Morgunblaðið - 11.11.2008, Side 29
starfa og ýmsu að sinna. Allir höfðu
sitt hlutverk og hjálpuðust að.
En snemma árs 1947 veiktist faðir
okkar illa af lugnabólgu og var um
tíma undir læknishendi á Hofsósi en
bati kom ekki og hann lést þar 14.
febrúar 1947, 38 ára gamall. Um vor-
ið var heimilið leyst upp, jörðin og
bústofninn seld. Góðir vinir okkar og
frændur voru skipaðir fjárhalds-
menn okkar. Þeir veittu okkur leið-
sögn og hjálp eftir megni og sáu til
þess að við fengjum góð heimili til
dvalar. Flest okkar völdu þau heimili
sjálf. Við fórum til vinafólks eða ætt-
ingja sem reyndust okkur vel og við
fengum heimili og skjól næstu árin.
Tómas bróðir, þá á níunda ári, fór til
vistar að Kolkuósi og ólst þar upp til
fimmtán ára aldurs. Hann var látinn
vinna mikið og kannski skorti á að
hann nyti nægrar hlýju og ástríkis á
þessum árum. Úr þessum eldraun-
um barnsáranna kom hann dálítið
kalinn á hjarta þótt hann hefði aldrei
mörg orð þar um. Við fórum sitt í
hverja áttina og stundum var langt á
milli okkar en við höfðum alltaf sam-
band þegar færi gafst.
Traust systkina og vináttusam-
band hélst alla tíð og var okkur öll-
um nauðsynlegt og kært, efldi með
okkur samkennd og samheldni. Árin
hafa liðið. Við systkinin eignuðust öll
eigin heimili og fjölskyldur. Kristín
systir okkar lést árið 1989. Okkar á
milli hefur alltaf verið gott samband,
hjálpsemi og vinátta ríkt. Við bræð-
ur höfum reglulega spilað saman
brids í nær fjörutíu ár. Árlega var
farið saman í ferðalög eða veiðiferð-
ir. Tómas bróðir var einstakur dugn-
aðarforkur og hlífði sér aldrei. Heið-
arleiki og drengskapur var honum í
blóð borinn og eðlislægur. Hann var
ávallt hress í bragði, greiðvikinn og
góðviljaður. Vammlaus í lífi og
starfi. Hann var mikill fjölskyldu-
maður og átti góða fjölskyldu sem
honum var mjög annt um, eiginkonu,
þrjár dætur og fimm barnabörn.
Þeirra missir er mikill og sár. Við
biðjum góðan guð að veita þeim
styrk í sorginni. Minningin um ein-
stakan gæðadreng lýsir skært.
Gunnar, Tryggvi og Sigurður.
Elsku Tommi, nú ert þú búinn að
kveðja þennan heim alltof fljótt. En
það er margs að minnast í gegnum
öll árin sem við höfum átt saman.
Ég kynntist þér þegar ég var 15
ára þegar þið Sjana voruð að slá
ykkur upp og fannst mér það mjög
spennandi og rómantískt, sérstak-
lega fannst mér flott hvað þú varst
stór og sætur strákur og að þú
skyldir velja þér svona litla kærustu
eins og Sjönu, en þú hefur sennilega
séð strax að hún var engin venjuleg
kona.
Við urðum strax góðir vinir og þið
Siggi líka síðar. Saman áttum við öll
margar góðar stundir og gerðum
margt skemmtilegt, fórum saman til
útlanda, í útilegur o.fl. Og ekki má
gleyma veiðiklúbbnum okkar, Orm-
unum. Þú varst svo ákafur veiðimað-
ur að stundum þegar þú varst að
kasta héldum við að þú myndir kasta
þér sjálfum út í vatnið eða ána. Við
kölluðum þig nú oft veiðiþjófinn þeg-
ar þú lallaðir yfir á okkar svæði í ró-
legheitum og hentir veiðarfærunum
alveg óvart út í og það kom fyrir að
þú fengir þá fisk við þessi tækifæri,
þá hlakkaði heldur betur í þér.
Þú varst mikill fjölskyldmaður og
var fjölskyldan þér alltaf mjög mik-
ils virði, og nutum við og okkar börn
þeirrar umhyggju og hlýju sem þú
barst til okkar alla tíð. Það var mikið
fjör og mikið hlegið á jólunum hjá
okkur þegar þú komst og spilaðir
Matador. Þú varst ansi harður í horn
að taka í þeim viðskiptum að kaupa
götur, hús og hótel. Það verður erfitt
að fylla í þitt skarð þar.
Þú varst nú líka mikill sveitamað-
ur í þér og kom það best í ljós í sum-
arbústaðnum ykkar, en þar naust þú
þín mjög vel og ég veit að þar leið
ykkur vel og áttuð þið margar góðar
stundir með fjölskyldunni og vinum.
