Morgunblaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2008 ✝ Haukur Ás-mundsson fædd- ist í Reykjavík 9. september 1949. Hann lést á heimili sínu 3. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ás- laug Matthíasdóttir frá Patreksfirði, f. 14.9. 1924, d. 16.12. 1997, og Svanur Jónsson frá Höfn- um, f. 28.8. 1923, d. 3.8. 2008. Kjörfor- eldrar Hauks voru Ásmundur Matthíasson frá Pat- reksfirði, f. 30.7. 1916, d. 21.5. 1994, og Ragnhildur Pétursdóttir, f. 6.9. 1922, í Hjaltastaðarþinghá. Bræður Hauks og sammæðra eru Pétur Ragnar, f. 2.4. 1962, og Ægir Steinn, f. 25.7. 1964, Svein- þórssynir. Systir Hauks og sam- feðra er Hjördís Bára, f. 28.2. 1948. Kjörsystur Hauks eru Guð- laug Ásmundsdóttir, f. 15.1. 1959, d. 19.10. 2008, og Steinunn Ás- mundsdóttir, f. 1.3. 1966. Steinunn er gift Þorsteini Inga Steinþórs- syni og eru dætur þeirra Freyja og Ragnheiður. Haukur kvæntist 24. júní 1972 Ástu Huldu Markúsdóttur, f. 19.2. 1949, í Reykjavík. Foreldrar Ástu eru Sigurína F. Friðriksdóttir, f. 22.12. 1922 í Vestmannaeyjum, og Markús Hörður Guðjónsson, f. 29.8. 1923 í Reykjavík, d. 18.3. 1980. Börn þeirra eru Markús Hörður Hauksson, f. 29.11. 1974, og Ragnhildur Hauksdóttir, f. 9.7. 1976. Sonur Hauks og Kristínar S. Brandsdóttur er Brandur Daníel, f. 10.2. 1990. Sambýliskona Mark- úsar er Bríet Ósk Guðrúnardóttir, f. 13.5. 1980, og eiga þau dótturina Sölku Sól, f. 18.5. 2008. Áður átti Bríet Ósk Sigrúnu Hönnu, f. 24.9. 1999. Ragnhildur er gift Óla Rúnari Eyj- ólfssyni, f. 21.2. 1977, og eru börn þeirra Jasmín Ásta, f. 28.5. 2001, og Eyj- ólfur Snær, f. 7.10. 2006. Haukur hóf störf hjá Lögreglunni í Reykjavík eftir próf úr Lögregluskól- anum árið 1969, eft- ir að hafa unnið hjá Ellingsen og verið til sjós. Einnig starf- aði hann við virkjunarfram- kvæmdir í Búrfelli. Hann vann hjá Lögreglustjóraembættinu til dauðadags. Hann ók einnig lang- ferðabifreiðum hjá Vestfjarðaleið á sumrum í um áratug. Haukur fór ungur í sveit í Djúpadal í Djúpafirði, A-Barðastrandarsýslu, hann elskaði sveitina sína og var þar öll sumur eða þangað til hann var orðinn 17 ára, en eftir það fór hann í áratugi í smalamennsku á haustin. Haukur sinnti margvíslegum trúnaðarstörfum í félagsmálum. Hann starfaði fyrir Kiwanis- hreyfinguna í 10 ár og var kosinn besti forseti Þórssvæðis 1996- 1997. Hann gekk í Oddfellow- regluna árið 1997, í stúkuna nr. 20 Baldur og hefur sinnt þar ýmsum trúnaðarstörfum. Haukur var alla tíð mikill íþrótta- og keppn- ismaður. Hann lék handbolta með keppnisliði lögreglunnar fram undir fertugt og var mikill hesta- og golfmaður. Hann var félagi í Golfklúbbnum Odda og einnig í Golfklúbbi lögreglunnar í Reykja- vík. Útför Hauks verður gerð frá Neskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku hjartans pabbi minn. Það er ótrúlega erfitt lífið þessa dagana og svo óréttlátt, ég trúi því ekki að þú sért farinn frá okkur, en maður ræður víst engu. Þú varst svo góður pabbi og afi, vildir allt fyrir alla gera og barnabörnin þín elskaðirðu út af lífinu og þau elskuðu þig. Ég á svo margar góðar minningar um þig, allar útilegurnar, sumarbú- staðaferðir í Munaðarnes, Mallorca- ferðir, ísbíltúrar á sunnudögum, þeg- ar ég fékk að fara með þér eldsnemma morguns í rútunni að sækja vinnumenn sem unnu í ál- verinu í Straumsvík, heimsókn á löggustöðina, en mér þótti mjög flott að eiga pabba