Morgunblaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 32
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Staðan kom upp í Evrópukeppni
taflfélaga sem lauk fyrir skömmu í
Halkidiki í Grikklandi. Spænski al-
þjóðlegi meistarinn Ivan Ayala
Cabezas (2.374) hafði hvítt gegn
Halldóri Grétari Einarssyni (2.264)
sem tefldi fyrir Taflfélag Bolung-
arvíkur. 49. d5! exd5 50. e6 f6 51.
Be7 svartur er nú varnarlaus. Fram-
haldið varð: 51. …Hxc4 52. Hxf6
Be8 53. Haf2 Kh7 54. H2f4 Hxf4 55.
Hxf4 Hg7 56. Ba3 Hb7 57. g5 Hb1
58. Hf7+ Bxf7 59. exf7 og svartur
gafst upp. Taflfélag Bolungarvíkur
er um þessar mundir á mikilli sigl-
ingu þar sem í ár tók félagið í fyrsta
skipti þátt í Evrópukeppni taflfélaga
og lið félagsins trónir nú í efsta sæti
í 1. deild að loknum fyrri hluta Ís-
landsmóts skákfélaga.
Hvítur á leik.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2008
Sudoku
Frumstig
6 1 3 9
8 1 4 6
3 5 8
7 9 5 1 2
9 6 4 2 5 8
2 8 7 1 4
4 9 5
7 2 8 3
5 3 1 8
2 8 7
9 6 2 3
7 4 6
2 1 9 4 3
8 3 1 9 7
3 1 6
1 9 2 8
6 7 5
8 6
3 6 2
7 2 4 9 8
2 5 9 6 7
5 4 2
9 3 1 2 5
1 2 9 5 4
9 6 7
4 1
4 9 8 1 6 2 3 7 5
1 3 7 9 5 8 6 4 2
2 5 6 7 3 4 1 9 8
9 2 5 6 8 1 7 3 4
8 6 4 5 7 3 2 1 9
3 7 1 4 2 9 8 5 6
5 1 3 8 4 6 9 2 7
7 8 2 3 9 5 4 6 1
6 4 9 2 1 7 5 8 3
2 7 5 8 9 6 1 3 4
4 1 9 7 3 5 2 6 8
6 8 3 4 2 1 5 7 9
5 9 7 3 4 2 8 1 6
1 2 4 5 6 8 7 9 3
3 6 8 9 1 7 4 2 5
8 4 6 1 7 3 9 5 2
7 5 2 6 8 9 3 4 1
9 3 1 2 5 4 6 8 7
1 5 4 9 8 3 2 6 7
6 8 7 2 1 4 5 3 9
2 3 9 5 6 7 8 1 4
3 7 8 1 9 5 6 4 2
4 6 1 3 7 2 9 8 5
9 2 5 8 4 6 3 7 1
5 4 2 7 3 8 1 9 6
8 9 6 4 2 1 7 5 3
7 1 3 6 5 9 4 2 8
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Lausn síðustu Sudoki.
dagbók
Í dag er þriðjudagur 4. nóvember,
309. dagur ársins 2008
Orð dagsins: Enginn á meiri kærleik
en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyr-
ir vini sína. (Jh. 15, 13.)
VVíkverji væri alveg til í aðbregða undir sig betri fætinum
í borgarferð með breyttum vélum
Icelandair. Sætin eru víst orðin
þægilegri og rýmri, nýtt afþreying-
arkerfi og flugfreyjurnar í nýjum
búningum. Síðast þegar Víkverji
flaug með Icelandair, skömmu fyrir
bankahrunið, var vélin með gömlu
þröngu sætunum og áhöfnin ítrekaði
að nú færi að styttast í nýju og
skemmtilegu vélarnar.
Eftir að hafa skoðað þessar boð-
uðu breytingar, og borið fargjöldin
saman við t.d. Iceland Express,
komst Víkverji að merkilegri nið-
urstöðu. Svo virðist sem Icelandair
hafi að nokkru leyti breyst í lág-
gjaldaflugfélag. Nú þurfa farþegar á
almennu farrými að borga fyrir mat-
inn og það sem vakti mesta furðu
Víkverja var að kaupa þarf kodda og
teppi. Og til að njóta afþreying-
arkerfisins í hljóði eru heyrnartólin
ekki lengur í boði nema til kaups.
