Morgunblaðið - 11.11.2008, Síða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2008
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt-
ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
„ÞAÐ þarf að huga sérstaklega að
þessari starfsgrein vegna þess
hversu framarlega hún er í ferlinu.
Ef það verður skrúfað fyrir öll verk-
efni í einu brenna skuldlaus fyr-
irtæki upp á örfáum mánuðum,“
segir Aðalsteinn Snorrason, formað-
ur Félags sjálfstætt starfandi arki-
tekta (FSSA), félags arkitektastof-
anna.
Á fundi sem félagið hélt í gær var
farið yfir alvarlega stöðu grein-
arinnar. Tveir ráðherrar og fulltrú-
ar sveitarfé-
laga voru
meðal fram-
sögumanna.
Áætlað er
að liðlega 300
manns hafi
verið sagt
upp störfum
á arkitekta-
stofunum um
tvenn síðustu
mánaðamót,
arkitektum,
bygginga-
fræðingum,
innanhúss-
arkitektum,
tækniteikn-
urum og
skrifstofufólki. Eru þetta um 45% af
störfum í greininni. Búist er við
frekari uppsögnum, að óbreyttu.
Aðalsteinn segir að laun og launa-
tengdur kostnaður sé um 70% af
rekstrarkostnaði. Starfsfólkið hafi
sinn uppsagnarfrest og orlof og ef
fyrirtækin hafi ekki verkefni séu
þau fljót að brenna upp. Við það
glatist verðmæt þekking og fyr-
irtækin verði illa í stakk búin til að
taka við verkefnunum þegar þau
verða aftur sett af stað.
Arkitektar lögðu það til á fundi
iðnaðarnefndar Alþingis að sveit-
arfélögunum yrði tryggt fjármagn
til að halda áfram þeim verkefnum
sem unnið hefur verið að, að ríkið
héldi áfram að láta hanna byggingar
og ráðist yrði í verkefni sem arki-
tektar hafa undirbúið í samvinnu við
Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þau
gætu tryggt 150-210 störf.
Fyrirtækin brenna
upp á fáum mánuðum
Arkitektastofur
vilja að áfram verði
unnið að hönnun
Morgunblaðið/Kristinn
Fjölmennur fundur Farið var yfir alvarlega stöðu greinarinnar í gær.
Í HNOTSKURN
»Áætlað er að710 hafi
unnið á arki-
tektastofum í
haust. 310 hefur
verið sagt upp
nú þegar.
»Verkefnihafa dregist
mikið saman,
eða um 75%, og
getur það haft í
för með sér
frekari fækkun.
Eftir Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur
tka@mbl.is
HVORKI fjármálaráðherra né við-
skiptaráðherra virðast hafa haft
hugmynd um að erfiðlega gengi að
koma Icesave-reikningum Lands-
bankans yfir í dótturfélag. For-
stjóri Fjármálaeftirlitsins sagði
um helgina að Björgvin G. Sig-
urðssyni viðskiptaráðherra hefði
ekki verið skýrt frá málinu í vor.
Árni M. Mathiesen fjármálaráð-
herra segir að erfiðleikar bank-
anna hafi verið til umfjöllunar
lengi en honum hafi ekki verið
kunnugt um að vandamál Lands-
bankans vegna Icesave-reikning-
anna kölluðu á róttækar aðgerðir
fyrr en í byrjun september.
Þegar hann er spurður hvort
ekki hafi verið óeðlilegt að leyfa
Landsbankanum að stofna slíka
innlánsreikninga í Hollandi í maí í
ljósi þess að vandamál bankanna
hefðu verið til umræðu segist hann
ekki vita hver ferill málsins hafi
verið eða hver tók þá ákvörðun.
Hún hafi allavega ekki verið borin
undir hann.
Gagnrýnir ekki samráðherra
Fjármálaeftirlitið hefði getað
stöðvað stofnun slíks útibús en
ráðherrann vill ekki tjá sig um það
enda heyri Fjármálaeftirlitið ekki
undir hann. Hann segist ekki vilja
gagnrýna samráðherra sína eða
þær stofnanir sem verið sé að
vinna með. Hann segir hins vegar
augljóst að það regluverk sem
ESB og EES-löndin komu sér
saman um hafi verið ófullnægj-
andi.
Óupplýstir ráðherrar
Fjármálaráðherra vissi ekki að róttækar aðgerðir þyrfti
vegna Icesave-reikninganna fyrr en í byrjun september
Árni M.
Mathiesen
Björgvin G.