sem var lögga, stund- um horfðum við saman á fótboltaleiki, að sjálfsögðu var það Man. United, það var toppliðið, og ótal fleira sem við höfum brallað saman í gegnum ár- in. Það var líka alltaf svo gaman í bíln- um ef við vorum að keyra út á land, þú vissir allt um alla staði, enda hafðir þú komið ansi víða og varst ansi fróður um landafræði. Heilsu þinni hrakaði mikið síðustu árin, enda ertu búinn að ganga í gegn- um meira en margir gætu þolað. Þú slasaðist alvarlega á höfði þegar þú dast af hestbaki fyrir mörgum árum, þú greindist með alvarlegt ristil- krabbamein fyrir sex árum og svo síð- ast fékkstu alvarlegt hjartaáfall en alltaf stóðstu aftur upp. En eitt sinn verða allir menn að deyja, líkaminn þoldi ekki meira. Ó elsku pabbi, það verður erfitt fyrir barnabörnin að skilja að nú sé afi hjá Guði og að hann muni aldrei koma aftur, en þau munu geyma þig í minningunni og ég verð dugleg að segja þeim sögur af þér, eins og t.d. þegar þú fékkst krókinn í gegnum höndina og hvað þú varst ánægður að verða afi, það var það besta, enda tal- aðirðu oft um hvað þú værir ríkur að eiga svona falleg og heilbrigð barna- börn. Ég get varla sleppt því að tala um golfið, þú tókst ástfóstri við þessa íþrótt og fluttir nánast á golfvöllinn á sumrin, þú varst svaka duglegur og náðir fljótt mjög góðum árangri og átt fjöldann allan af verðlaunapening- um og bikurum fyrir það. Núna þurfum við Markús bróðir að halda vel utan um mömmu, missir okkar allra er mikill en sem betur fer eigum við marga og góða vini allt um kring sem umvefja okkur kærleik og hlýju. Elsku pabbi, vonandi hefurðu fund- ið friðinn og líður betur núna. Elska þig að eilífu. Þín pabbastelpa, Ragnhildur. Haukur minn. Fallegi góði bróðir- inn minn sem nú er dáinn. Hann var allaf „stóri bróðir“ minn, þótt ég ætti bara einn bróður, og ég dáði hann meira en aðra. Svo fallegur og hnar- reistur. Ég bar óttablandna virðingu fyrir honum þegar ég var barn, því hann var mikill töffari og hafði með- fæddan myndugleik. Svo varð ég feimin við hann á unglingsárunum, því þá var hann orðinn lögreglumaður eins og pabbi okkar og hafði ekki ýkja mikla þolinmæði gagnvart böldnum unglingnum mér. Hann var svo ljónheppinn að finna sætustu og bestu skvísuna í Reykja- vík og kvænast henni á Jónsmessunni 1972. Þar var hann gæfumaður, því Ásta hefur reynst honum klettur í til- verunni. Hún og börnin þeirra, Mark- ús og Ragnhildur, og þeirra makar og börn voru lífssólir hans. Ég fór ekki að kynnast bróður mínum fyrr en ég varð sjálf fullorðin manneskja. Hann var ekki maður sem bar tilfinningar sínar eða hugsanir á torg og það tók drjúgan tíma fyrir okkur að læra hvort á annað. Smám saman fór ég að skilja bak- grunn hans og drifkraft. Hann var ögn týndur hvað foreldra okkar varð- aði; í verunni sonur Ásu, systur Ás- mundar pabba okkar, svo hann vissi ekki almennilega hverjum hann til- heyrði. Ég held að það hafi markað líf hans að verulegu leyti. Þrátt fyrir að vera lögreglumaður alla sína ævi er ég viss um að bróðir minn var alltaf bóndi inn við beinið. Hann elskaði landið sitt, undi sér lengi vel hvergi betur en í sveitinni sinni, Djúpadal, innan um skepnur og gott fólk og var náttúraður fyrir að lesa landslag á augabragði. Hann hélt hesta í mörg ár uns hann lenti í erfiðu slysi á hestbaki. Hann var alltaf að stússa í íþróttum, síðan tók golfið við og hann var