Morgunblaðið - 04.11.2008, Page 44
ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 309. DAGUR ÁRSINS 2008 Borgarleikhúsinu
Fýsn
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700
ÞETTA HELST»
Svikahringingar í gemsa
Ný farsímasvikamylla hefur gert
vart við sig síðustu vikuna. Hátt í
2.000 viðskiptavinir Símans og
Vodafone hafa fengið símhringingu
úr erlendu númeri sem hefst á +882.
Markmiðið er líklega að fá fólk til að
hringja til baka og draga þannig fé
af símanúmerum þess. Fólk er hvatt
til að láta lögreglu vita fái það hring-
ingu af þessu tagi. » Forsíða
Borga ekki sinn hlut
Stjórnendur Kaupþings fengu vil-
yrði fyrri stjórnar fyrir því að þurfa
ekki að greiða hluti sem þeir voru
skráðir fyrir í félaginu. Upphæðirn-
ar hlaupa á milljörðum. » Forsíða
Munaðarvörum fækkar
Farið er að bera á skorti á ýmiss
konar matvöru og sérvöru sem ekki
telst til nauðsynjahluta. Það á t.d.
við um ýmsa framandi ávexti sem
fylla „C-flokk“ Seðlabankans um
mikilvægi. Hætt er við að skortur
verði á fleiri vörutegundum ef ekki
greiðist úr gjaldeyrisviðskiptum
fljótlega. » 4
Endurspeglast í sorpinu
Sorplosun landsmanna hefur
snarminnkað eftir að hafa aukist
stöðugt á undanförnum árum í takt
við efnahagsástandið. Lítið berst af
byggingarefni en einnig koma ein-
staklingar með minna af dóti í end-
urvinnslustöðvar. » 8
SKOÐANIR»
Ljósvakinn: Burt með krumlurnar!
Staksteinar: Prinsippafstaðan
Forystugreinar: Úrslitastund
|Lyfjaverð á ábyrgð allra
UMRÆÐAN»
Reiðin á tíma kreppunnar
Hingað og ekki lengra
Auðhyggjan fallin – Hvað svo?
Fjölmiðlar og stjörnuleikir
4
4((
4 4 4
(4 4
4
5 # "6%)
%-
"
7
%%&%$*# %
4(
4 4
4 (4 4
4
4 / 8
2 )
4(
4
4(
4 4 4 (4 4(
4 9:;;<=>
)?@=;>A7)BCA9
8<A<9<9:;;<=>
9DA)8%8=EA<
A:=)8%8=EA<
)FA)8%8=EA<
)3>))A&%G=<A8>
H<B<A)8?%H@A
)9=
@3=<
7@A7>)3-)>?<;<
Heitast 10° C | Kaldast 5° C
Gengur í suðaustan
13-18 m/s með rign-
ingu. Hægari og þurrt
fram eftir degi norð-
austantil. » 10
Þorkell Máni á X-inu
segir að menn séu
farnir að skilja að
það þýði ekki að
slökkva á rokk-
útvarpi. » 37
FJÖLMIÐLAR»
X-ið 97,7 í
vandræðum
TÆKNI»
Simmi er einn fjölmargra
á Facebook. » 39
Að mati Þrastar
Helgasonar hefur
líklega aldrei verið
meiri þörf fyrir
góðar bókmenntir
en nú. » 41
BÓKMENNTIR»
Góðar bæk-
ur í kreppu
TÓNLIST»
Uppselt á Bjögga – auka-
tónleikum bætt við. » 36
FÓLK»
Kidman er aldrei lengi
án eiginmannsins. » 42
Menning
VEÐUR»
1. Hjálp, ég er Íslendingur
2. „Hefði átt að stoppa ykkur ...“
3. Árás á fullveldi þjóðarinnar
4. Afbrigðileg fasteignaviðskipti
Morgunblaðið/RAX
Gler Unnið við glerið í Turninum við Smáratorg í gær. Glerklæðningin sprakk út á þriðju hæð hússins.
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
MIKLA mildi má telja að ekki varð
alvarlegt slys er glerklæðning
sprakk á þriðju hæð Turnsins í
Kópavogi nýlega. Glerbrotunum
rigndi yfir níu ára dreng, sem stadd-
ur var á bílastæði fyrir utan versl-
anir á jarðhæð. Hann skarst á höfði
og höndum en hlaut ekki alvarleg
meiðsli. Móðir hans meiddist ekki og
fleira fólk var ekki þarna er óhappið
varð um miðjan dag á mánudegi um
miðjan október.
