Fréttablaðið - 27.04.2009, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 27.04.2009, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 27. apríl 2009 17 Ný vefsíða, www.tjalda.is, hefur verið hrint úr vör. Meginmarkmið síðunnar er að auðvelda ferða- mönnum að finna sér tjaldsvæði við hæfi. Þegar vefurinn var sett- ur í loftið á dögunum voru þegar á skrá 190 tjaldsvæði og eru 94 þeirra með nánari upplýsingum og fjölgar á degi hverjum. Síðunni er skipt í hluta eftir landshlutum til að auðvelda leit- ina en svo er tjaldsvæðum raðað í stafrófsröð. Einnig er þar að finna ýmsan fróðleik og fréttir. Þá geta notendur einnig skrifað athuga- semdir inn á tjaldsvæðin og miðl- að þannig af sinni reynslu. Á síðunni er einnig hægt að velja nokkur mismunandi tungu- mál en verið er að vinna í þýðing- um. www.gocamping.is verður það lén sem kynnt verður fyrir erlendum ferðamönnum. Vefsíða um tjaldsvæði TJALDSVÆÐI VIÐ HÆFI www.tjalda.is er ný vefsíða. Íslenskir áhugaljósmyndarar báru sigur úr býtum í átta vikna alþjóð- legri ljósmyndakeppni sem lauk á dögunum. Fjórtán lið tóku þátt í keppninni sem haldin var á vef- síðunni Digital Photo Chall enge, dpc.com, og var hvert lið skip- að átta ljósmyndurum. Pólverjar hrepptu annað sæti og Kanada- menn það þriðja. Liðin fengu það verkefni að mynda vikulega og að svo búnu voru greidd atkvæði um bestu myndirnar vikuna á eftir. Sex hæstu einkunnir hverrar viku réðu stigafjölda liða og stóð það íslenska uppi sem sigurvegari í lokin. Þess skal getið að einn íslensku ljósmyndaranna, Örvar Atli Þor- geirsson, var stigahæstur allra í keppninni. Auk hans skipuðu Ragnheið- ur Arngrímsdóttir, Bragi J. Ingi- bergsson, Þorsteinn H. Ingibergs- son, Gunnar Salvarsson, Ófeigur Ófeigsson, Birgir Sigurðsson og Bogi Leiknisson íslenska liðið. Stigahæstir í alþjóðlegri ljósmyndakeppni STIGAHÆSTUR Ljósmynd Örvars Atla Þorgeirssonar, Grjótpúsl, sem var í efsta sæti í einni af keppnunum á Digital Photo Challenge. MYND/ÖRVAR ATLI Vinátta, listahátíð barna, verður opnuð í Duushúsum í Reykjanes- bæ fimmtudaginn 30. apríl klukk- an 10.30. Listasafn Reykjanesbæj- ar stendur fyrir hátíðinni ásamt tíu leikskólum bæjarins. Þetta er í þriðja sinn sem há- tíðin fer fram og að þessu sinni þurfti að leggja alla sali Duus- húsa ásamt Frumleikhúsinu undir hátíðina, sem hefur stækkað með hverju ári. Meðan á hátíðinni stendur verð- ur listasmiðjan Vinaland starf- rækt í bíósal þar sem íbúum bæj- arins gefst kostur á að skapa heilt samfélag úr leirfígúrum. Smiðjan verður opin alla hátíðina og for- eldrum bent á að opið verður um helgina frá klukkan 13 til 17. Leikskólarnir standa svo fyrir skemmtidagskrá í Duushúsum og Frumleikhúsinu tvisvar á dag vik- una 4. til 8. maí, klukkan 10.30 og 13.30, þangað sem allir eru vel- komnir. Um þær uppákomur má lesa frekar á vef listasafnsins, reykjanesbaer.is/listasafn og hjá viðkomandi leikskóla. Listahátíð barna stendur til föstudagsins 8. maí. Opnunartími Duushúsa er frá klukkan 11 og til 17 virka daga og klukkan 13 til 17 um helgar. Aldrei verið umfangsmeiri LISTAHÁTÍÐ Vinátta, sérstök listahátíð barna, fer fram dagana 30. apríl til 4. maí í Reykjanesbæ. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Iðnaðurinn árið 2012 óskar eftir vel menntuðu fólki til starfa. Á næstu árum verða vaxtarsprotar íslensks atvinnulífs í áliðnaði, byggingariðnaði, listiðnaði, líftækni, matvælaiðnaði, málm- og véltækni, prentiðnaði og upplýsingatækni. Nám í verkmenntaskólum, háskólum og öðrum menntastofnunum er skynsamleg leið til að búa sig undir fjölbreytt tækifæri. Byggingariðnaður Áliðnaður Líftækni Prentiðnaður Matvælaiðnaður Listiðnaður Véltækni Málmtækni Mótum eigin framtíð – Núna er rétti tíminn! Samtök iðnaðarins – www.si.is bhs.is bifrost.is fa.is fb.is fg.is fiv.is fnv.is frae.is fsh.is fss.is fsu.is fva.is hi.is hr.is idan.is idnskolinn.is klak.is misa.is mk.is simey.is tskoli.is unak.is va.is vma.is Upplýsingatækni 2012 tækifæri H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 -0 0 6 6

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.