kominn í mestu vandræði með að koma öllum verðlaununum fyrir í hillunum heima hjá sér. Hann tók þetta allt með trompi. Svo greindist hann með krabba- mein í ristli og var nær dauða en lífi svo mánuðum skipti. Maðurinn sem var vanur að hafa alla þræði í hendi sér, með mannaforráð og forsvar, var allt í einu veikur og máttlítill í lífi og starfi. Þótt allt stefndi í að sjúkdóm- urinn legði Hauk að velli innan fárra ára lagði hann sína ýtrustu krafta og þrjósku í baráttuna og hafði um skeið betur. En svo fékk hann alvarlegt hjartaáfall í golfferð á Spáni seint á síðasta ári, var bjargað á elleftu stundu og mátti svo sitja uppi með að vera ekki aðeins með alvarlegt krabbamein, heldur líka banvænan hjartasjúkdóm. Elsku hjartans stóri sterki bróðir- inn minn. Síðustu árin tók hann út gríðarlegan þroska, þurfti að endur- meta öll sín gildi og horfast í augu við sjálfan sig og það að eigin líkami var að verða hans versti óvinur. Hann fór þó í gegnum þetta allt með aðdáun- arverðri reisn og reyndi með öllum þeim mætti sem hann bjó yfir að sigr- ast á aðstæðum. Ég mun alltaf dá stóra bróður minn og elska og bera fyrir honum tak- markalausa virðingu. Í líf okkar er höggvið skarð sem ekki verður fyllt. Elsku Ásta mín, Markús, Ragn- hildur og ykkar fólk allt, megi al- mættið vaka yfir ykkur og styrkja í þessari hyldjúpu sorg. Steinunn Ásmundsdóttir. Elsku afi minn. Mér þykir mjög leitt að þú sért kominn til Guðs, en ég veit að þú verður afi minn að eilífu. Ég elska þig svaka mikið og sakna þín og ég veit að Guð passar upp á þig í himninum og að þér líður vel. Það var alltaf svo gaman hjá okkur þegar við fórum saman í Húsdýragarðinn, það var uppáhaldsstaðurinn okkar, það var líka svo gaman að fá að heimsækja þig á löggustöðina. Já við brölluðum ýmislegt saman, það var líka svo gaman þegar þið amma heimsóttuð okkur til Kaupmannahafnar og við fórum í sirkusinn. Guð geymi þig elsku afi og ég mun alltaf sakna þín. Knús og kossar. Þín Jasmín Ásta. Elsku Haukur, það er ótrúlegt að trúa því að þú sért dáinn. Allar góðu minningarnar streyma um hugann. Við munum sakna þín og minnast þín. Þú varst alltaf hetja í okkar augum og einstaklega góður og hjartahlýr mað- ur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Guð geymi þig. Elsku Ásta, Markús, Ragga, Stein- unn og fjölskylda. Megi Guð vera með ykkur og styrkja í sorg ykkar. Elskum ykkur, Bryndís, Sigurður og börn. Síminn hringir. Í símanum er félagi til margra ára í lögreglunni að til- kynna mér andlát góðs félaga til margra ára eða frá því að ég gerðist fangavörður B-vaktar lögreglunnar í Reykjavík er E-vaktin tók til starfa 1. júlí árið 1998 . Haukur Ásmundsson aðalvarðstjóri er fallinn frá. Þar er horfinn sannur félagi og góður dreng- ur. Það væri allt og langt mál að fara að stikla, þó að í litlum mæli væri á góðmenninu Hauki Ásmundssyni. Þeir sem hann þekktu vita alveg hvað ég á við þegar ég segi góðan dreng og félaga. Enn eitt er víst að stórt skarð er hoggið í lögreglu höfuðborgar- svæðisins sem erfitt verður að fylla í, svo mikið er víst. Með þessum orðum langar mig til að þakka þér alla þá velvild Haukur minn og þær stundir sem við áttum saman á meðan og eftir að samstarfi okkar lauk. Hvíl í frið og góða ferð. Við sjáumst síðar. Ég votta fjölskyldu þinni, ættingj- um og vinum blessunar á þessum erf- iðu tímum. Ómar F. Dabney, fyrrv. fangavörður