Morgunblaðið - 11.11.2008, Síða 27

Morgunblaðið - 11.11.2008, Síða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2008 Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista ✝ Margrét Sigríð-ur Karlsdóttir fæddist í Fagranesi á Langanesi hinn 15. nóvember 1924. Hún var næstelst barna hjónanna Karólínu Friðriksdóttur, f. 1900, og Ragnars Karls Daníelssonar, f. 1893. Systkini hennar voru Oktavía Jóhanna, f. 1923, Daníel, f. 1928, Hörður, f. 1932, og Jón, f. 1935. Þau eru öll látin. Margrét giftist Þorleifi Kristni Sigurþórssyni, f. 1925, d. 1993, hinn 30. ágúst 1947. Börn þeirra eru: 1. Ágústa, gift Kristófer Þorgríms- syni og eiga þau fjóra syni. a) Þor- grím Helga, b) Magnús Þór, en unnusta hans er Xin Xin Chai, c) Kristófer Ágúst og d) Ómar Örn. Sonur Ómars er Þorleifur Bjarni. 2. Sigurþór Árni, var kvæntur Sigríði Björnsdóttur en þau eru bæði látin. Synir þeirra eru a) Þorleifur Krist- inn, kvæntur Önnu Kristínu Frið- riksdóttur og eiga þau synina Sig- urþór Árna og Sigfús Hlíðar. b) Björn Kjartan, kvæntur Ásdísi Þor- valdsdóttur en synir þeirra eru Kjartan Freyr og Baltasar Þór. var gamla jólatréð sett á stól á mitt gólf og dansað og sungið af hjart- ans lyst. Bæði ungir og gamlir. Þegar börnin voru uppkomin og heimilisföstum fækkaði fór Mar- grét að vinna í fiskvinnu. Magga og Leifi voru ákaflega samhent hjón. Ferðuðust mjög mik- ið, bæði innanlands og utan, og áttu oft góðar stundir þegar rifjaðar voru upp minningar af skemmti- legum atvikum með ferðafélög- unum. Þau eignuðust sumarhús í Skorradal árið 1970 og var það þeirra griðastaður. Þar voru gróð- ursett tré í stórum stíl en gróð- urrækt var yndi Margrétar, bæði blóm og tré. Báru garðarnir í kringum hús hennar þess merki. Árið 1976 fluttu þau hjónin að Brekkubraut 3 í Keflavík og bjó hún þar eftir að Þorleifur lést. Árið 2001 flutti hún með dóttur sinni Karólínu í Kjarrmóa 18. Margrét hafði gaman af handavinnu ým- iskonar og naut félagsskapar og leiðsagnar í félagsstarfi aldraða í Hvammi og í Selinu á meðan heils- an leyfði. Hinn 1. mars 2007 var hún orðin illa haldin af alzheimer. Varð hún þá fyrir því óláni að detta og brjóta sig illa á mjöðm. Dvaldi hún þá um tíma á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja en síðar í Víðihlíð í Grindavík þar til yfir lauk. Útför Margrétar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 11. nóv- ember, kl. 14. Fyrir átti Sigríður Unni Birnu, Jón Þór og Ólaf Jóhann. 3. Júlíana, gift Paul Pietruszewski. 4. Guðmundur Karl, kvæntur Sigurlaugu Björnsdóttur. Börn þeirra eru a) Hlynur Róbert, sambýliskona hans er Caroline Gud- brand. Dætur þeirra eru Ísabel Ósk og Na- talie Lind. b) Eva Kristín. c) Jón Oddur. 5. Karólína Margrét. Margrét og Þorleifur byrjuðu búskap í Reykjavík. Árið 1954, þeg- ar Þorleifur hafði lokið námi í raf- virkjun, fluttu þau með fjögur börn sín, föður Þorleifs, Sigurþór, og hálfsystur Sigurþórs, Elínu, til Keflavíkur. Bjuggu systkinin hjá þeim á meðan þau lifðu. Þorleifur hafði þá byggt húsið á Skólavegi 9. Fjölsyldan stækkaði og fimmta barnið bættist í hópinn. Það var alla tíð mannmargt á heimili Mar- grétar og Þorleifs því margir ætt- ingjar komu og dvöldu hjá þeim um lengri eða skemmri tíma. Ekki var óalgengt að það væru um eða yfir 20 manns í mat og kaffi. Allir voru ávallt velkomnir. Jólin voru alltaf stór hátíð. Þá Elsku mamma mín, þú varst alltaf til staðar fyrir mig. Alla mína ævi höfum við búið sam- an eða í nágrenni hvor við aðra, haft samband daglega og þegar ég hugsa mig betur um þá liðu aldrei nema örfáir dagar á hverju ári sem við vor- um ekki saman. Þú studdir mig alltaf og varst alltaf til staðar ef eitthvað bjátaði á. Mér er mjög minnisstætt þegar vinkona mín frá unglingsárunum kom í heimsókn og sagði: „Þú ættir að vita hvað ég öfundaði þig af mömmu þinni, hún var alltaf tilbúin að tala við mig ef ég átti bágt.