Morgunblaðið - 11.11.2008, Side 25

Morgunblaðið - 11.11.2008, Side 25
Umræðan 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2008 ÞEGAR atburðir gerast hratt ber að varast glappaskot en hætt við að þau verði því menn ugga ekki að sér í hraðanum. Íslendingar hafa lifað ótrúlega tíma síðustu vikur og eðlilega hafa komið fram hugmyndir um rannsókn bankamála síðustu ára. Björn Bjarnason dóms- málaráðherra hefur boðað rannsóknarnefnd og rík- issaksóknari hafist handa með því að biðja fyrrverandi rík- issaksóknara að stýra henni. Rannsaka á hvort refsiverðar ákvarðanir hafi verið teknar af hálfu bankanna og hug- myndin er að stofna sérstakt embætti í því skyni. Kanna á starfsemi bankanna síðustu mánuði fyrir hrun til að komast að því hvort það geti leitt til lögreglurannsóknar. Þegar þetta mikla bankahrun er haft í huga er starfssvið þessarar nefndar ótrúlega þröngt, ekki virðist eiga að rannsaka einkavæð- ingartímann í heild. Hitt er miklu líklegra að bankarnir hafi ekki brotið lög heldur hafi stjórnendur þeirra tekið vafasamar ákvarðanir, teflt stöðu þeirra í tvísýnu og eftirlit með þeim hafi verið í öfugu hlutfalli við um- svifin. Menn frá fjármálaráðuneytinu eiga að vera sérstökum saksóknara til aðstoðar, en ekki virðist eiga að rannsaka hvernig eftirlitið brást við hruni bankanna. Eftir er að leiða í ljós hvort bankarnir hafi í raun verið gjaldþrota. Forsætisráðherra hefur nefnt að stjórnvöld vilji gefa út Hvítbók um þetta allt saman. Hér er svo stórt mál á ferðinni að Alþingi verður að taka fram fyrir hendur framkvæmdavaldsins svo að ekki ríði yfir ný áföll. Al- þingi er æðsta stofnun lýðveldisins og ráðherrum ber að lúta vilja þess. Þingið kjósi rannsóknarnefnd sem fengi víðtækt umboð og yrði hafin yfir vald flokka, vinatengsla, ætta og klíkuhópa. Yrði hún því að vera skipuð erlendum sérfræðingum á þessu sviði sem fengju innlenda til að vinna með sér, en hugmynd stjórnvalda er að í henni sitji innlendir sem fái erlenda sér til aðstoðar. Rannsaka þyrfti alla sögu einkavæðingar hér, ekki aðeins sögu einkabankanna. Mistökin hafa hrannast upp eftir hvert mál á þessu sviði og gríðarlegir efnahags- og stjórnmálahagsmunir hafa mótað þetta svokallaða einkavæðingarferli. Hvar er rammalöggjöfin um einkavæð- inguna sem hefði að geyma stýrandi reglur á þessu sviði? Hvaða stefna og viðhorf réðu þegar ráðist var í einkavæðingu? Hvernig átti þjóðfélagið að þróast með þessum breytingum? Kom það nokkuð fram þegar hafist var handa? En svarið liggur í afleiðingunum. Reiði og hneykslun metta andrúmsloftið þessa daga. Er ekki kominn tími til að byrja á upphafinu með myndarlegum hætti? Hauk Sigurðsson, sagnfræðingur. Eiga stjórnvöld að rannsaka sig sjálf? MAFÍÓSAKLÍKAN verður að víkja! Ef öryggi og sameining á að nást í íslenskum stjórnmálum er alveg ljóst að fjórmenningaklíkan svonefnda í Sjálfstæð- isflokknum ásamt seðlabankastjóra verður að víkja úr íslenskum stjórnmálum. Hrammur þessarar klíku ligg- ur eins og mara á íslensku þjóðinni. Fjármálaklúður og valdagræðgi sem til- heyrir því að viðhalda krónunni sem gjaldmiðli Íslendinga er að koma okkur í gröfina. Þá