Morgunblaðið - 11.11.2008, Síða 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2008
muni verða tilbúnir til þess að
vera með í ráðum um hvernig
stíga eigi næstu skref. Þar er
fyrst og fremst verið að horfa til
þess hvort innheimta eigi eignir
hratt eða hægt. Ef það er gert
hratt fá þeir borgað fyrr en fá á
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
SKILANEFNDIR þeirra banka
sem hafa verið þjóðnýttir munu
hitta erlenda kröfuhafa sína á
fundum í lok þessarar viku. Skila-
nefnd Kaupþings mun funda með
kröfuhöfum á miðvikudag, Glitn-
ismenn funda með sínum á
fimmtudag og skilanefnd Lands-
bankans heldur sinn fund á föstu-
dag. Þetta verða fyrstu formlegu
fundirnir sem erlendu kröfuhaf-
arnir fá með skilanefndunum.
Fyrstu vísbendingar um virði
Á þessum fundum verður kröfu-
höfunum, sem meðal annars eru
margir stærstu bankar Evrópu,
gerð grein fyrir hver staðan í
þrotabúum bankanna sé. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
verður meðal annars farið yfir
fyrstu vísbendingar um verðmæti
þeirra eigna sem verða eftir í
gömlu bönkunum. Í framhaldinu
er vonast til þess að kröfuhafarnir
móti minna upp í kröfurnar. Ef
eignirnar eru innheimtar hægar
þá ætti að fást meira fyrir þær.
Deloitte sér um samskiptin
Skilanefndirnar réðu bresku
endurskoðendaskrifstofuna De-
loitte til að annast samskipti
þeirra við erlenda lánardrottna
seint í október. Lögmannastofan
Bingham McCutchen hefur síðan
komið fram fyrir hönd hóp al-
þjóðlegra skuldaeigenda bankanna
hérlendis undanfarnar vikur.
Heimildir Morgunblaðsins herma
að meðal þeirra séu hollenski
bankinn Fortis. Sérstakt teymi
endurskoðenda á vegum Deloitte
hefur verið hér á landi undan-
farnar vikur að taka saman upp-
lýsingar fyrir þessa fundi.
Verðmyndandi upplýsingar
Á fundunum verða gefnar upp
hugsanlega verðmyndandi upplýs-
ingar. Því þarf hver og einn sem
kemur á hann að skrifa undir
trúnaðaryfirlýsingu varðandi efni
fundarins. Þá munu þeir sem
koma á fundinn ekki hafa heimild
til að versla með bréf viðkomandi
banka þar sem þeir búa þá yfir
betri upplýsingum en aðrir þátt-
takendur á markaði um virði eigna
þeirra.
Kröfuhafar hitta skilanefndir
Alþjóðlegir kröfuhafar föllnu bankanna hitta skilanefndir þeirra á fundum í lok vikunnar Upplýst
verður um fyrstu vísbendingar um virði eigna Verðmyndandi upplýsingar verða kynntar á fundunum
Reuter
Gera kröfur Hollenski bankinn Fortis er meðal þeirra kröfuhafa sem hafa
sent fulltrúa hingað til lands til að verja kröfur sínar.
Í HNOTSKURN
» Íslenskir bankar og fyr-irtæki skulduðu erlendum
bönkum tæpa 9.000 milljarða
króna í lok júní.
» Þar af námu lán frá þýsk-um fjármálafyrirtækjum
rúmum 2.500 milljörðum
króna.
»Geir H. Haarde forsætis-ráðherra útilokaði ekki að
erlendir kröfuhafar bankanna
eignist hlut í nýju bönkunum í
Morgunblaðinu í gær.
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
BÆJARYFIRVÖLD á Akureyri
stefna að því að stemma stigu við
svifryksmengun með því að nota salt
og saltblönduð efni við hálkuvarnir á
götum í stað sands – sem er raunar
strangt til tekið ekki sandur, heldur
fín möl – þegar nauðsyn krefur í vet-
ur. Svifryk í höfuðstað Norðurlands
hefur stundum mælst hið mesta á
landinu undanfarin ár.
Á fundi bæjarstjórnar í síðustu
viku voru lagðar fram til kynningar
reglur um hálkuvarnir í bænum sem
nýlega voru samþykktar í fram-
kvæmdaráði að tillögu umhverf-
isnefndar.
Notkun malarefnis til hálkuvarna
hefur stóraukist síðustu ár á Ak-
ureyri; á síðasta ári var rúmlega 400
tonnum dreift á göturnar og afleið-
ingin er stóraukin rykmengun og
mælingar á svifryki við Tryggvagötu
sýna að ástandið er alvarlegt og
óviðunandi.