“ Þessi unga stúlka var búin að missa móður sína og fann í mömmu minni sinn sálusorgara. Mamma kenndi okkur margt. Hún spurði okkur út úr námsfögunum áð- ur en við fórum í próf, kenndi okkur að taka snið upp úr Burda-blöðunum og sauma tískufatnað því auðvitað þurfti að fylgja tískunni. Ég var svo heppin að þegar ég fann minn mann féll hann fullkomlega inn í fjölskylduna og var eins og einn son- urinn í viðbót og svo þegar ég eign- aðist fjóra syni var alltaf hægt að stóla á mömmu til að líta eftir þeim. Hæg heimatökin, oftast í sama húsi og þeir gengu út og inn hjá henni eins og þeir ættu þar heima. Ef amma skammaði þá var það miklu sárara en ef ég mamman sagði eitthvað. Nú eru þeir orðnir fullorðnir en voru samt sem áður alltaf strákarnir hennar. Þegar Ómar Örn eignaðist Þorleif Bjarna var hún líka alltaf að hugsa um hvað honum kæmi best. Þorleifur Bjarni var svo góður við hana þegar hann heimsótti hana í ágúst síðast- liðnum. Hann hafði verið spurður hvert hann vildi fara í útilegu þegar hann kæmi í sumarfrí til Íslands en hann býr á Englandi. Þá sagði minn maður: „Ég vil tjalda á tjaldsvæðinu hjá hús- inu hennar ömmu Möggu, Víðihlíð í Grindavík, þá er svo stutt að fara til hennar.“ Elsku mamma mín, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína. Þín dóttir, Ágústa. Ég heiðra mína móður vil af mætti sálar öllum ég lyfti huga ljóssins til frá lífsins boðaföllum. Er lít ég yfir liðna tíð og löngu farna vegi skín endurminning unaðsblíð sem ársól lýsi degi. Að færa slíka fórn sem þú mun flestum ofraun vera. En hjálpin var þín heita trú þær hörmungar að bera. Í hljóði barst þú hverja sorg, sem hlaustu oft að reyna en launin færðu í ljóssins borg og lækning allra meina. Nú er of seint að þakka þér og þungu létta sporin, þú svífur fyrir sjónum mér sem sólargeisli á vorin. Þú barst á örmum börnin þín og baðst þau guð að leiða ég veit þú munir vitja mín og veg minn áfram greiða. (Eiríkur Einarsson) Elsku mamma mín, það er með söknuði og trega sem ég kveð þig og þakka fyrir öll góðu árin sem við áttum saman. Hvíl þú í friði. Þín dóttir, Karólína Margrét. Sérhver stund að sama kvöldi líður, sorg og gleði er ráðin dagur hver, sama nótt við sólarlag oss bíður sama lending hvar sem fley vort fer. (Höf. ók.) Þegar til mín var hringt og mér sagt að vinkona mín, Margrét Karlsdóttir væri látin, varð mér litið út um gluggann á heimili mínu, það var komið að mörkum hausts og vetrar. Á þess- um tíma kveðjum við fagran gróður, tré og fögur blóm með trega, enda er þetta tími þess sem myndar eftirsjá. Ég hef vart þekkt manneskju sem hlúði betur að öllum gróðri, hvort sem hann var af jörðu eða mannlegur svo fremi að þess væri nokkur kostur. Enda var hún búin mörgum góðum kostum. Þess vegna komu mér orð spámannsins í hug þar sem segir: „Ró- semi og traust skal styrkur þinn vera.