Fréttablaðið - 02.05.2009, Side 4
4 2. maí 2009 LAUGARDAGUR
Nánari upplýsingar í síma 525 4444 og á endurmenntun.is
VERKEFNASTJÓRNUN
– LEIÐTOGAÞJÁLFUN
Fræðileg og hagnýt verkefni
Efling leiðtogahæfileika
Alþjóðleg vottun
Lotubundin kennsla – hentar með vinnu
Umsóknarfrestur til 11. maí
SAMGÖNGUR Iceland Express er
hætt að fljúga til Stansted-flug-
vallar í Essex
á Suður-Eng-
landi. Í staðinn
flýgur félagið
til Gatwick-
flugvallar, sem
er rétt sunnan
við London, en
þaðan er flogið
til allra átta.
„Við höfum
um skeið verið
að velta fyrir okkur að færa
okkur yfir til Gatwick, þaðan
er styttra í miðborgina og að
mörgu leyti þægilegra fyrir
okkar farþega,“ segir Matthías
Imsland, forstjóri Iceland
Express, í tilkynningu.
Iceland Express verður með
aðstöðu á suðurhluta vallarins.
- ghs
Iceland Express:
Flýgur nú til
Gatwick
MATTHÍAS
IMSLAND
LÖGREGLUMÁL Þrjár sautján ára stúlkur hafa gengist
við því að hafa haft sig mest í frammi þegar fimmtán
ára stúlka var numin á brott frá heimili sínu á mið-
vikudag og ekið upp í Heiðmörk þar sem gengið var
hrottalega í skrokk á henni.
Fjórar stúlknanna sjö sem voru á staðnum gáfu sig
fram við lögreglu í fyrrakvöld. Þær voru yfirheyrðar
í viðurvist forráðamanna, enda ekki orðnar lögráða.
Systir stúlkunnar hefur sagt að stúlkan hafi verið
nær óþekkjanleg eftir árásina, svo bólgin hafi hún
verið í andlitinu. Högg voru látin dynja á henni og var
talað um að hún væri heppin að hafa ekki örkumlast.
Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn
segir málið að mestu upplýst. Ekki komi til greina að
fara fram á gæsluvarðhald yfir stúlkunum. Þær séu
ungar að árum, áverkar stúlkunnar séu ekki taldir
alvarlegir og enn fremur séu engir rannsóknarhags-
munir í húfi. - sh
Mannrán og hrottafengið líkamsárásarmál í Heiðmörk er að mestu upplýst:
Þrjár játa á sig mestu sökina
SJÁVARÚTVEGUR Friðrik J. Arngríms-
son, framkvæmdastjóri LÍÚ, telur
að hafa megi reynslu bygginga-
verktaka á árunum 1999 til 2002 til
hliðsjónar í umræðunni um breyt-
ingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu
og uppboði á aflaheimildum í kjöl-
far innköllunar þeirra.
Í yfirstandandi stjórnarmynd-
unarviðræðum Samfylkingar og
Vinstri grænna er svokölluð fyrn-
ingarleið á dagskrá, eða að fimm
prósent veiðiréttar verði innköll-
uð og verði endurúthlutað. Lengi
hefur verið horft til uppboðsleiðar-
innar og tekist á um hvort hún sé
til bóta eður ei. Heimildir Frétta-
blaðsins herma að fyrningarleið-
in hafi ekki komið til umræðu enn
sem komið er í umræðum flokk-
ana, en margir stjórnarliðar telji
að ekki sé hægt að setja aflaheim-
ildir á frjálsan markað skilyrðis-
laust. Útfærslan sé eftir og sam-
ráð verði haft við greinina við þá
vinnu.
Friðrik segir að reynsla verk-
takanna sé samanburðarhæf við
þær hugmyndir sem nú eru uppi
um breytingar á fiskveiðistefn-
unni. Þriðjungur verktaka fór
í þrot eftir að hafa keypt lóðir
háu verði vegna ótta við verk-
efnaleysi. „Þetta er bara mun
verra hvað varðar sjávarútveg-
inn vegna þess að upptaka og upp-
boð aflaheimilda leiðir til þess að
langtímasjónarmiðum um ábyrga
umgengni við auðlindina er fórn-
að. Það hefur sýnt sig að þeir sem
ekki eiga trygga aflahlutdeild sýna
auðlindinni ekki sömu virðingu og
þeir sem hafa fjárfest í aflahlut-
deild. Þetta er eini munurinn og að
öðru leyti algjörlega samanburðar-
hæft.“
Þorsteinn Víglundsson, varafor-
maður Samtaka iðnaðarins, vakti
athygli á þeim vanda sem kom
upp í byggingariðnaðinum eftir að
útboðsleiðin var reynd fyrir ára-
tug. „Það er enginn vafi í mínum
huga að það er hægt að draga
samlíkingu þarna á milli“, segir
Þorsteinn. „Þegar uppboðsmarkað-
ur er settur á fót þar sem kaupand-
inn er settur í þá aðstöðu að fá allt
eða ekkert, en þannig var þetta í
lóðauppboðum þar sem þeir fengu
sem voru nógu kaldir að bjóða, þá
skaparðu hættu á því að verðlagn-
ing verði óraunhæf. Ef þú býrð til
skort þá hækkarðu verð.“
Þorsteinn segir spurninguna
liggja í því hvort tilgangurinn
sé að hækka verð eða innheimta
sanngjarnt endurgjald. „Það getur
varla verið markmiðið að sprengja
upp verðið á aflaheimildunum,
heldur að greinin sjálf sé arðbær,
borgi skatta og skapi störf. Hættan
er sú að ríkið tekur til sín megin-
þorrann af væntanlegum arði af
veiðunum.“ svavar@frettabladid.is
Reynslan kennir að
uppboðsleið er ófær
Lóðauppboð í Reykjavík leiddi til fjöldagjaldþrota í byggingaiðnaði. Útvegs-
menn telja að „upptaka og uppboð aflaheimilda“ skuli skoðast í þessu ljósi.
Sjávarútvegur hefur ekki verið ræddur í stjórnarmyndunarviðræðum.
FRÁ VESTMANNAEYJUM Útgerðarmenn telja að uppboð aflaheimilda í kjölfar fyrning-
ar aflaheimilda skuli skoðast með hliðsjón af reynslu annarra atvinnugreina af þeirri
leið. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Það er enginn vafi í
mínum huga að það er
hægt að draga samlíkingu þarna
á milli.
ÞORSTEINN VÍGLUNDSSON
VARAFORMAÐUR SAMTAKA IÐNAÐARINS
GETUR EKKI VIKIÐ
STÚLKUNUM ÚR SKÓLA
Stúlkurnar sem stóðu fyrir árásinni
í Heiðmörk eru allar nemendur við
Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Skóla-
meistari Flensborgar segir málið hins
vegar ekki í lögsögu skólans. Hann
gæti ekki vikið stúlkunum úr skóla
jafnvel þótt hann vildi.
„Atvikið varð ekki í skólanum og það
var ekki milli nemenda skólans,“ segir
skólameistarinn Einar Birgir Steindórs-
son. Það sé því ekki á forræði skólans.
Einar segist hafa leitað eftir lögfræðiáliti vegna málsins
og í ljós hafi komið að hann geti í raun ekkert aðhafst.
EINAR BIRGIR
STEINÞÓRSSON
VEÐURSPÁ
Alicante
Bassel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
20°
24°
23°
17°
17°
23°
17°
16°
16°
19°
17°
20°
17°
31°
15°
20°
18°
14°
Á MORGUN
Hægviðri,
4-8 m/s.
MÁNUDAGUR
Hæg breytileg átt
en hvasst sunnantil.
7
5
5
4
6
4
8
6
5
6
1
8
10
9
10
9
13
10
14
6
14
10
7
6 7
6
8 6
6 8
8
9
VÆTUSAMT Í dag
verður heldur
blautt eins og
undanfarna daga
en minnst rignir
á Suðausturlandi.
Það rofar heldur til
er kvöldar. Síðdegis
á morgun hvessir
heldur suðvestan-
lands og það bætir
heldur í úrkomu.
Hiti breytist lítið
næstu daga.
Soffía
Sveinsdóttir
Veður-
fréttamaður
HOLLAND, AP Karlmaður sem varð
fimm manns að bana þegar hann
reyndi aka á bíl hollensku kon-
ungsfjölskyldunnar í bænum
Apeldoorn, lést af sárum sínum
á spítala í gærmorgun. Áður en
maðurinn, sem var 38 ára gam-
all, gaf upp öndina játaði hann að
hafa ætlað að vinna kóngafólk-
inu mein. Ekki liggur fyrir hvers
vegna.
Maðurinn ók svörtum bíl sínum
í gegnum þvögu fólks og lauk ferð
sinni með því að aka á styttu.
Opin rúta kóngafólksins slapp
naumlega við árekstur. Fimm
manns létust og tólf liggja slasað-
ir á spítala. - sh
Reyndi að aka á kóngafólkið:
Lést af sárum
sínum á spítala
VINNUMARKAÐUR Iðnnemar verða
að vera með meistara á vinnu-
markaði í minnst eitt ár til að
geta klárað nám sitt og lokið
sveinsprófi. Stefán Rafn Sigur-
björnsson, formaður Sambands
íslenskra framhaldsskólanema,
óttast að iðnnemar detti úr námi
vegna þessa, námskeið verði
lögð niður og skortur verði á
sérfræðimenntuðum iðnaðar-
mönnum.
„Í atvinnuleysinu eru iðn-
nemar fyrstir til að fjúka.
Margir gefast því upp á náminu.
Ef þetta verður víðtækt vanda-
mál sjáum við kannski fram á
algjöran skort á iðnaðarmönnum
í framtíðinni, sérstaklega í
byggingariðnaði, þar sem þetta
fólk dettur úr námi,“ segir hann.
- ghs
Stefán Rafn Sigurbjörnsson:
Iðnnemar fyrst-
ir til að fjúka
KAMBÓDÍA, AP Yfirfangavörður
Rauðu Kmeranna, sem nú er
fyrir rétti fyrir að vera valdur að
dauða þúsunda „óvina ríkisins“ á
áttunda áratugnum, sagðist hafa
þjálfað börn bænda til að starfa
sem fangaverðir í fangabúðum
Kmeranna. Börnin voru á aldrin-
um tólf til sautján ára.
Kaing Guek Eav, sem gengur
undir nafninu Duch, stjórnaði
S-21 fangelsinu í Phnom Penh,
þar sem allt að 16.000 manns
eru taldir hafa verið pyntaðir til
dauða. Duch sagði að vegna þess
hve ung börnin voru hafi verið
auðveldara að móta þau og þjálfa.
Duch er einn af fimm yfir-
mönnum Rauðu Kmeranna sem
nú er fyrir rétti. - ss
Háttsettur Rauður Kmeri:
Þjálfaði börn
sem fangaverði
RÓM, AP Veronica Lario, eigin-
kona Silvios Berlusconi, forsætis-
ráðherra Ítalíu, er allt annað en
ánægð með
fréttir af vali
á frambjóð-
endum Frels-
isflokks eigin-
manns síns
fyrir kosning-
ar til Evrópu-
þingsins, sem
fara fram í
júní.
Í opnu bréfi
til ítalskra fjölmiðla segir Lario
framboðslistann fullan af ungum
leikkonum og stjörnum sem enga
reynslu hafi af stjórnmálum.
„Ég vil að það sé ljóst að ég
og börnin mín erum fórnarlömb
en ekki samsek í þessum gjörn-
ingi. Við verðum að sætta okkur
við þetta og þjáumst fyrir vikið,“
segir Lario. - kg
Forsætisráðherra Ítalíu:
Eiginkonan alls
ekki ánægð
SILVIO BERLUSCONI
GENGIÐ 30.04.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
207,6007
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
126,95 127,55
188,33 189,25
168,92 169,86
22,676 22,808
19,321 19,435
15,769 15,861
1,2929 1,3005
190,21 191,35
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR