Morgunblaðið - 11.11.2008, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 11.11.2008, Qupperneq 35
Menning 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2008 Áhugamenn um myndlist og sölu verkaá uppboðum fylgdust spenntir meðhausttörn stóru uppboðshúsanna í Bandaríkjunum og Englandi hefjast í síð- ustu viku. Og víst fór eins og margir ótt- uðust: fjármálakrísan nær einnig inn í heim þeirra sem höndla með listina. „Eftir hálfan áratug vaxtar sem á sér enga hliðstæðu hef- ur listmarkaðurinn verið dreginn niður á jörðina,“ segir í The Art Newspaper. „Út- koma uppboða á samtímamyndlist staðfestir það sem margir spáðu, að leiðrétting sé að eiga sér stað á listmarkaðinum. Eitt kvöldið seldust verk fyrir 51 milljón punda en lægra matsverð gerði ráð fyrir 105 milljónum hið minnsta.“ Leiðrétting eða ekki, verkin seljast nú fyrir mun lægri upphæð en fyrir nokkrum vikum – ef þau seljast á annað borð.    Í október þóttust sérfræðingar skynja hvaðværi í vændum. Í uppboðshúsum Sothe- by’s var áætlað að selja gripi fyrir 497 til 691 milljón dala í mánuðinum, en salan nam ein- ungis 366 milljónum. Samkvæmt The Guardi- an er lausafjárskreppan einig farin að teygja anga sína til Miðausturlanda, þar sem áætlað var að selja skartgripi og samtímamyndlist fyrir 32 milljónir dala, hið minnsta, en gripir seldust einungis fyrir 17 milljónir. Á fyrsta uppboði Sotheby’s á verkum im- pressjónista og meistara 20. aldar í síðustu viku seldust 45 verk. Ekki fékkst kaupandi að 25. Salan nam 224 milljónum dala, sem er langtum minna en áætlað var: 337 til 475 milljónir. Gott verð fékkst þó fyrir nokkur verk. „Suprematist Composition“ frá 1916, eftir rússneska meistarann Kazimir Malevitsj, seldist fyrir 60 milljónir dala, um 7,7 millj- arða króna. Mun kaupandinn hafa verið rúss- neskur. Gvassmyndin „Danseuse Au Repos,“ eftir Edgar Degas seldist á 37 milljónir. Er það hæsta verð sem fengist hefur fyrir verk á pappír á uppboði. Þá seldist „Vampíra“ eftir Edvard Munch, frá 1894, fyrir 38 milljónir dala, tæpa fimm milljarða króna. Er það eitt fjögurra vampírumálverka Munchs – en eitt þeirra má sjá þessa dagana í Listasafni Ís- lands.    Tveimur dögum síðar hélt Christie’s upp-boð með verkum frá sama tíma og þar fengust engin boð í verk margra heims- kunnra listamanna, svo sem Cézannes, Re- noirs, Rothkos og de Kooning. Samkvæmt The New York Times seldust verkin sem kaupendur fundust að fyrir „miklu lægri upp- hæð en þau hefðu farið á fyrir ári.“ Á uppboði Christie’s var verið að selja tvö kunn einkasöfn en selt var fyrir um 47 millj- ónir dala, sem er miklu minna en neðra borð matsverðsins, sem var 104 milljónir. Af 58 verkum seldust 17 ekki. Þar á meðal var verkið sem fyrirfram var talið að mest feng- ist fyrir, klassískt málverk eftir Mark Rothko frá 1960. Árið 1988 var það keypt á 1,5 millj- ónir dala en nú, tuttugu árum síðar, var það metið á 20 til 30 milljónir. Ekki fékkst einu sinni boð upp á 10. Annað verk sem ekkert var boðið í var „Ung stúlka á strönd,“ eftir Edouard Manet, frá 1880. Verkið er sagt af „safnagæðum“ og metið á 12 til 18 milljónir. Á fimmtudagskvöldið hélt Christie’s ann- að uppboð og þótti útkoman ekki síður end- urspegla nýjan og varfærinn veruleika. Fréttirnar voru þó ekki allar slæmar. Kúb- ískt verk eftir hinn spænska Juan Gris seld- ist fyrir metfé, nærri 21 milljón dala. En slæmu fréttirnar, fyrir uppboðshalda og selj- endur, voru þær að af 82 verkum seldust 36 ekki. Salan nam 147 milljónum dala, langt undir lægra matsverðinu, sem var 240 millj- ónir. „Það er ennþá mikið fé á listmarkaðinum,“ sagði einn yfirmanna Christie’s við blaða- mann The New York Times. „En við erum að upplifa nýtt og lægra verð.