Morgunblaðið - 04.11.2008, Síða 41

Morgunblaðið - 04.11.2008, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2008 / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 8 B.i. 16 ára MAX PAYNE kl. 10:10 B.i. 16 ára HAPPY GO LUCKY kl. 8 LEYFÐ BANGKOK DANGEROUS kl. 10:10 B.i. 16 ára HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 6 - 8 LEYFÐ NIGHTS IN RODANTHE kl. 6 LEYFÐ EAGLE EYE kl. 8 B.i. 16 ára HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 8 LEYFÐ SEX DRIVE kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára BURN AFTER READING kl. 10:10 Síðasta sýn. B.i. 16 ára MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR! SÝND Í KEFLAVÍKÍSLENSKT TALSÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í KEFLAVÍK SÝND Í KEFLAVÍK Íslensk bókaútgáfa stendur fyr-ir sínu þessa dagana. Það erekki síst ánægjulegt að sjá skáldskap, íslenskan sem þýddan, streyma úr prentsmiðjunum. Núna þurfum við skáldskap. Við þurfum bókmenntir. Þegar persónur og leikendur í veruleikanum hætta að hugsa skýrt er gott að leita á náðir skáldskaparins þar sem hægt er að ganga að yfirvegaðri hugsun um heiminn.    Það hefur reyndar vakið athyglihversu margar bækur virðast beinlínis fjalla um ástandið eins og það er. Glæpasaga Árna Þórarins- sonar hefst á orðunum: „Hér er allt að fara til andskotans“ og fjallar svo um hrun samfélags. Stefán Máni varpar ljósi á samfélag græðgi, sömuleiðis Steinar Bragi, og Þorsteinn frá Hamri yrkir um gildishrun. Þannig mætti áfram telja. En hlutverk skáldskapar er ekki aðeins að varpa ljósi á ríkjandi ástand heldur einnig að hugsa nýj- ar hugsanir og orða gamlar upp á nýtt, hreyfa okkur úr stað. Það er því sérlega mikilvægt að útgef- endur hafi ekki guggnað á skáld- skapnum í þessum hremmingum. Svo virðist sem niðurskurðurinn hafi frekar bitnað á bókum sem eru dýrar í prentun og vinnslu.    Íslenskar afþreyingarbók-menntir sóttu mjög í sig veðrið á uppgangstímanum. Sennilega er óhætt að segja að þær hafi styrkt útgáfubransann. Á laugardaginn kom ný glæpasaga eftir Arnald Indriðason út í tæplega þrjátíu þúsund eintökum. Það hlýtur óneitanlega að vera talsverður bú- hnykkur að slíkum höfundi. Um þessar mundir er að koma út um það bil tugur íslenskra reifara. Þýddar afþreyingarbókmenntir hafa einnig orðið fleiri síðustu ár og sömuleiðis þýðingar á erlendum samtímaverkum. Þeim hefur fjölg- að á kostnað þýðinga á klassískum verkum. Í öllum þessum bókaflokkum eruþó að koma út verk sem vekja sérstaka eftirvæntingu. Nefna má bækur eins og Nafn mitt er Rauður eftir Orhan Pamuk sem hlaut Nób- elsverðlaunin í bókmenntum á síð- asta ári. Einnig Hvað er þetta hvað eftir einn af áhugaverðustu höf- undum Bandaríkjanna um þessar mundir, Dave Eggers. Af módernískri klassík ber Bréf til föðurins eftir Franz Kafka, sem er að koma út í þýðingu Ástráðs Ey- steinssonar og Eysteins Þorvalds- sonar, hæst auk Maíkonungsins eft- ir Allen Ginsberg í þýðingu Eiríks Arnar Norðdahl. Reyndar mætti einnig benda á þýðingar Magnúsar Sigurðssonar á Katúlusi og Eneasarkviðu í ljóða- bók hans, Fiðrildi, mynta og spör- fuglar Lesbíu, sem hann hlaut Bók- menntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir í síðustu viku. Magnús sýndi það í fyrra með þýðingum sínum á Söngvunum frá Písa eftir Ezra Pound að hann læt- ur sér fátt fyrir brjósti brenna þeg- ar þýðingar á erfiðum textum eru annars vegar.    Ljóðabækur eru að koma út íbunkum þessa dagana. Ein sú forvitnilegasta er reyndar fyrr- nefnd bók eftir Magnús Sigurðs- son. Það er langt síðan dómnefnd Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar hefur ratað á jafn góða bók og nú. Fiðrildi, mynta og spörfuglar Lesbíu er ekki aðeins forvitnileg fyrir þær sakir að hún bræðir saman ólík bókmennta- form, eins og þýðingar og frum- samin ljóð, textaskýringar og til- vitnanir í annarra manna verk. Bókin inniheldur hreinlega ljóð sem eru með því besta sem komið hefur frá ungu skáldi hin síðari ár. Á hinum enda aldursskalans stendur Þorsteinn frá Hamri sem sendir frá sér sína bestu ljóðabók í mörg ár, Hvert orð er atvik. Það er gríðarlegur slagkraftur í þessari bók, og kannski er þetta pólitís- kasta bók Þorsteins um nokkra hríð. trhe@mbl.is Núna þurfum við skáldskap AF LISTUM Þröstur Helgason » Þegar persónur og leikendur í veru- leikanum hætta að hugsa skýrt er gott að leita á náðir skáld- skaparins þar sem alltaf er hægt að ganga að yfirvegaðri hugsun um heiminn. Mikilvægt Útgefendur gugna ekki á skáldskapnum. Morgunblaðið/Einar Falur • Vitum af fjölda fyrirtækja í öllum atvinnugreinum sem vilja skoða sameiningar með hagræðingu í huga. • Eitt vinsælasta vínveitingahús landsins. Ársvelta 250 mkr. EBITDA 90 mkr. Engar skuldir. Mjög hagstætt dæmi fyrir fjárfesta. • Framleiðslu- og þjónustufyrirtæki sem þjónar fiskvinnslu og matvælafyrirtækjum. Ársvelta 50 mkr. EBITDA 6 mkr. Stöðugur vöxtur. • Heildverslun með neytendavörur fyrir konur. Ársvelta 100 mkr. Góður hagnaður. Gæti hentað til flutnings út á land. • Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki. Ársvelta 620 mkr. Skuldsett með hagstæðu erlendu láni. • Rótgróin heildverslun með tæki og rekstrarvörur fyrir heilbrigðisgeirann. Ársvelta 120 mkr. EBITDA 15 mkr. • Innflutnings- og þjónustufyrirtæki með rekstrarvörur. Ársvelta 180 mkr. EBITDA 40 mkr. • Leiðandi hestavöruverslun með mjög góða staðsetningu. Ársvelta 100 mkr. • Sérstæð verslun og þjónusta með merktar vörur. Hentugt fyrir grafíska hönnuði og hugmyndaríkt fólk. Góð framlegð. @

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.