Fréttablaðið - 27.04.2009, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 27.04.2009, Blaðsíða 15
27. APRÍL 2009 Eignamiðlun hefur til sölu nútímalegt og fallegt tvílyft funkis-raðhús sem byggt er á skjólsælum stað á Arnarnes- hæð. Húsið er ýmist klætt flís- um eða báraðri álklæðningu sem gefur því nútímalegt útlit. A llur frágangur hússins að utan tryggir lágmarks-viðhald. Húsið er 232 fer- metrar að stærð. Gengið er inn í húsið á neðri hæð. Hún skiptist í forstofu og út frá miðjugangi er sameiginlegt fjölskyldurými; eld- hús, borð- og setustofa, alls um fimmtíu fermetrar. Útgengt er um stóra rennihurð út á verönd og áfram út í garð. Á neðri hæð- inni er einnig baðherbergi, geymsla og bílskúr sem í er inn- angengt. Á efri hæðinni eru þrjú mjög stór svefnherbergi og þar af eitt með fataherbergi. Einnig baðher- bergi, þvottahús og sjónvarps- herbergi. Við hönnun hússins var gert ráð fyrir að mögulegt væri að loka þessu rými af sem fjórða herberginu. Á efri hæð eru einnig tvennar svalir, frá hjónaherbergi til austurs og sjónvarpsherbergi til vesturs. Handrið á svölum eru úr hertu gleri. Opið hús verður að Árakri 26 í Garðabæ í dag á milli klukkan 17 og 18.30, þar sem sölumenn Eignamiðlunar kynna nokkur glæsileg ný raðhús á góðu verði. Verð á húsunum er frá 39,6 milljónum tilbúin til innréttingar. Fullbúin hús með gólfefnum eru frá 51,6 milljónum. Raðhús á Arnarneshæð Opið hús verður að Árakri 26 í Garðabæ í dag milli klukkan 17 og 18.30. Bogi Pétursson lögg. fasteignasali Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. fasteignir Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.