mafíósaklíku sem hefur stjórnað peningamálastefnu þjóð- arinnar á svo hörmulegan hátt síðustu tvo áratugina þarf að gera burtræka. Verðbólga, okurvextir og verðtrygging lána er að ganga af þjóðinni dauðri og áfram heldur Hrunadansinn. Engin takmörk eru fyrir því hversu langt þessi mafía er tilbúin að ganga. Þjóðin skal éta of- an í sig öll þeirra lognu loforð en nú segir maginn stopp og ælan stendur upp úr mönnum. Þjóðin er búin að fá nóg. Klíkunni verður frá að víka, fleiri loforð fær hún ei að svíkja. Að klína ástandi efnahagsmála alfarið á er- lenda fjármálakreppu er í hæsta máta hallærislegt. 14% verðbólga og vextir 20% og yfir voru þær staðreyndir sem blöstu við þjóðinni áður en heimskreppan skall á. Og enn bætir í. Nú berast þær fréttir að þessir sömu gangsterar hafi aukið skattlagningu svo um munar og erum við nú skattpíndasta þjóð í Evrópu. Svo tala þessir sömu prelátar um að auka enn frekar skattlagningu. Eru þessir menn algjörlega veruleikafirrtir? Þetta kall- ar maður nú skítlegt eðli. Hreinsum til í þjóðarskútunni, hrokafull framkoma þessara manna hugnast ekki þjóðinni. Fimmmenn- ingaklíkuna frá! Unga fólkið í Sjálfstæðisflokknum að! Krónuna og spillinguna burt og evruna inn! Víkjum svo að verðtryggingunni. Þegar þessar línur eru skrifaðar eru spár um allt að 20% verðbólgu um og í kringum næstu áramót. Sá hryllingur sem blasir við þeim sem eru með íbúðalán í krónum, svokölluð krónulán sem eru verðtryggð, er að éta upp eignir landsmanna með ógnarhraða. Þarna stendur valdaklíkan ráðþrota og vísar hver á annan og segir ekki ég. Þessa eignaupptöku verður að stöðva, annars stefnir í það að lánin fari yfir verðgildi eigna og skilji fólkið eftir eignalaust í mörgum tilfellum. Spyrna verður við fótum og skora verður á fjármála- og félagsmálaráð- herra sem eru með þessa málaflokka á sinni könnu að stöðva þetta rán tafarlaust. Rányrkja af þessu tagi er gjörsamlega ólíðandi ofan á allt annað sem fyrir er og er þó nóg af ósóma samt. Þar sem ríkið er nú eigandi banka og Íbúðalánasjóðs þar sem skuldirnar eru látnar viðgangast verða ráðamenn að stöðva þessa eignaupp- töku sem fyrst, annars mun illa fara. Menn verða að líta sér nær og mega ekki gleyma sér í ólgusjó alþjóðlegra peningastofnana. Verðtrygging á eftir að setja stóran hluta landsmanna á hausinn ef fer sem horfir. Ráðherrum er hollt að muna það að þeir kjósendur sem kusu þá inn á þing á sínum tíma geta líka kosið þá þaðan út. Þessum mafíósum er hollt að muna það að ís- lenskur almenningur ber ekki ábyrgð á því hvernig kom- ið er fyrir íslenskum efnahag. Það eru kosnir fulltrúar þjóðarinnar sem hafa skitið svo rækilega á sig. Þeirra er ábyrgðin. Fátt er ömurlegra en fyrrverandi ráðherra eða seðla- bankastjóri sem hugsanlega gæti í besta falli orðið sendi- herra í Simbabve. Meðal annarra orða: Davíð væri kjör- inn í það hlutverk, það myndi kallast þjóðþrifaráð. Hann og Mugabe geta örugglega þráttað um peninga- málastefnu tveggja fátækustu landa heims og gefið hvor öðrum góð ráð. Sigurjón Gunnarsson, matreiðslumeistari. Hleypum unga fólkinu að SKAMMAST þú þín fyrir að vera Íslendingur? Berð þú