Morgunblaðið - 11.11.2008, Page 11
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2008
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
FORSVARSMENN ASÍ og Sam-
taka atvinnulífsins funda linnulaust
þessa dagana um mögulegar aðgerð-
ir sem samtök vinnumarkaðarins geti
stuðlað að við endurreisn og framtíð-
aruppbyggingu í atvinnu- og efna-
hagslífinu. Stór hluti þeirra viðræðna
snýst um endurnýjun kjarasamninga
á almenna vinnumarkaðinum.
Forysta ASÍ heldur á lofti að-
gerðaáætlun sem samþykkt var á
ársfundi sambandsins á dögunum.
Þar er m.a. lögð áhersla á að stjórn-
völd fylgi lánafyrirgreiðslu Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins eftir með yfirlýs-
ingu um að sótt verði um aðild að
ESB og upptöku evru. Einnig eru
lagðar til breytingar til að auðvelda
aðkomu lífeyrissjóða að endurreisn
atvinnulífsins og aðgerðir til að létta
greiðslubyrði heimila. ASÍ hefur
kynnt þessa aðgerðaáætlun fyrir SA
og er að kynna hana þingflokkum.
Áður en hægt verður að leiða við-
ræður í forsendunefnd um kjara-
samningana til lykta þarf að liggja
fyrir samkomulag í yfirstandandi við-
ræðum sveitarfélaga og starfsmanna
þeirra, sem ekki er hægt að láta sitja
eftir, að sögn Gylfa Arnbjörnssonar,
forseta ASÍ. „Við ætlumst til þess að
okkar fólk sem starfar hjá sveit-
arfélögunum og er sá hópur sem er
hvað tekjulægstur, sitji við sama
borð og aðrir.“ Þegar úr þessu verð-
ur leyst telur ASÍ mikilvægt að sam-
komulag náist um víðtækt, samstillt
átak um aðgerðir til að endurheimta
fjármálastöðugleika og endurreisa
efnahagslífið. „Við erum líka tilbúin
að stuðla að framlengingu kjara-
samninga án þess að komi til veru-
legra breytinga frá því sem er í nú-
verandi samningi og taka þ.a.l. á
okkur talsverða skerðingu til þess að
verja atvinnustigið og skapa ró á
vinnumarkaði á meðan við förum í
gegnum þetta erfiðleikatímabil,“ seg-
ir Gylfi. Aðgerðaáætlun ASÍ er ekki
sett fram sem skilyrði af hálfu ASÍ.
,,Við ætlum ekki að stilla ríkisstjórn,
atvinnurekendum eða öðrum upp við
vegg,“ segir hann. Takist að mynda
breiða samstöðu um sameiginlegar
tillögur megi vel vera að í framtíðinni
verði það kennt við nýja þjóðarsátt.
„Við höfum með einum eða öðrum
hætti rætt saman um mjög margt af
því sem er að finna í ályktunum ASÍ
frá ársfundi þess,“ segir Vilhjálmur
Egilsson, framkvæmdastjóri SA.
Hann segir að almennt hafi verið
mjög mikill samhljómur í því sem SA
og ASÍ hafa haldið á lofti að und-
anförnu. ,,Við vinnum mjög þétt sam-
an,“ segir hann. „Það æskilegasta
væri að við næðum víðtækri sam-
stöðu um þróunina á vinnumark-
aðinum og þróun efnahagsmálanna.“
Vilja samstillt átak
ASÍ og SA funda stíft um endurskoðun kjarasamninga og
samstillta aðgerðaáætlun um endurreisn efnahagslífsins
MEÐAL fjölda aðgerða í samþykkt ASÍ frá ársfundinum í seinasta mánuði,
sem sambandið ræðir um við samtök atvinnurekenda og kynntar eru þing-
flokkum og ríkisstjórn, er tillaga um að skapa forsendur fyrir aðkomu líf-
eyrissjóða að endurreisn atvinnulífsins, þar sem hugað verði að nauðsyn-
legri áhættudreifingu og -stýringu. M.a. gæti þurft að breyta ákvæðum um
fjárfestingar sjóðanna, bæði í lögum og samþykktum. Fyrirtæki gæti að-
halds í verðhækkunum og opinberir aðilar verði að halda gjaldskrám
óbreyttum næstu misseri. Stimpilgjöld verði strax afnumin af húsnæð-
islánum og heimilt verði að nýta viðbótarlífeyrissparnað til að greiða niður
höfuðstól húsnæðisskulda. Barna- og vaxtabætur hækki o.fl.
Fjölmargar aðgerðir á borðinu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Óvissa Hægt miðar í viðræðum sveitarfélaga og verkalýðsfélaga og er komin upp biðstaða í einhverja daga. Magn-
ús Pétursson, nýskipaður ríkissáttasemjari, og Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar, ræddu málin í gær.
GEIR H. Haarde forsætisráðherra
hefur staðið sig vel undanfarið, að
mati tæplegra 53% þjóðarinnar, en
spurt var í seinnihluta október. Ríf-
lega 62% voru á sömu skoðun um
Björgvin G. Sigurðsson viðskipta-
ráðherra og tæplega 42% töldu Þor-
gerði Katrínu Gunnarsdóttur,
menntamálaráðherra hafa staðið sig
vel. Jóhanna Sigurðardóttir, félags-
og tryggingamálaráðherra, er hins
vegar í sérflokki því um 71% lands-
manna taldi að hún hefði staðið sig
vel að undanförnu.
