Morgunblaðið - 11.11.2008, Side 28
28 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2008
✝ Tómas BjörnÞórhallsson
fæddist að Hofi í
Hjaltadal þann 21.
ágúst 1938. Hann
lést á Landspít-
alanum 3. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Þórhallur
Traustason, f. 9.5.
1908 og d. 14.2.
1947, og Helga Jó-
hannsdóttir, f. 14.5.
1897 og d. 17.12.
1941. Systkini Tóm-
asar eru 1) Gunnar Pálsson, f.
19.7. 1928, maki hans Kristín
Jónsdóttir er látin; 2) Kristín
Þórhallsdóttir, f. 17.1. 1931 og d.
26.6. 1989, maki hennar var
Rögnvaldur Sigurðsson sem er
látinn; 3) Sigurður Þórhallsson, f.
21.4. 1933, kvæntur Sigríði Bene-
diktsdóttur; 4) Tryggvi Þórhalls-
son, f. 8.1.1936, kvæntur Kristínu
Björgvinsdóttur.
Hinn 20.10. 1962 kvæntist
Tómas eftirlifandi eiginkonu
sinni, Kristjönu Sigurðardóttur
þroskaþjálfa, f. 24.10. 1943. For-
eldrar hennar voru Sigurður Pét-
ursson, f. 6.3. 1912 og d. 8.6.
1972, og Ína Jensen, f. 2.10. 1911
og d. 17.2. 1997. Börn Tómasar
og Kristjönu eru: 1) Helga Tóm-
asdóttir, f. 21.1. 1965, gift Her-
berti Má Þorbjörnssyni, f. 12.2.
1963, börn þeirra eru: Kristjana
Ýr, f. 31.10. 1997,
og Helgi Már, f.
19.6. 2003. 2) Halla
Tómasdóttir, f.
11.10. 1968, gift
Birni Skúlasyni, f.
20.7. 1973, börn
þeirra eru: Tómas
Bjartur, f. 21.9.
2001, og Auður Ína,
f. 24.9. 2003. 3)
Harpa Tómasdóttir,
f. 17.12. 1971, í
sambúð með Har-
aldi Helga Þráins-
syni, f. 28.3. 1964,
dóttir þeirra er Unnur Helga
Haraldsdóttir, f. 8.8. 2007.
Tómas ólst upp í Skagafirði til
16 ára aldurs en flutti þá á Þing-
nes í Borgarfirði áður en hann
flutti til Reykjavíkur 18 ára gam-
all. Hann hlaut réttindi sem vél-
stjóri og vann til sjós um nokk-
urra ára skeið. Hann nam
pípulagningar við Iðnskólann í
Reykjavík og hlaut réttindi sem
pípulagningameistari árið 1973.
Hann stundaði sjálfstæðan at-
vinnurekstur þar til hann gerðist
húsvörður við Sunnuhlíð í Kópa-
vogi þar sem hann starfaði sl. 15
ár. Tómas og Kristjana hófu bú-
skap sinn í Reykjavík en fluttu
árið 1969 til Kópavogs þar sem
þau hafa búið síðan.
Útför Tómasar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag og hefst at-
höfnin kl. 15.
Elsku pabbi.
Þeir sem litu þig augum sáu stór-
an mann með stórar og sterkbyggð-
ar hendur. Við sem þekktum þig
vissum að hjarta þitt var enn stærra.
Ég gleymi því aldrei hversu erfitt
það var fyrir þig að kveðja okkur
dætur þínar þegar við lögðum upp í
ferðalög, til lengri eða skemmri
tíma. Þú gast ekki sagt mikið á þess-
um stundum, en fallegu augun þín
fylltust af tárum og við vissum
hversu vænt þér þykir um okkur.