Nefna má að það sem af er þessu
ári 2008 hefur svifryksmengun
mælst yfir heilsuverndarmörkum í
32 daga en leyfilegt hámark er 18
dagar og verður sjö dagar árið 2010.
Samkvæmt hinum nýju reglum
skal ekki nota möl til hálkuvarna á
götum nema í algjörum undantekn-
ingartilfellum, t.d. þegar önnur hál-
kuvarnarefni duga ekki til. Tekið er
fram að fínt malarefni má nota á
gangstéttar og göngustíga þegar að-
stæður krefjast.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Mengun Svifryk hefur verið mikið síðustu ár en það er mælt á mótum
Tryggvabrautar og Glerárgötu. Myndin er tekin suður eftir Glerárgötu.
Salt notað í stað
malarefnis til þess
að minnka svifryk
Svifryksmengun
oft yfir leyfilegum
heilsuverndar-
mörkum í ár
Í HNOTSKURN
»Svifryk er örsmáar agnirí andrúmsloftinu. Það er
að mestu leyti til komið
vegna útblásturs frá bifreið-
um, malbiks sem spænist
upp vegna aksturs á nagla-
dekkjum og sands sem bor-
inn er á götur til hálku-
varna.
»Svifryk getur haft slæmáhrif á fólk með önd-
unarfæra- eða hjarta-
sjúkdóma, eldri borgara og
börn. Þá getur það aukið
hættu á heilablóðfalli og
hjartaáföllum.
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
ERLEND blöð og tímarit hafa sum
verið illfáanleg í verslunum að und-
anförnu. Skýringin er skortur á
gjaldeyri til að leysa blöðin út.
Jana Sturlaugsdóttir hjá Pennan-
um-Eymundsson segir að erlend
blöð og tímarit hafi ekki öll ratað á
sinn stað í hillurnar að undanförnu.
„Það er skortur á gjaldeyri og fyrir
vikið gengur hægar að greiða er-
lendum birgjum. Flestir hafa þeir
sýnt okkur skilning en þeir eru mis-
strangir þannig að við höfum ekki í
öllum tilfellum náð að leysa út blöð.
Þetta er eins hjá öllum, þeir sem
ekki versla með mat, lyf eða elds-
neyti eru ekki í forgangi.“ Hún segir
þó minnihluta birgja stífa á reglum.
„Flestir skilja að þetta er tímabund-
ið ástand.“ Aðspurð segir hún helst
hafa vantað Der Spiegel og Hello í
búðunum. „En það er að birta til í
gjaldeyrismálum og þá fer þetta
strax að rúlla.“
Hannes Sigurbjörn Jónsson,
framkvæmdastjóri Office 1, segir
tregðu hafa verið í afgreiðslu er-
lendra blaða. „Blöðin frá Ameríku
hafa borist eins og venjulega en við
höfum lent í stoppi í þrjár, fjórar vik-
ur með evrópsk blöð sem við fáum
frá einum birgi í Bretlandi. Við erum
þó búin að leysa þetta hjá okkur í bili
svo við fáum erlend blöð í vikunni.“
Margrét Grétarsdóttir, verslunar-
stjóri hjá Griffli, segir lítið hafa vant-
að erlend blöð í þeirra verslunum.
„Það hafa verið vandræði með Bo
Bedre sem er væntanlegt í vikunni
og Hello hefur ekki komið, þannig að
við höfum aðeins orðið fyrir þessu,
en þó ekki mjög alvarlega.“
Erlend blöð illfáanleg
Hægt hefur gengið að leysa út tímarit frá erlendum birgj-
um Sumstaðar hefur vantað blöð í þrjár til fjórar vikur
Miðvikudagur 12. nóvember kl. 17.30
Borgarmálin í brennidepli
Kjartan Magnússon, Júlíus Vífill Ingvarsson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
og Jórunn Frímannsdóttir ræða borgarmálin á opnum fundi í Valhöll. Málfundafélagið
Óðinn stendur fyrir fundinum og Theodór Bender, formaður Óðins, er fundarstjóri.
Laugardagur 15. nóvember kl. 10.00
Haustþing Landssambands sjálfstæðiskvenna
Landssamband sjálfstæðiskvenna heldur haustþing með fjölmörgum
glæsilegum framsögumönnum í Valhöll. Í pallborði verður sérstaklega
rætt um atvinnu-, umhverfis- og efnahagsmál annarsvegar og heilbrigðis-,
trygginga- og velferðarmál hinsvegar.
Nánari upplýsingar um fundina og flokksstarfið má finna á heimasíðu flokksins, www.xd.is, eða í síma 515 1700.
Tölum saman
Fjölmargir fundir eru á vegum Sjálfstæðisflokksins í viku hverri.