“    Yfirmaður fyrirtækis sem fjármagnarkaup á listaverkum, Art Capital Group, segir í The Independent að uppboð liðinnar viku hafi ýtt hressilega við markaðinum og „staðfest að hugmyndir um kreppu á list- markaðinum eru ekki abstrakt heldur raun- verulegar. Verðmat á öllum flokkum verka – meistaraverkum, frábær verkum og hin- um meðalgóðu– var ekki lengur óumdeilt og oftast var verðið lækkað um 20 til 40 pró- sent.“ Blaðamaður The Guardian segir að þrátt fyrir allt hafi liðin vika hjá uppboðunum þó verið furðugóð. Þrátt fyrir slæmar horfur komu fram kaupendur sem voru reiðubúnir að greiða metfé fyrir góð verk, eins og þau eftir Malevitsj, Munch og Degas. Sumir listkaupmenn hvetja safnara til að grípa tækifærið núna. „Ég veit að markaðurinn er að leiðrétta sig en þú verður að ná í góða gripi þegar þú get- ur,“ segir einn þeirra. „Lukkan er í liði með þeim hugdjörfu.“ Uppboðsmarkaðurinn tekur dýfu AF LISTUM Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Metverð „Suprem- atist Composition“ eftir Kazimir Mal- evitsj. Um 60 millj- ónir dollara, 7,7 milljarðar króna, voru greiddar fyrir verkið. Dýr pappír Gvassmyndin „Danseuse Au Repos,“ eftir Edgar Degas. Hæsta verð sem fengist hefur fyrir verk á pappír fékkst fyrir myndina, 37 milljónir dala, um 4,7 milljarðar króna. » Verðmat á öllum flokkumverka – meistaraverkum, frábærum verkum og hinum meðalgóðu – var ekki lengur óumdeilt og oftast var verðið lækkað um 20 til 40 prósent. KOMI þeir sem koma vilja … Þetta var sagt á nýársnótt, og er sjálfsagt enn. Þá eiga álfar að flytja búferlum og færa sig á milli bæja. Vissara er að vera gestris- inn ef álfarnir eiga ekki að gera manni skráveifur. Hjá Keltum hófst nýtt ár um mán- aðamótin október/nóvember, og þá voru líka allskyns kynjaverur á ferli. Þaðan er væntanlega kominn sá siður á hrekkjavöku að börn klæði sig í bún- inga norna og forynja, betli nammi og geri fólki grikk. Trúin á að á þessum tíma skarist heimarnir virðist vera býsna sterk, t.d. er dýrlinganna minnst í kristninni fyrsta nóvember, en venju- legra dauðra manna daginn eftir. Þessi siður hefur verið nokkuð áberandi í Hallgrímskirkju, a.m.k. finnst mér ég oft hafa farið þar á tónleika um þetta leyti sem hafa verið helgaðir dauðanum. Einmitt þannig tónleikar voru haldn- ir í kirkjunni um helgina. Drjúgur hluti dagskrárinnar var látlaus; Schola can- torum, undir stjórn Harðar Áskels- sonar, söng af einstakri fegurð mót- ettur eftir Purcell, Tomkins, Weelkes og Hassler, allt tónskáld uppi á sex- tándu og sautjándu öld. Inn á milli voru sálumessukaflar eftir sömu eða önnur tónskáld, kvartettar sem voru sungnir af mismunandi kórfélögum. Þeir komu undantekningarlaust vel út, söngurinn var hástemmdur og tilfinningaþrung- inn, en tær og ágætlega samhæfður. Vissulega var tónlistin dálítið keimlík og fyrir þá sem ekki komu beinlínis til að hugleiða og minnast hinna látnu hafa þeir hugsanlega verið nokkuð einhæfir. En lokaverkið vó þar upp á móti, When David Heard eftir ungt tónskáld, Eric Whitacre. Titillinn vísar til frásagn- arinnar í Biblíunni af Davíð konungi þegar hann heyrði af láti sonar síns. Textinn er dramatískur og tónlistin er það líka. Tónmálið er sérlega aðgengi- legt án þess að vera eftiröpun á eldri tónsmíðum, það byggist mikið á end- urtekningum sem eru markvisst not- aðar til að skapa spennu og sívaxandi þunga. Þetta útfærði kórinn á