Bendir félagið fólki á að það getur
komið með sín eigin heyrnartól. Á
almennu farrými verður heldur ekki
lengur hægt að lesa Moggann.
x x x
Víkverji er þokklegum gáfumgæddur en hann á afar erfitt
með að sjá hvernig þessar breyt-
ingar Icelandair koma út sem aukin
þjónusta við farþega, sem fæstir spá
í að fljúga með Saga Class eða öðru
viðskiptafarrými og láta sér al-
menna rýmið duga í kreppunni. Hins
vegar er athyglisvert að Icelandair
er í flestum tilvikum með ódýrari
flugmiða en Iceland Express, á al-
gengum leiðum eins og til London
og Kaupmannahafnar. Kannski er
það bara tímabundið en Icelandair
er núna með tilboð til ákveðinna
staða, sem félagið kallar „besta
verðið“. Eitthvað hökti þó nýi vef-
urinn því undir tilboðinu komu upp
sérstæð skilaboð í gærmorgun, þeg-
ar slegið var t.d. inn að fljúga ætti til
Kaupmannahafnar. Þá kom gluggi
með skilaboðunum „Flugvöllur ekki
til“. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 hlutdeild, 4
lóð, 7 ól, 8 halinn, 9 ill-
gjörn, 11 gylla, 13 hæð-
um, 14 Jesú, 15 fá á sig
þunnan ís, 17 skaði, 20
sár, 22 myndun, 23 gref-
ur, 24 eldstæði, 25
skepnurnar.
Lóðrétt | 1 árás, 2 súr-
efnið, 3 vot, 4 listi, 5
skikkju, 6 niðurfelling,
10 yfirbygging á skipi,
12 keyra, 13 stefna, 15
hafa stjórn á, 16 saddi,
18 kantur, 19 líffærin, 20
sæla, 21 föndur.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 kvenfólks, 8 vítur, 9 öldur, 10 Týr, 11 neita, 13
feikn, 15 bauks, 18 skóla, 21 tóm, 22 Eldey, 23 efast, 24
fangelsið.
Lóðrétt: 2 vetni, 3 narta, 4 óþörf, 5 koddi, 6 svín, 7 grun,
12 tak, 14 eik, 15 brek, 16 undra, 17 stygg, 18 smell, 19
óvani, 20 autt.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Eitraður valkostur.
Norður
♠ÁK105
♥K
♦ÁKG96
♣G86
Vestur Austur
♠G963 ♠4
♥D104 ♥987532
♦85 ♦432
♣ÁK72 ♣D94
Suður
♠D872
♥ÁG6
♦D107
♣1053
Suður spilar 4♠.
Vörnin er yfirleitt fljótari en sagn-
hafi að átta sig á legunni í lykillitum.
Þetta er augljóst hvað tromplitinn
varðar. Hér spilar suður 4♠ og hann
sér auðvitað ekki fyrirfram að liturinn
brotnar 4-1. En vestur veit það strax í
byrjun og það forskot í vitneskju gefur
vörninni möguleika á að leiða sagnhafa
á villigötur. Til að byrja með tekur
vörnin þrjá slagi á lauf og skiptir svo
yfir í hjarta. Sagnhafi leggur niður ♠Á
og austur fylgir með fjarka. Nú ætti
vestur að vera viðbúinn og fylgja hik-
laust með níunni. Ef hann setur þrist-
inn mun sagnhafi spila á drottninguna
næst, enda ekki hægt að ráða við
♠G9xx í austur. En gosann smátt
fjórða má ráða við. Láti vestur níuna
gæti sagnhafi valið að spila upp á fjór-
litinn í austur með því að taka næst á
♠K. Sakar ekki að reyna.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Ef einhver hefur hæfileika til að
heilla aðra upp úr skónum, ert það þú.
Bolmagn annarra kemur þér til góða.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Gættu þess að gefa ekki loforð sem
þú getur ekki staðið við. Taktu þér tak og
viðurkenndu að sjaldan veldur einn þá
tveir deila.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú getur útvegað það sem aðrir
þarfnast. Hverjar væru afleiðingarnar ef
leyndarmálið kæmist í hámæli? Hugsaðu
það til enda og láttu svo kyrrt liggja.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Næsti mánuður verður annasam-
ur því framundan eru margar veislur og
mannfagnaðir. Reyndu að hafa hemil á
þér.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Nú verður þú að taka á málum heima
fyrir áður en þau fara úr böndunum. Að
öðrum kosti fer allt úrskeiðis.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Væntingar annarra til þín munu
líklega koma þér í opna skjöldu í dag eða
að eitthvað stendur ekki undir vænt-
ingum þínum. En þér er óhætt að treysta
á innsæi þitt.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Dagdraumar geta verið skemmtilegir
en best er þó að sinna sínu í raunveruleik-
anum og uppskera þar árangur erfiðis
síns. Vertu á verði ef þú átt í vandræðum.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú ert yndislega opinn þar
sem þú hefur ekki enn ákveðið hver þú átt
að vera í nýrri stöðu. Vertu á varðbergi
gagnvart laumuspili af einhverju tagi.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Dund er ekki málið fyrir þig!