B- vaktar. Okkur brá óneitanlega þegar við heyrðum af láti vinnufélaga okkar Hauks Ásmundssonar. Á slíkum augnablikum fer ýmislegt í gegnum hugann og rifjuðust upp okkar fyrstu kynni af Hauki. Hann byrjaði í lög- reglunni á undan okkur og þurftum við nýliðarnir, hvor á sínum tíma, að leita ráða hjá honum og öðrum okkur reyndari mönnum. Hann tók okkur nýliðunum vel og okkur varð fljótlega vel til vina. Var gott að leita til hans með ýmislegt sem kom upp í starfinu og reyndust ráð hans vel. Okkur varð það fljótlega ljóst að hann var góður lögreglumaður og glöggur sem átti auðvelt með að lesa fólk og aðstæður. Hann var fastur fyrir en gaf sér tíma til að hlusta, sem er lykilatriði í löggæslu og afskiptum af fólki, oft á erfiðum tíma í lífi þess. Komu þeir hæfileikar hans sér vel við afgreiðslu erfiðra mála. Var hann dul- ur um eigin tilfinningar en okkur var ljóst að eiginkona hans og börn skiptu hann mestu máli. Hann var manna lengst á sólarhringsvöktum og undr- uðumst við löngum þá elju hans. Haukur þurfti að kljást við erfið veik- indi hin síðari ár en mætti ávallt aftur á vaktina þegar heilsan leyfði. Þrátt fyrir 40 ár í starfi missti hann aldrei áhugann og gaf yngri mönnum ekk- ert eftir. Hin síðari ár störfuðum við ekki á sömu vaktinni en áttum gott samstarf vegna vinnunnar og hitt- umst helst utan vinnu á golfvellinum. Við kveðjum Hauk vinnufélaga okkar með söknuði. Vottum við eiginkonu, börnum og öðrum ættingjum og vinum samúð okkar. Einar Ásbjörnsson. Kristinn Pedersen. Naprir vindar haustsins strjúka vanga og myrkrið hjúpar okkur mannfólkið. Flestum finnst nóg um en enginn veit sína ævina og á morg- un kemur nýr dagur. Depurð og skilningsleysi setti að okkur stúkubræðrum Hauks er frétt- ist af andláti hans. Depurð vegna þess hve lítils megnug við erum öll gagn- vart dauðanum, ráðþrota og spyrj- andi þegar andlát manna á besta aldri ber að höndum. Okkur vinum hans og félögum var ljóst að Haukur átti við vanheilsu að stríða. Um nokkurra ára skeið hafði hann barist við illvígan sjúkdóm og síðasta vor varð hann fyrir hjarta- áfalli í golfferð erlendis, sem hann hafði enn ekki náð að hrista af sér þegar kallið kom. Haukur gegndi trúnaðarstörfum fyrir stúkuna okkar, sat í stjórn og nefndum og rækti skyldur sínar af mikilli kostgæfni. Hann var ákveðinn og fylginn sér og samviskusamur svo af bar. Í frístundum stundaði Haukur golf sér til ánægju og þar eins og hvarvetna var áhuginn og kappið í fyrirrúmi. Upp á síðkastið hafði hann minnkað við sig vinnu og horfði fram á rólegri tíma. Nú sitjum við eftir vinir og ættingj- ar og syrgjum góðan vin og félaga. Þau hjónin voru mjög virk í fé- lagsstarfi stúkunnar, mættu á skemmtanir og fóru með í ferðir inn- anlands og utan. En víst er að upp rennur nýr dagur og minningin um góðan dreng lifir með okkur sem eftir stöndum. Eg bið eiginkonu og fjölskyldu Hauks Guðs blessunar í þeirra mikla harmi. F. h. stúkubræðra í Baldri IOOF, Bergur Hjaltason. Stórt skarð var skyndilega höggvið í vinahóp okkar þegar Haukur lést þriðjudaginn 4. nóvember síðastlið- inn. Haukur og konan hans Ásta Hulda Markúsdóttir voru í miðju hópsins enda er vinskapur þeirra og annarra í hópnum orðinn í það minnsta 40 ára. Haukur og Ásta voru ávallt með hvort sem um var að ræða gleðistund- ir í sumarbústað, ferðum til útlanda, heimboðum og öllu því sem við