snilld- arlegan hátt, með snyrtilega útfærðum blæbrigðum, hárréttu styrkleika- jafnvægi og gríðarlega kraftmiklum söng þegar við átti. Útkoman var í einu orði sagt frábær. Handan við gröf og dauða TÓNLIST Hallgrímskirkja Kórtónleikarbbbbm Schola cantorum flutti tónlist eftir Þorkel Sigurbjörnsson, de Victoria, Purcell, Tom- kins, Weelkes, Hassler og Whitacre. Stjórn- andi: Hörður Áskelsson. Sunnudagur 2. nóv- ember. Jónas Sen Segja má að með útkomu skáld- sögunnar Norðurljósa (1998) hefjist nýtt tímabil á höfund- arferli Einars Kárasonar. Þar rær hann á mið 18. aldar Ís- landssögu og skrifar nokkurs konar óð til undirokaðrar en þrautseigrar þjóðar sem og ís- lenskrar náttúru. Í næstu skáld- sögu, Óvinafagnaði (2001), fer Einar enn lengra aftur í tíma og uppsprettan er Sturlunga saga, sem hann hefur ekki farið dult með hrifningu sína á. Nú sendir Einar frá sér skáldsöguna Ofsa sem kalla má framhald Óvina- fagnaðar og ekki þætti mér ólík- legt að Sturlunga saga Kárason- ar ætti eftir að telja fleiri bindi. Eins og kunnugt er býður Sturlunga upp á fjölbreytta at- burðarás og mikla dramatík auk eftirminnilegra persónulýsinga. Það er því í drjúgan brunn að sækja fyrir þann höfund sem vill gera sér mat úr þessu efni. Ein- ar gerir ekki tilraun til þess að spanna Sturlungu alla, enda væri það óðs manns æði. Hann velur úr einstaka atburði og persónur sem hann setur í for- grunn og spinnur sína eigin frásögn úr efniviðnum. Honum hefur - bæði í Óvina- fagnaði og Ofsa - tekist að skrifa afar áhrifaríkar sögur þar sem notuð er nútíma frásagnartækni í þeim tilgangi að dýpka skilning okkar á hinni blóðugu13. öld. Í Óvinafagnaði er fjallað um hvernig Þórði kakala tókst með heppni og fífldirfsku að hefna fyrir drápin á föður sínum og bræðrum. Í Ofsa eru hins vegar í forgrunni sáttaumleitanir Giss- urar Þorvaldssonar við Sturl- unga og brúðkaup sem átti að vera táknrænn friðargjörningur en endaði með Flugumýr- arbrennu vegna hefndarþorsta sem ekki var slökktur. Einar velur að skipta sjón- arhorni sögunnar niður á marga aðila sem allir segja frá í fyrstu persónu. Það er kannski ekki síst í þessari frásagnaraðferð sem styrkur bókarinnar liggur því hún gefur honum kost á því að setja sálarlíf persóna í fókus, lýsa ótta og angist, þótta og særðu stolti, stórmennsku og smásálarhætti, allt eftir því sem við á. Hér er auðvitað gengið gegn frásagnarhætti Sturlungu en með því gerir höfundur frá- sögnina að sinni eigin og býður lesendum upp á persónulega túlkun. Persónulýsingar Einars eru oft kryddaðar miklum húm- or. Sérstaklega eru margar karl- persónur hans dregnar sundur og saman í háði í sjálfslýsingum sínum (þó ekki sjálfsháði!) en af kvenfólkinu virðist höfundur hrifnari, hvort sem um er að ræða skapmiklar konur sem eggja menn til hefnda eða vinnuhjú sem lifa fyrir að fóstra annarra börn og hjúkra særðum til lífs. Athyglisvert er að Einar velur gjarnan að leggja frásögn- ina í munn aukapersóna fremur en aðalpersóna og nær með því að kalla fram óvænt sjónarhorn á þekkta atburði. Með Óvinafagnaði og Ofsa hefur Einar Kárason lagt mikið af mörkum til þess að kynna Sturlungu fyrir nýrri kynslóð lesenda sem gæti átt erfitt með að tengjast beint hinum forna texta. Engum ætti að leiðast lesturinn á Sturlunga sögu Kárasonar og best gæti ég trúað að hann gæti hvatt nýja les- endur til þess að kynna sér Sturlungu alla. Sturlunga saga Kárasonar BÆKUR Skáldsaga Ofsi Einar Kárason, Mál og menning 2008, 192 bls. Einar Kárason Soffía Auður Birgisdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.