Þetta eru niðurstöður könnunar
sem Gallup gerði á tímabilinu 16. til
27. október á viðhorfi almennings til
ráðherranna fjögurra.
Rúmlega 30% töldu Geir hafa
staðið sig illa í aðdraganda könnun-
arinnar en 16,7% töldu hann hafa
staðið sig hvorki vel né illa. Naum-
lega 18% þátttakenda töldu Björgvin
hafa staðið sig illa en tæp 20% sögðu
hann hafa staðið sig hvorki vel né
illa. Þorgerður Katrín stóð sig illa að
mati 21% svarenda og hvorki vel né
illa að mati rúmlega 37% þeirra.
Loks töldu aðeins rúm 7% Jó-
hönnu hafa staðið sig illa en tæp 22%
sögðu hana hafa staðið sig hvorki vel
né illa.
Almennt var fólk ánægðara með
störf ráðherranna nú en skv. mæl-
ingu í september. Könnunin var gerð
á netinu og í úrtaki voru 1200 manns
á aldrinum 16-75 ára. Svarhlutfall
var 63,1%.
ben@mbl.is
Flestir ánægðir
með Jóhönnu
Sigurðardóttur
Viðhorf til fjögurra ráðherra kannað
BALDUR Jónsson,
vallarstjóri, lést á elli-
heimilinu Grund s.l.
föstudag, 92 ára að
aldri. Hann var fædd-
ur 3. nóvember 1916
að Setbergi við Lág-
holtsveg í Reykjavík,
sonur Jóns Jónssonar
sjómanns og Ingveld-
ar Jónsdóttur hús-
freyju, sem bæði voru
ættuð úr Skagafirði.
Baldur stundaði versl-
unarstörf eftir skóla-
göngu, meðal annars
hjá Birni Jónssyni og Silla og
Valda. Síðan stundaði hann eigin
verslunarrekstur í verslun Óla og
Baldurs við Framnesveg í Reykja-
vík.
Árið 1950 réð Baldur sig sem
vallarstjóra íþróttavallanna í
Reykjavík og starfaði þar út sinn
starfstíma, eða í 35 ár. Hann var
vallarstjóri á gamla Melavellinum
sem margir muna eftir, en hann
stóð þar sem Þjóðar-
bókhlaðan er núna.
Þegar Laugardals-
völlurinn var tekin í
notkun 1958, varð
Baldur jafnframt vall-
arstjóri þar.
Baldur starfaði um
árabil á vettvangi
Slysavarnafélags Ís-
lands og var m.a. for-
maður Björgunar-
sveitarinnar Ingólfs.
Hann starfaði mikið
innan Sjálfstæðis-
flokksins og var m.a. í
stjórn Varðar. Hann var formaður
sóknarnefndar Neskirkju í nokkur
ár. Baldur var gallharður KR-ing-
ur alla tíð.
Um 1980 fór Baldur að stunda
hestamennsku af krafti og átti
hesta allt til ársins 2004.
Kona Baldurs var Regína Bene-
diktsdóttir, en hún lést árið 2004.
Þau eignuðust þrjú börn, Jón
Inga, Óskar og Sigrúnu.
Andlát
Baldur Jónsson
Bændasamtökin hafa hafið bænda-
fundaferð undir yfirskriftinni
„Treystum á landbúnaðinn“. Fyrsti
fundurinn var á Kirkjubæjar-
klaustri í gær. Nánari dagskrá má
finna á bondi.is.
Frummælendur á bændafundum
eru formaður og framkvæmda-
stjóri BÍ ásamt stjórnarmönnum
samtakanna. Haraldur Benedikts-
son, formaður BÍ, segir að þjóð-
félagsumræðan muni setja svip sinn
á fundina en einnig sé markmiðið
að ræða framtíðina og skiptast á
skoðunum. „Bændasamtökin þurfa
að eiga gott samtal við félagsmenn
sína núna og því skiptir miklu máli
að bændur taki þátt og leggi lið,“
segir Haraldur. „Auðvitað er margt
fleira en efnahagsástandið sem
þarf að ræða en yfirskriftin
„Treystum á landbúnaðinn“ vísar
til þess að mikilvægi starfa bænda
hefur ekki í langan tíma verið jafn
glöggt,“ segir Haraldur.
Bændafunda-
ferð hafin
um landið
Hlíðasmára 14
sími 588 2122
www.eltak.is
Eltak sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafðu samband
líðas ára 14
Sí i 588 2122
.eltak.is
NICOTINELL
Fæst nú hjá okkur!
Nicotinell
er samstarfsaðili
Krabbameinsfélagsins
Sérfræðingar
í saltfiski
466 1016
- Útvatnaður saltfiskur án beina til suðu
- Sérútv. saltfiskur án beina til steikingar
- Ýsa, þorskur, gellur, kinnfiskur, rækjur
- Einnig fjölbreytt úrval tilbúinna rétta
www.ektafiskur.is
pöntunarsími:
frumkvöðlafyrirtæki ársins - viðurkenning frá matur úr héraði - localfood
Geir H.
Haarde
Björgvin G.
Sigurðsson
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Jóhanna
Sigurðardóttir