ábyrgð á því hvernig fjármálum landsins var stýrt? Þú berð vissulega ábyrgð á þínu atkvæði til ráðamanna og því hvernig þú stjórnar eigin fjárhag. En ef þú skammast þín fyrir að vera Íslendingur af því að fjár- málastjórn landsins brást þér þá ertu að taka ábyrgð á gerðum sem voru duldar fyrir þér. Frekar en að eyða orkunni í að skammast þín fyrir það sem þú getur ekki borið ábyrgð á er betra fyrir okkur sem þjóð að huga að því hvernig við viljum byggja upp samfélag okkar í framhaldinu. Hvaða áherslur viljum við að séu í samfélaginu? Kreppan er ekki sér íslenskt fyrirbæri og ekki okkar frekar en ann- arra að skammast okkar fyrir það hvernig er komið fyrir fjármálaheiminum. En það er okkar að horfa á stöðuna og finna nýjar skapandi leiðir til að byggja betra manneskjulegra og skemmtilegra þjóðfélag. Þar sem mannauðurinn í landinu er númer eitt. Þar sem hlúð er að góðum uppbyggilegum lífháttum og sköpuð skilyrði til að framkvæma góðar hugmyndir. Einbeitum okkur að því sem við höfum til að vinna að. Pössum okkur að hlaupa ekki aftur á eftir gullkálfinum í formi áls eða annarra gylliboða. Stöldrum við og förum yfir það hvers konar þjóðfélag við viljum byggja upp. Var allt slæmt? Eða var kannski margt gott en ekki farið nógu gætilega? Það dýrmætasta sem við eigum er góð heilsa hvort sem við lítum á okkur sem einstaklinga eða sem þjóð. Þjóðin var ekki við góða heilsu því hún var búin að missa jafnvægið og farin að hugsa eingöngu út frá fjár- málum. Það eru ýmsar góðar hugmyndir sem nú er góður tími til að vinna að. Það skiptir máli að tapa sér ekki niður í eitthvert volæði og sjá allt svart framundan. Það er betra að huga að því hvernig við ætlum að takast á við stöðuna og byggja upp á nýtt. Þess vegna er mik- ilvægt að byrja núna. Ekki bíða eftir fullkomnum tíma til að gera hlutina. Því til að geta breytt vondri stöðu í betri er mikilvægt að hlutirnir séu á hreyfingu. En ekki lama allt samfélagið með svartnætti, ásökunum og böl- sýnisspám. Landið okkar hefur verið okkur gjöfult og gott heimili og nú er komið að okkur að snúa bökum saman og byggja upp á traustari grunni en fyrir var. Ég skora á stjórnmálamenn að láta ekki hroka aftra sér frá því að vinna saman að lausnum. Það er ekki okk- ur landsmönnum til góðs. Geir myndaðu þjóðstjórn og leggist þið allir á árarnar til að bjarga okkar góðu þjóð. Þið eruð kosnir til að taka ábyrgð og það er að taka ábyrgð að sameina kraftanna og finna lausnir. En hætta að velta okkur upp úr því að hún sé slæm. Hún er slæm og það vita það allir og þess vegna þurfum við ekki að tala meira um það. Við þurfum bara að breyta vondri stöðu í betri. Hildur Halldóra Karlsdóttir, þýðandi og bókasafnsfræðingur. Snúum vörn í sókn Kæru landsmenn! Öll erum við lífrænt ræktuð og eigum það sameiginlegt að vilja njóta ávaxta sköpunarinnar: Sólarinnar, tunglsins og stjarnanna, gróðursins, fjallanna og sjávarins, náttúrunnar, umhverfisins og hvert annars. Og ekki síður ávaxta lífsins anda sem eru: Kærleikur og ást, friður og frelsi, gleði og góðvild, gæska og gjafmildi, langlyndi og trúmennska, hógværð, áreiðanleiki og æðruleysi. En svo