Þar hafðir þú alltaf nóg að gera, sjá
um sláttinn og kartöflurnar; þær
voru nú meðhöndlaðar af sérstakri
alúð enda fékkstu oftast góða upp-
skeru sem þú varst mjög stoltur af.
Það verður ómetanlegt fyrir
barnabörnin ykkar síðar meir að
hafa fengið að njóta þess að vera
með ykkur og taka þátt í lífinu þar.
Þið Sjana voruð með eindæmum
gestrisin og þú hafðir alltaf gaman af
að fá fólk í heimsókn og þegar við
vorum að fara þá sagðir þú yfirleitt:
hvað liggur ykkur á, fáið ykkur nú
bara meira kaffi.
Við Siggi vorum í heimsókn hjá
þér uppi á spítala föstudagskvöldið
áður en þú kvaddir þennan heim, og
vorum við að spjalla um lífið og til-
veruna og þá sagðir þú meðal ann-
ars: „Já, Dauja mín, svona er nú
komið fyrir mér. Ég hef verið hepp-
inn maður í lífinu og ég tek bara því
sem að höndum ber. Annað getur
maður nú ekki gert.“ Þessi orð þín
lýstu þér svo vel, þú tókst á við hlut-
ina eins og þeir gerðust hverju sinni.
Elsku Tommi, þín verður sárt sakn-
að af okkur öllum.
Að lokum þökkum við Siggi og
börnin okkar þér fyrir samfylgdina í
gegnum árin og biðjum góðan guð að
blessa þig. Elsku Sjana, Helga,
Halla, Harpa og fjölskyldur ykkar,
þið hafið misst mikið og biðjum við
góðan guð um að styrkja ykkur í
sorginni.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Kveðja,
Hjördís, Sigurbjörn
og fjölskylda.
Nú er Tommi farinn frá okkur, of
fljótt og of hratt. Hann, sem sá fram
á að geta slakað á og átt fleiri stund-
ir upp í bústað og með börnum og
barnabörnum – þess háttar sem ævi-
kvöldið á að bjóða upp á, finnst okk-
ur. Tommi fór þó héðan með sínum
hætti. Við erum sammála því. Hann
hefði ekki átt gott með að finna sig í
hlutverki sjúklingsins, maður sem
aldrei kveinkaði sér og aldrei fór
fram á sérstaka athygli sér til handa.
Þannig var hann Tommi gerður,
þannig þekktum við hann og þannig
fór hann héðan.
Það hefur alltaf verið mikill sam-
gangur milli fjölskyldna okkar og við
fengið að deila saman mörgum dýr-
mætum stundum, bæði í gleði og
sorg. Tommi átti það til að grínast í
pabba með að hann hefði bara getið
af sér þrjá stráka en Sjana systir
hans þrjár stelpur. Því bæri honum
skylda til að reyna sínar einstöku
uppeldisaðferðir á okkur bræðrun-
um. Reyndar byggðu þessar aðferðir
á ýmsum aflraunum og kraftþraut-
um við Tomma, sem okkur þótti
gaman að kljást við. Þó var ljóst að
við máttum okkar lítils á móti þess-
um stærsta og sterkasta manni sem
við þekktum. Minningin um að vera
læstur í þessum stóru krumlum og
hrossahlátur sem hljómaði um allan
Kópavog er okkur ofarlega í huga
þegar litið er til baka. Síðar fengum
við að kynnast að þessum stóru
krumlum tilheyrði enn stærra
hjarta.
Þegar við urðum eldri og fluttum í
okkar eigin íbúðir var Tommi fyrsti
maður á vettvang, lagði fram krafta
sína og fussaði svo þegar við buðum
fram greiðslur. Þessar myndir kalla
fram góðar og hlýjar minningar sem
áfram munu lifa. Við biðjum Guð að
blessa Sjönu frænku, Helgu, Höllu,
Hörpu og fjölskyldur þeirra.
Sigurður, Gunnar Þór og
Hannes Péturssynir og
fjölskyldur.
Það að kveðja Tomma frænda er
ekki auðvelt. Hann sem var alltaf til
staðar fyrir mig og alla aðra í fjöl-
skyldunni ef á þurfti að halda.
Margar og góðar eru minning-
arnar. Þegar ég var lítil þá gerði ég
mig snemma heimakomna hjá
Sjönu og Tomma og fékk oft að
gista hjá þeim um helgar. Þá eign-
aðist ég minn besta „nammivin“
sem var Tommi. Við Tommi úðuðum
í okkur laugardagsnamminu af mik-
illi ánægju meðan Sjana frænka
horfði á rómantíska mynd í sjón-
varpinu. Já, þetta var hápunktur
vikunnar hjá mér að fá að hitta
minn besta „nammivin“.
