Fréttablaðið - 27.04.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 27.04.2009, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Gerðar Kristnýjar Í dag er mánudagurinn 27. apríl, 117. dagur ársins. 5.14 13.25 21.39 4.47 13.10 21.35 Opið 07 til 01 Lyfja Lágmúla - Lifið heil www.lyfja.is F í t o n / S Í A F I 0 2 9 0 7 1 Ljúfa Evrópa! Sumar 2009 með ánægju Garda-vatnið 22.–29. júní Verð á mann í tvíbýli: 139.900 kr. Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir Alicante Bologna Álaborg Gautaborg Billund Stokkhólmur Kaupmannahöfn Genf London París Berlín Reykjavík Akureyri Eindhoven Frankfurt Hahn FriedrichshafenBasel Kraká Varsjá Barcelona Verð á mann í tvíbýli: 129.900 kr. Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, akstur til og frá flugvelli, gisting á góðu 3* hóteli með hálfu fæði (morgun- og kvöldverði) og íslensk fararstjórn. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, akstur til og frá flugvelli, gisting á 4* Hotel Baren með fullu fæði allan tímann og íslensk fararstjórn. Sæluvika í Svartaskógi 22.–29. ágúst Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, akstur til og frá flugvelli, gisting á 4* hóteli með morgunverði og íslensk fararstjórn. Eldri borgara ferð til Berlínar 11.–14. september Verð á mann í tvíbýli: 79.900 kr. Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Evrópa hefur allt til alls Það er löngu orðið tímabært að bregða sér í frí til Evrópu. Hvort sem þú vilt njóta fjölbreytileika stórborganna, leigja bíl og láta ímyndunaraflið ráða för eða bara slaka á í sólinni, þá hefur hún Evrópa allt fyrir þig og þína. Iceland Express býður flug til 18 áfangastaða, vítt og breitt um Evrópu, svo það er spennandi ferðasumar framundan! Bókaðu draumaferðina þína á www.icelandexpress.is Dúfur geta náð hjartslættin-um upp í 600 slög á mínútu og haldið honum þannig í allt að 16 klukkustundir án hvíldar. Þetta kom fram í frétt Ríkisútvarpsins fyrir skömmu. Margir kannast eflaust við þessa líðan. Óttinn við að þjóðfélagið sé endanlega að fara í bál og brand laumast að fólki og hjartslátturinn keyrist upp. En það er víða bágborið ástand í heimin- um, svo sem Simbabve. Annað er ekki að sjá á fréttunum sem mér berast frá vini mínum, skáldinu Togara. Hann býr á bóndabæ með mömmu sinni og kemst örsjaldan á ljóðahátíðir úti í heimi. ÞAÐ þarf jú að mjólka og heyja því eflaust er sama umstangið í kringum simbabveskar kýr og þær íslensku. Í vetur var ein kusan úr hjörðinni hans Togara síðan myrt með köldu blóði. Ég gerði því skóna að ljón hefði verið að verki. Það er svo afrískt. Það reyndist samt ekki raunin, heldur hafði mannshönd- in komið þar nærri. Fólk sveltur þarna suður frá og þá falla kýrnar jafnört og húskarlarnar í Njálu. Þrátt fyrir að Togara megi ekki hafa augun af hjörðinni gaf hann sér tíma til að sjá sjónvarpsviðtal við íslenska forsætisráðherrann, líklega Geir, og er því viðræðu- hæfur um íslenskt efnahagslíf. SAMT finnst mér eins og honum þyki ekki mikið til þrenginga okkar koma miðað við þær sem landar hans glíma við. Og þegar maður horfir á lífið með dökku augunum hans Togara sér maður hvernig möguleikarnir fleygja sér bókstaflega í veg fyrir mann. Eins og Ríkisútvarpið skýrði frá um daginn hefur bréfdúfna- rækt aukist á Íslandi síðustu árin. Tekið var fram að tuttugu manns stunduðu hana og það eru nú bara heil 0,0067% þjóðarinnar. Í frétt- inni var sagt frá því að steggur- inn lægi líka á eggjunum og parið skiptist á um að gefa ungunum dúfnamjólk. Ekki grunaði mig að til væri dúfnamjólk en maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. DÚFUR þykja herramannsmatur sums staðar í Evrópu. Í Frakklandi fúlsar að minnsta kosti enginn við góðri dúfnasteik sem borin er fram í rauðvínssósu með gulrótum, lauk, steinselju og blóðbergi. Þetta eru tímar tækifæranna. Sleppum dúf- unum við sendiferðirnar og förum að fita þær. Við erum ekki stödd í Bróðir minn ljónshjarta þar sem dúfur bera boð á milli Kirsuberja- dals og Þyrnirósadals. Frétt Ríkis- útvarpsins um dúfnaeldið eru lítið annað en dulin skilaboð um að á landinu sé nóg til átu. Þetta er allt spurning um víðsýni. Pigeon aux petits pois

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.