Sigurðsson
Ráðherrarnir koma af fjöllum
mbl.is | Sjónvarp
FORSETI Alþingis og formenn
allra stjórnmálaflokkanna sem full-
trúa eiga á Alþingi hittust á fundi í
gær til að ræða undirbúning sér-
stakrar rannsóknar á orsökum og
aðdraganda hruns íslensku við-
skiptabankanna. Sturla Böðv-
arsson, forseti Alþingis, sagði að
vinnan væri komin vel á veg.
Málið hefur verið á dagskrá
funda formanna stjórnmálaflokk-
anna og forseta Alþingis tvisvar
áður á síðustu dögum. Fram hefur
komið hjá Geir H. Haarde for-
sætisráðherra að reiknað sé með
því að sett verði sérstök lög um
rannsóknina en málið er ekki frá-
gengið.
Verði gert vel
„Það er eindreginn ásetningur
allra að koma þessu í farveg sem
skjótast. Vonandi gerist það í þess-
ari viku. Ég hef lagt á það áherslu
að þetta þoli enga bið, máli líti ein-
faldlega dagsins ljós svo almenn-
ingur geti treyst því að þetta eigi
að gera eins vel og kostur er,“
sagði Steingrímur J. Sigfússon,
formaður Vinstrihreyfingarinnar -
græns framboðs. Hann sagði að
slík rannsókn væri liður í því að
halda frið við almenning út af
ástandinu í þjóðfélaginu og mik-
ilvægt að menn gerðu skyldu sína.
Hvorki Sturla né Steingrímur
kváðust geta greint frá efni eða
formi væntanlegrar rannsóknar,
hvort stofnuð yrði rannsókn-
arnefnd með lögum frá Alþingi eða
hvort tilteknum stofnunum yrði
falið verkið. „Mikilvægt er að stað-
ið verði þannig að verki að þetta
verði hafið yfir gagnrýni og gert
með eins tæmandi hætti og hægt
er,“ sagði Steingrímur.
helgi@mbl.is
Verði haf-
ið yfir
gagnrýni
Sturla
Böðvarsson
Steingrímur J.
Sigfússon
Flokksformenn
undirbúa rannsókn
Evrópusambandsríkin eru sam-
mála um að ógilda reglur um tak-
markaðan vökva í handfarangri
þegar ný tegund skanna, sem get-
ur greint skaðlausa vökva frá
fljótandi sprengiefni, verður kom-
in í gagnið eftir tvö ár.
„Við erum sannfærðir um að
það verður mögulegt að nota
þessa tækni í flugstöðvum árið
2010,“ hefur Reuters-fréttastofan
eftir Jens Mester, talsmanni fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambands-
ins, ESB.
Samkvæmt reglum ESB mega
flugfarþegar ekki hafa í handfar-
angri vökva í stærri ílátum en sem
rúma 100 ml. Ílátin þurfa jafn-
framt að vera í gegnsæjum plast-
pokum.
Ógilda reglur
um vökva
ELDUR kviknaði í húsi í alifugla-
búinu Ásmundarstöðum í Ásahreppi
í Rangárvallasýslu á níunda tím-
anum í gærkvöldi, að því er mbl.is
greindi frá. Að sögn lögreglunnar á
Hvolsvelli var búið að slökkva eldinn
áður en slökkvilið bar að garði. Talið
er að mörg þúsund fuglar hafi drep-
ist.
Eldurinn var ekki mikill, en mikill
hiti og reykur myndaðist í búinu.
Lögreglan sagði að ekkert fólk hefði
verið í hættu, en aðkoman verið ljót.
Dýralæknir var kallaður á staðinn
og er málið í rannsókn.
Mörg þúsund
fuglar dráp-
ust í eldi
SAMSTÖÐUKVEÐJA hefur borist
BSRB frá regnhlífasamtökum fag-
félaga opinberra starfsmanna á
Norðurlöndum (NOFS) vegna
efnahagsþrenginganna sem Ísland
glímir nú við. NOFS hefur miklar
áhyggjur af stöðunni hér á landi í
kjölfar heimskreppunnar, ef
marka má bréfið. Segir að NOFS
muni hvetja ríkisstjórnir eigin
landa til að styðja við Ísland þann-
ig að íbúar landsins þurfi ekki að
líða fyrir óheft frelsi markaðs-
aflanna. Þá muni NOFS ganga
langt í stuðningi við BSRB, reynist
þörf á því.
Fá stuðning
frá norrænum
kollegum