Morgunblaðið - 11.11.2008, Qupperneq 44
ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 316. DAGUR ÁRSINS 2008 Möguleikhúsinu
Aðventa
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700
ÞETTA HELST»
Vilja hluti í bönkunum
Ýmsir erlendir kröfuhafar í bönk-
unum hafa sýnt áhuga á að taka
hlut í íslenskum bönkunum upp í
skuldir og taka þátt í áframhald-
andi rekstri þeirra og fjármögnun.
Skilanefndirnar hitta kröfuhafana á
fundum í vikunni. » Forsíða
Ætti að víkja
Jón Ásgeir Jóhannesson ætti
þegar að hafa vikið úr stjórnum ís-
lenskra hlutafélaga, þar sem hann
hafi misst hæfi sitt til stjórnarsetu
við dóm sem hann hlaut í Baugs-
málinu. Þetta er mat Áslaugar
Björgvinsdóttur, dósents við Há-
skólann í Reykjavík. » 4
Virkjanir í uppnámi
Áætlanir stærstu orkufyrirtækja
landsins um virkjanaframkvæmdir
á næsta ári eru í óvissu vegna erf-
iðleika við að útvega lán erlendis.
Þau hafa leitað til yfir þrjátíu er-
lendra lánastofnana, án árangurs
enn sem komið er. » 8
Skera þarf niður útgjöld
Skera þarf víða niður í ríkis-
rekstri á næstunni þar sem að
óbreyttu er útlit fyrir mikinn halla
á rekstri ríkissjóðs. Alþjóðagjald-
eyrissjóðurinn, sem ríkisstjórnin
hefur sótt um lán til, er lítið gefinn
fyrir halla á opinberum stofnunum.
» 20
SKOÐANIR»
Staksteinar: Flokkspólitískir
hagsmunir
Forystugreinar: Helförin og kjark-
leysið | Kostirnir í gjaldmiðilsmálum
Ljósvaki: Einhverntíma í gamla daga
UMRÆÐAN»
Þöggun Agnesar á Mogganum
Kæru Íslendingar
Snúum vörn í sókn
Listin og kreppan
3
3 &3
3
&3 3 &3
3
& 4 "5' /!, !"
6! !! %!$(/
3
3
3
&
&3 3 &3
3
& &3
3 .7*1 '
&3
3 &3
&
3 3
&
&
3 89::;<=
'>?<:=@6'AB@8
7;@;8;89::;<=
8C@'77<D@;
@9<'77<D@;
'E@'77<D@;
'2=''@%F<;@7=
G;A;@'7>G?@
'8<
?2<;
6?@6='2,'=>;:;
Heitast 7°C | Kaldast 0°C
N og NA 8-15 m/s en
dregur smám saman
úr vindi. Éljagangur
austan til. Skýjað f.
norðan, bjart f. sunnan. » 10
Sérstakur vinskapur
er með sveitunum
Motion Boys og
Sprengjuhöllinni og
það sést oft vel á
tónleikum. » 36
TÓNLIST»
Endurgjalda
greiðann
FÓLK»
Sum andlit selja betur en
önnur. » 38
Werner Herzog fær
fjórar stjörnur fyrir
nýjustu mynd sína,
sem skartar Christ-
ian Bale í aðal-
hlutverki. » 41
KVIKMYNDIR»
Dögun fær
góðan dóm
KVIKMYNDIR»
Bond reyndist vinsælli en
Batman. » 39
TÓNLIST»
Bubbi bíður enn eftir
borginni. » 36
Menning
VEÐUR»
1. Skapvonskan leiddi til slyss
2. Lést af völdum áverka
3. Ársgamalt barn í umsjá …
4. Ráðherrarnir komu af fjöllum
RÓMANTÍKIN virðist allsráðandi í atriði
Rimaskóla sem sýnt var í gærkvöldi í hæfi-
leikakeppni Grunnskóla Reykjavíkur, Skrekk.
Keppnin fer nú fram nítjánda árið í röð, en hún
hófst í gærkvöldi í Borgarleikhúsinu þar sem
fyrsta undanúrslitakvöldið af fjórum fór fram.
Næst verður keppt 11., 12. og 17. nóvember og
úrslit verða ljós 18. nóvember. Eftir hvert und-
anúrslitakvöld komast tveir skólar áfram.