Tommi hefur alltaf verið með
þeim rólegustu og yfirveguðustu
mönnum sem ég hef kynnst. Það
eru ekki margir sem hefðu leyft átta
ára gamalli skvettu eins og mér að
vera í „bankaleik“ með kvittanir og
bókhald píparans við hans ævin-
týralega skrifborð. Þetta er góð lýs-
ing á hversu barngóður og yndisleg-
ur maður hann var.
Tilvera mín á Íslandi verður tóm-
leg án Tomma en hann verður hér
eftir sem hingað til alltaf til í mínum
huga og mínu hjarta.
Við hér í Englandi biðjum Guð að
gefa Sjönu, stelpunum og fjölskyld-
unni allri styrk á þessari kveðju-
stund og vonum að hlýjar minning-
ar styrki okkur í sorginni.
Eva og fjölskylda í Englandi.
Eftir því sem árin hafa liðið hef
ég oft hugleitt hversu mikið lán mitt
hefur verið með mága. Lánið er því
meira þar sem systrafjöldinn er
mikill og sjálfur fær maður að sjálf-
sögðu engu ráðið um þetta val frem-
ur en svo margt í þessu lífi.
Á stuttum tíma hafa tveir af þess-
um heiðursmönnum orðið að lúta í
lægra haldi fyrir illvígum sjúkdómi
og Tommi mágur var burtkallaður
nánast fyrirvaralaust eftir stutt en
snörp veikindi.
Á mínu heimili var hann kallaður
Tommi mágur, en frá okkar fyrstu
kynnum leit ég alltaf á okkur sem
góða vini. Í Tomma sáum við Sigga
og drengirnir okkar síðar bæði ein-
lægan, stoltan og traustan mann
sem alltaf var til staðar á hverju
sem gekk í lífinu.
Tommi hafði snemma orðið ein-
stæðingur og þurft að treysta á
sjálfan sig til bjargar. Hann flíkaði
ekki þessum kafla lífs síns fremur
en öðru, en í gegnum árin kom ým-
islegt í ljós frá þeim árum, sem hann
hefði haft bæði vilja og getu til að
haga með öðrum hætti, hefðu tæki-
færi verið til. Hann lagði mikinn
metnað í að dæturnar þrjár gætu
notið þeirrar menntunar sem hugur
þeirra stóð til, sem undirbúning
undir þeirra líf og störf í framtíð-
inni. Þar sást kannski einna gleggst
hvert hans hugur hefði stefnt ef að-
stæður hefðu verið með öðrum
hætti á hans uppvaxtarárum.
Sjana systir og Tommi hófu sinn
búskap fyrir rúmlega 46 árum í lít-
illi íbúð í Bólstaðarhlíðinni. Þar sá
ég í framkvæmd það sem kalla
mætti opið heimili. Engar breyting-
ar urðu á því þegar þau fluttu síðar í
Kópavoginn. Rausnarskapnum var
viðbrugðið, heimilið alltaf öllum op-
ið þó ekki hafi verið mikil efni í
fyrstu. Allir voru velkomnir hvort
sem voru ættingjar, vinir, vinnu-
félagar, skjólstæðingar Sjönu af
Kópavogshælinu eða aðrir sem
þurftu á stuðningi að halda af marg-
víslegum ástæðum.
Tómas og bræður hans, sem ekki
höfðu nema að litlu leyti alist upp
saman, byggðu upp einstakt fjöl-
skyldu- og vinasamband, sem stóð
alla tíð og var aðdáunarvert í alla
staði. Tómas var alla tíð mikill
rausnarmaður og veitti af rausn, þó
misjafnlega áraði hjá honum eins og
öðrum. Á langri vegferð okkar sam-
an varð ég margsinnis vitni að þess-
um einstaka eiginleika í fari hans.
Þegar kynni okkar hófust voru
báðir sjómenn, en Tommi lærði síð-
an pípulagnir og varð meistari í
þeirri grein. Hann starfaði lengst af
að iðn sinni og var mikils metinn fyr-
ir afburðadugnað og samviskusemi.
Tommi hefði líklega kunnað mér
litlar þakkir fyrir að vekja sérstaka
athygli á kostum hans en hjá því
varð bara ekki komist. Tommi var
náttúrubarn og kunni hvergi betur
við sig utan vinnu en úti í náttúrunni
fjarri skarkala borgarinnar. Við fór-
um saman í nokkrar eftirminnilegar
veiðiferðir, lítið var veitt en mikil
skemmtun. Fleiri ferðir fórum við
saman sem ekki verða rifjaðar upp
hér. Heimsóknir mínar í bústaðinn í
Borgarfirðinum, þar sem þau Sjana
höfðu skapað sér sælureit, urðu
margar. Það var alltaf gott að slappa
af með Tomma hvort sem við spjöll-
uðum eða bara þögðum saman.