“ Traustari manneskju er vart hægt að hugsa sér, hún gekk sinn afmarkaða veg í hógværð og lítillæti. Elskuleg kona sem gott var að eiga orðastað við. Vinátta hefur löngum verið það besta sem hver og einn getur eignast frá öðrum á þeirri vegferð sem er okkar hér á þessari jarðvist og kemur það best fram þegar einhver sem maður hefur verið samferða hverfur á braut. Vinátta myndast oft við ótrú- legustu atvik, en okkar vinátta mynd- aðist þegar sonur minn var að læra rafvirkjun hjá manni hennar. Í önn dagsins vill okkur gleymast hve miklu máli það skiptir að rækta samband við annað fólk, en það er ekki sjálf- gefið heldur þarf að hlúa að þeim þætti í lífinu og að hver og einn finni að hann er öðrum nauðsynlegur. Þannig var samband okkar Mar- grétar þar til að ólæknandi sjúkdóm- ur leiddi hana út úr mannlegum sam- skiptum og inn í þann heim sem varð til þess að hún hvarf sjálfri sér og öll- um sínum vinum og venslafólki. Þú hvarfst þér sjálfum og okkur hvarfst inn í höfuð þitt dyr eftir dyr luktust og gátu ei opnast á ný þú leiðst hægt á brott (Tove Findal Bengtsson – þýð. Reynir Gunnlaugsson) Að endingu þakka ég Margréti samfylgdina, skemmtileg kynni og hlýtt viðmót. Ég votta aðstandendum hennar og vinum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Magnús Þór. Margrét Karlsdóttir ✝ RagnheiðurHildur Skarp- héðinsdóttir – alltaf kölluð Rúrý – fædd- ist í Reykjavík 15. júní 1964. Hún lést á nýrnadeild Land- spítalans við Hring- braut 1. nóvember síðastliðinn eftir tæplega ellefu mán- aða harða baráttu við veikindi. For- eldrar hennar eru Hildur Ágústs- dóttir, fv. skrif- stofumaður, f. 20. júní 1937, og Skarphéðinn Valdimarsson, fv. vörubifreiðastjóri, f. 29. apríl 1933. Hún var yngst fjögurra barna þeirra. Hin eru Ragna Dúfa, f. 1955, maki Guðmundur Kjalar Jónsson, f. 1945, Ágúst, f. 1957, og Jóhann Þröstur, f. 1961. Dóttir Rúrýar og Gunnars Braga Kjartanssonar, f. 1957, d. 2001, er Hildur Imma, f. 7. júní 1987, unnusti Alexander Hafþórs- son, f. 1986. Rúrý og Gunnar Bragi skildu eftir 11 ára sambúð. Rúrý var síðar í sambúð með Inga Karli Ingasyni og eignuðust þau Önnu Maríu, f. 23. maí 1998. Þau skildu. Rúrý ólst upp í Reykjavík. Eftir að skólagöngu lauk starfaði Rúrý hjá Félagi ísl. iðnrekenda og síðar hjá Iðn- aðarbankanum/Íslandsbanka/ Glitni sem gjaldkeri í 16 ár eða til ársins 2006. Útför Rúrýar fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfnin kl. 15. Baráttu minnar kæru frænku er lokið. Í næstum heilt ár hefur Rúrý barist með mikilli hetjulund, hug- rekki, bjartsýni og dugnaði við veik- indi sín. Það er erfitt að sætta sig við dauða ungrar konu sem átti svo mörgu ólokið. En örlögin ráða og við verðum að taka því. Elsku Hildur Imma, Anna María, Hildur, Skarpi, Dúfa, Gústi og Þröstur, hugur minn og samúð er hjá ykkur. Minningin um Rúrý mun lifa með okkur öllum. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Áslaug frænka. Elsku besta vinkona mín Rúrý. Ég er svo þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman undir það síðasta. Ég er svo þakklát fyrir að hafa feng- ið að vera partur af þínu lífi, partur af þinni fjölskyldu. Frá því að við kynntumst var eins og við hefðum alltaf þekkst, við smullum alveg sam- an. Það var einhvern veginn þannig að þegar aðra hvora okkar vantaði vorum við bara hálf manneskja. Þú hafðir alveg einstakan húmor og allt- af var svo gaman hjá okkur í vinnunni. Þó að við værum að vinna saman allan daginn töluðum við sam- an í síma í marga klukkutíma á hverjum degi. Yfirleitt var það nú þannig að það síðasta sem ég gerði fyrir svefninn var að