Þú ert í banastuði og munt framleiða heil
ósköp og veita góða þjónustu. Vinsam-
legar viðræður við systkini og ættingja
bera ávöxt.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Það er engin ástæða til þess að
vera hræddur við framandlegar að-
stæður, þótt það sé eðlilegt. Veittu mót-
spyrnu og varastu tungulipurt fólk sem
ekki ber hag þinn fyrir brjósti.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Það er engu líkara en allt sé
hulið einhvers konar þoku. Vonir þínar og
framtíðardraumar skipta þig miklu máli.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Það veitir þér mikla ánægju að
koma öðrum til að hlæja. Gefðu þér tíma
og sæktu orku í umhverfi þitt.
Stjörnuspá
Hallbera Páls-
dóttir, Birkiteig
4, Keflavík er ní-
ræð í dag, 4. nóv-
ember.
Hún tekur á
móti gestum
laugardaginn 8.
nóvember í
Kirkjulundi frá
kl. 15 til 18. Hallbera afþakkar blóm
og gjafir en söfnunarbaukur verður
á staðnum fyrir þá sem vilja gleðja
afmælisbarnið og mun innihald hans
renna til góðgerðarmála (SKB).
90 ára
Sigurgeir Jón-
asson er átt-
ræður í dag, 4.
nóvember. Hann
dvelur nú á Hot-
el Falua, Ave-
nida Tenerife 9,
(íbúð 217) Gran
Canaria og nýt-
ur dagsins þar.
80 ára
Víðir Hafberg
Kristinsson sál-
fræðingur er sjö-
tugur í dag, 4.
nóvember. Eig-
inkona hans er
Hulda Guð-
mundsdóttir hóp-
sálgreinir. Víðir
dvelst með fjöl-
skyldu sinni á Kirkjubæjarklaustri
á afmælisdaginn.
70 ára
„Ég ætla að vera með opið hús fyrir ættingja, vini
og samferðamenn,“ sagði Bjarni Óskarsson veit-
ingamaður sem er fimmtugur í dag. Hann ætlar að
halda upp á afmælið á laugardaginn kemur á
heimili sínu að Völlum í Svarfaðardal. Bjarni á von
á fjölmenni. „Ég verð með suður-evrópskan
sveitamat, m.a. krónhjört, héra, akurhænu og
fleira. Svo verður íslenskt með, íslenskt bygg,
hrátt kofareykt hangikjöt, hákarl og súr hvalur.
Með þessu getur fólk fengið bjór, vín og fjallavatn.
Þetta verður bara veisla,“ sagði Bjarni.
Afmælisbarnið hefur afþakkað afmælisgjafir en
biður þá sem vilja gleðja hann að gefa í styrktarsjóð sem hann hefur
stofnað til hjálpar fátækum íslenskum fjölskyldum. Sjóðurinn heitir
Minningarsjóður Guðmundar góða og er í vörslu Sparisjóðs Svarfdæl-
inga (nr. 1177-18-670140, kt. 610269-4949). „Guðmundur góði var
fyrsti prestur hér á Völlum og þjónaði Vallastað frá 1190 til 1195. Í
sumar langar mig að reisa honum minnisvarða,“ sagði Bjarni. „Í
stjórn sjóðsins eru valinkunnir menn, þar á meðal tveir klerkar.
Markmiðið er að starfa í anda Guðmundar góða en hann hjálpaði
þeim sem minna máttu sín.“ | gudni@mbl.is
Bjarni Óskarsson veitingamaður 50 ára
Í anda Guðmundar góða
Nýirborgarar
Reykjavík Stefán Máni
Svansson fæddist 27. maí
kl. 15.37. Hann vó 3.850 g
og var 52 sm langur. For-
eldrar hans eru Svava
Ólafsdóttir og Svanur Þór
Björgvinsson.
Reykjavík Elísabetu Ósk
Guðmundsdóttur og Ægi
Eyjólfssyni fæddist sonur
18. október kl. 12.35.
Hann vó 3.150 g og var
49,5 sm langur.
Reykjanesbær Helenu
Einarsdóttur og Andra H.
Oddssyni fæddist dóttir 1.
október kl. 20.20. Hún vó
3.385 g og var 52 sm löng.
Þetta gerðist …
4. nóvember 1942
Áhöfn Brúarfoss bjargaði öll-
um 47 skipbrotsmönnunum af
enska flutningaskipinu Daleby
sem þýski kafbáturinn U-89
sökkti suðaustur af Græn-
landi. Skipin voru í skipalest á
leiðinni frá Bandaríkjunum til
Íslands. Stjórn Eimskipa-
félagsins heiðraði björg-
unarmennina.
4. nóvember 1995
Orkan opnaði þrjár bens-
ínstöðvar þar sem hver lítri
var þremur til fimm krónum
ódýrari en á öðrum stöðvum.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.