Stundum fengum við okkur svona í
aðra tána, sjaldan mikið meira en
það.
Tommi var sívinnandi við að bæta
aðstöðuna í Borgarfirðinum, þannig
að dæturnar, tengdasynirnir og
barnabörnin gætu notið sín sem
best með þeim í sveitinni. Í síðasta
samtali okkar minntist hann á vænt-
anleg starfslok sín. Á vissan hátt
saknaði hann vinnunnar, en á móti
kom að betri tími myndi gefast í bú-
staðnum. Því miður kom sá tími ekki
fyrir minn góða vin, eins og við báðir
hugðum á þeim tíma.
Nú sakna ég og drengirnir mínir,
tengdadæturnar og barnabörnin,
góðs drengs.
Megi Guð blessa minninguna um
Tomma.
Við kveðjum í dag góðan vinnu-
félaga, Tómas Þórhallsson, húsvörð.
Það er margs að minnast frá þeim 15
árum sem hann starfaði með okkur
hér í Sunnuhlíð. Það fór ekki fram
hjá neinum þegar Tómas gekk um
ganga, hressilegt viðmót hans og
hlátur vakti athygli allra. Hann hafði
skoðanir á mönnum og málefnum og
lét þær gjarnan í ljós og kom þá oft
af stað heitum umræðum Hann var
greiðvikinn og samviskusamur og
vildi allt fyrir alla gera.
Hópur samstarfsfólks heimsótti
hann í sumar í sumarbústaðinn til að
gleðjast með honum og fjölskyldu
hans í tilefni af 70 ára afmælinu.
Sumarbústaðurinn var stolt hans og
gleði, en undanfarin ár notaði hann
alla frítíma til að búa sér og sínum
sælureit í sveitinni.
Hugur okkar er hjá Kristjönu og
fjölskyldu og vottum við þeim inni-
lega samúð okkar. Blessuð sé minn-
ing Tómasar.
F.h. starfsfólks Sunnuhlíðar,
Jóhann Árnason.
Minningar 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2008
Fleiri minningargreinar um Tóm-
as Björn Þórhallsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
systir,
ESTER HARALDSDÓTTIR
sjúkraliði,
Flétturima 36,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum Hringbraut mánudag-
inn 3. nóvember, verður jarðsungin frá Grafarvogs-
kirkju miðvikudaginn 12. nóvember kl. 15.00.
Vignir Þór Siggeirsson, Katrín Jónsdóttir,
Haraldur B. Siggeirsson, Margrét Á. Jóhannsdóttir,
Ólafur Karl Siggeirsson,
Guðlaug Edda Siggeirsdóttir, Helgi Hafþórsson,
barnabörn og systkini hinnar látnu.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÓLAFUR HELGI MAGNÚSSON,
Hjöllum 13,
Patreksfirði,
lést þriðjudaginn 4. nóvember.
Jarðarförin fer fram frá Patreksfjarðarkirkju laugar-
daginn 15. nóvember kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast
hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Bent er á að laugardaginn 15. nóvember fer ferjan Baldur frá Stykkis-
hólmi klukkan 9.30 og frá Brjánslæk sama dag klukkan 18.00.
Bára M. Pálsdóttir,
Sigurrós H. Ólafsdóttir, Bjarki Pálsson,
Þórdís S. Ólafsdóttir, Ralf Sommer,
Ólafur K. Ólafsson,
Ingunn Ó. Ólafsdóttir, Ulrik Overgaard,
Kári Ólafsson, Halldóra Þorsteinsdóttir,
Auður A. Ólafsdóttir,
Davíð P. Bredesen, Gerður B. Sveinsdóttir,
Gunnar S. Eggertsson, Lilja Sigurðardóttir,
afabörn og langafabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, afi og langafi,
GUÐMUNDUR ÞENGILSSON,
Furugerði 1,
Reykjavík,
sem lést fimmtudaginn 6. nóvember á bráða-
móttöku Landspítalans, verður jarðsunginn frá
Grafarvogskirkju mánudaginn 17. nóvember
kl. 13.00.
Jón Kr. Guðmundsson,
Pálína G. Guðmundsdóttir,
Svanhvít Guðmundsdóttir, Kjartan Elíasson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
KRISTÞÓR BORG HELGASON
skipasmíðameistari,
Njálsgötu 44,
Reykjavík,
lést mánudaginn 10. nóvember á deild K-2 á
Landspítala, Landakoti.
Kristín Ingibjörg Benediktsdóttir,
börn, tengdadóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.