tala við þig. Við áttum svo margar góðar stundir saman og erfiðar líka. Við gengum í gegnum súrt og sætt saman. Oft þurftum við ekki einu sinni annað en hugsa hvor til annarrar og hin vissi það. Við gengum í gegnum mörg tímamót og komum misbrattar úr þeim. Við töluðum oft um hvað það væri skrýtið að einhvern veginn veldum við oftast erfiðu leiðina í lífi okkar en báðar trúðum við því að það væri ástæða fyrir því og einhvern daginn myndum við fá að vita ástæð- una. Þegar þið Hildur Imma komuð í heimsókn til mín um daginn áttum við svo góða stund og mér þótti svo vænt um að þú skyldir koma heim til mín og eins og ég sagði við þig þá seinna um kvöldið; þú ert hetja, þú ert hetjan mín og ég ætla að taka þig mér til fyrirmyndar – vera svona sterk eins og þú, svo jákvæð og bjartsýn á framtíðina. Þú áttir svo erfitt ár að baki og það leit út fyrir að nú færi allt ganga upp. Þú sagðir við mig að þú ætlaðir þér að vera komin á fætur fyrir jólin og að þú hlakkaðir svo mikið til að geta farið að klæðast fötunum þínum aftur. Allt stefndi í svo jákvæða átt og takmarkið var svo stutt undan. Þú varst farin að undirbúa framtíðina aftur. Við vorum að hugsa um að fara kannski til útlanda saman næsta sumar og ef ekki það þá allavega að sitja saman úti í sólinni. Búin að láta mála þakið og taka eldhúsið í gegn. Þegar ég kom svo til þín síðustu helgina sem þú varst heima varstu orðin svo slöpp, þú varst svo þreytt, elsku vinkona mín. Ég reyndi að halda athygli þinni svo að þú myndir ekki sofna og við mamma þín gáfum þér kaffi til að reyna að hressa þig við en þú varst svo þreytt, elsku Rúrý mín. Anna María, litla stóra stúlkan þín kom og Hildur Imma stóra sterka dóttir þín var þar líka. Ekki grunaði mig að þetta væri kveðjustundin okkar, að þetta væri í síðasta skipti sem við myndum sitja saman í eld- húsinu hjá þér og tala saman um allt og ekkert. Elsku Rúrý mín, nú ertu sofnuð og orðin fullfrísk aftur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elsku Hildur Imma mín, Anna María, Hildur og fjölskylda, ég votta ykkur mína innilegustu samúð og megi góður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Helga María. Elsku Rúrý. Þín ljúfa minning lifa skalt og létta fjarveruna. Þökk fyrir liðið, þökk fyrir allt, þökk fyrir samveruna. (Höf. óþekktur). Ég sendi börnum Rúrýjar, foreld- um, systkinum og öðrum ættingjum innilegar samúðarkveðjur. Megi Guð vera með ykkur á þess- um erfiðu tímum. Þín æskuvinkona, Edda Björg Sigurðardóttir. Hún elsku Rúrý vinkona okkar er látin, allt of ung, af völdum óhugn- anlegs sjúkdóms sem enginn gat séð fyrir. Margar minningar hrannast upp um góðar stundir sem við áttum saman í gegnum árin. Rúrý, þessi netta, góða stúlka, var alltaf ljúf, allt- af jákvæð, vinur vina sinna. Hún spurði alltaf um hagi annarra, líka þegar hallaði undan fæti hjá henni sjálfri. Myndin sem kemur upp í hugann af henni Rúrý er ljúf. Við sjáum hana fyrir okkur eins og hún var, ávallt smart og flott, enda var það hennar aðalsmerki að líta vel út. Við fjórar hittumst alltaf öðru hverju, fórum út að borða eða hittumst heima hjá hver annarri og var þá margt brall- að, en umfram allt mikið hlegið. Nú er Rúrý farin en minning hennar lifir með okkur. Við sendum dætrum Rúrýar sem og öðrum aðstandendum hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Karlotta, Hrönn og Dóra. Ragnheiður Hildur Skarphéðinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.