Morgunblaðið - 11.11.2008, Síða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2008
Það er ástæðulaust að gera lítiðúr kröfu fólks um breytingar á
pólitískri stjórn landsins. Mikil reiði
er að grafa um sig og gremja út í
ástand efnahagsmála á Íslandi.
Hins vegar má spyrja hverju þaðmyndi skila að halda kosningar
sem fyrst eins og afmarkaður hópur
mótmælenda á Austurvelli fór fram
á á laugardaginn.
Steingrímur J.
Sigfússon, for-
maður Vinstri
grænna, tók svo
undir kröfuna á
Alþingi í gær.
Núverandi rík-isstjórn mun
að sjálfsögðu
axla ábyrgð á
gjörðum sínum síðustu vikur og
mánuði. En yrðum við eitthvað bet-
ur stödd ef stjórnmálamenn legðu
nú niður störf og hæfu kosninga-
baráttu? Er ekki frekar þörf á að
menn og konur einbeiti sér að því
að leysa þau verkefni sem við blasa?
Kosningabarátta myndi hafa í förmeð sér tilgangslaust karp um
það sem hefur gerst þegar mest
liggur við að bjarga heimilum í
landinu. Enn er beðið eftir nið-
urstöðu í mörgum málum. Það gefst
nægur tími til að líta aftur og finna
sökudólga þegar fram í sækir. Nú
þarf að stuðla að sameiningu frekar
en sundrungu.
Auðvitað eru það stuðningsmennvinstri flokkanna sem helst vilja
kosningar strax. Það er vinstri
sveifla í landinu vegna brotlend-
ingar efnahagslífsins.
En sópa nýir vinstri vendir best?Eru Steingrímur J. Sigfússon,
Guðni Ágústsson og Guðjón A.
Kristjánsson líklegri til að leysa úr
flókinni stöðu? Er krafan um kosn-
ingar ekki frekar byggð á flokks-
pólitískum hagsmunum en al-
mannahagsmunum?
Steingrímur J.
Sigfússon
Flokkspólitískir hagsmunir
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!!"
!!
#""
!$
!$
!!
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
%
&
%
%
% %
&% &% &% %
*$BC
!
"
#"
$%
&
' *!
$$B *!
'( ) ( $ *+*
<2
<! <2
<! <2
'$) ! , !"-. *!/
! -
<7
(&
&
)
*
#$
<
#
+,
, " -
'
*
.,
+
' /*-&&
) , &
(
, $ -
) +! -
00)
& 0# *11
! *2* *, !"
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
Eftir Ómar Garðarsson
SÍLDVEIÐAR hafa
gengið vel og hafa rúm
6000 tonn borist til Eyja
það sem af vertíðinni.
Mikil vinna fylgir síld-
inni og þegar best geng-
ur er unnið á vöktum í
báðum frystihúsunum í
Eyjum.
Ísfélagið var búið að
taka á móti um 3000
tonnum og var Júpíter
ÞH á miðunum í Breiða-
firði þar sem síldin hefur
haldið sig eins og und-
anfarin haust. „Þetta
hefur gengið mjög vel
hjá okkur og í síðustu
viku var unnið tólf tíma á
sólarhring. Síldin er góð
og fer öll til manneldis.
Júpíter hefur séð um
veiðarnar fram að þessu
en eftir helgi bætist Álsey við,“ sagði Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri
Ísfélagsins.
Kap VE landaði 650 tonnum hjá Vinnslustöðinni á sunnudag og Sig-
hvatur Bjarnason VE var með sama skammt. „Síldin er mjög góð og fer
allt í vinnslu hjá okkur. Þessir tveir sjá um veiðarnar fyrir okkur og með
aflanum sem Sighvatur var með erum við búin að taka á móti um 2400
tonnum á vertíðinni,“ sagði Stefán Friðriksson, aðstoðarframkvæmda-
stjóri Vinnslustöðvarinnar í samtali við Morgunblaðið.
Vinnsluskipið Huginn VE er búið að landa einu sinni, um 1000 tonnum,
þannig að heildarafli Eyjaskipa er um 6400 tonn en samanlagður síld-
arkvóti Eyjamanna er á bilinu 35 til 40 þúsund tonn.
Í síld Kolbrún Stefánsdóttir á fullu í Vinnslu-
stöðinni þar sem unnið er allan sólarhringinn.
Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson
Unnið á vöktum í
Vestmannaeyjum
ALLS voru flutt út 51.658 tonn af óunnum botn-
fiski á erlenda ísfisksmarkaði á tímabilinu janúar -
október 2008 sem er 16,7% meira magn en flutt
var út á sama tíma 2007, samkvæmt upplýsingum
Fiskistofu.
Meiri útflutningur ýsu vegur þar þyngst og
virðist drjúgum hluta af aukningu ýsuaflans milli
ára hafa verið ráðstafað á þennan hátt. Alls voru
flutt út 21.540 tonn af ýsu miðað við 15.923 tonn
fyrstu 10 mánuði ársins 2007. Útflutningur á
þorski nam 5.459 tonnum, sem er svipað og í fyrra.
Verðmæti útflutningsins jókst um tæplega
helming. Lækkun á gengi íslensku krónunnar veg-
ur þyngst í 28% verðhækkun útflutts ískfisks milli
ára. „Þegar kannaður er ísfisksútflutningur í ný-
liðnum október og hann borinn saman við útflutn-
inginn í sama mánuði í fyrra þá vekur athygli að
magnið óx ekki verulega. Að vísu jókst útflutt
magn úr 4.339 tonnum í 4.700 tonn sem er í takt
við aukningu heildarútflutningsins milli ára. Sú
aukning staðfestir hinsvegar ekki orðróm um stór-
aukinn ísfisksútflutning í október vegna liðugra
streymis gjaldeyris milli landa í slíkum viðskiptum
en í öðrum viðskiptum með íslenska útflutnings-
framleiðslu. En eins og kunnugt er hafa verið
miklir erfiðleikar í greiðslumiðlun milli Íslands og
annarra landa í kjölfar hruns íslensku bankanna,“
segir á vef Fiskistofu. sisi@mbl.is
Aukinn ýsuafli fluttur út óunninn
Í HNOTSKURN
»Verðmæti ísfisksútflutningsins tvöfald-aðist milli ára í október eða úr 894 millj-
ónum króna í október 2007 í 1.941 milljón
króna í nýliðnum október.
» Stafar sú aukning að sjálfsögðu aðmestu af gengishruni krónunnar, sam-
kvæmt upplýsingum Fiskistofu. Meðalverð
fyrir þorsk var 403 krónur kílóið og með-
alverð fyrir ýsu 231 króna kílóið.