Ég gleymi aldrei svipnum á þér
þegar ég nefndi frumburðinn minn í
höfuðið á þér. Ég var aldrei mikið
fyrir slíkar nafngiftir, en ég vissi
bara um leið og hann fæddist að
þarna var kominn lítill Tómas. Sam-
band ykkar Tómasar Bjarts var ein-
stakt og pabbi, ég mun leyfa þér að
lifa í hjarta hans og Auðar Ínu um
alla tíð. Þau fengu alltaf tár í augun
þegar við sögðum þeim sögur af því
hvernig þú misstir foreldra þína svo
óskaplega ungur að árum og fórst í
fóstur þar sem þú þurftir að erfiða
mikið fyrir hlutum sem við tökum öll
sem sjálfsögðum hlut.
Ég man hvernig þú lyftir henni
mömmu upp og sveiflaðir henni
hring eftir hring þegar þið dönsuð-
uð. Við Bjössi hlógum svo mikið þeg-
ar við urðum fyrst vitni að þessum
dansi ykkar. Ykkar vinátta og ást
var sterk og óeigingjörn. Þú gleymd-
ir hverju einasta brúðkaupsafmæli í
öll 46 árin held ég, en þú elskaðir
mömmu og þurftir á henni að halda
eins og jurt þarf vatn. Og mamma
hló að þessu í hvert sinn, líka nú 20.
október þegar þú fórst í spilaklúbb-
inn með bræðrum þínum á síðasta
brúðkaupsafmælinu ykkar.
Við fengum svo þessar hræðilegu
fréttir um alvarleika veikinda þinna
nokkrum dögum síðar, á 65 ára af-
mælisdeginum hennar mömmu. Við
mamma vorum hjá þér það kvöld og
þú tókst fréttunum af miklu æðru-
leysi. Þér var efst í huga hvort og
hvenær þú kæmist aftur í vinnu.
Þetta lýsir þér vel. Þú hringdir held-
ur aldrei bjöllunni í þessa viku sem
þú varst á spítalanum. Þú gast ekki
hugsað þér að trufla fólkið í
vinnunni. Svo ótrúlega ósérhlífinn,
elsku pabbi, og því höfum við börnin
þín og barnabörn aldrei náð að gera
fyrir þig allt sem við hefðum viljað.
Elsku pabbi, lífið án þín verður
ekki samt. En við reynum að hugga
okkur við það að þú þurftir ekki að
þjást í marga daga. Við huggum okk-
ur líka við það að nú ert þú hjá
mömmu þinni og pabba sem fóru svo
sviplega frá þér þegar þú varst ungt
barn. Þú hittir líka systur þína, hana
Stínu, sem fór allt of snemma. Við
vitum að þú verður stærsti engillinn
á himnum, með stærsta hjartað og
við trúum því og treystum að þú vak-
ir yfir okkur öllum.
Við skulum passa og vernda
mömmu fyrir þig.
Þín
Halla.
Verður ekki komið heim um jólin?
Auðvitað komið þið heim um jólin,
svaraði Tommi okkar sjálfum sér
þegar við kvöddum hann í júlí.
Tommi átti ekki auðvelt með að
kveðja sína nánustu og horfði gjarn-
an framhjá kveðjustundinni með því
að sjá fram á næstu endurfundi. Eig-
inleikar sem endurspegluðu svo vel
hans manngerð, að geta hlakkað til
og glaðst yfir smáum sem stórum at-
burðum.
Tommi var ekki bara mágur okkar
og svili. Hann var fyrst og fremst
einn af okkar bestu vinum og félagi.
Tommi átti sér alltaf sérstakan sess í
öllu sem við fjölskyldan og vinir
gerðum saman.
Í veiðiklúbbnum var hann veiði-
þjófurinn, sem ruglaði stundum en
auðvitað viljandi saman veiðisvæð-
unum. Sá sem laumaðist um með
næturfluguna og spáði um veður og
veiði næsta dags. Við sjáum hann
fyrir okkur sitjandi flötum beinum á
árbakkanum, hnýtandi örsmáar agn-
ir með sínum stóru höndum.
