda
fjárhættuspil á netin, er drengir á
aldrinum 15-17 ára.