Morgunblaðið - 11.11.2008, Side 13
Fréttir 13INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2008
SJÁLFSBJÖRG leggur áherslu á að
framlengt verði frítekjumark at-
vinnutekna gagnvart lífeyristrygg-
ingum öryrkja, tekjutryggingu
samkvæmt lögum um almanna-
tryggingar, frá 1. janúar nk. þegar
núverandi bráðabirgðaákvæði í
lögum falla niður. Ragnar Gunnar
Þórhallsson, formaður Sjálfs-
bjargar, segir þetta algert lyk-
ilatriði fyrir fatlaða, ekki síst nú
þegar skórinn kreppi í þjóðfélag-
inu. Sjálfsbjörg óskar því eftir að
ríkisstjórn Íslands geri þegar
breytingar á almannatrygg-
ingalögum þannig að 100.000 króna
frítekjumarkið gildi áfram eftir
næstu áramót.
Frítekjumark
verði framlengt
Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur
vala@simenntun.is
Akranes | Þjóðahátíð Vesturlands
var haldin í Íþróttahúsinu á Jað-
arsbökkum sl. laugardag. Fulltrúar
frá mismunandi þjóðum kynntu
lönd sín og menningu. Skagamenn
og nærsveitungar fengu innsýn í
hefðir og siði fólks af ólíku þjóðerni
og fögnuðu þeim tækifærum sem
felast í fjölmenningarsamfélaginu.
Ýmsir munir og myndir voru til
sýnis og þarna var m.a. hægt að
smakka bigos, pierogi og Zurek
súpu frá Póllandi, indverskan
grænmetis- og baunarétt, ýmis sal-
öt, brauð og kæfu frá Litháen og
Lettlandi, úkraínska tertu, níger-
ískan kjúklingarpottrétt, skoskt
kex með sultu, þýska klatta og pal-
estínska rétti, svo fátt eitt sé nefnt.
Fjölbreytt skemmtiatriði voru á
dagskránni og hófst hátíðin með
söng barnakórs frá söngskóla
Huldu Gestsdóttur. Pauline
McCarthy, formaður Félags nýrra
Íslendinga á Vesturlandi, söng kelt-
nesk lög, danshópar frá Filipps-
eyjum og Búlgaríu sýndu þjóð-
dansa, Dalilja Sæmundsdóttir og
Jónína Magnúsdóttir fluttu íslensk
lög og kvennakórinn Ymur söng.
Magdalena Mazur söng á pólsku,
Deviĺs Train blús tríó þöndu radd-
böndin og leikið var á harmónikku
fyrir gesti. Palestínska flóttafólkið
dansaði við arabíska tónlist og dreif
gesti út á gólfið með sér. Hátíðin
var í alla staði vel heppnuð og var-
lega áætlað voru þar um 400-500
manns. Hátíðin var samstarfsverk-
efni Rauða krossins á Akranesi og
Félags nýrra Íslendinga á Vest-
urlandi, og styrkt af Menningarráði
Vesturlands. Að sögn Pauline
McCarthy verður þjóðahátíð árviss
viðburður og vonast til að þátttak-
endur verði fleiri næst og frá fleiri
stöðum á Vesturlandi.
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Pólskar súpur á boðstólum
Búðardalur | Hann heitir Julio Cesar
Gutierrez, er bóndi á Háv-
arðsstöðum í Svínadal og hann stóð
uppi sem sigurvegari á Íslands-
meistaramóti í rúningi sem fram
fór á árlegum haustfagnaði í Döl-
unum nýverið. Þótti Julio bera sig
fagmannlega við rúninginn og varð
fjöldi manns vitni að því. Dagskráin
stóð í tvo daga og var hlaðin við-
burðum en nú var í fyrsta skipti
keppt í rúningi. Féll það í góðan
jarðveg en mótið var haldið á bæn-
um Skörðum í Miðdölum.
Morgunblaðið/Björn Anton Einarsson
Julio Cesar
Íslandsmeist-
ari í rúningi
STARFSMENNTAVERÐLAUN Starfsmenntaráðs voru veitt á föstudag sl.
og var það forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem afhenti þau.
Samskip hf. hlutu verðlaunin í flokki fyrirtækja og Fræðslusetrið Starfs-
mennt hlaut verðlaunin í flokki skóla og fræðsluaðila.
Starfsmenntaverðlaunin eru veitt þeim sem þykja vinna framúrskarandi
starf í starfsmenntun, hvort sem um er að ræða skóla, samtök, frumkvöðla
eða fyrirtæki sem sinna vel fræðslumálum starfsmanna sinna. Verðlaunin
eru jafnan veitt í þremur flokkum; fyrirtæki og félagasamtök, skólar og
fræðsluaðilar og opinn flokkur sem ekki var verðlaunaður í ár, og tekur til
frumkvöðla og einstakra verkefna eftir því sem þurfa þykir.
Fræðslusetrið Starfsmennt hlaut verðlaunin fyrir verkefnið Járnsíða
sem unnið er í samstarfi við Sýslumannafélag Íslands. Járnsíða er skóli fyr-
ir starfsmenn sýslumannsembætta sem miðar að því að auka skilvirkni og
starfsánægju starfsmanna.
Samskip hf. hlutu verðlaunin fyrir Flutningaskóla Samskipa og fjöl-
breytt og metnaðarfullt fræðslustarf fyrir starfsfólk sitt.