er það bara einhverra hluta vegna einnig í eðli okkar að hætta til að vilja gleyma kjarnanum. Hvaðan gjafir lífsins eru komnar, hin raunverulegu verðmæti. Útþynntir ávextir Með því að henda kjarnanum þynnast ávextirnir og kær- leikurinn tekur að skilyrðast, spyrja um og leita eftir þröngum þörfum sérhagsmuna út frá eigingirni svo við villumst af leið og sjónarmið græðgi og ofsa verða ofan á um tíma þar til innihaldsleysið springur í andlitin á okkur og allt sem sýndist svo töff og eftirsóknarvert hrynur eins og spilaborg. Með því að gleyma uppruna sínum, kjarna lífsins og hinum góðu gildum sem við erum alin upp við þá frýs friðurinn og frelsið fyrnist. Gleðin fölnar og glatast. Góðvildin umhverfist, langlyndið styttist og hógværðin og lít- illætið verður að hroka sem á upptök sín í ótta og minnimáttarkennd. Að bera ávöxt Svo ávextirnir þynnist ekki út þarf að neyta kjarnans og skipta kökunni jafnt svo lífið beri þann ávöxt sem því var ætlað. Við þurfum leikreglur og ramma, aga, sjálfsstjórn og jafnvægi til þess að geta síðan notið frelsisins. Fáum sjálf- skipuðum snillingum var aldrei ætlað að fleyta rjómann ofan af kökunni og taka sætustu og bestu bitana og láta okkur hin síðan sitja eftir með þá hörðu undir tönn, súru og beisku. Við vorum ekki kölluð inn í þennan heim til þess að græða og safna í hlöð- ur heldur til þess að bera ávöxt. Ávöxt sem varir til eilífs lífs. Á því er mikill munur. Það gerum við með því að elska hvert annað og standa saman. Til þess að við fáum notið þeirrar fegurðar sem lífið hefur upp á að bjóða. Okk- ur er síðan hverju og einu ætlað að fegra umhverfi okkar með þeim ávöxtum sem okkur er ætlað að bera, sjálfum okkur til heilla, samferðafólki til bless- unar og Guði til dýrðar. Gleymum ekki kjarnanum Stöndum því vörð um okkur sjálf. Hvað við segjum og gerum og hvernig við komum fram. Njótum síðan lífsins saman af hógværð og í þakklæti. Og þeirra ávaxta lífsins anda sem höfundur og fullkomnari lífsins vill deila með okkur og skreyta okkur með. Gleymum því aldrei kjarnanum, hvaðan allt er þegið. Gleymum ekki hver við erum og hvert við raunverulega þráum öll innst inni að stefna. Því að við erum ekki aðeins lífrænt ræktuð heldur einnig lífvænt ræktuð. Erum þannig úr garði gerð að við erum lífvænleg þrátt fyrir allt. Eigum lífið framundan, það er okkar. Það er bara spurning um afstöðu okkar til lífsins og þeirra gæða sem lífið hefur upp á að bjóða. Friður Guðs, sem er æðri mannlegum skilningi, fylli hjörtu okkar og varð- veiti hugsanir okkar í Kristi Jesú, frelsara okkar og eilífum lífgjafa. Baráttukveðjur og blessunaróskir. Sigurbjörn Þorkelsson, ljóðskáld og rithöfundur og framkvæmdastjóri Laugarneskirkju. Öll erum við lífrænt ræktuð Sigurbjörn Þorkelsson Á ÍSLANDI um þessar mundir upplifum við öll reiði, svik, og vanmátt. Sökum þess er auðvelt að stýra heilu hópunum í átt að vissri skoðun. Við erum öll í leit að skýringum og því ginnkeypt fyrir flestu sem veifað er framan í okkur. Í orðanotkun er falið gríðarlegt vald sem þarf að hafa í huga á svona tímum. Til dæmis er háskaleg sú orðræða að „við megum ekki fara á nornaveiðar“ og að nú sé það eina í stöðunni að standa saman. Þessi orð- ræða skyggir meðal annars á raunverulega mikilvæg atriði núna, þ.e. auðvitað að gera upp þau stjórn- armistök og hvítflibbaglæpi sem hafa sett hér allt í rúst. Annað sem mér finnst einkenna þessa orðræðu er nokt- un á orðinu kreppa. Ástandið er vitanlega niðursveifla í hagkerfinu en í raun svo miklu meira en það. Samfélag byggt á hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar hefur skuldsett börn okkar og barnabörn. Orðið sveifla felur í sér að ástandið muni réttast við en svo ég tali fyrir mig vil ég ekki að neitt réttist við. Þetta eru rústir sem þarf að rísa upp úr. Aðgerðir eftir þetta hrun hafa ekki bor- ið þess merki að ætla að rísa upp úr neinu. Ofurlaun í ríkisbönkun, á meðan önnur ríkisrekin fyrirtæki eru á barmi gjaldþrots eftir aðra bankastjóra á ofurlaunum. Annað dæmi er framtakið indefence.is, söfnun undir- skrifta þess efnis að Íslendingar séu ekki hryðjuverka- menn. Hér er um gríðarlegan fjölda undirskrifta að ræða, þegar þetta er skrifað hefur 73.891 skrifað undir. Og undir hvað? Að Íslendingar séu ekki hryðjuverka- menn. Hvað vitleysa er þetta? Þetta er vindhögg út í bláinn. Í stað þess að beina sér að einhverju sem virki- lega skiptir máli núna eins og að flytja Davíð Oddsson úr embætti eða fá fram kosningar er þessi und- irskiftalisti að taka þátt í fjarstæðukenndu skrifræði breskra stjórnvalda. Þetta plagg Gordons Brown er svo algjörlega fáránlegt. Það stóð aldrei Ísland á þessu plaggi heldur Landsbankinn, sem stóð einhversstaðar við hlið Írans (er það ekki absúrd líka?) en var svo fært í einhverskonar sérstakan dálk. (Við vitum ekki einu sinni ofurlaun þessa yfirlýsta hryðjuverkabanka). Ætl- unin er að hreinsa orðspor Íslendinga. Ég sé ekki að þetta verði til þess. Í staðinn er þetta að taka þátt í noktun á fáranlega gildishlöðnu hugtaki („hryðju- verkamaður“) og beina athyglinni frá raunverulegri orsök ástandsins. Ég myndi frekar halda að yfirlýs- ingar á borð við: „Ég er ekki hvítflibbaglæpon og styð ekki ríkisstjórn Íslands og ekki illþýðið í Seðlabank- anum“ væru nær lagi og líklegri til þess að hafa áhrif á fólk sem er reitt sökum mistaka Íslendinga. Það sem er ekki síst hættulegt við þetta framtak er notkun hins nafnorðsins í fullyrðingunni „Íslendingar eru ekki hryðjuverkamenn“. Á þessum tímum er hætta á að þjóðernishyggja blossi upp í öllum skítnum og þykir mér þessi alhæfing um Íslendinga óþörf. Þetta framtak er kröftugt og ég ber virðingu fyrir þeirri vinnu sem fólk hefur lagt í það en það beinist einfaldlega ekki að rótum vandans. Auðvitað var þetta útspil Gordons Brown fullkalt en gleymum ekki ábyrgðarlausa kallinum sem sagði ein- faldlega í Kastjósi: „Við ætlum ekki að borga þetta“ en situr enn sem fastast í Seðlabankanum sínum. Núna er brýnt að kafa undir yfirborðið og hafa áhrif á hluti sem við getum breytt og þar brýnast að krefja ríkisstjórnina um að sýna ábyrgð í fyrsta skipti og fara. Eva Rún Snorradóttir leiklistarkona og starfsmaður á Kleppi. Baráttan gegn íslenskum hryðjuverkamönnum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.