Hann var óðalsbóndinn og sveita-
maðurinn í Vinaminni, bústaðnum
þeirra í Borgarfirði. Ræktaði þar
kartöflur, sló grasið og sá um önnur
búverk sem fylgdi óðalssetrinu.
Passaði vel upp á að komast til til-
heyrandi verka á réttum árstíma.
Höfðinginn sem tók á móti öllum
gestum af einstökum höfðingsskap
og gestrisni. Þótt það kæmi alltaf í
hlut Sjönu að reiða fram ólýsanlegar
veitingar var það Tommi sem var
gestgjafinn og naut sín aldrei betur
en að bjóða til veisluhalda og taka
öllum opnum örmum heima hjá sér.
Hann var spámaðurinn þegar kom
að barneignum í fjölskyldunni svo nú
er að vita hvort síðasti spádómurinn
hans rætist nú í byrjun desember.
Ekki síst var hann fjölskyldufað-
irinn sem hélt vel utan um hópinn
sinn og gladdist með þeim öllum yfir
hverju skrefi sem þau tóku, bæði
stórum og smáum.
Það er ótæmandi brunnur að rifja
upp allar góðu stundirnar sem við
vorum svo lánsöm að eiga með
Tomma okkar. Við erum fyrst og
fremst þakklát fyrir allar þær
stundir, hvort sem þær voru í ná-
lægð eða fjarlægð. Við erum þakk-
lát fyrir að hafa átt samleið með
þessum stóra manni, með sitt stóra
og gefandi hjarta, sem skipaði svo
stórt hlutverk í lífi okkar. Við erum
gæfufólk að hafa átt hann að.
Spámaðurinn segir: „Þó þekkir
eilífðin í okkur eilífð lífsins og veit
að dagurinn í gær er aðeins minning
dagsins í dag og morgundagurinn er
draumur hans.“
Við kveðjum Tomma okkar með
söknuði en vitum að það verða fagn-
aðarfundir þegar við hittum hann
næst á æðra tilverustigi.
Matthildur og Einar Gunn-
arsson (Matta og Einar).
Elsku afi.
Okkur langar að þakka þér fyrir
skemmtilegar stundir sem við átt-
um saman í Borgarfirðinum og
heima í Forsölum. Það er skrítið að
sjá þig ekki þegar við komum upp í
Forsali, því þar var gaman að vera.
Allt er svo tómlegt án þín. Þegar við
fréttum að þú værir mikið veikur
brá okkur mikið. Í sveitinni var nú
mikið að gera. Við hugsum hlýtt til
þín og munum alltaf gera, því þú ert
besti afi sem til er. Það verður skrít-
ið að koma í sveitina og enginn afi
er.
Stundin líður, tíminn tekur,
toll af öllu hér,
sviplegt brotthvarf söknuð vekur
sorg í hjarta mér.
Þó veitir yl í veröld kaldri
vermir ætíð mig,
að hafa þó á unga aldri
eignast vin sem þig.
Þú varst ljós á villuvegi,
viti á minni leið,
þú varst skin á dökkum degi,
dagleið þín var greið.
Þú barst tryggð í traustri hendi,
tárin straukst af kinn.
Þér ég mínar þakkir sendi,
þú varst afi minn.
(Hákon Aðalsteinsson)
Guð blessi minningu þína.
Hvíldu í friði.
Kristjana Ýr og Helgi Már.