Starfsmenntaverðlaunin veitt
STOFNFUNDUR Félags áhuga-
manna um sögu Bessastaðaskóla
var haldinn þann 4. október sl. í
kjölfar vel sóttrar hátíðarsamkomu
í hátíðarsal Íþróttahúss Álftaness
undir yfirskriftinni „Bessastaða-
skóli - vagga íslenskrar menningar;
áhrif og arfur dr. Hallgríms Schev-
ing.“
Markmið félagsins er að „halda
sögu Bessastaðaskóla á lofti, stuðla
að rannsóknum á sögu skólans og
áhrifum hans á sögu og menningu,“
eins og segir í tilkynningu.
Lög félagsins sem eru í 8 liðum,
voru samþykkt og stjórn kosin.
Stjórnina skipa Ásdís Bragadóttir,
formaður, Hjalti Hugason og Þor-
leifur Friðriksson.
Félag um sögu
Bessastaðaskóla
STUTT
Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur
vala@simenntun.is
Borgarnes | Opið hús var sl. sunnudag
hjá Stéttarfélagi Vesturlands og
veislukaffi á boðstólum. Tilefnið var
kveðjuhóf fyrir Svein G. Hálfdán-
arson sem látið hefur af störfum sem
formaður félagsins. Hann hætti form-
lega 31. maí í vor, en hefur verið við-
loðandi stéttarfélagið engu að síður,
við frágang og skjalavinnslu. Signý
Jóhannsdóttir sem tók við starfi
framkvæmdastjóra félagsins um ára-
mót, þakkaði Sveini vel unnin störf og
færði honum fuglabók og kíki að gjöf
frá félaginu. Ástæðan er sú að Sveinn
hafði haft á orði að hann þekkti lítið
til fugla og langaði að þekkja þá.
Hann fær líka fuglavísi og fuglaskoð-
unarnámskeið að gjöf síðar.
Vildi bjarga þjóðinni
Sveinn lét þau orð falla að hann
hefði aldrei ætlað að skipta sér af
verkalýðsmálum og sagðist hafa
fengið nóg af því heima í æsku en fað-
ir hans kom að stéttarfélagsmálum í
þrjátíu ár. Þá voru þessi mál unnin á
kvöldin og um helgar og verkalýðs-
forkólfar voru í öðrum störfum á dag-
inn. Aðspurður sagði Sveinn að senni-
lega hefði það samt verið
óumflýjanlegt að hann fór að taka
þátt í verkalýðsmálum.
,,Ég tók við formennsku 2001, en
hafði oft áður verið kallaður í ýmsar
nefndir. Ég tók þátt í sveitarstjórn-
armálum og sat tvö kjörtímabil í
hreppsnefnd, en ég ætlaði m.a.s. að
verða þingmaður og bjarga íslensku
þjóðinni, en þjóðin vildi mig ekki.“
Sveinn var í öðru sæti hjá krötum
1978.
Hann segist hafa blendar tilfinn-
ingar gagnvart því að hætta á þessum
tímapunkti. ,,Ég hefði viljað vera í
þessari baráttu áfram, því verkalýðs-
félögin hafa verk að vinna, en á móti
er það líka léttir. Ég var heppinn að
hafa ráðið Signýju sem fram-
kvæmdastjóra, hún hefur mikla
reynslu og sinnir góðu starfi. En þar
sem ég verð sjötugur á næsta ári er
kominn tími til að draga sig í hlé, þó
að ég komi til með að fylgjast með.“
Hann ætlar að lifa og leika sér, kíkja
á fuglana, sinna fjölskyldunni og
heimilinu betur en vill ekki láta hafa
meira eftir sér þar um.
Sveinn segir að ekki verði séð fyrir
endann á efnahagsþrengingunum og
atvinnumálum og að stéttarfélögin
komi til með að gegna geysilega mik-
ilvægu hlutverki á komandi tímum.
,,Hér gildir að standa vörð um þá sem
minnst mega sín og verja þá með
kjafti og klóm. Hafi einhverntímann
verið þörf fyrir stéttarfélög þá er það
núna.“
Ætlaði aldrei að skipta
mér af verkalýðsmálum
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Bók Nú ætlar Sveinn meðal annars að gefa sér tíma til að kynnast fuglum.
Sveinn G. Hálfdánarson kvaddur um helgina eftir áralangt
starf sem formaður Stéttarfélags Vesturlands
Í HNOTSKURN
»Stéttarfélag Vesturlandsvar stofnað 31. maí, 2006
með sameiningu þriggja félaga:
Verkalýðsfélags Borgarness,
Verkalýðsfélagsin Harðar og
Verkalýðsfélagsins Vals.
»Sveinn G. Hálfdánarsonhefur verið formaður frá
árinu 2001.
»Áður sat hann í ýmsumnefndum og kom að sveit-
arstjórnarmálum og sóttist
einnig eftir þingmennsku.
MÁLÞING 2008
Æskan á
óvissutímum
13. nóvember á Grand Hótel kl. 13.00-16:30
Setning:
Þorsteinn Fr. Sigurðsson formaður
Æskulýðsvettvangsins
Ávarp menntamálaráðherra:
Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur
Söngur:
Flytjandi KK
Ísland í efnahagslegu fárviðri:
Magnús Fjalar Guðmundsson, hagfræðingur
hjá Seðlabanka Íslands
Raunveruleiki heimilanna:
Lára Björnsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs í
Félags- og tryggingamálaráðuneytinu.
Kaffi
Barnið í kreppunni:
Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur
Mikilvægi æskulýðsstarfs á óvissutímum:
Þórólfur Þórlindsson, forstjóri Lýðheilsustöðvar
Hvernig spegla ég ástandið?:
Jóhann Þorsteinsson, svæðisfulltrúi KFUM og
KFUK á Norðurlandi
Fundarstjóri:
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, alþingismaður og
formaður Æskulýðsráðs ríkisins
Málþingið er öllum opið og
er aðgangur ókeypis
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Bandalag íslenskra skáta