Morgunblaðið - 11.11.2008, Síða 18
18 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2008
Ég hugsa frekar um and-legu gæðin en hin ver-aldlegu. Það er betra aðvera í starfi sem maður
er ánægður en því sem gefur af sér
fullt af peningum ef maður á engan
veginn heima í því. Vinnan er meiri
hluti lífsins og ef hún er leiðinleg
þá verða lífsgæði manns minni fyr-
ir vikið,“ segir Dagrún Aðalsteins-
dóttir og bætir því við að sam-
félagið sé mjög opið fyrir
sköpunargleði unga fólksins, hvort
sem það er í tónlist eða myndlist.
,,Það er mjög hvetjandi enda ótrú-
lega skemmtilegir hlutir að ger-
ast.“
Sjálf lauk Dagrún í haust mynd-
listarsýningu sinni sem bar nafnið
,,Er það ég sem vil það?“ í Galleríi
Tukt í Hinu húsinu auk þess sem
hún hefur verið með gjörninga í fé-
lagi við aðra, m.a. í versluninni Epal
á menningarnótt. Hún er langt frá
því að vera búin að finna sitt list-
form.
,,Þetta var fjórða sýningin mín í
Galleríi Tukt og önnur
einkasýningin. Titillinn
á sýningunni var í
rauninni útúrsnúningur
á texta sem ég las í
bók eftir Simone de
Beauvoir. Bókin fjallar
um tilvistarkreppu hjá
kvenmanni og ég fann mig og það
sem ég var að hugsa á þessu tíma-
bili að mörgu leyti í henni. Sýningin
gekk dálítið út á hvers væri ætlast
til af mér sem einstaklingi og þá
sem kvenmanni. Mig langaði að
fara út fyrir rammann sem okkur
er svo oft gefinn og ætlað að fylgja
og sýna lífsferlið.“
Manneskjan og náttúran
Dagrún fékk konu til þess að
sitja nakta fyrir úti í náttúrunni og
sýndi hana þar fæðast, fæða sjálf og
fjölga þannig mannkyninu og sýndi
hana svo spegla sjálfa sig í nátt-
úrunni og loks deyja. ,,Ég vildi
vekja athygli á þessi ferli sem flest-
um finnst svo sjálfsagt og velta því
fyrir mér og velta upp spurningum
eins og hver er ég? Hvers ætlast
samfélagið af mér? Hvert er dýrið í
mér og hvar er siðlega skepnan og
hvar læri ég um hana, hvaðan kem-
ur pressan? Stóra spurningin var
sem sagt hvað er það sem ég vil
bara út frá sjálfri mér.“
– Og komstu að einhverri nið-
urstöðu?
,,Nei, ekki endanlega,“ segir hún
og brosir. ,,Nema ef til vill að mað-
ur eigi að fylgja eigin sannfæringu í
lífinu. Það er alltaf ákveðinn fé-
lagsleg pressa í gangi, að ganga í
hjónaband, eignast börn og svo
framvegis, sama frá hvernig að-
stæðum maður kemur frá eða hugs-
unarhætti. Það á að steypa flesta í
sama mótið. Mig lang-
aði að velta fyrir mér
hvað ég vildi gera við
mitt líf í stað þess að
fljóta í einhverju formi
sem er því sem næst
gefið.“
– Þú hefur verið
óhrædd að nota nakinn kvenlíkama
í verkunum þínum?
,,Já, og ég vildi endilega sýna
nekt í öðru ljósi en þetta klám sem
alltaf er í andlitinu á okkur. Það er
manneskjan og náttúran sem flétt-
ast þarna saman, í sína tærasta
formi. Í rauninni fjalla verkin ekki
um kvenlíkamann heldur sköp-
unarferlið, hið náttúrulega form
sem við fæðumst í, lifum í og kveðj-
um og rotnum jafnframt í, rétt eins
og náttúran.“
– Finnst þér að listin eigi að end-
urspegla samfélagið?
,,Ég held að það sé sama hvaða
listform um er að ræða, lista-
maðurinn er alltaf að segja eitt-
hvað, jafnvel ekki neitt. Það er tján-
ing.“
Aðspurð hvort náttúruvernd-
arumræðan hafi haft áhrif á þessa
tilteknu sýningu segir hún svo vel
geta verið en einnig ferðalög um Ís-
land frá barnæsku.
,,Íslensk náttúra er mögnuð. En
það er rétt að verkin mín fjalla oft
um manneskjuna í samfélaginu eða
samspil manneskju og samfélags.“
Listaverkið Nakin kona úti í náttúrunni fæðist, fæðir sjálf og deyr loks.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Listamaður „Mig langaði að fara út fyrir rammann sem okkur er svo oft gefinn,“ segir Dagrún Aðalsteinsdóttir.
Er það ég sem vil það?
Dagrún Aðalsteinsdóttir finnur fyrir bjartsýni hjá ungu fólki og þrátt fyrir að ver-
aldlegur auður sé oft ekki hlutskipti listamanna stefnir hún ekki annað. Hin 19
ára listakona sagði Unni H. Jóhannsdóttur frá glímunni við sjálfa sig og listina.
„Vildi sýna nekt í
öðru ljósi en
þessu klámi sem
alltaf er í andlit-
inu á okkur“
Virðing
Réttlæti
VR boðar til almenns félagsfundar á Grand hóteli,
fimmtudaginn 13. nóvember kl. 19:30.
Á fundinum mun Gunnar Páll Pálsson, formaður VR,
gera grein fyrir störfum sínum í stjórn Kaupþings og í
kjölfarið verður opnað fyrir umræður.
Einnig verður haldinn fjarfundur með VR félögum á
Austurlandi og í Vestmannaeyjum miðvikudaginn
12. nóvember. Fundurinn hefst á skrifstofum félaganna
í Vestmannaeyjum og á Egilsstöðum kl. 20:00.
Fundirnir eru eingöngu opnir félagsmönnum VR
sem eru allir hvattir til að mæta.
Félagsfundur
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS