Fréttablaðið - 02.05.2009, Qupperneq 2
2 2. maí 2009 LAUGARDAGUR
Sæktu um ÓB-lykilinn á www.ob.is
-5kr.
við fyrstu no
tkun
TB
W
A
\R
EY
K
JA
VÍ
K
\
SÍ
A
og síðan alltaf 2 kr. ásamt
Vildarpunktum með ÓB-lyklinum
Ólöf, ertu ekkert hrædd um að
smitast af flensunni?
„Nei, en þetta verður samt örugg-
lega svínslega erfitt.“
Ólöf Jara Skagfjörð hefur verið ráðin til að
leika Sandy í söngleiknum Grease, sem
settur verður upp í Loftkastalanum. Hlut-
verkið er krefjandi og einkaþjálfarinn Egill
Einarsson, betur þekktur sem Gillz, ætlar
að koma leikkonunni ungu í form.
SKOÐANAKÖNNUN Mikill meirihluti
landsmanna telur að viðskipta-
lífið sé spillt, eða áttatíu prósent
landsmanna. Þetta kemur fram í
niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup
sem RÚV segir frá.
Sjö af hverjum tíu telja að
stjórnmálaflokkarnir séu spillt-
ir og helmingur aðspurðra að
spilling viðgangist á fjölmiðlum
landsins. Fleiri eru þessarar
skoðunar en í sambærilegri könn-
un sem gerð var fyrir tveimur
árum, þó með þeirri undantekn-
ingu að færri telja dómstóla
landsins spillta.
Helmingur fólks telur að
mútum sé beitt innan viðskipta-
lífsins til stjórnvalda í þeim til-
gangi að hafa áhrif á stefnu-
mótun. Þegar afstaða fólks eftir
flokkum er skoðuð eru sjálf-
stæðis menn ólíklegri til að telja
að spilling þrífist hér, en kjós-
endur Borgaraflokks og Vinstri
grænna mun fremur. - shá
Þjóðarpúls Gallup:
Telja spillingu í
viðskiptalífinu
ÚTFLUTNINGUR Hjálmar Helgason,
eigandi Vélafls, segir fyrirtækið
hafa selt gríðarmikið af vinnuvél-
um úr landi eftir bankahrunið.
„Ég hef ekki töluna á vélunum
sem við höfum selt síðan í október
en í síðustu viku seldum við fjór-
tán vélar úr landi,“ segir Hjálm-
ar.
Frá því hrunið varð í október
hefur Vélafl haft stórt svæði við
Hafnarfjarðarhöfn þar sem not-
aðar og verkefnalausar vinnuvél-
ar standa í löngum röðum. Hjálm-
ar kveður fyrirtækið selja eigin
vélar og vélar fyrir einstaklinga,
verktaka og fjármögnunarfyrir-
tækin. Útlendingar séu mjög iðnir
að notfæra sér ástandið.
„Við fáum nokkra erlenda gesti
í hverri viku sem eru að skoða
og kaupa. Það er alþekkt að það
kemur hafsjór af mönnum yfir
land sem er í þessari stöðu. Það
sama gerðist í Finnlandi í kreppu
þar 1995. Þá flugu vélabraskarar
þangað á mánudögum og keyptu
og keyptu af mönnum sem voru
í neyð og flugu svo aftur heim á
föstudögum,“ segir Hjálmar og
bendir á að staðan á verktaka-
markaðnum sé auðvitað mjög
erfið og mikil yfirgeta í kerf-
inu. „Enda er innflutningur síð-
ustu ára búinn að vera fáránlega
mikill. Margir hafa lent í vand-
ræðum og viljað minnkað við sig
fjárfestingu eins og hægt hefur
verið en sumur hafa því miður
misst tækin.“
Aðspurður segir Hjálmar að
það verð sem fáist fyrir vélarnar
með sölu úr landi sé ekki gott þótt
fall krónunnar hjálpi mikið til. Í
landinu sé einfaldlega enn svo
mikið af verkefnalausum vinnu-
vélum og vörubílum að verðið sé
afar lágt.
„Ég held að um áramótin hafi
verið um tólf hundruð beltagröfur
í landinu. Ég veit ekki hversu
mikið þeim hefur fækkað en giska
á að um 25 til 30 prósent þessara
tækja sé í notkun í dag. Í þessari
stöðu er hægt að gera góð kaup,
auk þess sem það er talsvert af
verkum í gangi og aðeins að lifna
yfir markaðnum hér innanlands.
Á morgun [í dag] er Vegagerð-
in til dæmis að skrifa undir 850
milljóna króna verk á Austur-
landi,“ segir Hjálmar.
Að sögn Hjálmars eru ýmis
önnur tæki en vinnuvélar og vöru-
bílar seld úr landi, meðal annars
fólksbílar og rútur. „Ég veit um
menn sem hafa keypt sportbáta
og verið að baksa við að setja þá
upp á vörubíla sem er verið að
flytja út,“ segir Hjálmar.
Margar vinnuvélanna eru seld-
ar til Hollands þaðan sem þær
fara til viðtakenda um víða ver-
öld. „Sjálfir höfum við líka selt
vélar til Rússlands, Póllands, Afr-
íku og til Mið-Austurlanda,“ nefn-
ir Hjálmar sem dæmi.
gar@frettabladid.is
Vinnuvélabraskarar
nýta neyð Íslendinga
Eigandi Vélafls í Hafnarfirði segir útflutning vinnuvéla gríðarlegan enda hafi
innflutningur þeirra verið fáránlega mikill fyrir kreppuna. Í hverri viku komi
margir útlendir vinnuvélakaupendur til landsins til að nýta sér neyð Íslendinga.
SÉR GREFUR GRÖF Gunnþór Sigurgeirsson sölumaður hjá Vélafli gengur um vinnu-
vélaskóginn við Hafnarfjarðarhöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Ég veit um menn sem
hafa keypt sportbáta og
verið að baksa við að setja þá á
sportbíla sem er verið að flytja út.
HJÁLMAR HELGASON
EIGANDI VÉLAFLS
LÖGREGLUMÁL Tveggja bíla árekst-
ur varð á gatnamótum Sæbrautar
og Kringlumýrarbrautar á þriðja
tímanum í gær.
Annar bíllinn var að beygja
vestur á Sæbraut af Kringlu-
mýrarbraut en hinn ók austur
Sæbraut. Að öðru leyti liggja til-
drög slyssins ekki ljós fyrir. Um
tvo fólksbíla er að ræða, og hafn-
aði annar þeirra á grindverki,
sem rifnaði upp og skekktist.
Nokkurt lið lögreglu kom á
staðinn ásamt sjúkrabíl, en ekki
er þó talið að neinn hafi hlotið
alvarleg meiðsl. Töluvert eigna-
tjón varð á hins vegar á báðum
bílunum. - sh
Engan sakaði alvarlega:
Lentu saman á
gatnamótum
AF SLYSSTAÐ Bílarnir voru nokkuð illa
farnir eftir áreksturinn. Enginn slasaðist
hins vegar að ráði. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
LÖGREGLUMÁL Söngvari bandarísku
hljómsveitarinnar The Virgin
Tongues, Duncan McKnight, slas-
aðist lífshættulega þegar hann
féll ríflega tíu metra niður af
þaki fjögurra hæða húss við Skóla-
vörðustíg í gærmorgun. Honum
var í gærkvöldi haldið sofandi
í öndunarvél á gjörgæsludeild
Landspítalans.
McKnight fannst liggjandi stór-
slasaður í blóði sínu fyrir utan
Skólavörðustíg 3 á áttunda tíman-
um í gærmorgun. Lögregla telur
að hann hafi fallið af þaki húss-
ins þegar hann var að reyna að
klifra á milli glugga. Fallið er um
tíu metrar.
McKnight var fluttur meðvit-
undarlaus á sjúkrahús. Að sögn
læknis á gjörgæslu var honum í
gærkvöldi haldið sofandi í öndun-
arvél. Hann er höfuðkúpubrotinn
með mikla innvortis áverka. Lækn-
ir segir líðan hans eftir atvikum.
McKnight og hljómsveit hans
ætluðu að troða upp ásamt íslensku
hljómsveitinni Singapore Sling á
Sódómu í kvöld. Í gærkvöldi stóð
til að tónleikarnir yrðu eftir sem
áður haldnir og að sveitin Kid
Twist leysti The Virgin Tongues af
hólmi. Ágóðinn myndi síðan renna
óskiptur til McKnights. Áætlað er
að húsið verði opnað klukkan tíu.
Miðaverð er 1.500 krónur. - sh
Söngvara bandarísku hljómsveitarinnar The Virgin Tongues haldið sofandi:
Slasaðist við fall af fjórðu hæð
HÁTT FALL Talið er að McKnight hafi
verið að reyna að klifra á milli þakglugga
þessa húss þegar hann féll til jarðar.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Sundlauginni lokað
Sundlauginni á Blönduós hefur verið
lokað og rekstri hennar hætt. Verið er
að byggja nýja sundlaug á Blönduósi
og er stefnt að því að opna hana á
næsta ári.
BLÖNDUÓS
Nýr útivistartími
Nýr útivistartími barna og unglinga
tók gildi í gær, 1. maí. Börn 12 ára og
yngri mega nú vera úti til tíu á kvöldin
og unglingar 13 til 16 ára mega vera
úti til miðnættis. Bregða má út af
reglunum þegar unglingar eru á
heimleið frá viðurkenndri samkomu.
FJÖLSKYLDUMÁL
SAMFÉLAG „Ég vildi kalla eftir
skilgreiningu frá lögreglunni,
um hvað hún eigi við. Hvort
„útlendingslegur“ eigi við um
ljóshærða og bláeyga sænska
stráka eða dökkhærða og brúna
– það gæti átt við um Austfirð-
inga, til dæmis,“ segir Katla Þor-
steinsdóttir, stjórnarformaður
Alþjóðahúss.
Hún vísar hér til eftirlýsing-
ar lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu síðan á þriðjudag, en þar
var lýst eftir þremur þjófum um
þrítugt. Þeir voru sagðir útlend-
ingslegir á að líta.
Katla segist almennt séð á
móti því að fólk sé skilgreint
svona. „En ég get ekki séð að
þetta sé móðgun við útlendinga,
mér finnst nú stundum vera sagt
til hróss að einhver sé útlend-
ingslegur. Ég veit bara ekki hvað
þeir eiga við, það er til fullt af
myndarlegu fólki á Íslandi,“ segir
hún.
Stefán Eiríksson lögreglustjóri
segir að orðalagið hafi vakið upp
spurningar. Lögreglan hafi ekki
nein viðmið um útlendingsleg-
heit.
„Ég held að þetta sé nú bara
óheppilegt orðalag, sem þarna
hafi farið út frá okkur, ekkert
öðruvísi en það. Lögreglan vildi
koma að þeim upplýsingum, að
menn töldu að þarna væru á ferð-
inni menn af erlendum uppruna.
Það byggist nú ekki bara á útliti
þeirra,“ segir hann. Slíkar upp-
lýsingar geti hjálpað til við að
koma fólki og lögreglu á sporið.
- kóþ
Lögreglustjóri segir eftirlýsingu þriðjudagsins hafa verið óheppilega orðaða:
Alþjóðahús spyr um útlendingsleika
Frumkvöðlasetur opnað
Opnað hefur verið frumkvöðlasetrið
Kvikan við Strandgötu í Hafnarfirði.
Í Kvikunni geta tíu til fimmtán frum-
kvöðlar fengið aðstöðu til að vinna að
viðskiptahugmyndum undir faglegri
handleiðslu sérfræðinga. Frumkvöðl-
arnir fá þar góða vinnuaðstöðu,
tengslanet og stuðning við stofnun
fyrirtækis.
HAFNARFJÖRÐUR
Minni grásleppuveiði
Grásleppuveiðin það sem af er
vertíðinni er um fjórðungi minni
en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir að
bátar á veiðum séu fleiri. Innan við
5.000 tunnur eru komnar á land.
Sjávarútvegsráðuneytið varð við ósk
Landssambands smábátaeigenda um
að veiðitíminn yrði framlengdur um
viku vegna aflasamdráttarins, úr 55
dögum í 62 daga.
SJÁVARÚTVEGUR
DÓMSMÁL Sjómenn eiga að njóta
slysatryggingaverndar almanna-
trygginga á ferðum sínum á
vegum útgerða frá heimilum
sínum. Þetta er niðurstaða dóms
í máli Hraðfrystistöðvar Þórs-
hafnar gegn Tryggingastofnun
ríkisins (TR).
Málið snerist um kröfu skip-
verja á hendur TR sem slasaðist
í umferðarslysi árið 2007 á leið
sinni til skips.
Í dómnum sagði að ákvæði
lögheimilislaga væru skýrð með
þeim hætti að lögheimili manns
og raunverulegur dvalarstaður
færu að jafnaði saman.
- shá
Réttindamál sjómanna:
Tryggðir á leið
sinni til skips
KATLA
ÞORSTEINSDÓTTIR
Stjórnarformaður
Alþjóðahúss kallar
eftir skilgreiningu
lögreglu á hvað
það sé að vera
útlendingslegur.
Hún er almennt á
móti skilgreining-
um af þessu tagi.
STEFÁN
EIRÍKSSON
Lögreglustjóri
segir umrætt
orðalag óheppi-
legt en upplýs-
ingar af þessu
tagi geti hjálpað
lögreglu að kom-
ast á sporið.
SPURNING DAGSINS