Morgunblaðið - 11.11.2008, Qupperneq 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2008
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
STÆRSTU orkufyrirtæki landsins,
Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavík-
ur og Hitaveita Suðurnesja, glíma öll
við fjármögnunarvanda vegna erf-
iðra aðstæðna á fjármálamörkuðum
hér á landi sem og erlendis.
Áætlanir um framkvæmdir, stórar
sem smáar, sem áætlaðar eru á
næsta ári, eru í uppnámi vegna erf-
iðleika við að útvega lán erlendis.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins hefur verið leitað til yfir
þrjátíu fjármálastofnana með lána-
möguleika í huga en jákvæð svör um
lán vegna framkvæmda hafa ekki
borist.
Ekki er búist við því að mögu-
leikar fyrir lán muni opnast á næstu
mánuðum, nema að trúverðugleiki ís-
lenskra fjármálastofnana, og í raun
íslensks efnahags í heild, taki snögg-
um breytingum til hins betra. Ekki
er búist við því að svo verði.
Daglegur rekstur traustur
Þrátt fyrir að lokað sé fyrir lán í
augnablikinu, sem setur áætlanir um
framkvæmdir í uppnám, þá er und-
irliggjandi daglegur rekstur traust-
ur. Mikil veiking krónunnar það sem
af er ári, samtals um nærri hundrað
prósent, hefur komið illa við skulda-
hlið orkufyrirtækjanna, sérstaklega
þeirra sem hafa ekki stærstan hluta
tekna sinna í erlendri mynt. Und-
anfarna þrjá mánuði hefur krónan
veikst um rúmlega 30 prósent, og
hefur skuldastaða orkufyrirtækj-
anna versnað mikið samhliða því, þar
sem lánasöfn þeirra eru öll í erlendri
mynt. Skuldir Orkuveitu Reykjavík-
ur hafa hækkað um rúmlega 40 millj-
arða á þremur mánuðum. Lands-
virkjun stendur þar best að vígi þar
sem efnahagsreikningur fyrirtæk-
isins er í dollurum. Þannig minnka
áhrifin af miklum sveiflum á gengi
krónunnar.
Hitaveita Suðurnesja glímir fyrst
og fremst við auknar skuldir og erf-
iðleika við fjármögnun á fyrirhug-
uðum framkvæmdum. Skuldir fyr-
irtækisins hafa hækkað úr 12
milljörðum í 24 vegna veikingar
krónunnar á árinu, auk þess sem fyr-
irtækið hefur tekið tvo milljarða að
láni til viðbótar. Á móti hafa tekjur
fyrirtækisins hækkað og er daglegur
rekstur þess í góðu horfi, eins og áð-
ur sagði.
Fulltrúar fyrirtækjanna þriggja
voru kallaðir á fund iðnaðarnefndar
Alþingis í síðustu viku þar sem
fulltrúar í nefndinni spurðu forsvars-
menn fyrirtækjanna út í stöðu
þeirra, meðal annars hvort mögulegt
væri fyrir þau að ráðast í virkj-
anaframkvæmdir á næstu misserum.
Nánasta framtíð hjá orkufyr-
irtækjunum er því nokkuð óljós
vegna beinna og óbeinna áhrifa af
erfiðleikum á fjármálamörkuðum.
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@mbl.is
ÁLAG á bankastarfsmenn hefur
aukist gríðarlega að undanförnu.
Viðskiptavinir bankanna eru sumir
reiðir og áhyggjufullir og reiðin
bitnar stundum á almennum
bankastarfsmönnum, að því er
Kristjana Emma Kristjánsdóttir,
þjónusturáðgjafi og sölustjóri í
útibúi Kaupþings í Kringlunni, seg-
ir.
Reyna að róa fólk
„Fólk spyr hvað hæft sé í hinum
og þessum sögusögnum og telur að
við fáum upplýsingar beint frá yf-
irvöldum um fyrirhugaðar aðgerðir
en við fáum þær ekki á undan öðr-
um. Við höfum reynt að róa fólk í
samráði við okkar yfirmenn og
svörum eftir bestu getu. Hafi mað-
ur ekki svör á reiðum höndum
kemur það fyrir að sumir æsa sig
um of. Það fyrsta sem maður reyn-
ir er auðvitað að koma til móts við
fólk,“ segir Kristjana.
Hún segir fyrirspurnir og beiðnir
fyrst og fremst snúast um lán.
„Fólk vill auðvitað upplýsingar um
stöðu lána sinna.“
Rólegt fyrst eftir hrunið
Það kom Kristjönu eiginlega á
óvart hversu rólegt var í fyrstu eft-
ir hrun Kaupþings. „Það var eins
og fólk áttaði sig ekki strax á því
hvað var að gerast þótt aðrir bank-
ar hefðu farið á undan. Síðan kom
reiðin og skilningsleysið sem hefur
magnast eftir því sem tilkynningum
hefur fjölgað. Fólk varð verulega
reitt þegar tilkynnt var um fryst-
ingu sjóða og eins þegar það gat
ekki tekið eins mikið fé út úr bank-
anum og það vildi.“
Að sögn Kristjönu hjálpaði hlý-
legt viðmót fastra viðskiptavina
þegar skellurinn kom. „Við-
skiptavinir sem við höfum verið í
nánum samskiptum við hafa hringt
og spurt hvernig maður hafi það.
Þetta hefur hjálpað okkur mikið.“
Fjölmörg dæmi um leiðindi
Friðbert Traustason, formaður
og framkvæmdastjóri Samtaka
starfsmanna fjármálafyrirtækja,
hefur heyrt af fjölmörgum dæmum
um leiðindi í garð bankastarfs-
manna. „Því miður er talsvert um
að ráðist sé með fúkyrðum að al-
mennum starfsmönnum sem enga
ábyrgð bera á því hvernig komið er
fyrir þjóðinni. Þeir fá til dæmis
leiðindaathugasemdir um að þeir
hafi fengið sín lán felld niður og
eru þá um leið spurðir með leið-
indatón hvort þeir geti ekki fellt
niður lán viðskiptavinarins.“
Margir starfsmenn hafa þurft að
leita sér hjálpar vegna áfallanna í
fjármálafyrirtækjunum, að því er
Friðbert greinir frá.
Reiðin bitnar á bankastarfsmönnum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Reynir að róa Kristjana Emma Kristjánsdóttir segir reiðina hafa magnast.
Reiðir og áhyggjufullir viðskiptavinir ráðast með fúkyrðum á bankastarfsmenn Viðskiptavinir
æsa sig hafi starfsmenn ekki svör á reiðum höndum Bankastarfsmenn leita sér hjálpar
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
FRAMTÍÐARSÝN, útgáfufélag Við-
skiptablaðsins, óskaði í gærmorgun
eftir greiðslustöðvun. Jafnframt var
öllu starfsfólki fyrirtækisins, rúm-
lega 40 manns, sagt upp störfum.
Viðskiptablaðið hefur komið út
fjóra daga vikunnar en framvegis
mun það koma út einu sinni í viku.
Fréttavefur blaðsins, vb.is, verður
áfram starfræktur.
Af rúmlega 40 starfsmönnum
Framtíðarsýnar, eru um 20 félagar í
Blaðamannafélagi Íslands. Hjálmar
Jónsson, framkvæmdastjóri félags-
ins, segir að þessar uppsagnir séu
enn einn skellurinn fyrir íslenska
blaðamenn. Bætast þær við uppsagn-
ir fyrr á árinu hjá Árvakri, útgáfu-
félagi Morgunblaðsins og 24 stunda,
Fréttablaðinu og Stöð 2. Að sögn
Hjálmars lætur nærri að 70 félagar í
Blaðamannafélagi Íslands hafi fengið
uppsagnarbréf á þessu ári. Virkir fé-
lagar í Blaðamannafélagi Íslands eru
um 400 talsins.
Sendi stjórn fjölmiðla bréf
Stjórn Blaðamannafélags Íslands
hefur gripið til þess ráðs að senda
stjórnendum fjölmiðla sérstakt bréf
vegna þess alvarlega ástands sem
komið er upp á fjölmiðlum og lýsir
sér m.a. í fjöldauppsögnum blaða-
manna. Í bréfi stjórnar BÍ er m.a.
mælst til þess að hagrætt sé í yfir-
stjórn og meðal þeirra starfsmanna
sem hæst hafa launin áður en ráðist
er í uppsagnir almennra blaðamanna.
Þá minnir félagið á ýmis samnings-
bundin réttindi sem ástæða er talin
til að árétta.
Haraldur Flosi Tryggvason, fram-
kvæmdastjóri Viðskiptablaðsins,
sagði í samtali við mbl.is í gærmorg-
un, að allt starfsfólk blaðsins hefði
verið sent heim í gær nema þeir sem
vinna við vef blaðsins en stefnt væri
að fundi með starfsmönnum í hádeg-
inu í dag.
Haraldur Flosi segir að Viðskipta-
blaðið muni næst koma út á föstudag
og aðrir útgáfudagar verði felldir nið-
ur. Ekki liggur ljóst fyrir hver fram-
tíð Fiskifrétta verður en blaðið fylgir
Viðskiptablaðinu einu sinni í viku.
Segir Haraldur Flosi eðlilegt að
áherslur muni breytast í föstudags-
blaðinu í kjölfar breytinga yfir í viku-
blað. Hann segir ekki ljóst hve marg-
ir verði endurráðnir til blaðsins en
ljóst megi vera að verulegur hluti
starfsmannahópsins verði ekki end-
urráðinn.
Haraldur Flosi segir að sá tími
sem fyrirtækið verði í greiðslustöðv-
un verði nýttur til þess að endur-
skipuleggja alla starfsemi Framtíð-
arsýnar, en félagið er í eigu Exista.
Að sögn Haraldar Flosa eru áskrif-
endur Viðskiptablaðsins á milli fjög-
ur og fimm þúsund talsins en fjöldi
seldra blaða hafi mest farið í sjö þús-
und eintök með lausasölu.
Um 70 félagar
BÍ hafa fengið
uppsagnarbréf
Viðskiptablaðinu breytt í vikublað
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í HNOTSKURN
»Um 20 félagar í Blaða-mannafélagi Íslands starfa
hjá Framtíðarsýn. Óljóst er
hve margir þeirra verða ráðn-
ir áfram.
»Árvakur hefur sagt uppum 35 félögum BÍ í ár, m.a.
í kjölfar þess að útgáfu frí-
blaðsins 24 stunda var hætt.
»Um 10 félagar í BÍ misstuvinnuna í október vegna
uppsagna á Fréttablaðinu og
fréttastofu Stöðvar 2.
Á fundi iðnaðarnefndar Alþingis með forsvarsmönnum orkufyrirtækjanna
voru bornar upp spurningar um skuldastöðu fyrirtækjanna. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins var Hjörleifur Kvaran forstjóri Orkuveitu
Reykjavíkur (OR) spurður út í skuldastöðu fyrirtækisins, og svaraði hann
því til að það væri ekki gott að segja hvernig skuldastaðan væri í dag en
hann hefði hins vegar vitað hvernig hún hefði verið í gær. Gríðarlega hröð
veiking krónunnar hefur aukið skuldir orkufyrirtækjanna, sem eru með öll
sín lán í erlendri mynt, um hundruð milljóna á degi hverjum undanfarna
mánuði. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í síðustu viku hafa skuldir
OR aukist um 440 milljónir á dag undanfarna þrjá til fjóra mánuði. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Samorku, samtökum orku- og veitufyrirtækja,
gætir mikillar óvissu um virkjanaáform næstu misserin en vonir standa þó
til þess að hægt verði að ráðast í þau, þó síðar verði.
Óljós staða frá degi til dags
Morgunblaðið/RAX
Rýkur úr Stækkun Hellisheiðarvirkjunar er meðal þeirra framkvæmda sem nú ríkir óvissa um vegna lánavanda.
Áformin í hættu
Áform um virkjanaframkvæmdir eru í uppnámi
Erfiðleikar á lánamörkuðum setja áætlanir úr skorðum