Morgunblaðið - 11.11.2008, Side 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2008
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
LANDSMENN hafa brugðist vel við hjálp-
arbeiðni ABC barnahjálpar í kjölfar vopnaðs
ráns á skrifstofu samtakanna í Kenía sl. föstu-
dag. Höfðu um þrjár milljónir króna safnast á
sunnudagskvöld til stuðnings starfinu í Kenía.
„Þetta er búið að vera mikið andlegt áfall fyrir
starfsfólkið og það hefur verið mikill ótti í öll-
um,“ segir Þórunn Helgadóttir, sendifulltrúi
ABC barnahjálpar í Kenía. „Ég var hins vegar
rétt í þessu að fá símtal frá Guðrúnu Margréti
Pálsdóttur [formanni ABC barnahjálpar] heima
á Íslandi um að fólk hefði brugðist vel við þannig
að það er aðeins að lyftast á okkur brúnin.“
Af þeim 260 börnum sem dvöldust á heimavist
ABC barnahjálparinnar í Kenía voru 130 send
heim á laugardag. Eiga þau börn sem eftir eru
ekkert heimili að hverfa til.
Að sögn Guðrúnar Margrétar Pálsdóttur, for-
manns ABC barnahjálpar, er almennur vilji
meðal stuðningsaðila að reyna að koma málum
þannig í höfn að börnin geti snúið aftur á heima-
vistina. Ganga þurfi þó líka frá greiðslu á skóla-
gjöldum og húsaleigu, auk daglegs matar- og
lækniskostnaðar. „Hver króna sem safnast
skiptir afskaplega miklu máli því að við þurfum
að tryggja börnunum öruggt skjól,“ segir Guð-
rún Margrét.
Vonast til að börnin geti snúið aftur
Fjöldi fólks hefur lagt ABC barnahjálp í Kenía lið eftir að skrifstofur samtakanna voru rændar
Um þrjár milljónir króna höfðu safnast á sunnudagskvöld Fjárþörfin er knýjandi
Í HNOTSKURN
»Hjálparstarf á vegumABC er einnig rekið í
Búrkína Fasó, Pakistan, Líb-
eríu, Senegal og Úganda,
sem og á Indlandi og Filipps-
eyjum og er fjárþörfin alls
staðar knýjandi.
»ABC styður skólagöngu600 barna í Kenía og af
260 börnum sem bjuggu á
heimavistinni voru 130 send
heim á laugardag.
»Reikningur hjálpar-starfsins í Kenía er: 1155-
15-41411, kt. 690688-1589.
Ljósmynd/Þórunn Helgadóttir
Hjálparstarf Fjárþörf ABC barnahjálpar í Kenía er mikil. 130 börn voru send heim á laugardag.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
Í FYRSTA skipti síðan 27. mars
2001, þegar markmið peningastefnu
Seðlabanka Íslands var skilgreint
með sameiginlegri yfirlýsingu Seðla-
bankans og ríkisstjórnar Íslands,
hefur Seðlabankinn vikið tímabundið
frá markmiðinu um 2,5 prósenta
verðbólgu. Í inngangsorðum í nóv-
emberútgáfu Peningamála Seðla-
bankans kemur fram að verðbólgu-
markmið Seðlabankans hafi „beðið
hnekki“ og tæpast verði haldið
áfram á grundvelli þess á næstu
mánuðum.
Arnór Sighvatsson, aðalhagfræð-
ingur Seðlabanka Íslands, segir sér-
staka stöðu á íslenskum fjár-
málamarkaði kalla á breytta
forgangsröðun við stjórn peninga-
mála. „Það sem átt er við með þess-
um orðum er einfaldlega að það er of
mikil óvissa um gengisþróun, og þar
með vaxtaþróun, til að verðbólgu-
markmið geti verið sá leiðarvísir sem
við miðum við þegar ákvarðnir í pen-
ingamálum liggja til grundvallar.
Verkefnið er fyrst og fremst að ná
tökum á gengismálum,“ sagði Arnór
í samtali við Morgunblaðið í gær.
Frá því um mánaðamótin sept-
ember/október hefur umræða um að
leggja af krónuna sem gjaldmiðil
orðið sífellt háværari. Hagfræðingar
hafa lýst hana „dauða“ og „ónot-
hæfa“. Arnór segist ekki tilbúinn til
þess að ræða um þessi mál á sömu
nótum og þeir sem telja sig í aðstæðu
til þess að setja fram sínar skoðanir.
Hins vegar séu fyrst og fremst tveir
kostir í stöðunni fyrir peninga-
málastjórn í landinu að hans mati.
„Ég ætla ekkert að tjá mig um
þær hugmyndir [um einhliða upp-
töku annars gjaldmiðils, innsk. blm.].
En ég tel að okkar kostir séu í meg-
inatriðum tveir. Það er að viðhalda
núverandi peningastefnu, og bæta
hana ef þurfa þykir, eða að ganga í
Evrópusambandið og taka upp evr-
una,“ sagði Arnór.
Krónan mun
veikjast umtalsvert
Líklegt þykir að krónan muni
veikjast umtalsvert þegar opnað
verður fyrir hefðbundin gjaldeyr-
isviðskipti hér á landi á nýjan leik.