„Sannarlega hefði getað farið verr
því þarna hefði getað orðið dauða-
slys,“ sagði móðir drengsins í sam-
tali við Morgunblaðið í gær. „Ég var
að sækja strákinn, sem hafði komið
við í leikfangaversluninni eftir skóla,
þegar stór glerklæðning á þriðju
hæð sprakk með látum og glerbrot-
unum rigndi yfir okkur. Ég hélt að
stórum hlut hefði verið hent í gegn-
um hana eins og maður sér í bíó-
myndum.“
Skarst á höfði og höndum –
flísar plokkaðar úr drengnum
„Sem betur fer voru fjölmörg sár-
in á höfði drengsins tiltölulega
grunn og hægt var að líma tvö þau
stærstu saman. Hann skarst líka á
höndum og síðan þurfti að plokka úr
honum glerbrot. Það sem bjargaði
krakkanum var að hann var með
skólatösku á bakinu en glerbrotin
fóru í gegnum töskuna. Þú getur
ímyndað þér hvað hefði gerst ef
hann hefði ekki verið með skóla-
töskuna á bakinu,“ segir móðirin.
Sjálf var hún að setja hjól drengs-
ins inn í fjölskyldubílinn, nýlegan
Volvo. „Ég var búin að opna skottið
á bílnum og var að mestu varin af
honum en glerbrotunum rigndi yfir
bílinn sem er talsvert skemmdur.“
Skólataskan bjargaði barninu
Glerbrotum rigndi
þegar klæðning
sprakk í Turninum
UM síðustu áramót voru rúmlega
25 þúsund ökutæki í umferðinni
sem ekki höfðu verið færð til lög-
boðinnar skoðunar, eða um 10%
allra skráðra ökutækja í landinu.
Þetta ástand hefur þótt með öllu
óviðunandi og nú hefur samgöngu-
ráðuneytið birt drög að reglugerð
til að freista þess að bæta ástandið
og auka jafnframt öryggi vegfar-
enda.
Samkvæmt reglugerðinni á að
leggja vanrækslugjald á þau öku-
tæki, sem ekki eru færð til skoð-
unar á tilskildum tíma.
Þá er gert ráð fyrir því að fram-
vegis verði ökutæki skoðuð á fjórða
ári frá skráningu en ekki á þriðja
ári, eins og reglan er í dag. Síðan
verði ökutækin skoðuð á tveggja
ára fresti. Hjólhýsi og tjaldvagnar
hafa ekki verið skoðunarskyld en
verða það framvegis. Árlega verða
stærri bifreiðir skoðaðar og bifreið-
ir, sem notaðar eru í atvinnuskyni.
sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Öryggi Með nýjum reglum á að
fækka óskoðuðum ökutækjum.
25 þúsund óskoðuð öku-
tæki eru í umferðinni
ÞRÁTT fyrir fjármálakreppu eru
framundan ein stærstu bókajól Ís-
landssögunnar, að sögn Kristjáns B.
Jónassonar, framkvæmdastjóra Fé-
lags íslenskra bókaútgefenda.
Skráðir titlar í Bókatíðindum að
þessu sinni eru 759. Í fyrra voru
skráðir titlar 800, sem var algert
metár.
Frumsamin íslensk skáldverk eru
72 að tölu. Þeim hefur fjölgað tals-
vert á undanförnum árum. Þá hefur
þýddum skáldverkum fjölgað. | 35
Blómleg
útgáfa bóka
ÞORVALDUR Þorláksson, framkvæmdastjóri SMI á Ís-
landi, sem á og rekur Turninn við Smáratorg, sagði að
strax eftir óhappið hefði verið brugðist við. Haft hefði
verið samband við hönnuði og fulltrúar kínverskra
framleiðenda glersins hefðu komið til landsins tveimur
dögum eftir óhappið. Gerðar hefðu verið ráðstafanir til
að slíkt gæti ekki gerst aftur, jafnframt því sem leitað
hefði verið skýringa á því sem fór úrskeiðis.
„Við teljum okkur hafa fullvissað okkur um að
óhappið hafi orðið vegna þenslu á skilum á milli
tveggja bygginga. Við höfum sett svartar tréplötur í
staðinn fyrir glerklæðningu og aukið möguleika á
þensluhreyfingu á sambærilegum stöðum í húsinu,
sem eru fyrst og fremst á neðstu þremur hæðunum,“
sagði Þorvaldur. Hann sagði aðspurður að í samráði við
hönnuði væri verið að kanna möguleika á að setja hlíf
fyrir ofan verslanir á jarðhæð.
„Við lítum þetta atvik alvarlegum augum og gerum
allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að
svona gerist aftur,“ sagði Þorvaldur. Hann sagði að
fyrst þetta hefði þurft að koma fyrir hefði verið mikil
mildi að ekki fór verr. Móðir drengsins vildi koma því á
framfæri að fulltrúar eigenda Turnsins hefðu sýnt sam-
hug og verið umhugað um líðan hennar og drengsins.
Þensla á skilum á milli tveggja bygginga