höfum tekið okkur fyrir hendur í gegnum ár- in og ekki síður ef eitthvað bjátaði á hjá einhverju okkar. Það kom þó fyrir vegna vaktafyrirkomulags lögregl- unnar að hann gat ekki verið með í raun en lét þá vita að hugurinn væri með okkur. Haukur var alla tíð mikið í fé- lagsmálum, varð forseti Kiwanis- klúbbsins Esju þar sem hann hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir störf sín í þágu hreyfingarinnar. Síðustu árin vann Haukur ötullega fyrir stúku sína í Oddfellow á Íslandi. Haukur var íþróttamaður í sér og stundaði meðal annars golf alveg fram að snjóum í haust, þar sem und- irritaður varð meðal annarra að játa sig sigraðan þau skipti sem við spil- uðum saman. Undanfarin ár átti Haukur við erfið veikindi að stríða, fyrst krabbamein í ristli og á síðasta ári kransæðastíflu og fótbrot sem síður en svo varð til að hjálpa upp á sakirnar fyrir hann. Við munum sakna góðs vinar og viljum votta Ástu, börnum þeirra og barnabörnum innilega samúð okkar og hluttekningu á þessum erfiðu tím- um. Fyrir hönd vinahópsins, Ísleifur Gíslason. „Jæja, er allt til sölu núna,“ segir Haukur vinur minn og glottir góðlát- lega þegar undirritaður, golffélagi hans, hefur klúðrað enn einum golf- hringnum og er við það að gefa íþrótt- ina upp á bátinn. Þetta er lýsandi dæmi um hárfínan og bætandi húmor Hauks og kom mér alltaf í gott skap aftur. Annað var ekki hægt. Ég kynntist Hauki við golfiðkun á vellinum okkar, Urriðavelli í Heið- mörk sumarið 2004. Haukur hafði þá nýhafið að leika golf í kjölfar aðgerð- ar vegna ristilkrabba sem náðist ekki að uppræta og hafði meiri áhrif á hann andlega og líkamlega en hann vildi ræða. Við félagar náðum fljót- lega einstaklega vel saman á golfvell- inum þrátt fyrir ólíkan karakter, ég þessi skapheita skellibjalla og hann svona rólegur og yfirvegaður og ég held að við höfum bætt hvor annan upp. Golfið var Hauki ástríða sem létti honum lífið í sínum veikindum og vann hann marga sigra í sportinu þótt stundum blési á móti. Engan veit ég lagnari við að slá bolta úr vatni en hann, en á 5. brautinni á Urriðavelli er vatnshindrun sem hann var ein- staklega laginn við að koma sér í. Flestir hefðu tekið víti en ekki hann. Kom ekki til greina. Upp úr vatninu skyldi boltinn fara, sem hann og gerði oftast í fyrstu tilraun og Haukur brosandi, rennblautur en sigrihrós- andi. Haukur var myndarmaður og mik- ill á velli, ávallt snyrtilegur og kurteis en þó fastur fyrir. Hann var ákaflega hlýr og einstaklega tillitssamur. Ég vona að ég halli á engan er ég segi að engan mann hef ég reynt, sýna eins sanna hluttekningu og hann sýndi mér í mínum ástvinamissi, í fyrra þegar dóttir mín lést og nú aftur í haust þegar faðir minn kvaddi þenn- an heim. Haukur varð fyrir öðru áhlaupi á heilsu sína er hann fékk mjög alvar- legt hjartaáfall í golfferð á Spáni í fyrrahaust. Svo annað í nóvember í fyrra og varð ekki séð fyrir endann á því hver áhrif þessi áföll hefðu haft til framtíðar. Haukur Ásmundsson var mikill mannkostamaður og hann var vinur minn. Það verður skrítið að spila golf næsta sumar án Hauks en hann verð- ur ávallt með mér í anda. Ég óska honum friðar og farsældar á þeim völlum er hann leikur um ókomna tíð. Ég votta Ástu, börnum þeirra og barnabörnum hluttekningu mína og bið Guð að blessa þau. Helgi Björnsson. Haukur Ásmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.