Mikillar óvissu gætir þó um stöðu
mála þar sem hvorki hefur verið út-
vegað lán frá Alþjóðagjaldeyr-
issjóðnum IMF né er staða lánveit-
inga frá öðrum þjóðum orðin ljós.
Talið er að Ísland þurfi um sex millj-
arða dollara að láni til að komast út
úr þeim ógöngum sem hrun íslenska
fjármálakerfisins hefur skapað.
Vonir standa þó til þess að gengi
krónunnar muni styrkjast nokkuð
fljótt að nýju. Meðfram því ættu
vextir og verðbólga að lækka nokkuð
hratt, sem stórbætir aðstæður til at-
vinnureksturs.
Krónan eða ESB og evra
Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands telur kostina í gjaldmiðlamálum vera tvo
Mikil óvissa um gengisþróun kallar á breytta forgangsröðun í peningamálum
STJÓRN VR hefur boðað til fundar
fyrir félagsmenn á fimmtudaginn
næstkomandi. Þar mun Gunnar
Páll Pálsson, formaður félagsins,
gera grein fyrir störfum sínum í
stjórn Kaupþings og því næst verð-
ur opnað fyrir umræður.
Mótmæli hafa farið fram við höf-
uðstöðvar VR að undanförnu þar
sem krafist var opins fundar. Und-
irskriftir um 230 félagsmanna VR
voru afhentar í hádeginu í gær en
mótmælendur láta ekki þar við
sitja. „Við ætlum að koma á fram-
færi skoðunum okkar og viljum
náttúrlega að stjórnin fari frá,“
segir Kristófer Jónsson, einn skipu-
leggjenda mótmælanna.
Undirskriftasöfnunin gekk hratt
fyrir sig enda eru félagsmenn sam-
hljóða í ósætti sínu um stöðu mála
að sögn Kristófers. Hann vonast til
að árangur þessara mótmæla verði
öðrum hvatning. „Það er eitthvað
sem við horfum til líka, að fólk sjái
að það hefur eitthvað að segja og
ég held það gæti orðið vakning ef
við náum þessu fram.“ Fundurinn
fer fram fimmtudaginn 13. nóv-
ember kl. 19:30 á Grand hóteli.
Félagafund-
ur í kjölfar
mótmæla
Hvers vegna hefur gengi krón-
unnar verið á reiki að und-
anförnu?
Gengi krónunnar hefur verið óstöð-
ugt og á reiki eftir að mikilvægar
miðlunarleiðir peningastefnunnar
urðu að miklu leyti óvirkar og veru-
legir hnökrar á greiðslumiðlun við út-
lönd, þegar þrír stærstu bankar
landsins komust í greiðsluþrot.
Gengi krónunnar féll því mikið og til
varð tvöfaldur gjaldeyrismarkaður,
annars vegar innlendur þar sem
gjaldeyrir var skammtaður sam-
kvæmt forgangslista og hins vegar
óformlegur markaður, þar sem geng-
ið réðst í takmörkuðum ógagn-
sæjum viðskiptum.
Hvers vegna skipta lán frá IMF og
fleirum svo miklu máli?
Fyrst og fremst er brýn þörf á því að
koma viðskiptum með gjaldeyri í
eðlilegt horf, eins og mál standa nú,
og þar skiptir miklu máli að gjaldeyr-
isforði Seðlabankans verði efldur.
Þannig næst jafnvægi á markaði.
S&S
Veðurguðirnir hafa farið mildum höndum um efna-
hagsþrengda Íslendinga undanfarna daga. Æska
landsins gerir það besta úr öllum hlutum og nýtir
góða veðrið út í ystu æsar eins og þessir drengir
gerðu í Vesturbæjarskóla á dögunum. Þeir nýttu
þó markið til annars en að sparka í það bolta.
Morgunblaðið/RAX
Mildir veðurguðir gleðja æsku landsins
MESTU hækk-
anir á vörukörfu
ASÍ síðustu sex
mánuðina hafa
orðið í lágverðs-
verslunum, mest
í Kaskó. Þar hef-
ur karfan hækk-
að um tæp 28%
frá apríl til októ-
berloka. Í Bónus hækkaði vöru-
karfan um 25% og í Nettó um 21%.
Minnst verðhækkun samkvæmt
könnunum ASÍ hefur orðið í Krón-
unni, tæp 15%, samkvæmt upplýs-
ingum ASÍ.
Vörukarfa ASÍ hækkaði um 9 til
28% á þessum tíma. Í öðrum versl-
unum en lágverðsverslunum varð
mest hækkun í klukkubúðunum
11-11 og Samkaup-Strax og í stór-
markaðnum Samkaup-Úrval, um
18 til 19%. Í Nóatúni hækkaði karf-
an um 13% og rúm 11% í 10-11.
Minnsta hækkunin frá miðjum
apríl til októberloka samkvæmt
könnunum ASÍ reyndist vera í
Hagkaupum, tæplega 9%.
helgi@mbl.is
Ódýrari búð-
irnar hækk-
uðu mest