Kveðja frá bræðrum
Það er komið að kveðjustund,
Tómas yngsti bróðir okkar lést 3
nóvember sl. Margs er að minnast
og margt að þakka. Við áttum góð
æskuár saman á heimili ástríkra
foreldra okkar að Hofi í Hjaltadal
og þar fæddist þú og ólst upp í faðmi
fagurra fjalla og sterkrar samheld-
innar fjölskyldu og sólin skein alla
daga. En svo dró ský fyrir sólu,
móðir okkar veiktist, leitað var
lækninga en bati kom ekki og hún
andaðist 17. desember 1941, 44 ára
að aldri. Fráfall mömmu var þungt
áfall fyrir okkur systkinin og föður
okkar sem orðinn var ekkjumaður
33 ára gamall með fimm börn á
framfæri. Það yngsta á fjórða ári og
það elsta á fjórtánda ári. En þrátt
fyrir erfiðleika og mótlæti, þá mun
aldrei hafa hvarflað að föður okkar
að gefast upp og láta börnin sín frá
sér. Áfram skyldi haldið og lífið
byggt upp á ný. Með trú á lífið og
óbilandi dugnaði, guðs hjálp og
góðra manna hélt hann áfram bú-
skap að Hofi og síðar Tumabrekku
með börnum sínum, var bæði hús-
bóndinn og húsfreyjan á heimilinu
og fórst það vel úr hendi. Nóg var að
Tómas Björn
Þórhallsson
Elsku afi. Þú varst besti afi í
heimi. Það var gaman að borða
með þér hafragraut á morgnana.
Það var gaman að sofa með þér og
spjalla. Þú varst duglegur þegar
þú varst lítill. Það var svo gaman í
sveitinni að smíða. Ég mun sakna
þín mikið en ég mun passa hana
ömmu.
Þinn
Tómas Bjartur.
HINSTA KVEÐJA
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
MÁLFRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR,
Hlíðarvegi 32,
Ísafirði,
lést laugardaginn 8. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugar-
daginn 15. nóvember kl. 11.00.
Arnór A. Stígsson,
Stígur Arnórsson, Björk Helgadóttir,
Svanfríður Arnórsdóttir,
Elfa Dís Arnórsdóttir, Júlíus Einar Halldórsson
og fjölskyldur.
✝
Elskulegur faðir okkar,
GUNNLAUGUR MAGNÚSSON,
Fellaskjóli,
Grundarfirði,
lést að morgni laugardagsins 8. nóvember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Þuríður Jóna Gunnlaugsdóttir,
Finnbogi Gunnlaugsson, Helle Nilsen,
Valur N. Gunnlaugsson, Sigurbjörg Hoffrits,
Jónína Gunnlaugsdóttir,
Magnús Árni Gunnlaugsson, Sigríður Halldórsdóttir,
Benjamín S. Gunnlaugsson, Þóra Soffía Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
KRISTJÁN PÉTURSSON,
Svansvík,
Súðavíkurhreppi,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði föstudaginn
7. nóvember.
Jarðsett verður frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn
15. nóvember kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði.
Heiðrún Kristjánsdóttir,
Jóhanna R. Kristjánsdóttir,
Pétur S. Kristjánsson, Rakel Þórisdóttir,
Þorgerður H. Kristjánsdóttir, Hermann S. Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma,
KRISTRÚN JÓHANNA PÉTURSDÓTTIR,
Austurgötu 23,
Keflavík,
andaðist á heimili sínu sunnudaginn 9. nóvember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ingi Hjörleifsson,
Hjörleifur Ingason,
Þorbjörg Sóley Ingadóttir, Nikulás Úlfar Másson,
Guðný Lára Ingadóttir, Haukur Holm,
Eva Björk Úlfarsdóttir,
Þóra Rún Úlfarsdóttir,
Ingi Már Úlfarsson,
Kristrún Úlfarsdóttir,
Starri Holm.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐNÝ HÁKONARDÓTTIR,
Meðalholti 19,
Reykjavík,
lést á heimili sínu föstudaginn 7. nóvember.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn
13. nóvember kl. 11.00.
Hákon Ólafsson, Sunneva Gissurardóttir,
Gísli Bragason, Elín Davíðsdóttir,
Sigurbjörg Bragadóttir, Ólafur Kjartan Sigurðarson,
Guðný Anna Bragadóttir, Bjarki Karlsson,
barnabörn og barnabarnabarn.