Hæfileikakeppni grunnskólanna haldin í nítjánda sinn
Nú er Skrekkur í grunnskólanemum
Morgunblaðið/Kristinn
SÉRSTÆÐ ljós-
myndasýning
verður opnuð á
Sólon í Banka-
strætinu á
fimmtudaginn,
en þar sýnir Eld-
ur Ísidór nekt-
armyndir af
sjálfum sér. Sam-
hliða sýningunni
kemur út dagatal með sömu mynd-
um, en hvoru tveggja er ætlað að
vekja athygli á bók sem Eldur send-
ir frá sér um þessar mundir og
fjallar um fyrsta árið í lífi hans í
kjölfar þess að hann greindist HIV-
jákvæður. Eldur, sem er búsettur í
Lundúnum, segir að umræðan um
alnæmi og HIV hér á landi sé á und-
anhaldi. „Ég reyndi að hringja í Al-
næmissamtökin í allt sumar og
haust og það var ekki einu sinni
svarað – ekki einu sinni símsvari
sem segði að samtökin væru lokuð.
Þannig að maður lenti bara á vegg.
Þá fór ég að hugsa að ef maður
hefði greinst á Íslandi og vantað
ráðgjöf væri enginn til staðar. Ég
varð svolítið reiður yfir þessu, og
það er meðal annars þess vegna
sem ég er kominn hingað með þessa
sýningu – til að fá smá-umræðu í
samfélagið.“ jbk@mbl.is | 36
Nekt vekur at-
hygli á alnæmi
Eldur Ísidór
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@mbl.is
MIKILL meirihluti stúlkna á aldr-
inum 13 til 24 ára, eða 76 prósent, er
óánægður eða mjög óánægður með
líkama sinn. Þetta eru niðurstöður
rannsóknar Þórdísar Rúnarsdóttur,
doktors í klínískri sálfræði, sem gerð
var á árunum 2004 til 2005. Flestir
þátttakendanna, 74,5 prósent, voru í
eðlilegri þyngd.
Þórdís telur engar ástæður til að
ætla að viðhorf stúlkna til líkama síns
sé öðruvísi nú en fyrir þremur árum.
„Alls ekki. Allar rannsóknir erlendis
hafa leitt í ljós að þessar tölur breyt-
ast ekki mikið milli ára,“ segir hún.
Alls höfðu 77,4 prósent þátttak-
enda á aldrinum 18 til 24 ára farið í
megrun en 51 prósent á aldrinum 13
til 17 ára.
Það sem kom Þórdísi mest á óvart
var hversu margar stúlkur, þ.e. 22,5
prósent, uppfylltu ákveðin tilvísun-
arviðmið. „Nær fjórðungur þeirra
var með það mörg einkenni átrösk-
unar að þær hefðu þurft að fara í
rannsókn til þess að ganga úr skugga
um hvort um þann sjúkdóm væri að
ræða.“
Aðeins 20 prósent stúlknanna sem
þátt tóku í rannsókninni voru of þung
samkvæmt þyngdarstuðli Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinnar en 5,5
prósent of létt.
Þórdís segir það sorglegt hversu
margar stúlkur og konur séu upp-
teknar af því að fitna ekki. „Þetta
dregur mikið úr lífsgæðum þeirra.“
Telja sig of þungar
Yfir 75 prósent stúlkna á aldrinum 13 til 24 ára eru óánægð
með líkama sinn þrátt fyrir kjörþyngd Meirihluti í megrun
Dregur úr lífsgæðum Þórdís Rún-
arsdóttir segir áhyggjur stúlkna af
holdafari þungan bagga.
Í HNOTSKURN
»Fjallað er um átrösk-unareinkenni íslenskra
stúlkna og kvenna í dokt-
orsritgerð Þórdísar Rúnars-
dóttur.
»Svör fengust frá 637 af1400 manna handahófs-
kenndu úrtaki úr þjóðskrá.
Mögulega fengust helst svör
frá þeim sem glíma við
vandann.
»Megrun er yfirleitt und-anfari átröskunar sem er
lífshættulegur sjúkdómur, að
sögn Þórdísar. Ákveðnum
fjölda tekst ekki að snúa við
úr megrun.
»Margir þættir, sam-félagslegir, sálrænir og
jafnvel erfðafræðilegir,
ákvarða hvort viðkomandi
fær átröskun.